Eldri færslur eftir merkjum fyrir kósý

Fullkomin peysa fyrir veturinn úr Zöru!

Úrvalið í Zöru hefur aldrei verið flottara! Kannski er það vegna þess að tískan núna er minn stíll út í gegn. Víðar peysur og íþróttabuxur!

Ég hefði getað keypt alla búðina, mátaði 10 flíkur en aðeins tvær fengu að koma með mér heim. Í þetta skiptið allavega, er að fara aftur að versla í vikunni! Það eru nefnilega jól………

En peysan sem ég keypti mér var ást við fyrstu sýn. Ótrúlega mjúk, þægileg og síð. Tók hana í medium til að hafa hana extra víða og kósý. Mér fannst flest fötin þarna vera á virkilega góðu verði, en þessi peysa var rétt undir 5000 krónum.

 

Ég keypti mér dökkbláa, er búin að vera hrifin af bláu núna uppá síkastið. Það voru til fleiri litir, svartur, grár, ljós blár og gulur meira að segja. Mér finnst liturinn og efnið sjást mjög vel á myndinni hér fyrir ofan. Sjáið þið hvað hún er mjúk?

 

Peysan er nægilega síð til að vera í leggings við, sem er mikill kostur! Mæli með að þið kíkið í Zöru í Smáralind. Ef þið viljið næla ykkur í eina svona kósý peysu fyrir veturinn þá sýndist mér vera nóg til og mikið úrval af allskonar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Fylgdu okkur á


Follow