Eldri færslur eftir merkjum fyrir innanhús

Heimsókn til Malmö: Airplant

Færslan er ekki kostuð

Það var aukafrídagur núna síðasta föstudag hér í Danmörku og við hjónaleysin gerðum okkur glaðan dag og skruppum yfir til Malmö og áttum yndislega tíma þar í sólinni. Malmö var mikið minni en ég bjóst við, svolítið eins og að koma frá Reykjavík til Akureyrar ef þið þekkið þá tilfinningu. Ég hef aldrei farið í Lagerhaus og mig langaði brjálæðislega mikið að kíkja í hana og skoða úrvalið. Það var rosalega mikið fallegt til en það kom mér á óvart að hún var aðeins dýrari en ég bjóst við. Svona Söstrene Grene gæði en aðeins dýrari.

Ég kom samt ekki tómhent út (þó ég hefði getað keypt miklu meira) en mig langaði að sýna ykkur þessa fallegu plöntu og vasa sem ég keypti. Þetta er ein furðulegasta planta sem ég hef séð held ég barasta! Hún er á lífi en þegar ég keypti hana þá kom hún bara í glærum lokuðum plastkassa bara eins og hver annar hlutur. Plantan heitir Pohliana og hún hvílir sig bara svona í vasanum og þarf ekkert meira en að vera úðuð með vatni einu sinni í viku.

Ég skil ekki hvernig hún lifir en það á hún víst að gera en mér finnst hún alveg óttalega falleg og hún tekur sig svo vel út í vasanum. Elska!

Fyrir áhugasama þá finnið þið vasann HÉR.

-RH / @rannveigbelle

Pastel Paradís!

Með vorinu og sumrinu koma pastellitirnir, hef það á tilfinningunni að þeir eru mismunandi áberandi hvert ár í búðunum en þetta árið finnst pastel paradís í hverri búð. Elska þetta trend! Föl laxableikur er uppáhaldið mitt og hægt að finna í fatnaði og allskonar innanhúss decovörum. Þegar búin að kaupa nokkur pastel púðaver á púðana á sófanum og pastel blómakrukkur skreyta heimilið. Kærastinn er ekki alveg jafn hrifinn þar sem honom finnst þetta frekar væmnir litir en þar sem èg eyði meiri tíma heima en hann ( barneignarleyfi ) gaf èg mèr leyfi til að vera bara soldið væmin og dreifa pastelitunum á vel valda staði inn á heimilinu! Treystu mèr, segi èg við hann, búin að vera endalaust á Pinterest og þetta er flottasta lookið núna! 

Núna ætla èg að finna mèr pastel föt og gerði smá outfit óskalista. Þetta finnst allt í HM og leið mín liggur þangað fljótlega. 

 

Þessi kimono/jakki er to die for..líður bara vel á að horfa á hann! 

1e693e093681a8ba7fde4a1e3ad7067e

Ætla að prufa þetta víða buxnatrend sem er svo vinsælt núna og finnst þessar gullfallegar!

hmprod

Mig hefur alltaf langað að vera töff með svona derhúfu svo èg ætla að prófa þessa! Sjáum til hvort èg púlla þetta look.

9cd6f3bf21be8862bec8b157bbad99e5

Èg á endalaust af víðum hlírabolum, stuttum og síðum, enda fara svo vel með flestu. Langar í einn með blúndu, jafnvel með enn meiri blúndu en þessi, en æðislegur litur! 

hmprodtop

Læt síðan fylgja með mynd af stofunni minni..langar að gera mína eigin pastel Paradís en læt þetta duga svo sumir æli ekki út af of miklu pastel 😀

18043010_10155395938258714_915941861_o

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

Vorfílingur Lagerhaus

faerslan_er_ekki_kostud-5

Èg gekk framhjá Lagerhaus um daginn hèrna í Malmö og èg varð alveg heilluð af nýju deco línunni þeirra. Vorið greinilega á næsta leiti hjá þeim og yndislegu pastellitirnir og aðrir fallegir litir streyma inn. Hèr eru nokkrir hlutir sem fönguðu augu mín og held að èg bara verði að eignast fyrir vorið. 

 

Ó hvað þetta eru æðislegir litir! Minna mig á 60’ties tímabilið og þessi púði og teppi muna eiga heima á sófanum hjá mèr ef èg fæ einhverju við ráðið.

 

image

Smáatriðin skipta mestu máli og bara það að skipta út nokkrum hlutum á heimilinu geta gert mikið fyrir heildarlookið á íbúðinni.

 

image

Þessi blómavasi er ótrúlega flottur og er èg þegar búin að velja stað fyrir hann í huganum. Veit ekki hvernig þessi spegill virkar, notagildið er örugglega voða lítið. En hann er samt æði!

 

 

Plakatið hefur einmitt þá litapalletu sem èg vil nota inn á heimilið, alveg fullkomið! Èg hef verið heldur föst í grá/hvíta/svarta með grænum plöntum stílnum og þótt èg elski enn það útlit, þá langar mig að bæta við frískum litum inn í íbúðina. Breyta aðeins til og fá vortilfinninguna beint í æð. Söstrene grene eru annars með nýja línu með sömu litunum og mæli èg með því fyrir ykkur á Íslandi að kíkja þangað. Hef mikla trú á að þessir ljósu og fallegu litir eiga eftir að hjálpa til að lyfta skapinu upp í hæstu hæðir komandi mánuði. 

Auður

Fylgið mèr á Facebook ?

Dreymir um: Gluggasæti

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það er eitthvað við svona týpískt haustveður sem fær hugann min til að reika á hverju einasta ári og alltaf byrjar mig að dreyma um hið fullkomna gluggasæti. Mér finnst tilhugsunin við það að sitja á bekk í glugganum og horfa á veðrið, hlusta á rigninguna með góða bók í hönd og heitt súkkulaði við hliðina á mér alveg einstaklega heillandi og ef ég verð einhverntíman svo heppin að geta eignast eitt svoleiðis sæti þá mun ég sko verða glöð!

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir fyrir þá sem vilja láta sig dreyma með mér um hið fullkomna gluggsæti en mér er svo sem alveg sama hvernig mitt myndi líta út svo lengi sem að dýnan væri mjúk og ofan á henni væri nóg af teppum og koddum!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow