Eldri færslur eftir merkjum fyrir Iittala

Nýi „gamli“ vasinn minn: Flóamarkaðskaup

Það sem ég var lukkuleg með mig í gær! Haldiði að ég hafi ekki bara rekist á Vintage Avena vasa frá Iittala þegar ég skrapp í „Góða hirðinn“ hér í Herlev í gær! Mig grunar að þær sem eru að sjá um verslunina hafi ekki vitaða að þetta var Iittala vasi þar sem hann var ekki læstur inni í glerskáp með öllum hinu „merkjavörnum“ en Iittala augað mitt var ekki í nokkrum vandamálum með að greina það. Ég veit ekki hvort að það er jákvætt eða bara sorglegt…🤔

Avena vasinn er hannaður árið 1968 af Tapio Wirkkala sem er sá sami og hannaði Ultima Thule línuna frá Iittala en vasinn er hættur í sölu og fæst því ekki lengur. Ég er því fáránlega glöð að ég hafi komið auga á hann á miðju borðinu með glermunum og hann kostaði mig ekki nema 80kr danskar sem er sirka 1400 kall íslenskar! Núna þarf ég bara að finna einhvern fallegan stað fyrir hann 🙂

-RH / @rannveigbelle

Vetrar Múmín leikur!

untitled-1-2

verðlaunin_i_leiknum_eru_kostudMig langaði bara að segja ykkur aðeins frá Múmíngjafaleiknum sem er í gangi á Facebook síðu Belle akkúrat núna! Ég fékk að smella af nokkrum myndum af vörunum sem eru í vinning en þær eru svo sannarlega ekki af verri endanum þar sem að tveir heppnir aðilar geta unnið gullfallegu Múmín vetrarskálina og vetrarskeiðina sem var að koma út fyrir árið 2016!

untitled-3

Skálin í ár er einstaklega falleg eins og þið getið eflaust séð glögglega á þessum myndum, en skálin kom mér í brjálæðislega mikið jólaskap um leið og ég sá hana! Ég er svona að reyna að halda aftur af jólaskapinu mínu í smástund í viðbót en það vill alltaf kom upp ekki síðar en í september mér til mikils ama 😉

untitled-1-3

untitled-2-2

Skeiðarnar tvær í ár eru ekki síður vetrar-/jólalegar en á annari skeiðinni má finna mynd af Sorry-OO sem ég veit ekki fyrr mitt litla líf hvað heitir á íslensku en á hinni skeiðinni er mynd af múmínhúsinu. Skeiðarnar eru báðar jafn fallegar að mínu mati, finnst ykkur það ekki? ❤️

untitled-1-2

Leikurinn er svo í fullu fjöri á Facebook síðu Belle svo endilega takið þátt í honum ef þið eruð forfallnir múmínsafnarar! 🙂

Leikinn finnið þið HÉR

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow