Eldri færslur eftir merkjum fyrir Innlit

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Japönsk hönnun – innlit

Í þessu innliti var innblástur arkitektsins (Sergey Makhno sem kemur frá Úkraínu) japanskur minimalismi þegar hann hannaði þetta heimili fyrir sig og fjölskyldu sína. Sergey hannaði mörg húsgögnin sjálfur og var bæði undir áhrifum úkraínskar og japanskar hönnunar og varð þetta úkoman – sem mér finnst virkilega áhugaverð.

Myndir eftir Andrey Avdeenko

Mér finnst svo gaman að skoða innlit og bara hönnun almennt sem er framandi og ólík því sem ég er vön að sjá. Þó þetta sé ekki akkurat eins og ég myndi hanna mitt eigið heimili þá  getur hönnun sem kemur á óvart veitt ótrúlega mikinn innblástur.

Ég vona að þið hafið gaman af að sjá aðeins öðruvísi innlit hjá mér annað slagið hérna inni!

Bryndís Björt

 

 

Innlit í Geysi Kringlunni og hátíðartilboð!

 Færslan er í samstarfi við Geysi

Ég leit við í Geysi Kringlunni í gær og smellti af nokkrum myndum af úrvalinu þar til þess að deila með ykkur – bara svona ef ske kynni að einhver væri ennþá í jólagjafavandræðum. Ég hef nú ekki verið að gera neinar jólagjafahugmyndalista þetta árið því það eru svo margir að gera það svo fallega en hér koma þó nokkrar hugmyndir frá mér úr Geysi. Ef þið eruð hinsvegar búin með öll innkaup þá getið þið bara notið myndanna því búðin er ekkert lítið flott!

Þessir finnst mér æði!

Ullarteppin þeirra koma í rosalega mörgum útgáfum og það er meira að segja hægt að fá þau innpökkuð! Svona fyrir þá sem eru á síðasta snúning 😉 Kögurteppin eru á hátíðartilboði á 12.800 en hin ullarteppin sem eru stærri eru á hátíðartilboði á 14.800.

Nýju fallegu rúmfötin þeirra þar sem maður kaupir allt stakt en þau eru líka á hátíðartilboði.

Ég varð svolítið mikið skotin í þessum köflóttu ullarbuxum.

Glimmer fyrir gamlárs.

Ilmkertin þeirra.

Mikið af fallegum barnafötum.

Þessi klikkaða taska heillaði mig líka! Finnst ykkur hún ekki falleg?

Ilmkertin í minni útgáfu.

Síðan eru það dásemdirnar frá Feldur! Ég hreinlega verð að eignast svona kraga þar sem ég týndi kraganum sem ég átti við flutningana til Köben – týpískt ég…

Litirnir í þessum eru æðislegir!

Þessir kragar eru líka sjúkir! Sami feldur og er í rauðu töskunni hér ofar.


Svo eru það dýrindis handklæðin þeirra! Vanalega er lítið handklæði á 2900 kall og stórt handklæði á 5900 en það er hátíðartilboð í gangi hjá þeim þar sem þú getur fengið þau bæði saman á 7000 kall.

Síðast en ekki síst er það uppáhalds dressið mitt í allri búðinni! Það eru til eins buxur líka en þær voru reyndar ekki til í Kringlunni en trúið mér ég hef dást að þeim úr fjarlægð áður og þær eru klikkaðar! Mér finnst þetta mynstur svo svakalega íslenskt og fallegt eitthvað, minnir mig á íslenskan krosssaum og hönnunin og sniðið er pörfekt. Vel gert Geysir!

Mér finnst svo ægilega gaman að taka myndir og alltaf svo skemmtilegt að koma svona í heimsókn í fallegar íslenskar verslanir – virkilega langt síðan ég hef gert það og kjörið tækifæri núna þar sem Geysir bauð mér að kynna mér hátíðartilboðin þeirra. Vonandi fannst ykkur bara gaman að koma með mér!

-RH (Fylgið mér á Instagram @rannveigbelle)

Skandinavískt í Vancouver

02-23-17-ht-Homer-Condo-01

02-23-17-ht-Homer-Condo-13

02-23-17-ht-Homer-Condo-12

02-23-17-ht-Homer-Condo-02

02-23-17-ht-Homer-Condo-03

02-23-17-ht-Homer-Condo-04

02-23-17-ht-Homer-Condo-07

02-23-17-ht-Homer-Condo-08

02-23-17-ht-Homer-Condo-16

02-23-17-ht-Homer-Condo-17

02-23-17-ht-Homer-Condo-19

02-23-17-ht-Homer-Condo-20

Það er aldeilis langt síðan ég kom með innlit frá Rue magazine, en hér er eitt sjúklega næs. Mæli mjög með síðunni þeirra til að skoða innlit, þau eru mörg og mjög skemmtileg. Þessi íbúð er í Vancouver en í skandinavískum stíl. Ég er sérstakur aðdáandi walk in fataskápsins og legubekksins í stofunni – bæði eitthvað sem ég myndi vilja hafa í minni íbúð ef ég ætti eins og einn þúsundkall. 

Bryndís Björt

Innlit í Fotia

_MG_1668

faerslan_er_ekki_kostudÍ síðustu viku skrapp ég í heimsókn í verslun Fotia í Skeifunni og tók nokkrar myndir til að deila með ykkur hér á blogginu. Það virtist fara vel í lesendur innlitið sem ég birti af nýju Nola verslunina svo mér datt í hug að það gæti verið gaman að fara í nokkrar svona heimsóknir. Ég átti leið í Fotia svo ég greip myndavélina mína með mér og hérna eru eitthvað af þeim myndum sem ég tók í heimsókninni 🙂

_MG_1580

_MG_1634

Heilt flóð af Sigma burstum – þessir eru án djóks bestir!

_MG_1588

_MG_1591

_MG_1594

_MG_1685

Morphe palletturnar koma nú vel út á mynd – það er ekki hægt að segja annað!

_MG_1589

_MG_1600

_MG_1678

_MG_1677

Hot Makeup snyrtivörurnar

_MG_1602

_MG_1611

_MG_1617

_MG_1622

_MG_1620

_MG_1640

Viseart – Þarna á ég mér tvær draumapallettur sem verða að vera mínar einn daginn!

_MG_1658

_MG_1659

_MG_1664

Lit glimmerin fyrir glimmeróða förðunarsnillinga

_MG_1673

Vonandi hafið þið gaman af því að ég birti svona innlit annað slagið og ef þið eruð með einhverjar hugmyndir um hvert ég get farið næst þá megið þið að sjálfsögðu senda mér línu eins og alltaf – það væri vel þegið 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Fallegt innlit

05-24-16-ht-NewportBeach-1 05-24-16-ht-NewportBeach-2 05-24-16-ht-NewportBeach-3 05-24-16-ht-NewportBeach-4 05-24-16-ht-NewportBeach-5 05-24-16-ht-NewportBeach-6 05-24-16-ht-NewportBeach-7 05-24-16-ht-NewportBeach-8 05-24-16-ht-NewportBeach-9 05-24-16-ht-NewportBeach-10 05-24-16-ht-NewportBeach-12 05-24-16-ht-NewportBeach-15 05-24-16-ht-NewportBeach-16 05-24-16-ht-NewportBeach-17

 Vá mér finnst þetta geggjað innlit sem ég fann á ruemag.com. Stílhreint og nútímalegt en um leið smá svona strandhúss þema í gangi. Hreinar línur og mjúkir og róandi litir.. blái sófinn finnst mér sjúkur, og baðkarið, og gólfefnið, og allt bara.

Bryndís Björt

Modern

Croma-Design-Donna-Griffith-01 Croma-Design-Donna-Griffith-02 Croma-Design-Donna-Griffith-03 Croma-Design-Donna-Griffith-07 Croma-Design-Donna-Griffith-08 Croma-Design-Photo-by-Croma-10 Croma-Design-Photo-by-Croma-11

Föstudagsinnlit í boði Rue magazine, hrátt en samt svo flott. Annars skila ég bara kveðju af pallinum heima á Egilsstöðum í sólinni, gott að vera loksins komin heim í sumarið!

Bryndís Björt

Strandhús

Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-01-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-02-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-03-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-04-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-06-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-07-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-08-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-09-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-10-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-12-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-013-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-14-1-Kindesign Pender-Island-Retreat-Johnson-McLeod-Design-Consultants-16-1-Kindesign 

Hæj! Ég er bara rétt að minna á mig, ég er í prófalestri núna og verð næstu 3 vikur svo það kemur kannski aðeins minna frá mér hér inn á þessum tíma. Annars býð ég (eða reyndar one kindesign) uppá innlit í þetta fáránlega kósý strandhús staðsett í Kanada. Svo bjart og fallegt!

Bryndís Björt

Franskt innlit

1106909-1_og_gallery 1106912-1_og_gallery 1106914-1_og_gallery 1106916-1_og_gallery 1106917-1_og_gallery 1106918-1_og_gallery 1106920-1_og_gallery 1106922-1_og_gallery 1106923-1_og_gallery 1106936-1_og_gallery

Innlit sem birtist í Vogue living.. Virkilega falleg íbúð, stödd í Lyon Frakklandi. Ég elska stóru gluggana í henni!! Allt eitthvað svo bjart og róandi.

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow