Eldri færslur eftir merkjum fyrir inspó

Umbreyttu eldhúsinu með einföldum breytingum!

Hér fylgja ýmis ráð til að hressa upp á heildarlúkkið í eldhúsinu. Mjög einfaldir hlutir en gera svo mikið. Myndir frá PINTEREST og flest af vörum úr LAGERHAUS sem er ein uppáhaldsbúðin mín hér í Svíþjóð.

EINFALDAÐU!

Þarftu virkilega 30 gaffla, 20 hnífa, tugatals tuskur og annað sem liggur bara upp í eldhússkápunum hjá þér eða yfirtekur uppþvottavélina ?( þar sem flestir ná sér bara í nýjan gaffall og hníf, þar til allt er búið í skúffunni! ) Farðu yfir skúffurnar heima hjá þér og minnkaðu magnið á eldhúsáhöldunum, efast um að margir haldi veislur svo oft að þeir þurfi á öllu þessu að halda. Það eru ekki að koma 30 gestir heim til þín og þessi hnífapör eru bara að taka pláss. Sama á við um tuskurnar, hjá mér allaveganna margfaldast þær bara hvert ár, þegar ég kaupi aðeins fleiri trefjatuskur í búðinni annan hvern mánuð, þar sem ég hef ekki nennt að þrífa þær sem ég á eða finnst þær bara vanta heim. Hentu helminginum og neyddu þig til að þrífa þær sem þú átt. Það er góð tilfinning að hreinsa út úr skápunum.

FEGRAÐU ELDHÚSIÐ!

Það sem liggur oftast frammi í eldhúsinu hjá flestum okkar er uppþvottalögur, uppþvottaburstar og viskastykki. Með því að kaupa fallegar flöskur fyrir uppþvottalöginn, hengja upp flott viskastykki og finna eitthvað skemmtilegt til að setja uppþvottburstann í, þá allt í einu verður allt svo hreinlegt og fallegt ( og hlutirnir verða ekki fyrir okkur í eldhúsinu eða við þurfum ekki að fela þá inn í skápum )

ALLT SEM ER GRÆNT, GRÆNT FINNST MÉR VERA FALLEGT!

Gerðu það grænt! þá meina ég ekki að henda grænum lit á allt eldhúsið, heldur að bæta við plöntum og kryddjurtum og hafa á nokkrum vel völdum stöðum í eldhúsinu. Þetta gerir heildarlúkkið svo ferskt og aðlaðandi.

MIKILVÆGI SKURÐARBRETTIS!

Vandaðu valið á skurðarbretti, veldu eitthvað sem gleður augað ( og er vel nothæft ) og hafðu það síðan frammi á eldhúsbekknum fyrir allra augum! Fallegt skurðarbretti og jafnvel einn bakka með.

Annars mæli ég með því að halda eldhúsinu minimalísku, minna er meira og vandið valið á því sem er frammi. Get lofað því að þið eigið eftir að elska heildarlúkkið þegar það sem þið sjáið er eitthvað sem þið völduð sjálf og fannst fallegt. Skiptir mestu máli að halda í ykkar stíl og njótið að eyða tíma í eldhúsinu!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Dreymir um: Gluggasæti

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það er eitthvað við svona týpískt haustveður sem fær hugann min til að reika á hverju einasta ári og alltaf byrjar mig að dreyma um hið fullkomna gluggasæti. Mér finnst tilhugsunin við það að sitja á bekk í glugganum og horfa á veðrið, hlusta á rigninguna með góða bók í hönd og heitt súkkulaði við hliðina á mér alveg einstaklega heillandi og ef ég verð einhverntíman svo heppin að geta eignast eitt svoleiðis sæti þá mun ég sko verða glöð!

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir fyrir þá sem vilja láta sig dreyma með mér um hið fullkomna gluggsæti en mér er svo sem alveg sama hvernig mitt myndi líta út svo lengi sem að dýnan væri mjúk og ofan á henni væri nóg af teppum og koddum!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Afmælis!

_mg_24083

_mg_2424-5

_mg_2404-2

_mg_2430-2

_mg_2456-4

_mg_2439

_mg_2400-4

2_einkaeigu_ekki_kostudMeð þessari færslu langar mig að hefja nýja seríu hjá mér hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur hinum og þessum dressum sem ég klæðist. Ég birti brúðkaupsdressin sem ég klæddist í sumar hér um daginn og fékk svo frábærar viðtökur að ég ákvað að halda áfram á sömu braut og nýja serían heitir því „Dress up“ og í henni mun ég reyna að birta færslur reglulega. Ég verð nú seint kölluð tískugúru en mér finnst oft rosalega gaman að gera mig fína þar sem ég er eiginlega alltaf í joggingbuxum og víðum stuttermabol á virkum dögum! Vonandi munuð þið hafa gaman af og getið dregið einhvern smá innblástur af dressunum sem ég birti 🙂

En þá að þessu afmælisdressi! Á síðastliðinn laugardag fór ég í 100 ára afmæli tengdaforeldra minna þar sem þau fögnuðu bæði sitthvorum 50 árunum. Ég ákvað því að splæsa í nýtt dress fyrir tilefnið og kíkti í ný opnaða Springfield í Smáralind en Springfield er ein af allra uppáhalds búðunum mínum þegar ég skrepp erlendis. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar ég sá að hún væri að opna hér heima! Fyrir kvöldið keypti ég mér þennan klassíska svarta kjól með rufflum og þessa „peysu/kápu“ til að klæðast yfir kjólnum. Ég skellti svo gömlum öklastígvélum frá Bershka á fæturnar og gamaldags 90’s Jóhönnu Guðrúnu snúðum í hárið fyrir þá sem muna eftir því tímabili! Á neglurnar setti ég svo gullfallega Tribal Text-styles lakkið úr sumarlínu Essie.

Annars skemmti ég mér konunglega vel í afmælinu og ekki skemmdi fyrir að vera í dressi sem mér leið virkilega vel í allt kvöldið! ❤️

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow