Eldri færslur eftir merkjum fyrir Innblástur

Lykilflíkur í fataskápinn

Hef verið að unna mér að kaupa eina og eina flík upp á síðkastið og hef ég lagt áherslu á að finna það sem er Must have í fataskápinn. Eitthvað sem lífgar upp á það sem ég þegar á og get gert mismunandi outfit af. Fann nokkrar lykilflíkur sem ég ætla að deila með ykkur hér. Mikið af myndunum eru sjálfur í vinnunni, en það hlýtur að fyrirgefast, ekki satt 🙂

TEINÓTT!

Fór upphaflega að leita mér að teinóttum jakka, en þar sem ég fann engan spennandi þá endaði ég með teinóttar buxur og ég gæti ekki verið sáttari! Háar í mittið og fara vel með svarta blazerinum minum! Þær fást í H&M.

RAUTT

Ég var harðákveðin að finna mér eitthvað rautt og endaði á þessum gullfallegu rauðu buxum úr BIK BOK. Einnig háar í mittið og hafa frábært snið!

BLÚNDA

Á núna 3 boli með blúndu í, enda elska ég þennan stíl! Þetta er uppáhaldsbolurinn minn og get ég notað hann með hvaða buxum sem er. Hér er ég í gallabuxum og blazerjakkanum mínum ( LOFA að ég nota hann ekki á hverjum degi!! 😀 )

BLÓMALEGUR KIMÓNÓ

Hvað er betra en að vera í sumarlegum blóma kímónó í Desember! Það lífgar allaveganna upp á mig og mitt skap þegar ég er í honum, hef fengið mörg hrós frá kúnnunum um hann sem gleðja blómahjartað mitt.

Ánægð að allaveganna ein myndin er ekki sjálfa, stefni á fleiri outfit pósta með almennilegum myndum 🙂 Vona að einhver hafi fengið fatainnblástur af þessu bloggi.

Eigið frábæra daga framundan og munið að bara ein flík getur breytt fataskápnum heilmikið og nýju outfittin sett saman úr gömlu og nýju flíkunum!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Must haves vor/sumar 2017

 

Ég veit að það er mars en vorið er samt alveg að koma og því ekki seinna vænna en að skoða hvaða trend verða áberandi með hlýnandi veðri.

Þetta eru hlutir sem eru ,,must haves“ í vor og sumar! Tek það fram að þetta er alls ekki tæmandi listi! Maður má alltaf við sig fötum bæta.

Blómakjólar eru svo ótrúlega fallegir og rómantískir. Tískurisarnir vilja helst að þú sért klædd í blómamunstur ,,from top to bottom“.

 

Stórir og áberandi eyrnalokkar. Þetta er töff og skemmtilegt og eitt af mínum uppáhalds núna.

Korselettur eru heitar akkurat núna! Ekki bara hjá yngri kynslóðinni ….! Ég er búin að splæsa í eitt svona outfit og mér finnst það ótrúlega flott!

Allt sem er röndótt finnst mér vera fallegt! Ójá, elsku rendur. Persónulega er ég alltaf svolítið smeik að klæðast röndóttu, en ég keypti mér um daginn síðan röndóttan kjól sem ég ætla að nota þegar hlýnar í veðri. Það kom mér á óvart hversu smart hann var. Hvet ykkur líka til að prófa!

Axlir út elskurnar! Þetta er trend sem er búið að vera vinsælt núna uppá síkastið og er ekkert á förum.

Hvítar skyrtur eru alltaf smart og alltaf í tísku sama hvað. Hvort sem þær eru ,,oversized“ eða aðsniðnar, yfir gallabuxur eða við leggings. Allir ættu að eiga eina hvíta skyrtu í skápnum sínum – hafið það bak við eyrað að kaupa skyrtu úr vönduðu efni sem endist.

Sloppar og náttfatatískan er að mínu mati fabulous!!

Gulur, rauður, grænn og blár….bjartir og áberandi litir eru vinsælir í vor og sumar. Gulur hefur verið sérlega áberandi hjá stjörnunum og tískugyðjum. 

Vonandi fáið þið innblástur og mögulega hugrekki til að prófa eitthvað nýtt við að skoða þessar myndir. Eins og ég hef minnst á í mínum fyrri færslum þá tók ég þá ákvörðun í byrjun árs að vera djarfari í fatavali og fara ekki alltaf í praktísku svörtu fötin sem eru öll eins og henta mömmuhlutverkinu best. Hvet ykkur til að gera það sama!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Stutt hár a la Noora

Rétt upp hönd sem er búin/n að vera að horfa á SKAM! Ég er búin að liggja yfir þessum þáttum og finnst alltaf eins og ég sé pínu að endurupplifa unglingsárin mín í gegnum þá. Ef þið eruð ekki búin að horfa á þá… hvað eruð þið að pæla!? Drífið í þessu, þið munuð ekki sjá eftir því 🙂

Josefine Frida Pettersen er hæfileikaríka leikonan sem leikur Nooru í þættinum og ég sver ég er gjörsamlega ástafangin af fatastíl persónunnar og ekki síður hárinu! Alltaf þegar ég sé hana langar mig bara að lita mig ljóshærða og klippa mig stutt. Hver veit hvort ég geri það bara, á maður ekki að vera duglegur að breyta til svona á sínum yngri árum? Hér eru allavega nokkrar inspó myndir af stuttum og ljósum klippingum sem ég hef pinnað frá því ég byrjaði að horfa á SKAM.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dreymir um: Gluggasæti

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það er eitthvað við svona týpískt haustveður sem fær hugann min til að reika á hverju einasta ári og alltaf byrjar mig að dreyma um hið fullkomna gluggasæti. Mér finnst tilhugsunin við það að sitja á bekk í glugganum og horfa á veðrið, hlusta á rigninguna með góða bók í hönd og heitt súkkulaði við hliðina á mér alveg einstaklega heillandi og ef ég verð einhverntíman svo heppin að geta eignast eitt svoleiðis sæti þá mun ég sko verða glöð!

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir fyrir þá sem vilja láta sig dreyma með mér um hið fullkomna gluggsæti en mér er svo sem alveg sama hvernig mitt myndi líta út svo lengi sem að dýnan væri mjúk og ofan á henni væri nóg af teppum og koddum!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Haust #1: SÓT

_MG_1286

_MG_1273

_MG_1267

vorurnar_eru_i_einkaeiguÍ dag er fyrsti í haustförðun hjá mér! Á næstu vikum ætla ég að fara yfir vinsælustu hausttrendin þegar kemur að förðun og jafnvel sýna ykkur helstu haustlínurnar sem munu rata í verslanirnar hér á landi. Ég ætla að reyna að hafa færslurnar pínu „editorial“ legar en á sama tíma hafa farðanirnar sem auðveldastar svo einfalt sé að endurskapa þær. Mig langar að byrja á trendinu sem ég er hvað hrifnust af þetta árið en það eru sótuð augu! Því sótaðra því betra! Ég ákvað að gera förðunina enn dramtískari með því að para þessi dökku augu með djúpum berjatóna varalit en þið getið að sjálfsögðu notað ljósari lit til að gera lúkkið aðeins léttara. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði en þær voru ekki margar að þessu sinni. Ég gleymdi reyndar að setja Painterly frá MAC á myndina en það má svo sem nota hvaða augnskuggagrunn sem er til að ná svipaðri útkomu og ég náði.

Copy of 1

Ég ætla að taka upp stutta sýnikennslu um hvernig ég náði þessu lúkki og setja inn á Instagram Stories hjá Belle.is en þar mun ég fara betur yfir öll smáatriðin og sýna ykkur hvernig ég nota vörurnar. Það er því um að gera að fylgja okkur ÞAR til að sjá fyrstu „miní“ sýnikennsluna mína! Inni á Instagram eru við líka duglegar að birta tilkynningar um nýjar færslur svo það er ekki verra að fylgja okkur þar ef þið viljið ekki missa af neinu!

En fyrsti í hausti og sótuð augu – hvernig lýst ykkur á? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Fimm daga lífstíls áskoranir

faerslan_er_ekki_kostudÉg eyði einhverjum tíma á youtube á næstum því hverjum einasta degi og horfi þar á allskonar mismunandi myndbönd. Núna undanfarið hef ég verið að horfa á seríu af stuttum myndböndum sem heita Try living with Lucie. Í þessum myndböndum er stelpa að nafni Lucie Fink að prufa alls konar mismunandi 5 daga lífsstílsáskoranir og deilir með okkur því sem hún lærir af þeim. Mér datt í hug að þið hefðuð kannski gaman af þessum myndböndum líka og því ákvað ég að deila nokkrum þeirra með ykkur hér. 

I spend some time browsing youtube almost every day. Lately I have been watching series of short videos called Try living with Lucie. In these videos you see a girl named Lucie Fink trying all sorts of challenges and sharing with us what she learned in the process. I thought you might like these videos so I wanted to share some of them with you.

Five days of zero trash

 

Five days of hydration 

 

Five days of spending time alone

 

Five days in the same outfit

 

Five days of waking up at 5am

 

Five days of no sugar

 

Five days of being vegan

 

Five days of no cellphone

 mariaosk

Fjólublár liner

IMG_5694

2_einkaeigu_ekki_kostudÞegar ég prufaði fjólubláan hárkrít um daginn ákvað ég að skella í eitt fjólublátt liner lúkk í leiðinni og þetta var útkoman. Ég sá mynd á Instagram hjá MAC sem veitti mér innblástur þegar ég endurskapaði þessa augnförðun en til að ná henni notaði ég Créme Gel Colour frá Colour Pop í litnum Piggy Bank. Varalitirnir eru svo einnig frá Colour Pop en þeir eru í litunum Grind og Pepper.

IMG_5693

Ég verð að vera 100% hreinskilin og mæli því ekki með Créme Gel Colour vörunni frá Colour Pop eins og mér finnst allar hinar vörurnar frá þeim æðislegar. Créme Gel linerinn sem ég á frá þeim er til dæmis klikkaður og er eiginlega besti eyelinerinn sem ég hef nokkurn tíman prófað svo ég mæli þá frekar með að þið kaupið litina sem ykkur langar í í þeirri formúlu. Vonandi eru Colour Pop samt búnir að laga formúluna í linerunum í dollunum frá því ég keypti mína þó ég hef svo sem ekkert lesið um það neinastaðar. Þeir litir sem ég keypti mér eru rosalega þurrir og því erfitt að vinna með þá þó ég láti mig hafa það þar sem litirnir eru svo fallegir.

IMG_5695

Smá liner innblástur til að taka með inn í sumarið en eins og ég fjallaði um hér á síðunni um daginn þá eru litríkir augnblýantar aðalmálið í sumar 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

What’s Underneath Project

Screen Shot 2016-04-15 at 15.29.54

faerslan_er_ekki_kostudÉg rakst á vefsíðu í dag sem heitir Style like you og ég gat ekki annað en deilt henni með ykkur. Á síðunni eru þau með verkefni í gangi sem er kallað What’s underneath project og þar eru mjög mörg myndbönd af alls konar fólki tala um mjög svo raunverulega hluti. Það er ótrúlega frískandi að sjá svona einlæg og flott myndbönd af hugsunum og reynslu alls konar fólks ólíkt manni sjálfum. Ég setti inn þrjú myndbönd með hér á bloggið en þið getið séð öll myndböndin HÉR.

I came across a website today called Style like you and I couldn’t help but share it with you guys here. On the website they have this project going on that is called What’s underneath project and there they have a ton of videos of all kinds of people talking about some real ass stuff. It is so refreshing seeing people talk so sincere about their thoughts and experience. I put in three of the videos down below but you can see all the videos HERE.

Beauty is a girl who can enjoy a big meal 

Being „the pretty girl“ isn’t always so pretty in Hollywood

Hitting rock bottom then hitting upon her highest self

What’s underneath uncovers the power of genuine self-acceptance by stripping us down to open us up 

mariaosk

Instagrams for you to follow

faerslan_er_ekki_kostudÉg er mikið fyrir Instagram eins og kannski margir aðrir og þar fylgi ég orðið helling af fólki. Því datt mér í hug að deila með ykkur þremur aðgöngum sem ég fylgi ef ykkur skyldi langa að bæta við á Instagram stútfullt af fallegum myndum og innblæstri. Ég er að pæla í að gera þetta að reglulegum lið hérna, enda er ég að fylgja nóg af notendum til þess að deila með ykkur!

I just love Instagram and like many others I am following a huge number of people. That’s why I thought that it would be fun for me to share with you three accounts that I love to follow for beautiful photos and inspiration. I am thinking of making this a regular thing on this blog as I have many more accounts to share with you!

Lisa Olsson

lisa

Lisa Olsson er sænskur bloggari. Instagramið hennar er með þeim flottari sem ég veit um og ég gæti skoðað í gegnum það endalaust. 

Lisa Olsson is a swedish blogger. Her Instagram is one of the most amazing ones there are. I could scroll through it for days. 

Eirin Kristiansen

eirin

Eirin Kristiansen er einnig bloggari en hún kemur frá Noregi. Eruð þið farin að sjá mynstrið? Haha. Hún er alveg einstaklega dugleg og kemur mjög oft með góð tips og fallegar myndir. Hún var einnig að gefa út bók um daginn. Já bók!

Eirin Kristiansen is also a blogger. Haha have you noticed the pattern? She is so interesting and she often has good tips about everything and takes really pretty photos. She also just gave out a book the other day. Yes a book!

Lydia Elise Millen

lydia

Lydia Elise er youtubeari og bloggari frá Englandi. Ég horfi reglulega á youtube myndböndin hennar sem eru mjög vel gerð. Instagramið er óaðfinnanlegt líka. Auðvitað. 

Lydia Elise is a youtuber and a blogger from England. I regulary watch her videos and they are so professionally done. Her Instagram is also perfection. Go figure. 

mariaosk

Since last on Instagram

12922247_10154092940803832_1312260247_o12903946_10154082578583832_742066347_o12914939_10154082578548832_1983976249_o-2

faerslan_er_ekki_kostudLífið alveg leikur við okkur í Þýskalandi núna og ekki skemmir það fyrir hvað veðrið er gott! JD spilaði leik í gær og eftir góðan sigur ákváðum við að halda upp á það með sushi hér heima í stofu og íslensku páskaeggi. Í dag fékk ég svo skemmtilegan pakka frá póstinum með fötum sem ég pantaði fyrir stuttu síðan. Þið getið ímyndað ykkur hvað það var gaman að opna hann. Það voru bara eins og lítil jól hjá mér í morgun. Hahah! En allavega, mér fannst komin tími á það að deila með ykkur aftur síðustu Instagram myndunum mínum, svo því lét ég þær fylgja hér með. Heyrumst síðar! xx

Life is really good here in Germany right now, and the awesome weather only makes it better! JD played a game yesterday and after an awesome victory we celebrated with sushi here home and Icelandic easter egg (made out of chocolate, duh!). Then today I got a really awesome package in the mail with the clothes I ordered the other day so it was like mini Christmas for me this morning. Haha! But yeah, anyway, I thought it was time to share with you my latest Instagram shots so that why I am including them here today. We’ll talk later! xx

Follow me on Instagram at mariaosk22

mariaosk

 

Fylgdu okkur á


Follow