Eldri færslur eftir merkjum fyrir kaka

Dásamleg eftirréttarkaka

Jæja ekki nema þrír mánuðir frá síðustu færslu! Afsakið þetta bloggleysi, stundum þarf maður bara smá pásu. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var eiginlega komin með smá leið á því að vera endalaust að baka og elda og taka myndir fyrir síðuna. Þessi bloggpása var einmitt það sem ég þurfti því eins og staðan er í dag er ég full af hugmyndum og ætla að reyna að vera dugleg næstu vikur að koma þeim í framkvæmd, baka eitthvað skemmtileg fyrir jólin og þess háttar. Ég ætla að byrja á því að deila með ykkur uppskrift af ljúffengri eftirréttarköku sem gæti verið tilvalin um jólin! Ég hef prófað kökuna bæði frosna (ískaka) og kalda (geymd í ísskáp). Persónulega fannst mér hún betri frosin og mæli því með henni þannig.

Ísterta
Skrifa umsögn
Prenta
Marengsbotninn
 1. 4 eggjahvítur
 2. 250 gr sykur
 3. 1 tsk eddik
 4. 2 tsk Maizena
 5. 4 msk kakó
Ísinn
 1. 600 ml rjómi
 2. 1 dós condensed sykruð mjólk (400g) (sæt mjólk, sjá á mynd hér að ofan)
 3. Korn úr 1x vanillustöng
 4. 3 msk kakó
 5. 100 gr súkkulaðidropar (konsum) - saxaðir
 6. 50 gr súkkulaðidropar sem skraut - saxaðir
Marengsbotninn
 1. Hitið ofninn í 150 °C.
 2. Þekkið smelluform með smjörpappír, ca 20 cm breitt. Látið smjörpappírinn ná uppá hliðarnar alveg.
 3. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt í meðan þið hrærið.
 4. Bætið við Ediki og maizena.
 5. Hellið kakó í gegnum sigti í stífþeyttar eggjahvíturnar og hrærið saman með sleif, blandið vel.
 6. Setjið marensinn í formið og bakið í 1 klst.
 7. Látið kóna alveg í forminu þegar botninn er tilbúinn. Þegar marensinn er orðin kaldur þá byrjið þið á ísnum.
Ísinn
 1. Þeytið saman rjómann og mjólkina (stundum betra að þeyta rjómann fyrst til hálfs og blanda svo mjólkinni við) þar til orðið stíft.
 2. Hrærið fræinn úr vanillustönginni við blönduna.
 3. Skiptið ísnum í tvo hluta.
 4. Hrærið súkkulaðidropana við annan hlutann og sigtað kakóið í hinn hlutann.
 5. Setjið hvíta hlutann fyrst á marensinn og síðan þann brúna varlega ofan á.
 6. Hrærið aðeins í ísblöndunum með prjóni til að blanda þeim saman, sjá mynd hér að ofan.
 7. Setjið plast yfir kökuna og frystið í minnst 8 klst eða lengur.
Annað
 1. Mjög gott að bera fram með einhversskonar sósu, ég hef til dæmis búið piparmintusósu (uppskrift kemur seinna)
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Afmæli Írisar Rutar

Dóttir mín hélt uppá fjögurra ára afmælið sitt um helgina……getur einhver stoppað tímann, plís?

Íris Rut kom í heiminn þann 11. ágúst árið 2013 kl. 10:04 eftir 41 viku og 6 daga meðgöngu! Hún var ekkert að flýta sér…….

Síðan leið tíminn og allt í einu var hún orðin ….

1. árs

2. ára

3 ára.

Og núna loksins, eftir langa bið og mikla eftirvæntingu varð hún ……

4 ÁRA!!

Afmælið var haldið heima hjá okkur í Garðabænum þar sem við buðum vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með okkur.

Amma Inga bakaði þessa fínu prinsessu afmælisköku sem Íris Rut skreytti sjálf.

Allar borðskreytingar voru keyptar í Ikea og sostrene grene og svo fannst okkur Írisi Rut skemmtileg hugmynd að merkja öll sætin við afmælisborðið. Ásamt afmæliskökunni var boðið uppá hefbundnar rice krispies kökur, pretzels, bláber og jarðaber.

Dagurinn heppnaðist alveg ótrúlega vel í alla staði…. en er það ekki örugglega rétt hjá mér að hún verði ekkert stærri en þetta? 😉


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Kaka með fluffy kremi

Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er ein af mínum allra uppáhalds. Snillingurinn hann pabbi minn hefur bakað þessa köku frá því ég man eftir mér og mér finnst hún alltaf jafn góð. Kakan sjálf er mjúk og bragðgóð og kremið er fluffy og bráðnar í munninum. Mæli svo sannarlega með þessari 🙂

+

Kakan:

200 gr hveiti

280 gr sykur

1 og ¼ tsk matarsódi

1 tsk salt

50 gr kakó

125 gr smjörlíki – lint

3 egg

1 tsk vanilludropar

100 ml mjólk

Krem:

2 eggjahvítur

1 bolli sykur (ca 200 gr)

1/2 -1  bolli vatn (ca 300 ml) (bætið við vatni ef þörf er á)

 

Aðferð:

Kakan:

Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.

Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.

Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.

Kakan er bökuð við 180 gráður í 25-30 mín eða þar til þú getur stungið prjón í hana og hann kemur hreinn út.

Krem:

Byrjið á því að setja sykurinn og vatnið í pott og sjóðið niður þar til blandan verður að sírópi. Allur sykurinn verður að fá að bráðna, annars misheppnast kremið. Sírópið á að vera svipað þykkt og Golden Syrup.

Stífþeytið eggjahvíturnar á meðan sírópið mallar.

Þegar sírópið er tilbúið hellið því þá varlega í skálina með eggjahvítunum á meðan þið hrærið í.

Hrærið vel í blöndunni þar til kremið verður tilbúið.

Skellið kreminu á kökuna þegar hún hefur aðeins fengið að kólna.

 

-Heiðrún

Græn kaka – eins og í gamladaga

img_4902Ég held að þessi kaka sé uppáhaldskakan mín fyrr og síðar! Þetta er ein af þessum gamaldags uppskriftum sem allir þekkja og elska 😉 Það er fátt betra og meira kósý í svona leiðindaveðri eins og er núna en að skella í eina köku. Þessi kaka er fljótleg og auðveld og það er tilvalið að skella í eina græna og gómsæta í kvöld 😉

img_4913 img_4919 img_4924 img_4941

Græn og gamaldags
Skrifa umsögn
Prenta
Kakan
 1. 125 grömm hveiti
 2. 125 grömm sykur
 3. 125 grömm smjörlíki
 4. 3 egg
 5. 1 og hálf teskeið lyftiduft
 6. 1-2 teskeiðar möndludropar
 7. 1-2 dropar grænn matarlitur
Krem
 1. 3 eggjarauður
 2. 150 grömm súkkulaði
 3. 50 grömm smjör
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 2. Hrærið restinni af hráefnum við.
 3. Bakið við 180°C í 20 mínútur eða þar til þið getið stungið prjóni í kökuna og hann kemur hreinn út.
Krem
 1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað og ennþá heitt, hrærið þá smjörinu við á meðan það er að bráðna.
 3. Hrærið eggjarauðunum, einni í einu, við súkkulaðið.
 4. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

 

Fylgdu okkur á


Follow