Eldri færslur eftir merkjum fyrir inspiration

Inspo – svefnherbergi

Ég er í smá svefnherbergja pælingum þessa dagana því mig langar að breyta okkar aðeins. Rúmið er upp við vegg og ég er komin með smá leið á því og þarf eiginlega að finna góða lausn fyrir frekar lítið svefnherbergi. Eins og staðan er núna erum við með kommóðu, snyrtiborð, stól og rúm inni í herberginu og mér finnst þetta of þröngt og ekki alveg nógu gott!

Kröfurnar sem ég geri eru að hafa pláss beggja megin við rúmin, helst náttborð eða eitthvað slíkt báðum megin, pláss fyrir 1 kommóðu og einhverskonar aðstöðu til að mála mig. 

Á óskalistanum núna eru; nýtt rúmteppi og púðar, mynd til að setja fyrir ofan rúmið, mögulega fallegur stóll og einhverskonar náttborð. 

Ég sýni ykkur kannski fyrir og eftir myndir ef þetta gengur hjá mér!

 

Bryndís Björt

Concrete wall

Eitt trend sem ég hef verið svolítið skotin í uppá síðkastið eru veggir málaðir eins og þeir séu úr steypu. Mér finnst þetta vera að koma ótrúlega vel út í stofu- og svefnrýmum, sérstaklega á veggjum þar sem er arinn. Það væri eflaust fallegt að gera kertaarinn og mála hann í sama lit og hafa hann upp við vegginn. 

Mér skilst að helstu málningabúðir á Íslandi séu að selja fínar málningar í að gera svona, án þess að hafa skoðað það sjálf. Svo er hægt að finna leiðbeiningar m.a. á pinterest um hvernig er best að ná þessari útkomu þegar maður er að mála!

Bryndís Björt

Shoez

2af14a928c266ff02ee1a9cdefb49494

2fbea9bb2b38eac19fff32ba78ea97f4

4d70fd2faba25f9eaf6418e815f9f97b

6f82eac833e72741c865e2957363620a

7fedb7fcebdaf0a4c606eeda76e36bb5

8a5c4abf62d404a4cdde0a72fc04b8f7

16e72775ac8e8f3b988a4855a544e4bf

57cbe5d88e08e53c5fe2cc574a02158e

66eb3748c1e2cf19bc30ae84d20ff5ad

369b9ef8457b5e24bbe0e38153c07cee

761f9e3d691c9742e88de591e41722de

Er með svona týpu af skóm á heilanum. Ég keypti mér svona svarta í Bangkok í janúar og nota þá mikið, en langar eiginlega mjög í eina bleika líka.. 

Bryndís Björt

Haust

5639f70b391d1e78a30fc16161ca3c4c

176b9b5db0c6b1ce7ecd120c9a6d3460

84f5050c2b760016ee2eb4a9817f9f3e

5a2e04f4b43472b782debf8935359825

8f2183d088a4d5e382b80170a54a306d   

973598d356ec1d8620d5490365d7ffaa

Ég held að við getum formlega sagt að haustið sé byrjað, svona miðað við kuldann og myrkrið sem eru allt í einu komin. Mér finnst það nú samt bara gaman, haustið er eiginlega uppáhalds árstíminn minn fyrir utan jólin!!! Þá get ég klætt mig í kápur og þykkar peysur, verið með stóra trefla og kveikt á kertum á kvöldin og þannig kósý.

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow