Eldri færslur eftir merkjum fyrir húðumhirða

Three Part Harmony frá Origins

Vörurnar í færslunni fékk ég sendar til að prófa. Færslan er ekki kostuð.

Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hversu margir voru spenntir fyrir því! Ég ákvað því að skella í eitt blogg þar sem ég segi ykkur aðeins betur frá vörunum en ég er búin að vera með þær í notkun núna frá því í febrúar. Eins og alltaf tek ég myndir af vörunum áður en ég byrja að prófa þær og þess vegna eru þær svona splunkunýjar, fallegar og fínar á þessum myndum 😉

En aðeins um línuna sem vörurnar tvær eru hluti af. Three Part Harmony línan frá Origins er hönnuð til þess að blása lífi aftur í húðina með því að nýta kraft Tazetta liljunnar. Vörurnar eiga að endurnýja húðina, koma henni í betra jafnvægi og gefa húðinni aukna glóð og heilbrigðan ljóma. Með því að tækla þessi þrjú atriði heldur Origins því fram að húðin fái unglegra yfirbragð. Þar sem ég er enn með svona nokkuð unga húð þá get ég því miður ekki sagt til um það en ég get þó sagt ykkur frá því hvernig línan virkaði mig en fyrir þá sem ekki vita þá er ég 25.ára. Húðlínan hentar öllum húðgerðum, þurri, blandaðri og olíumikilli húð.

Fyrsta varan sem er ný í línunni er Tri-Phase Essene Lotion. Þegar ég fékk þessa vöru í hendurnar var ég ekki alveg viss um hvað hún gerði. Þetta er ekki hreinsir en þetta er ekki tóner. Ég var því smá tíma að átta mig á henni en í stuttu máli sagt þá er er þetta í rauninni bara nærandi lotion/vökvi fyrir húðina.

Fyrir notkun byrjar maður á því að hrista flöskuna vel svo að lögin þrjú sem varan samanstendur af blandist öll vel saman. Þetta er alltaf pínu sárt því flaskan er svo falleg á litinn þegar að lögin eru aðskilin en… c’est la vie 😉 Vöruna setur maður síðan í bómull og strýkur henni yfir andlitið bæði kvölds og morgna. Varan gefur húðinni fallegan ljóma og mér fannst hún róa mína húð og næra þegar að hún var extra þurr og strekkt eftir kuldann sem var hérna í Danmörku í febrúar/mars. Þessi mun því vera í vopnabúrinu mínu þegar að veturinn snýr aftur en mér finnst hún henta betur þegar það er kalt úti eða þegar húðin er í ójafnvægi frekar en þegar það er 24 stiga hiti úti, eins og er í Danmörku akkúrat núna, og húðin er nokkuð fín. 

Seinni varan sem er ný í Three Part Harmony línunni er Day Night Eye Cream Duo. Ég varð ástfangin af hugmyndinni af þessari vöru alveg um leið og ég sá hana en eftir að ég prófaði hana þá varð ég ástfangin af vörunni sjálfri!

Í einni tvískiptri krukku má finna tvær gerðir af augnkremum þar sem eitt þeirra er gert til þess að bera á augnsvæðið á morgnanna en hitt er gert til þess að bera á augnsvæðið á kvöldin.

Morgun-augnkremið er bleikt á litinn með ljósbláum perlugljáa en það birtir yfir augnsvæðinu á morgnanna svo maður virðist vera töluvert hressari og útsofnari en maður er í raun og veru. Ég er ekki frá því að ég fái pínulitla kælitilfinningu þegar ég ber það á mig en tilfinningin er það lítil að maður tekur varla eftir henni. Nætur-augnkremið er síðan algjör lúxus! Það er mjúkt eins og smjör og róar og nærir augnsvæðið alveg frá fyrstu notkun. Frá því ég byrjaði að nota það fyrst hef ég ekki orðið þurr á augnsvæðinu og þá er sko mikið sagt! Kremið er líka mjög drjúgt en ég þarf einungis að nota kremið einu sinni til tvisvar í viku og frá því að ég byrjaði að nota kremið í febrúar þá er ég kannski búinn með næstum 1/4 af dollunni. 

Til að draga þetta allt saman í nokkur orð þá eru þetta virkilega flottar vörur en ef ég ætti að mæla með einu af tvennu þá myndi ég klárlega prufa augnkremið. Það gerði meira fyrir mína húð en lotion-ið og ég gríp einhvern veginn oftar í það. Annars hefur Origins so far ekki klikkað hjá mér en ég er á fullu núna að prófa Mega Mushroom maskann – spoiler alert – hann er ÆÐI!

-RH / @rannveigbelle

Sneak Peak: NÝTT frá L’Oréal

Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti ég mér sjálf

Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L’Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbbarnir sem eru væntanlegir til Íslands á næstu dögum bara! Fyrst var það maskinn nú er það skrúbburinn! Mig langaði að sýna ykkur eina tegundina af þeim þrem sem verða í boði en þegar ég sá þennan í verslunarferð minni í Fields um daginn gat ég ekki annað en gripið hann með. Bæði græni liturinn á maskanum og virkni hans heillaði mig svo mikið að ég valdi að prófa þennan fyrst.

En fyrst að skrúbbum yfirhöfuð! Það er að alveg nauðsynlegt að skrúbba húðina reglulega en ég mæli með að skrúbba húðina einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti ef þið eruð með mjög viðkvæma húð. Húðskrúbbar hreinsa í burtu dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af húðinni og hjálpa þannig húðinni að endurnýja sig svo hún verði ljómandi fín og falleg. Eins og þið sjáið á þessari mynd fyrir ofan má nota sykurskrúbbinn frá L’Oréal bæði á andlitið og á varirnar en mér finnst algjör nauðsyn að skrúbba varirnar annað slagið og þá sérstaklega á veturna þegar að varaþurrkur er líklegur til að herja á.

Skrúbburinn sjálfur er úr nýju Smooth Sugars línunni frá L’Oréal og sá sem ég keypti heitir Clearing Scrub en hann á að hreinsa húðina og losa hana við fílapensla! Hljómar vel finnst ykkur það ekki?

Skrúbburinn inniheldur þrjár tegundir af sykri (brown, blonde og white) ásamt Kiwi fræjum sem sjá um að skrúbba óhreinindin burt af húðinni. Þið setjið bara smá af skrúbbinum á kinnarnar, nefið, ennið, hökuna og varirnar (ef þið viljið) og nuddið skrúbbinn á húðinni í hringlaga hreyfingar þar til flest allur sykurinn hefur bráðnað. Clearing skrúbburinn hitnar líka við það að komast í snertingu við húðina sem hjálpar til við hreinsunina.

Mér líkar rosalega vel við skrúbbinn „so far“ enda er sykurinn alls ekki of grófur og varan er mjög mjúk og þægileg á húðinni. Skrúbburinn er smá klístraður svo áferðin á honum er öðruvísi en ég bjóst við en mér finnst eiginlega vandræðalega gaman að veiða hann upp úr krukkunni og setja hann á húðina… er það skrítið eða? Annars mun ég halda áfram að prófa skrúbbinn og á endanum bæta hinum tveimur tegundunum í safnið mitt en mig langaði bara að gefa ykkur smá Sneak Peak á því sem er framundan. Líst ykkur ekki vel á?😃

-RH / @rannveigbelle

Skin Perfecting!

Mig langar til að segja ykkur frá Skin Perfecting 8% AHA lotion frá Paula´s Choice sem ég hef verið að nota núna í 6 vikur.

,,Létt og rakagefandi krem sem dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Inniheldur 8 % glycolic sýru (AHA) sem er vatnsleysanleg og vinnur því mest á yfirborði húðarinnar, dregur úr hrukkum, litablettum, leðurkenndri húð og sólarskemmdum á húð.  AHA sýra eykur einnig getu húðar í að binda raka og dregur þannig úr þurrkablettum á húð.  Kremið inniheldur líka sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum.  Sýran örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  Hentar best blandaðri húð og þurri til mjög þurri húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.“

Mín upplifun:


Húðin mín:
Ég er 29 ára gömul, með fínar línur á þessum týpísku stöðum og mikið af örum eftir bólur á yngri árum. Húðin mín er blönduð, ég fæ þurrkubletti í kringum nefið, en get síðan skartað bólum á höku eða enni. Ég er mjög næm fyrir áreiti og hitabreytingum, sef lítið enda tveggja barna móðir með vefjagigt og hef því tekið eftir myndarlegum baugum seinustu mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hugsa vel um húðina mína og ég veit að ég get náð ótrúlegum árangri þegar ég nota réttu vörurnar.

Umbúðir:
Kremið kemur í 100 ml túpu með pumpu og kostar 5.990 kr hjá Tigerlily.is sem er virkilega gott verð fyrir svona mikið magn af vandaðri vöru með góðri virkni. Ég elska krem með pumpu sem skammtar þér nákvæmlega því magni sem þú þarfnast. Það er hreinlegra og verndar vöruna fyrir bakteríum og óhreinindum.

Innihald og notkun:
Glycolic Acid er innihaldsefni númer tvö i þessu kremi en hún djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Við viljum að virk innihaldsefni séu ofarlega á listanum. AHA sýrur eru ákjósanlegri þegar húðin er þurr og með sólarskemmdum því þær vinna á yfirborði húðarinnar og hjálpa að auki húðinni að binda betur raka. AHA sýrur eru áhrifaríkastar í styrkleikanum 5-10 %. Öllum gagnslausum efnum sem geta skaðað húð er sleppt í öllum vörum frá Paula´s Choice. Þetta eru t.d. alkóhól, ilmefni, litarefni og fleiri efni sem erta húð og valda þannig skaða djúpt niðri í húðlögunum. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Ég byrjaði á því að nota kremið 1x á dag eftir að hafa hreinsað húðina með RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser. Fyrst þegar ég bar kremið á fann ég fyrir smá sting en það er eðlilegt þegar unnið er með sýrur. Eftir 5 daga komst ég að því að mín viðkvæma húð var að þola kremið vel og því fór ég að bera það á mig 2x á dag, kvölds og morgna.

Virkni:
Eftir að hafa notað vöruna í tvær vikur fannst mér húðin vera sjáanlega hreinni, mýkri og sléttari. Örin vöru enn á sínum stað enda bjóst ég ekki við neinu öðru en þau trufluðu mig ekki jafn mikið því að húðin hafði fengið þennan fallega ljóma sem gerði það að verkum að mér fannst húðin mín virkilega falleg þrátt fyrir nokkra fílapensla á nefinu og ör eftir bólur. Eftir 4 vikur fannst mér húðin unglegri og húðliturinn jafnari og núna eftir 6 vikur finnst mér húðin mín virkilega vel nærð og heilbrigð.

Þú getur nálgast vörurnar frá Paula´s Choice á Tigerlily.is.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Sílikonspaði fyrir maska

Færslan er ekki kostuð – vörurnar eru í einkaeigu

Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn – eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á „förðunarspaða“ frá Revolution en spaðarnir voru þrír í pakka þar sem einn var ætlaður fyrir farða, annar fyrir hyljara minnir mig og sá þriðji fyrir augun. Mér fannst náttúrulega alveg út í hött að fara ætla að nota spaðana í förðun en mér fannst hinsvegar snilldarhugmynd að nota spaðana í maska! Ég nota alltaf flata burstann úr Flawless Base settinu frá Real Techniques en ég tapa þá alltaf smá af maskanum í burstann sem ég þarf síðan að skola úr. Hversu geðveikt væri bara að nota svona gúmmíbursta sem að dregur engan maska í sig! Ég ætlaði því að skreppa heim og kíkja á Ali frænda (Ali Express) og sjá hvort ég gæti ekki nælt mér í einhvern fullkomin silíkonbursta þar sem ég þurfti ekki alla þrjá sem voru í Revolution settinu og þeir voru frekar dýrir miðað við. Áður en ég komst í það rakst ég á svipaða silíkonspaða í Flying Tiger en þeir spaðar voru ætlaðir í hárlitun og kostuðu ekki nema 20kr danskar sem er um 360 kall íslenskar.

Í pakkanum var einn stór spaði og einn lítill skáskorinn spaði, sem þið sjáið hérna á myndinni. Mér fannst þessi litli virka fullkominn í maskaásetningu svo ég greip tækifærið og greip með mér einn pakka heim frá Tiger. Ég veit ekki hvort að þetta er til heima í Tiger en mér finnst það mjög líklegt þar sem ég held að úrvalið sé næstum því það sama.

Ef þið eruð að nota maska sem er í krukku er snilld að taka maskann á handabakið með endanum á spaðanum og nota síðan spaðann sjálfann til þess að dreifa úr maskanum á andlitið.

Ég þurfti smá að venjast spaðanum, enda mjög vön að nota bara bursta og hendurnar en ég hugsa að þegar ég kemst á lagið með það verði ásetningin mikið fallegri og jafnari hjá mér.

Eins og þið sjáið er varla arða eftir af maskanum á spaðanum svo öll varan er á smettinu á mér og fer því ekki í vaskinn. Hversu mikil snilld er það! Ég hugsaði líka til hreinlætis þegar ég keypti burstann en það er mun auðveldara að halda þessum bursta hreinum heldur en venjulegum gervihárabursta þar sem það er hægt að taka þennan alveg í sundur og skola hann.

Algjör snilld til þess að nýta vöruna alveg til hins ýtrasta, þá sérstaklega ef að maskinn sjálfur var ákveðin fjárfesting!

– RH / @rannveigbelle

Augnkremið frá Paula´s Choice

Mér fannst aldrei nauðsynlegt að nota augnkrem hér áður fyrr í minni daglegu rútínu. Það var ekki fyrr en ég eignaðist barn númer tvö þar sem ég áttaði mig á að nú þyrfti ég að gera eitthvað. Held ég geti þó ekki kennt Alexander alfarið um nýjar hrukkur en ég ætla samt að reyna það.

Afhverju að nota augnkrem?

Augnkrem eru séstaklega hönnuð fyrir svæðið í kringum augun, því það svæði er allt öðruvísi en restin af andlitinu. Húðin þar er miklu þynnri og viðkvæmari. Það er ekki óalgengt að fólki taki eftir fyrstu öldrunarmerkjunum í kringum augun.

Augnkrem eru ekki bara fyrir konur sem eru 60 + eins og sumir gætu haldið.  Sjálf byrjaði ég að nota augnkrem endrum og eins í kringum 25 ára aldurinn þegar ég vann í snyrtivöruverslun. Augun og svæðið þar í kring kemur alltaf upp um okkur.

Til ykkar kæru mæður sem hafið ekki sofið í milljón ár og eruð alltaf með veik börn heima. Ég skora á ykkur að bæta augnkremi í ykkar húðrútínu, það bjargar ekki öllu en persónulega sé ég mun.

Hvaða krem er ég að nota?

Undafarið hef ég verið að nota augnkrem frá Paula´s Choice sem heitir RESIST Anti-Aging Eye Cream.

,, Einstaklega nærandi og milt augnkrem sem mýkir húð og bindur raka á öflugan hátt og er því sérlega hentugt fyrir þá sem kljást við þurrt augnsvæði.  Inniheldur fjölmörg andoxunarefni, peptíð, húðgræðandi efni og shea butter sem saman vinna að því að draga úr fínum línum kringum augu og gera húðina stinnari.  Sérhannaðar umbúðir tryggja að virkni og ferskleiki innihaldsefna sé í hámarki.  Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.  Án ilm- og litarefna “

Ég hef verið að díla við  leiðinlegan þurrk við augnkrók og það er ferlega ljótt þegar meik eða BB krem fer í þurrkubletti. Þess vegna nota ég þetta krem á morgnana undir farða og stundum nota ég það á kvöldin fyrir svefn. Þetta er eina kremið sem ég nota á augnsvæðið. Þegar ég ber á mig serum eða dagkrem, þá forðast ég að setja það undir augun.

Mundu, að þú þarft að nota mjög lítið magn af augnkremi í hvert skipti. Lítill dropi er nóg!

Ég hef mikið verið að nota vörurnar frá RESIST línunni sem eru séstaklega hannaðar til að vinna á móti öldrunarmerkjum.

Ég er alls ekki hrædd við að eldast, en ég vil samt hugsa vel um húðina mína í leiðinni.

Afhverju Paula´s Choice?

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

Vörurnar frá Paula´s Choice eru fáanlegar í vefversluninni Tigerlily.is.

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT

For my english readers: You can find the google translate button in the footer below <3

Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég kom fyrst hingað út og fann meira að segja svona rakalykt í loftinu. Rakinn er samt bara að gera húðinni minni rosalega gott og því hef ég aðeins aðlagað húðhreinsunina mína að því og langaði að deila henni með ykkur.

Ég er mikið búin að vera að nota svampa til að hreinsa húðina á meðan ég er í sturtu en ég skildi alla hreinsiburstana mína eftir heima. Ég ákvað bara að gefa þeim smá pásu og vera aðeins mjúkhentari við húðina mína. Ásamt því að segja skilið við hreinsiburstana mína í bili er ég farin að minnka skrefin í rútínunni minni. Ég var farin að gera alltof mikið fyrir húðina og mér finnst hún eiginlega bara í meira jafnvægi eftir að ég byrjaði á því. Hér fyrir neðan má sjá skrefin í húðhreinsuninni minni í nýju landi.

1. Taka af farða

Til þess að taka af farða nota ég alltaf góða hreinsiolíu. Mín allra uppáhalds er olían frá Bobbi Brown en ég er búin með mína svo þar til ég kemst heim að fjárfesta í annarri er ég að nota Sublime Glow hreinsiolíuna frá L’Oréal. Hún er rosalega fín líka en er því miður hætt í sölu 🙁

2. Hreinsa óhreinindi af húðinni

Eins og ég kom inn á hér fyrir ofan hef ég mikið verið að nota svampa til að hreinsa húðina mína með andlitshreinsi. Ég var alltaf að nota Konjac svampinn frá Elite Models en frá því að ég fékk í hendurnar nýja hreinsisvampinn frá Real Techniques hef ég verið að nota hann. Þennan svamp má nota með öllum andlithreinsum en hann er frekar grófur svo þið þurfið bara að nota léttar hreyfingar með honum. Ég þurfti svolítið að venjast því enda harðhentari en allt sem harðhent er en það tókst að lokum. Svampurinn hreinsar öll óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og skilur hana eftir silkimjúka. Mæli með! 

Með svampinum nota ég svo Pure Clay leirhreinsana mína frá L’Oréal en ég nota rauða hreinsinn um það bil einu sinni í viku þar sem hann inniheldur korn sem skrúbba dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Þess á milli nota ég alltaf svarta hreinsinn en báðir hreinsarnir eru alveg æðislega mjúkir og unaðslegir að nota.

3. Rakakrem

Frá því að Hydra Genius kremin frá L’Oréal komu á markað hef ég mest megnis notað þau en þar sem það er aðeins farið að kólna hérna úti skipti ég um gerð og nota núna Hydra Genius kremið fyrir þurra og viðkvæma húð.

4. Annað

Ég sleppi svo ekki mínum dýrindis möskum en ég er dugleg að skipta þar á milli en sá vinsælasti hjá mér er svart Bobbi Brown leirmaskinn þó að nýi Anti Blemish leirmaskinn frá L’Oréal er kominn fast á hæla hans!

Þar hafið þið það! Einföld húðrútína í nýju landi. Hvernig breytist ykkar húðrútína um veturinn?

-Rannveig (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

Nivea Refining Clear-Up hreinsiplástrar

English below//

Ég fékk að gjöf hreinsiplástra frá Nivea fyrr í vikunni. Ekki veitti af eftir sveitta 7 daga heima með tvö veik börn í fanginu!

Við þekkjum öll Nivea enda er það leiðandi merki í húðumönnun á heimsvísu.

Hreinsiplástrarnir fjarlægja fílapensla og eru mjög auðveldir í notkun. Í pakkanum færðu 4 plástra sem eru ætlaðir fyrir nefið og 4 plástra sem eru ætlaðir fyrir höku og enni.

Hvernig á að nota vöruna?

  1. Það er nauðsynlegt að bleita svæðið sem um ræðir áður en þú setur plásturinn á.
  2. Leggðu plásturinn á og leyfðu honum að þorna í 10-15 mínútur.
  3. Taktu plásturinn varlega af.

Þú sérð óhreinindin í plástrinum eftir að þú hefur tekið hann af! Ég prófaði þetta í gær og var mjög sátt með árangurinn.

Nivea plástrarnir fást í öllum helstu apótekjum landsins.


I got these Refining Clear Up Strips from Nivea as a gift earlier this week. Of course, we all know the brand as it specializes in skin and body care.

These strips help keep the pores unclogged so that the skin looks refined and fresh.  In this pack you get 4 strips for your nose and 4 strips for your cheek and forehead.

How to apply?

  1. Wet desired area with water
  2. Apply strips and let the strip dry for 10-15 minutes.
  3. Carefully remove strips

You can really see the dirt on the strips after use! I tried it yesterday and was very pleased with the results.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Kostirnir við Primer og minn uppáhalds!

Þú þarft ekki að vera snyrtivöru gúrú eða ,,celebrity makeup artist“ til að nota Primer!

Í þessari færslu ætla ég að útskýra fyrir þér hvað primer er, afhverju mér finnst hann nauðsynlegur og hvaða primer er í uppáhaldi akkurat núna!

En fyrst, afhverju ættirðu að taka ráðleggingum frá mér?


Fyrir utan það að vera menntuð í förðunarfræði, hafa unnið í snyrtivöruverslun og farið á milljón kynningar þá þekki ég líka vandamála húð af eigin reynslu.
Sem barn var það exem á höndum og í kringum nefið. Á unglingsárum voru það bólur á baki, bringu og í andliti sem endaði loks á 9 mánaða lyfjameðferð 25 ára gömul.
Það hefur áhrif á sjálfsmyndina að vera með húðkvilla, séstaklega í andliti. Þess vegna fékk ég fyrst áhuga á förðun og húðumhirðu almennt. Mig langaði að hjálpa öðrum í sömu sporum og ég. Þess vegna mæli ég eingöngu með húð-og snyrtivörum sem ég trúi sjálf á, sem hafa gert eitthvað raunverulegt fyrir mig og sem mig grunar að geti gagnast öðrum í sömu sporum.

Hvað er Primer & afhverju er hann nauðsynlegur?


Primer er grunnur sem þú notar á andlit áður en þú setur farða. Hann mýkir húðina, getur jafnað húðlit, dregið saman húðholur og séð til þess að farðinn haldist betur á. Í kjölfarið er auðveldara að setja farðann á og það dreifist betur úr honum. Primer er ekkert annað en grunnur sem fyllir upp í öll lýti sem eru í andlitinu og jafnar þar af leiðandi yfirborðið þannig að áferðin verður jafnari.

Það skiptir engu máli hvort að þú sért með þurra húð, feita húð, bólótta húð eða blandaða húð. Þú getur fundið primer sem hentar þér og þegar þú finnur hann þá áttu eftir að sjá mun, ég lofa þér því!

Til ykkar sem hafið prófað primer áður og ekki séð neinn mun á förðuninni eða haldið að þetta sé eins ónauðsynlegt og rafmagnstannbursti segi ég: Gefið þessu annan séns en vandaðu valið betur!

RESIST smoothing primer serum frá Paula´s Choice


Nú er ég á þeim aldri að ég vil helst eingöngu nota húðvörur sem eru að gera mér einhvern greiða annað en að gefa húðinni raka. Ég vil virkni í mínar vörur takk!

Primerinn frá Paula´s choice er bæði primer og serum sem gerir hann að upphálds primernum mínum!

Hann er silkimjúkur viðkomu og gefur ótrúlega fallegann ljóma. Áferð húðarinnar verður sléttari, fínar línur minna áberandi og svitaholur virðast minni.

 Þessi primer inniheldur andoxunarefni, grænt te, kaffi og chamomile en þessi innihaldsefni hjálpa húðinni að vinna á fínum línum og verndar húðina fyrir skaðlegum efnum í umhverfinu.

Þetta er primer sem ég nota bæði undir farða eða einann og sér. Þú þarf aðeins einn dropa á allt andlitið því það dreifist svo vel úr honum.

Ef þú ert að leita þér að hinum fullkomna primer sem bætir húðina jafnt að innan sem utan þá mæli ég með að þú prófir þennann. Þú getur fengið hann HÉR.

Ég hef áður skrifað um vörurnar frá Paula´s choice og afhverju þær eru í uppáhaldi, þú getur lesið færsluna HÉR.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Mission: Burt með fílapenslana!

Ég er búin að taka eftir því upp á síðkastið að svitaholurnar mínar hafa stækka töluvert og þær eru orðnar fullar af óhreinindum. Ég kenni aldrinum um þetta 😉 Hinir alræmdu fílapenslar eru því farnir að láta sjá sig og ég er ekkert alltof sátt við það! Þetta er kannski „too much info“ en mig langar að fara í smá tilraunarstarfsemi og sjá hvort að ég geti ekki minnkað fílapenslana með stöðugri hreinsun. Ég dró því fram Clarisonic hreinsiburstann minn og nældi mér í þennan Zero Oil Deep Pore Cleanser frá Origins. Ég ætla síðan að nota þetta kombó annan hvern dag í nokkrar vikur og athuga hvort að fílapenslarnir minnki ekki við það og ég sjái marktækan árangur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Lancôme ljómabombur: Énergie de Vie

IMG_3435

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og þið örugglega vitið legg ég mjög mikla áherslu á að prófa vörur og þá sérstaklega húðvörur í nógu langan tíma til að sjá hvaða áhrif vörurnar hafa á húðina mína. Núna er ég búin að vera að prófa Lancôme Énergie de Vie vörurnar í tæpan mánuð en ég birti mynd af línunni á Instagram þegar ég byrjaði að prófa þær. Ég tel mig því geta sagt nokkuð vel til um hvað vörurnar geta gert og hvernig þær eru búnar að virka fyrir mig 🙂

En fyrst smá um línuna sjálfa. Énergie de Vie er lína sem er hönnuð til að henta öllum húðgerðum og á að koma í veg fyrir sjáanleg einkenni þreytu og fylla húðina af orku. Ég sjálf er með blandaða húð, þurr á kinnum og olímikil á T svæðinu svo hafið það bakvið eyrað þegar þið lesið áfram. Línan á að gefa húðinni aukið ljómabúst en hún er ekki ætluð til að hægja á einkennum öldrunar og þess vegna hentar hún mjög vel ungri húð og þá sérstaklega mínum aldurshóp þar sem maður er aðeins of ungur til að byrja á því að nota öldrunarkrem en vantar samt góð krem sem skila sínu. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að nota saman og eru innblásnar af kóreskum húðrútínum þar sem mörg lög af léttum húðvörum eru sett hver ofan á önnur til að gefa húðinni hina fullkomu áferð.

IMG_3436

Ég er með þrjár vörur úr línunni til að sýna ykkur betur en tvær þeirra eru ekki í fullri stærð svo þær líta ekki alveg eins út í fullri stærð og þær líta út á þessum myndum. Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion er ein af þeim en hana sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Ég var smá stund að átta mig á þessari vöru og hvernig ég ætti að nota hana en þetta er fyrsta skrefið í minni Énergie de Vie húðrútínu. Til að lýsa vörunni á sem bestan máta myndi ég segja að hún er eins og þykkt vatn… eins furðulega og það hljómar. Í vatninu er að finna örlitla olíudropa sem að veita húðinni raka og undirbýr hana fyrir daginn með því að vekja hana og gera hana örlítið þrýstnari. Vöruna ber ég á mig með því að setja nokkra dropa í lófann og strjúka létt yfir andlitið en það geri ég eftir að ég er búin að hreinsa á mér húðina. Það er sérstaklega gott að bera þetta á sig á morgnana þar sem varan inniheldur goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3438

Eftir að hafa sett á mig Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion og gefið því nokkrar sekúndur til að þorna ber ég á mig Énergie de Vie The Smoothing & Glow Boosting Liquid Moisturizer. Ég verð bara að segja það hér og nú að áferðin á þessum vörum er alveg ótrúleg og hreinlega lygileg miðað við virknina en áferðin er alltaf bara eins vatn. Þetta rakakrem er bara eins og serum en samt er það rakakrem. Það smýgur ótrúlega hratt inn í húðina og maður finnur ekkert fyrir því á sér. Kremið gefur húðinni minni fáránlega mikinn raka sem er ótrúlegt því það hefur allt aðra áferð en öll önnur rakakrem sem ég hef prófað. Eins og Perly Lotion-ið inniheldur þetta krem einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín sem eiga að lífga við húðina og gefa henni ljóma.

IMG_3437

Síðast en ekki síst er það Énergie de Vie The Overnight Recovery Sleeping Mask. Þetta er vara sem ég verð að eignast stóru stærðina af enda algjörlega dásamleg. Maskinn er algjör rakabomba og ég set hann annað slagið á húðina mína á kvöldin til að gefa henni aukið rakabúst. Þegar ég vakna daginn eftir ásetninguna er húðin mín alveg endurnærð en maskinn er bæði kælandi og svakalega rakagefandi. Eins og hinar tvær vörurnar bráðnar gleáferðin á maskanum yfir í hálfgert vatn þegar hann kemst í snertingu við húðina og smýgur fljótt inn í hana. Ég hugsa að þessi eiginleiki sé uppáhalds hluturinn minn við línuna – allt smýgur inn í húðina alveg um leið og maður setur það á sig og það er aldrei eins og maður sé með mörg eða þykk lög af húðvörum á sér. Maskinn sjálfur kemur í veg fyrir rakamissi húðarinnar yfir nóttina og inniheldur einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3435

Ég verð að segja að það er langt síðan að húðin mín hefur haldist í jafn miklu jafnvægi og hún er búin að vera þessar undanfarnar vikur. Á þessum vikum er ég eingöngu búin að vera að nota þessar húðvörur fyrir utan húðhreinsana mína og ég get því með sanni sagt að það sé þessum vörum að þakka. Ég er hvorki búin að finna fyrir þurrki né útbrotum á andlitinu og það er í sjálfu sér algjör unaður að nota vörurnar. Ég mun án alls vafa kaupa þær þegar ég er búin með þetta sem ég á heima enda er ég gjörsamlega ástfangin upp yfir haus af þeim. Ef þið eruð yngri eða í sama aldurshóp og ég og ykkur vantar frábærar húðvörur til að gefa ykkur aukinn ljóma og koma húðinni í gott jafnvægi þá mæli ég klárlega með því að þið kíkið á þessar!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow