Eldri færslur eftir merkjum fyrir ilmur

Þessi ilmur!

Ilmvatnið fékk ég í gjöf. Færslan er ekki kostuð.

Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar sem bara einn þefur af rangri ilmvatnslykt getur gefið mér blindandi höfuðverk. Þegar ég finn því ilm sem veldur ekki þeirri aukverkun þá er bókstaflega eins og himnarnir hafi opnast. Ókei kannski full dramatískt en þið sem þjáist af mígreni þekkið þetta eflaust!

Ilmurinn sem um ræðir er enginn annar en La Nuit Trésor À la folie frá Lancôme en ég var svo heppin að fá senda litla prufu af honum til mín til DK frá Lancôme á Íslandi. Herregud hvað hann er dásamlegur! Ilmurinn samanstendur meðal annars af vanillu, bergamot, viðarnótum og perum sem saman skapa virkilega mjúkan, seiðandi og sætan ilm sem hentar vel hversdags sem og við betri tilefni. Ég er án djóks búin að spara mína prufu og nota hana bara þegar mig vantar aukið búst og ég vil lykta extra vel!

Ég verð nú samt að fara að leita þennan ilm uppi hérna úti í Köben þar sem mér finnst hann vera algjör skyldueign eftir að ég kynntist honum. Ég veit samt að hún elsku Sigríður á Trendnet er búin að vera leita að honum hérna úti og finnur hann ekki sem veldur mér pínu áhyggjum en við erum báðar búnar að dásama ilminn við hvor aðra sem og ég ein við nánast alla sem ég kem nálægt. Er ekki annars viðeigandi að ota úlnliðnum framan í fólk og segja þeim að þefa því ég er með svo góða lykt á mér? Hélt það líka 😉

Ég mæli allavega sterklega með þessum ef þið eruð að leita ykkur að nýju ilmvatni en passið ykkur þó! Hann er án djóks ávanabindandi <3

-RH / @rannveigbelle

Á heilanum #1 – URÐ

Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á heilann. Frá því að ég man eftir mér hef ég fengið hluti á heilann og þegar ég segi að ég fái hluti á heilann þá meina ég að ég fæ þá á HEILANN. Oftast losna ég ekkert við þá úr heilanum fyrr en mér annað hvort tekst markmiðið eða eignast hlutinn. Þetta getur að sjálfsögðu verið mjög jákvætt þegar að ég ætla mér eitthvað en mjög þreytandi þegar mig langar bara í *helvítis* kjólinn sem er uppseldur en ég kem honum ekki úr heilanum mínum.

Þessa stundina er ég með URÐ á heilanum. Þetta fallega íslenska merki sérhæfir sig í því að gera stórglæsilegar sápur sem líta út eins og fjöll, ilmkerti og ilmi fyrir heimilið. Allar sápurnar eru handgerðar en kertin eru gerð í Frakklandi og pökkuð hérna heima. Núna fyrir jólin gaf URÐ út jólakerti og jólaheimilisilm sem ég verð að fara að þefa af þegar ég er búin í prófum – það kemur bara ekki annað til greina!

Eitt sem ég er þó allra spenntust fyrir er samstarfið á milli URÐ og Emblu Sig. Ég gjörsamlega dýrka verkin hennar Emblu og væri helst bara til í að fylla heimilið mitt af krúsum eftir hana. URÐ og Embla eru nefnilega í samstarfi og ætla að gefa út kerti í fallegri krús eftir hana Emblu og það er bara eitthvað sem ég hreinlega verð að eignast, kemur ekki annað til greina 🙂

En hvað segið þið, finnst ykkur þetta ekki fallegt? Ég hefði allavega ekkert á móti því að taka eins svona sápu frá URÐ með mér í jólabaðið og hafa kveikt á jólakertinu á meðan!

-RH (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Vorið frá Miu Miu

IMG_4454

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÞað er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgáfa af klassíska ilminum frá Miu Miu tískuhúsinu en þetta afbrigði sem við sjáum hér á þessum myndum er enn léttara og ferskara en það upprunalega. Ilmurinn ber heitið Miu Miu L’Eau Bleue eða Miu Miu vatnið bláa ef við notum nú góða íslensku og er innblásið af frískleika og gleði.

IMG_4456

Ilmurinn kemur í þessu guðdómlega bláa glasi og ef þetta er ekki fallegt stofustáss þá veit ég ekki hvað! Upprunalegi ilmurinn kom í heilsteyptu glasi en að þessu sinni er glasið gegnsætt svo maður sér ilminn og það endurvarpar af sér svakalega fallegri birtu. Ofan á flöskunni situr svo hinn klassíski Miu Miu tappi en í þetta sinn er hann ljósgulur en ekki rauður. Flaskan er því vægast sagt vorleg og þar er ilmurinn engu síðri. Ef þið eruð að leita að flottum vorilm þá held ég að ykkur muni líka ágætlega við þennan þar sem hann samanstendur af nótum af blómum og rósum sem byggja á svona semí muskuðum viðargrunni.

IMG_4457

Hér getið þið síðan séð topp-, hjarta- og grunnnóturnar í L’eau Bleue ilminum.

Toppnótur

Lily of the valley

Hjartanótur

White flowers, Dew Drop, Green notes, Wild Rose, Jasmine, Hedione

Grunnnótur

Akigalawood, White musk

IMG_4455

Æðislegur ilmur frá Miu Miu sem vert er að kíkja á ef þið fílið blómailmi og ykkur vantar virkilega flottan vorilm!

Það er síðan ekkert leyndarmál að minn uppáhalds vor og sumarilmur er Bronze Goddess ilmurinn frá Estée Lauder sem kemur út á hverju ári svo núna bíð ég bara spennt eftir honum ásamt fleiri vorilmum. Ég veit til dæmis að Bronze Goddess ilmurinn hefur fengið smá yfirhalningu fyrir sumarið 2017 svo það verður extra spennandi þegar hann mætir á svæðið! Í millitíðinni getið þið skoðað færsluna sem ég gerði um þá línu í fyrra HÉR ef þið eruð of spennt til að bíða 🙂

 

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Lúxusilmur

img_0461

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja svona fyrst það er aðeins farið að styttast í jólin má ég byrja á jólagjafahugmyndafærslunum… ef það er yfirhöfuð orð! Ef það er eitthvað sem að er klassískt að gefa á jólunum og klikkar sjaldnast þá er það góður ilmur. Það eru margir sem tíma aldrei að kaupa ilmi fyrir sjálfan sig svo jólin eru alltaf kjörið tækifæri til að gleðja einhvern slíkan einstakling með flottum lúxusilm.  Þegar ég fékk þennan Fleur de Parfume ilm frá Chloé í hendurnar um daginn var það einmitt fyrsta tilfinningin sem ég fékk… lúxus! 

img_0464

Ilmurinn sjálfur kemur í ótrúlega fallegu glasi sem að myndi svo sannarlega prýða sig vel á hvaða snyrtiborði sem er. Ég á ennþá eftir að finna hinn fullkomna stað fyrir mitt glas en mér finnst það eiginlega vera meira eins og stofustáss frekar en ilmvatn svo ég tími ekki að setja það í ilmvatnshilluna mína. Ég er svo hrædd um að það njóti sín ekki nógu vel í flórunni þar. Glasið er mjög gamaldags og klassískt og að mínu mati myndi það klárlega prýða sig vel við hliðina á Chanel N°5 ef þið eigið svoleiðis enda svipaður bragur yfir glösunum.

img_0462

lmurinn sjálfur er afbrigði af upprunalega ilminum sem kom út árið 2008 en hann heldur í svipaðar nótur og er blómlegur og ferskur. Hér getið þið séð topp- hjarta- og grunnnótur ilmsins. 

Toppnótur

Verbena, Bergamot, Greipaldin

Hjartanótur

Rós, Kirsuberjablóm, Brómber, Ferskja

Grunnnótur

Hrísgrjón, Sedrusviður, White Musk

Ilmurinn á að líkja eftir bleikum rósarvendi en hann inniheldur meðal annars nótur af kirsuberjablómum, rósum, bergamot og sedrusvið sem að mínu mati hjálpa til við að gera hann bæði djúpan og ferskan. Það er kannski ekki auðvelt verk en honum tekst það.

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Haustilmurinn minn frá Calvin

untitled-6

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÉg er kannski fullsein að sýna ykkur ilminn sem ég er búin að nota mest í haust þar sem að fyrsti vetrardagurinn er kominn og farinn! Mig langar nú samt að sýna ykkur hann aðeins betur því hann er líka alveg fullkominn fyrir veturinn 🙂 Þegar ég þefaði af þessum í fyrsta skipti greip hann mig um leið enda ekki annað hægt þar sem hann er að mestu leiti byggður upp af viðarnótum og ég fell alltaf kylliflöt fyrir þannig ilmum.

untitled-3

Calvin Klein Deep Euphoria er tiltölulega nýr í verslunum hér heima en hann er annað afbrigði af upprunalega Euphora ilminum frá merkinu. Þessi mun þó vera sinn eigin ilmur ef svo má að orði komast og standa jafnfætis upprunalega ilminum. Ilmurinn á að endurspegla hina ungu, fáguðu og sterku konu sem einkennir Calvin Klein merkið þegar kemur að ilmvötnum. Margot Robbie er svo andlit ilmsins en ég dýrka hana sem leikkonu, finnst hún svo hæfileikarík 🙂

untitled-9

Ilmurinn er rosalega ríkur en hann samanstendur af mjög djúpum nótum sem eru umvafnar ferskum nótum af svartri rós og bóndarós. Einnig er að finna í ilminum lyktina af hvítum pipar sem að kryddar hann skemmtilega. Ég myndi segja að ilmurinn henti til hversdagsnotkunar en hann er líka rosalega flottur sem spariilmur fyrir hin ýmsu tilefni. Hér getið þið séð topp-, hjarta og grunnnótur ilmsins.

Toppnótur

Cascalone, Mandarínulauf, Hvítur pipar

Hjartanótur

Svört rós, Bóndarós, Blágresi, Jasmín Sambac

Grunnnótur

Musk, Patchouli, Viður

untitled-4

Núna er ég svona aðeins farin að huga að jólunum hér á blogginu þó ég sé að banna sjálfri mér að fara í jólaskap fyrr en eftir afmælið mitt 19.nóv. Ég var því svona að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað sérstakt sem þið viljð sjá hér hjá mér í desember? Endilega látið mig vita ef það er eitthvað eitt frekar en annað sem þið vilið sjá og ég set það á áætlunina hjá mér! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Bleikur og blómstrandi Shiseido ilmur

_mg_3682

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudBleikur október er ekki búinn þó að bleiki dagurinn hafi verið í síðustu viku svo mér fannst fullkomið að fjalla um eitt stykki bleikt og blómstrandi Shiseido ilmvatn hér í dag 🙂 Ilmurinn kom í verslanir fyrir svolitlu síðan en ég geymdi það að fjalla um hann fyrr en núna til að bleika þemað fengi nú að ríkja hér á Belle-inu í október!

_mg_3676

Ever Bloom Eau de Toilette er ný viðbót við hinn upprunalega Ever Bloom ilm sem kom á markað frá Shiseido í október árið 2015. Þessi ilmur er þó töluvert léttari og frísklegri en sá fyrsti þar sem þessi samanstendur af aðeins færri og einfaldari nótum. Ef ykkur fannst upprunalegi ilmurinn því vera aðeins of þungur þá ætti þessi að eiga betur við ykkur.  Þar sem ilmurinn heitir nú einu sinni Ever Bloom samanstendur hann af stórkostlegum blómanótum eins og fjólu og bóndarós en grunnurinn er þó afar muskaður svo hann hentar vel til hversdagsnotkunar á daginn jafn sem og á kvöldin. Hér getið þið séð topp-, hjarta- og grunnnótur ilmsins.

Toppnótur

Fjóla, Osmanthus, Bóndarós.

Hjartanótur

Gardenia, Orange Blossom.

Grunnnótur

White Musk

_mg_3673

Ilmvatnsglas ilmsins er svo engu öðru líkt en þessi útgáfa er ólík upprunalega ilminum að því leitinu til að glasið er hvíthrímað sem dofnar eftir því sem við nálgumst toppinn á flöskunni. Glasið fer vel í hendi en það var eitt af aðalatriðinu hjá ilmvantsgerðamanninum Aurélien Cuichard þegar hann skapaði ilminn. Hann vildi að glasið myndi gefa ákveðna lúxustilfinningu, vera frjálst og straumlínulaga svo að þú myndir vilja handleika það. Ljósið sem fellur á glasið og lýsir upp bleika ilminn á svo að tákna innri fegurð sem er voða rómantísk hugsun að mínu mati. Það eru alltaf svo svaklega miklar pælingar á bakvið hvert einasta smáatriði þegar kemur að ilmum að maður getur alveg gleymt sér við að lesa um þá og þróun þeirra.

_mg_3682

Að mínu mati er þetta algjör lúxusilmur sem hentar í rauninni ungum og eldri konum þar sem ilmurinn er rosaleg ferskur en nær einhvernveginn á sama tíma að vera djúpur. Mér finnst hann því ekki henta einni árstíð frekar en annarri svo þetta er ilmur sem gengur allan ársins hring. Léttur úði af þessum á húðina finnst mér alltaf hressa mig aðeins við enda ekki annað hægt þegar svona blómahafi er úðað á mann. Ef þið elskið blómstrandi ilmi þá munuð þið alveg falla kylliflatar fyrir þessum, því get ég lofað!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Seiðandi Si ilmir

_MG_1305

Vorur_eru_i_einkaeigu_ekki_kostudEftir að hafa fjallað um nýja Stellu POP ilminn fann ég hversu mikið ég hef saknað þess að skrifa um ilmi og ákvað því að deila með ykkur í færslu einu af uppáhalds ilmvatninu mínu. Si frá Giorgio Armani hefur verið einn af mínum mest notuðu ilmunum mínum frá því ég uppgötvaði hann fyrst vorið 2015 en þetta er einmitt ilmurinn sem ég bar við útskriftina mína frá HÍ. Hann minnir mig því óneitanlega á þann dag í hvert skipti sem ég nota hann en mér finnst svo yndislega skemmtilegt að geta tengt einn ilm við einhvern merkan viðburð í lífinu því það gefur ilminum svo miklu dýpri merkingu í hvert skipti sem maður notar hann. 

Si ilmurinn kom fyrst á markað árið 2013 og var skapaður af ilmvatnssérfræðinginum Christine Nagel en hún hefur skapað ilmi fyrir öll stærstu tískuhúsin en þar má meðal annars nefna Dior, Givenchy, Guerlain og Cartier. Hér er því algjör reynslubolti á ferð þegar kemur að því að skapa frábæra ilmi.

_MG_1358

Fyrsti Si ilmurinn sem mig langaði að segja ykkur frá er sá upprunalegi en þennan er ég búin að nota rosalega mikið frá því ég eignaðist hann. Eins og þið sjáið á flöskunni er þrátt fyrir mikla notkun heilmikið eftir af ilminum en lítið sprey af þessum endist allan liðlangan daginn. Ilmurinn er dálítið þungur að mínu mati svo ef þið eruð gjarnar á að fá hausverk af svoleiðis lykt þá gæti þessi ekki hentað ykkur en ef þið hinsvegar elskið djúpa tóna og vægast sagt seiðandi og sexí lykt (ef svo má að orði komast) þá eigið þið eftir að fíla þessa í tætlur! 

_MG_1355

Ilmurinn opnar á sætum nótum en fljótlega tekur vanillan við ásamt krydduðum nótum sem gera það að verkum að ilmurinn verður frekar djúpur eins og ég nefndi hér áðan. Hér fyrir neðan getið þið séð hverjar topp-, hjarta- og grunnnótur ilmsins eru.

Toppnótur

Cassis

Hjartanótur

Freesia, May Rose

Grunnnótur

Vanilla, Patchouli, Ambroxan, Viðarnótur

_MG_1365

Si Intense er seinni Si ilmurinn sem ég á og langaði að sýna ykkur hér í færslunni. Lyktin af þessum er mjög svipuð og lyktin af upprunalega Si ilminum hér fyrir ofan nema töluvert sterkari! Ilmurinn er þéttari en sá upprunalegi en það endurspeglast vel í nótum ilmsins sem þið getið séð hér aðeins fyrir neðan. Ilmurinn er að mínu mati fullkominn sem kvöldilmur þegar maður er að fara einhvert fínt út en ég nota hann sjálf oft fyrir svokölluð „spari“ tilefni. 

_MG_1336

Ilmurinn opnar á sterkum nótum cassis og sólberjum en einnig finnur maður vel ferskar nótur mandarínunnar og bergamot. Hér getið þið svo séð topp- hjarta- og grunnnótur Intense ilmsins.

Toppnótur

Cassis, Sólber, Mandarínur, Bergamot, Freesia

Hjartanótur

May Rose, Neroli, Artemisia, Osmanthus

Grunnnótur

Vanilla, Patchouli, Ambroxan, Viðarnótur

_MG_1309

Svona til að draga þetta saman í eina setningu þá eru þetta virkilega flottir haust- og vetrarilmir og klárlega einir af mínum uppáhalds og mest notuðu á þessum árstíma. Mæli með! 🙂

P.S. Á næstu dögum ætla ég svo að sýna ykkur betur gullfallegu haustlínuna frá DIOR bæði hér á blogginu og á Instagram Stories hjá Belle.is – ekki missa af því!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

POP frá Stellu

_MG_1106

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudMér finnst eins og það sé heil öld frá því ég skrifaði síðast um ilm svo mig langaði að breyta því í dag og skrifa um nýja ilminn POP frá Stella McCartney. Það er eiginlega ekki annað hægt en að skrifa um þennan ilm þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og áður en ég segi ykkur betur frá honum þá langar mig að hvetja ykkur til að fara og þefa af honum! Nefið segir meira en þúsund orð… er ekki annars hægt að segja það?!

_MG_1114

Ilmurinn er ætlaður nýrri kynslóð sem nýtur lífsins, er trú sjálfri sér og við það að springa út en frá þeirri hugmyndafræði fær ilmurinn einmitt nafnið sitt POP. Ég er smá búin að fylgjast með herferðinni í kringum ilminn en hún er virkilega skemmtileg en eins og ilmurinn þá reynir herferðin að fanga anda ungra kvenna í dag. Í herferðinni situr einnig Lourdes dóttir Madonnu en hún er nýtt andlit hjá Stella McCartney. Kynningarmyndbandið fyrir ilminn var svo tekið upp í Kaliforníueyðimörkinni en það er greinilega vinsælt núna þar sem Kylie Jenner tók einnig upp kynningarmyndband fyrir glossin sín þar.

_MG_1118

Ég veit að innihaldið skiptir mestu máli þegar kemur að nánast öllu í lífinu en ilmvötn eru þó undantekning fyrir því í mínum heimi! POP ilmurinn er í svo bilaðislega fallegu glasi að það fór beinustu leið upp á hillu með mest notuðu ilmvötnunum mínum. Glasið er nýr snúningur á klassíska kantaða Stellu glasinu en efst á glasinu situr hringlaga stáltappi sem er eiginlega ekki tappi þar sem ekki er hægt að taka hann af heldur er spreyjað beint úr honum.

_MG_1149

Þá er ég búin að gefa ykkur smá hugmynd um hugsunina á bakvið ilminn og glasið en þá langar mig að fara aðeins betur yfir ilminn sjálfan. Ef það er ekki komið á hreint nú þegar þá elska ég hann! Ég vissi svo sem að ég myndi elska hann um leið og ég sá að hann inniheldur sandelvið en ég er alltaf svo veik fyrir honum. Vissuð þið til dæmis að sandelviður þarf 25 ár til að vaxa áður en það kemur að uppskeru? Hér fyrir neðan getið þið séð topp- grunn- og hjartanótur ilmsins.

Toppnótur

Tómatlauf, fjólulauf, græn mandarína

Hjartanótur

Fjóla, tuberose, frangipani

Grunnnótur

Sandelviður, sedrusviður, musk

_MG_1137

Virkilega flottur ilmur frá Stellu sem hentar yngri kynslóðinni rosalega vel þó sú eldri geti að sjálfsögðu notað ilminn líka. Ilmurinn endist lengi á húðinni minni en hann er mjög frískandi og pínu sætur en oft eiga slíkir ilmir það til að hverfa af mér fljótt. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á þennan ef þið eruð að leita ykkur að nýjum og flottum ilm en hann er kominn í verslanir. Það er einmitt rýmingarsala hjá Hagkaup í Smáralind fram að sunnudag þar sem ilmurinn er á 20% afslætti svo það gæti verið sniðugt að nýta sér það ef þið girnist hann – bara hugmynd 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Sumarilmir D&G

_MG_6561

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÍ færslu dagsins langaði mér að sýna ykkur betur tvo sumarilmi frá Dolce & Gabbana. Sumarilmirnir eru nýjasta útgáfan af hinum árlegu Light Blue ilmum og er bæði karl- og kvennilmur í línunni. Í þetta sinn eru ilmirnir innblásnir af ítölsku eyjunni Capri og eins og alltaf koma þeir í takmörkuðu magni í búðir þar sem þeir eru jú sumarilmir 🙂

_MG_6714

Light Blue kvennilmurinn kom fyrst á markað árið 2001 en karlilmurinn kom ekki á markað fyrr en árið 2007. Umbúðirnar í ár eru sérstaklega stílhreinar og töff en kassarnir utan á umbúðunum sýna parta af eyjunni fallegu. Blái liturinn á glösunum er svo innblásinn af lit Grotta Azzurra vatnsins sem staðsett er á eyjunni en glösin eru þar að auki létthrímuð svo þau ná að fanga eiginlega vatnsins vel.

_MG_6611

Kvennilmurinn heitir Love in Capri og er innblásinn sumarloftinu á eyjunni Capri. Ilmurinn opnar með ferskri lykt af sítrónum og mandarínum sem eiga að fanga sólarlitina og lyktina sem er í loftinu á sumrin. Í hjarta ilmsins er svo lykt af hvítum blómum geitatopps (honeysuckle) en ilmurinn er svo byggður á musk og sedrus grunni. Allt þetta á að tengja saman þær lyktir sem finna má á eyjunni yfir sumartímann þegar blómin eru útsprungin og sólin skín sem skærast.

_MG_6609

Lyktin af þessum ilm er að mínu mati alls ekki þessi týpíska sumarlykt þar sem að viðarnóturnar í ilminum eru frekar sterkar og gera það að verkum að sítruslyktin er ekki jafn áberandi. Ef þið elskið musk lyktir sem eru á sama tíma frekar frísklegar þá er þessi ilmur klárlega fyrir ykkur! Hér getið þið séð styrkleika topp-, hjarta-, og grunnnótna ilmsins.

Screen Shot 2016-05-29 at 14.12.41

Screen Shot 2016-05-29 at 14.13.55

Screen Shot 2016-05-29 at 14.15.59

 

_MG_6665-2

Rakspírinn kallast Beauty of Capri og á að fanga fegurð og náttúru Capri eyjunnar. Ilmurinn opnar með ferskum nótum af sítrusolíu sem fengin er frá berki Citrad sem vex villtur á eyjunni. Ilmurinn er síðan tengdur saman með nótum af bitri appelsínu og sikileyskri bergamot. Í hjarta ilmsins er svo að finna blóm appelsínutrésins og í grunninn er ilmurinn byggður á sedrus- og vetivernótum.

Þessi ilmur er alveg klikkaður að mínu mati! Hann er roslega léttur svo ef þið eigið menn sem fá hausverk af sterkri rakspíralykt þá er þetta ilmur sem ætti að heilla þá upp úr skónum. Ilmurinn er bæði ferskur og muskaður svo hann nær að vera sumarlegur og seiðandi á sama tíma. Hér sjáið þið svo styrkleika topp-, hjarta- og grunnnótna ilmsins.

Screen Shot 2016-05-29 at 14.42.36

Screen Shot 2016-05-29 at 14.44.33

Screen Shot 2016-05-29 at 14.46.05

_MG_6728

Það er ekki oft sem mér finnst kvenn- og karlilmir í línu harmónera vel saman en þessir gera það svo sannarlega þar sem þeir byggja á svipuðum nótum. Þeir ná þrátt fyrir það að vera kvenn- og karlmannlegir og eru svo sannarlega seiðandi sumar í ilmvatnsglösum 🙂

P.S. Takið endilega þátt í gjafaleiknum HÉR sem er í gangi hjá mér á síðunni þar sem ég ætla að gefa tveimur einstaklingum lökk úr nýju sumarlínunni frá OPI.

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Upplýsingarnar um ilmina eru meðal annars fengnar frá Fragantica.com 

 

Bronze Goddess 2016

_MG_6846

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEf það er einhver sumarlína sem ég er spenntust fyrir á hverju einasta ári þá er það Bronze Goddess línan frá Estée Lauder! Það er eitthvað við línuna sem mér finnst vera sjúklega sumarlegt og ég ætla að giska á að ilmurinn í henni hafi eitthvað með það að gera. Ilmurinn er nefnilega svo fáránlega sumarlegur og flottur að ég gæti hreinlega baðað mig upp úr honum…

_MG_6780

Línan samanstendur af nokkrum flottum vörum en eins og alltaf er ilmurinn aðalstjarnan enda lang vinsælastur á hverju ári, ár eftir ár. Estée Lauder er reyndar vant því að koma með nýjan og öðruvísi Bronze Goddess sumarilm á hverju ári en þetta árið er ilmurinn sá sami og hann var í fyrra, sömu umbúðir og sama lykt eftir því sem ég best veit. Ásamt ilminum koma í verslanir nokkrar snyrtivörur en í ár kom augnskuggapallettan ekki til landsins en í staðin er þessi varalitur/gloss í boði í þremur litum sem að mínu mati trompar pallettuna allan daginn 🙂

_MG_6800

Mig langaði að byrja á því að fara aðeins betur yfir Bronze Goddess ilminn en ef þið gætuð troðið sólarströnd ásamt kókoshnetum, vanillu, fáeinum kokteilum og sumaryl í flösku þá myndi það lykta nokkurn veginn eins og hann. Hér fyrir neðan sjáið þið svo styrkleika grunn-, hjarta og toppnótna ilmsins.

grunnnotur_synishorn

hjartanotur_synishorntoppnotur_synishorn

Nefið mitt greinir langmest kókoslyktina enda er hún hvað sterkust samkvæmt fragantica.com. Einnig býr ilmurinn yfir ákveðnum vanillu- og sítruskeim sem hjálpa til við að skapa hinn fullkomna sumarilm.

_MG_6864

Í línunni í ár er einnig þessi sniðuga vara sem heitir Pure Color Lip & Cheek Summer Glow og kemur í þremur litum en hér á myndinni sjáið þið litinn 01 Peach Glow. Eins og nafnið á vörunni gefur til kynna þá má nota vöruna bæði á kinnarnar og á varirnar.

_MG_6891

Varan skiptist í tvennt þar sem helmingurinn af vörunni er gloss en hinn helmingurinn er varalitur/kinnalitur svo hún hentar einstaklega vel fyrir sólarferðir þar sem maður fær sitthvora sortina í einni vöru og þarf því ekki að pakka jafn miklu í snyrtitöskuna. Ég er ótrúlega glöð með þennan lit og finnst hann vera langfallegastur af þeim þremur sem eru í boði en hér fyrir neðan getið þið séð betur hvers vegna 🙂

Hér sjáið þið vara-/kinnalitinn á vörunum mínum. Liturinn þekur vel og endist ágætlega. Eftir að ég borða með litinn á vörunum þarf ég að setja meira á mig en það persónulega pirrar mig ekki enda pirra ég mig sjaldan á varalitum sem sjá um að veita vörunum mínum raka. Mér finnst þessi litur svo vera æðislegur! Hann er svo sumarlegur og flottur og ég veit að þessi á eftir að búa í jakkavasanum mínum í allt sumar.

Glossið gefur léttan lit og glans á varirnar en það er umfram allt þægilegt að hafa glossið á vörunum og ég er sko langt frá því að vera gloss manneskja. Glossið er smá klístrað en samt ekki svona pirrandi klístrað ef þið skiljið hvað ég meina. Það veitir vörunum ágætan raka svo ég sé mig alveg geta notað það mikið í vinnunni í sumar.

_MG_6908

Hér sjáið þið svo glossið og varalitinn á hendinni minni. Lyktin af bæði varalitnum og glossinu er klikkaðislega góð og alltaf þegar ég er með glossið á mér þá langar mig bara að sleikja það af en því miður er ekki jafn gott bragð af því og lyktin gefur til kynna þó þess væri óskandi 😉 Það er frekar erfitt að gefa svona þríþátta vöru eina einkunn svo ég sleppi því í þetta sinn.

_MG_6846

Ein flottasta sumarlínan á markaðnum þetta árið að mínu mati og ef þið hafið ekki þefað af ilminum nú þegar þá mæli ég sko klárlega með því að þið hoppið inn í ilmvatnsdeildina næst þegar þið labbið þar framhjá og þefið vel af ilmvatninu! Ég gæti auðveldlega þefað af ilminum í heila kvöldstund og gríp mig oft við það að sniffa úlnliðina mína þegar að ég er með ilminn á mér. Ef það segir ekki að mér finnist lyktin æðisleg þá veit ég ekki hvað gerir það! 😉

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow