Eldri færslur eftir merkjum fyrir húð

Three Part Harmony frá Origins

Vörurnar í færslunni fékk ég sendar til að prófa. Færslan er ekki kostuð.

Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hversu margir voru spenntir fyrir því! Ég ákvað því að skella í eitt blogg þar sem ég segi ykkur aðeins betur frá vörunum en ég er búin að vera með þær í notkun núna frá því í febrúar. Eins og alltaf tek ég myndir af vörunum áður en ég byrja að prófa þær og þess vegna eru þær svona splunkunýjar, fallegar og fínar á þessum myndum 😉

En aðeins um línuna sem vörurnar tvær eru hluti af. Three Part Harmony línan frá Origins er hönnuð til þess að blása lífi aftur í húðina með því að nýta kraft Tazetta liljunnar. Vörurnar eiga að endurnýja húðina, koma henni í betra jafnvægi og gefa húðinni aukna glóð og heilbrigðan ljóma. Með því að tækla þessi þrjú atriði heldur Origins því fram að húðin fái unglegra yfirbragð. Þar sem ég er enn með svona nokkuð unga húð þá get ég því miður ekki sagt til um það en ég get þó sagt ykkur frá því hvernig línan virkaði mig en fyrir þá sem ekki vita þá er ég 25.ára. Húðlínan hentar öllum húðgerðum, þurri, blandaðri og olíumikilli húð.

Fyrsta varan sem er ný í línunni er Tri-Phase Essene Lotion. Þegar ég fékk þessa vöru í hendurnar var ég ekki alveg viss um hvað hún gerði. Þetta er ekki hreinsir en þetta er ekki tóner. Ég var því smá tíma að átta mig á henni en í stuttu máli sagt þá er er þetta í rauninni bara nærandi lotion/vökvi fyrir húðina.

Fyrir notkun byrjar maður á því að hrista flöskuna vel svo að lögin þrjú sem varan samanstendur af blandist öll vel saman. Þetta er alltaf pínu sárt því flaskan er svo falleg á litinn þegar að lögin eru aðskilin en… c’est la vie 😉 Vöruna setur maður síðan í bómull og strýkur henni yfir andlitið bæði kvölds og morgna. Varan gefur húðinni fallegan ljóma og mér fannst hún róa mína húð og næra þegar að hún var extra þurr og strekkt eftir kuldann sem var hérna í Danmörku í febrúar/mars. Þessi mun því vera í vopnabúrinu mínu þegar að veturinn snýr aftur en mér finnst hún henta betur þegar það er kalt úti eða þegar húðin er í ójafnvægi frekar en þegar það er 24 stiga hiti úti, eins og er í Danmörku akkúrat núna, og húðin er nokkuð fín. 

Seinni varan sem er ný í Three Part Harmony línunni er Day Night Eye Cream Duo. Ég varð ástfangin af hugmyndinni af þessari vöru alveg um leið og ég sá hana en eftir að ég prófaði hana þá varð ég ástfangin af vörunni sjálfri!

Í einni tvískiptri krukku má finna tvær gerðir af augnkremum þar sem eitt þeirra er gert til þess að bera á augnsvæðið á morgnanna en hitt er gert til þess að bera á augnsvæðið á kvöldin.

Morgun-augnkremið er bleikt á litinn með ljósbláum perlugljáa en það birtir yfir augnsvæðinu á morgnanna svo maður virðist vera töluvert hressari og útsofnari en maður er í raun og veru. Ég er ekki frá því að ég fái pínulitla kælitilfinningu þegar ég ber það á mig en tilfinningin er það lítil að maður tekur varla eftir henni. Nætur-augnkremið er síðan algjör lúxus! Það er mjúkt eins og smjör og róar og nærir augnsvæðið alveg frá fyrstu notkun. Frá því ég byrjaði að nota það fyrst hef ég ekki orðið þurr á augnsvæðinu og þá er sko mikið sagt! Kremið er líka mjög drjúgt en ég þarf einungis að nota kremið einu sinni til tvisvar í viku og frá því að ég byrjaði að nota kremið í febrúar þá er ég kannski búinn með næstum 1/4 af dollunni. 

Til að draga þetta allt saman í nokkur orð þá eru þetta virkilega flottar vörur en ef ég ætti að mæla með einu af tvennu þá myndi ég klárlega prufa augnkremið. Það gerði meira fyrir mína húð en lotion-ið og ég gríp einhvern veginn oftar í það. Annars hefur Origins so far ekki klikkað hjá mér en ég er á fullu núna að prófa Mega Mushroom maskann – spoiler alert – hann er ÆÐI!

-RH / @rannveigbelle

Sílikonspaði fyrir maska

Færslan er ekki kostuð – vörurnar eru í einkaeigu

Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn – eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á „förðunarspaða“ frá Revolution en spaðarnir voru þrír í pakka þar sem einn var ætlaður fyrir farða, annar fyrir hyljara minnir mig og sá þriðji fyrir augun. Mér fannst náttúrulega alveg út í hött að fara ætla að nota spaðana í förðun en mér fannst hinsvegar snilldarhugmynd að nota spaðana í maska! Ég nota alltaf flata burstann úr Flawless Base settinu frá Real Techniques en ég tapa þá alltaf smá af maskanum í burstann sem ég þarf síðan að skola úr. Hversu geðveikt væri bara að nota svona gúmmíbursta sem að dregur engan maska í sig! Ég ætlaði því að skreppa heim og kíkja á Ali frænda (Ali Express) og sjá hvort ég gæti ekki nælt mér í einhvern fullkomin silíkonbursta þar sem ég þurfti ekki alla þrjá sem voru í Revolution settinu og þeir voru frekar dýrir miðað við. Áður en ég komst í það rakst ég á svipaða silíkonspaða í Flying Tiger en þeir spaðar voru ætlaðir í hárlitun og kostuðu ekki nema 20kr danskar sem er um 360 kall íslenskar.

Í pakkanum var einn stór spaði og einn lítill skáskorinn spaði, sem þið sjáið hérna á myndinni. Mér fannst þessi litli virka fullkominn í maskaásetningu svo ég greip tækifærið og greip með mér einn pakka heim frá Tiger. Ég veit ekki hvort að þetta er til heima í Tiger en mér finnst það mjög líklegt þar sem ég held að úrvalið sé næstum því það sama.

Ef þið eruð að nota maska sem er í krukku er snilld að taka maskann á handabakið með endanum á spaðanum og nota síðan spaðann sjálfann til þess að dreifa úr maskanum á andlitið.

Ég þurfti smá að venjast spaðanum, enda mjög vön að nota bara bursta og hendurnar en ég hugsa að þegar ég kemst á lagið með það verði ásetningin mikið fallegri og jafnari hjá mér.

Eins og þið sjáið er varla arða eftir af maskanum á spaðanum svo öll varan er á smettinu á mér og fer því ekki í vaskinn. Hversu mikil snilld er það! Ég hugsaði líka til hreinlætis þegar ég keypti burstann en það er mun auðveldara að halda þessum bursta hreinum heldur en venjulegum gervihárabursta þar sem það er hægt að taka þennan alveg í sundur og skola hann.

Algjör snilld til þess að nýta vöruna alveg til hins ýtrasta, þá sérstaklega ef að maskinn sjálfur var ákveðin fjárfesting!

– RH / @rannveigbelle

Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT

For my english readers: You can find the google translate button in the footer below <3

Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég kom fyrst hingað út og fann meira að segja svona rakalykt í loftinu. Rakinn er samt bara að gera húðinni minni rosalega gott og því hef ég aðeins aðlagað húðhreinsunina mína að því og langaði að deila henni með ykkur.

Ég er mikið búin að vera að nota svampa til að hreinsa húðina á meðan ég er í sturtu en ég skildi alla hreinsiburstana mína eftir heima. Ég ákvað bara að gefa þeim smá pásu og vera aðeins mjúkhentari við húðina mína. Ásamt því að segja skilið við hreinsiburstana mína í bili er ég farin að minnka skrefin í rútínunni minni. Ég var farin að gera alltof mikið fyrir húðina og mér finnst hún eiginlega bara í meira jafnvægi eftir að ég byrjaði á því. Hér fyrir neðan má sjá skrefin í húðhreinsuninni minni í nýju landi.

1. Taka af farða

Til þess að taka af farða nota ég alltaf góða hreinsiolíu. Mín allra uppáhalds er olían frá Bobbi Brown en ég er búin með mína svo þar til ég kemst heim að fjárfesta í annarri er ég að nota Sublime Glow hreinsiolíuna frá L’Oréal. Hún er rosalega fín líka en er því miður hætt í sölu 🙁

2. Hreinsa óhreinindi af húðinni

Eins og ég kom inn á hér fyrir ofan hef ég mikið verið að nota svampa til að hreinsa húðina mína með andlitshreinsi. Ég var alltaf að nota Konjac svampinn frá Elite Models en frá því að ég fékk í hendurnar nýja hreinsisvampinn frá Real Techniques hef ég verið að nota hann. Þennan svamp má nota með öllum andlithreinsum en hann er frekar grófur svo þið þurfið bara að nota léttar hreyfingar með honum. Ég þurfti svolítið að venjast því enda harðhentari en allt sem harðhent er en það tókst að lokum. Svampurinn hreinsar öll óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar og skilur hana eftir silkimjúka. Mæli með! 

Með svampinum nota ég svo Pure Clay leirhreinsana mína frá L’Oréal en ég nota rauða hreinsinn um það bil einu sinni í viku þar sem hann inniheldur korn sem skrúbba dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Þess á milli nota ég alltaf svarta hreinsinn en báðir hreinsarnir eru alveg æðislega mjúkir og unaðslegir að nota.

3. Rakakrem

Frá því að Hydra Genius kremin frá L’Oréal komu á markað hef ég mest megnis notað þau en þar sem það er aðeins farið að kólna hérna úti skipti ég um gerð og nota núna Hydra Genius kremið fyrir þurra og viðkvæma húð.

4. Annað

Ég sleppi svo ekki mínum dýrindis möskum en ég er dugleg að skipta þar á milli en sá vinsælasti hjá mér er svart Bobbi Brown leirmaskinn þó að nýi Anti Blemish leirmaskinn frá L’Oréal er kominn fast á hæla hans!

Þar hafið þið það! Einföld húðrútína í nýju landi. Hvernig breytist ykkar húðrútína um veturinn?

-Rannveig (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

BECCA – Pressed, Poured eða Liquid?

For my english readers – You can find the google translate button below in the footer

Gleðilegan fimmtudag elsku lesendur! Ég ætla aðeins að leyfa mér smá pásu frá lærdómnum í dag en ég er alveg búin að vera að drukkna undanfarna daga. Í þessari pásu minni langaði mig að hoppa hérna inn og skrifa um eitthvað sem mig langar að skrifa um, sem sagt allt annað en námsefnið! Því fannst mér tilvalið að skrifa stutta færslu þar sem ég segi ykkur aðeins frá muninum á áferðunum eða formúlunum á Shimmering Skin Perfector-unum frá Becca!

Fyrir þá sem ekki vita þá fæst hin víðfræga vara, Shimmering Skin Perfector frá Becca í þremur mismunandi áferðum. Þessar áferðir eru pressedpoured og liquid. Ég á þær allar þrjár og valdi að sína ykkur þær hér í þremur mismunandi litatónum svona til þess að slá tvær flugur í einu höggi!

Sú fyrsta er pressed áferðin en þetta er líklega sú formúla sem er allra vinsælust. Hér sjáið þið litinn sem að Jaclyn Hill gerði í samstarfi við Becca en hann ber nafnið Champagne Pop eða C PopPressed formúlan er í rauninni rosalega fínmalað púður sem að bráðnar hálfpartin og blandast við húðina þegar að þið leggið það ofan á kinnbeinin. Ég myndi segja að þessi formúla geymir mestan kraftinn og kinnbeinin ljóma eins og enginn sé morgundagurinn þegar þessi er notuð. Það er líka hægt að nota bara lítið af púðrinu til að fá léttan ljóma en ef þið viljið rosalega mikinn og ýktan ljóma þá er pressed formúlan klárlega fyrir ykkur.

Næst á dagskrá er poured formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Pearl. Þetta er formúla sem að hentar öllum þeim sem vilja bara léttan hversdagslegan ljóma sem á erfitt með að verða of ýktur. Formúlan er svona mitt á milli þess að vera krem og púður, finnst mér en þegar þið berið vöruna á húðina er hún krem en þornar svo hálfpartin í púður. Það er nánast ómögulegt að setja of mikið af þessu á sig og svo er þetta rosalega hentugt til að hafa í töskunni sinni ef maður er að ferðast því þá er ekki hætta á því að þetta brotni eins og púður eiga til að gera.

Síðast en ekki síst er það liquid formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Moonstone. Ég er ekki frá því að þetta sé uppáhalds formúlan mín af þeim öllum en hún gefur manni svo svaklega fallegan og náttúrulegan ljóma. Ólíkt poured formúlunni er vel hægt að byggja þessa formúlu upp til að fá ýktan ljóma en síðan er líka rosalega flott að nota þennan á líkamann eins og axlirnar eða viðbeinin til að tengja ljómann í andlitinu saman við eitthvað svo maður sé ekki bara eins og diskókúla í framan og mattur annarstaðar. Virkilega skemmtileg formúla sem ég mæli klárlega með ef þið hafið ekki prófað.

Hafið þið prófað einhverja af Becca formúlunum sem ég nefni hér, og ef svo hver er ykkar uppáhalds? 🙂

-Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Litaleiðrétting með L’Oréal

Þá er komið að fyrstu færslunni minni með nýju myndavélinni minni! Ég er ennþá að læra inn á hana en markmiðið með kaupunum á henni var að geta tekið myndir sem eru meira „true to life“ eins og maður segir á góðri ensku. Þetta er líka lítil og nett vél sem gerir mér lífið auðveldara þegar kemur að förðunarmyndatökum… en nóg um það og að færslu dagsins! Þegar ég fór á Sir John námskeiðið um daginn fékk ég með mér heim mjög veglegan gjafapoka frá L’Oréal og Reykjavík Makeup School en í honum leyndist þessi litaleiðréttinga palletta frá L“Oréal sem heitir Infallible Total Cover. Ég var laaaang spenntust fyrir þessari þegar ég sá að hún leyndist í pokanum enda hefur hún verið á óskalistunum í mjög langan tíma.

Fyrir þá sem ekki vita þá hjálpa litaleiðréttinga pallettur manni að jafna út allar lita misfellur í húðinni þannig að hún fái heilbrigðara og frísklegra útlit. Litaleiðrétting hefur verið heitasta trendið í förðunarheiminum undanfarið ár og ég held að nánast öll helstu förðunarmerkin eru komin með einhverskonar litaleiðréttingarvöru í úrvalið hjá sér.

Í Total Cover pallettunni er að finna fimm mismunandi liti en tveir af þeim eru notaðir til litaleiðrétta húðina en hinir þrír eru notaðir til þess að hylja og móta andlitið. Græni liturinn í pallettunni jafnar út roða í húðinni en sá fjólublái birtir yfir þeim svæðum sem þarfnast smá upplyftingar. Hyljararnir þrír í pallettunni eru síðan allir í mismundandi litatónum svo það er bæði hægt að nota þá til að hylja baugu eða önnur lýti á andlitinu og til að móta það.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig ég nota pallettuna fyrir mína húð en það er að sjálfsögðu mikilvægast að þið horfið á ykkar eigin húð og áttið ykkur pínu á hvaða svæði þarf að litaleiðrétta. Ef að litur er settur á stað þar sem hann þarf í rauninni ekki að vera þá verður hann oft meira áberandi en hann yrði annars og hefur þá í raun þveröfug áhrif en þið sjáið hvað ég meina hér rétt á eftir. Á myndinni hér fyrir ofan getið þið hinsvegar séð að ég er pínu rauð í kringum nefið og á kinnunum. Ég er síðan með smávægileg fjólublá baugu undur augunum og dálítið þreytta húð yfirhöfuð. Ég er svo með afgang af bólu á miðju enninu sem er að sjálfsögðu rauð.

Á þau svæði sem eru rauð ber ég græna litinn á til að eyða út þessum roða. Þess vegna set ég græna litinn á kinnarnar, bæði á nefið og í kringum það sem og á bóluna mína á miðju enninu. Undir augun setti ég síðan ljósasta hyljarann sem hefur pínu gulan undirtón í sér sem að núllar út fjólubláa litinn undir augunum mínum. Fjólubláa litinn úr pallettunni set ég síðan á víð og dreif um andlitið þar sem ég vil lyfta húðinni aðeins upp og gefa henni extra búst.

Ég dreifði næst vel úr litunum með fingrunum en það er að sjálfsögðu hægt að nota bursta eða rakan svamp til að dreifa úr vörunni. Eins og þið sjáið þá hefur græni liturinn nú þegar dregið töluvert úr roðanum í húðinni minni. Fjólublái liturinn er aðeins meira áberandi á sumum svæðun en ég hafði viljað hafa hann en það þýðir bara, eins og ég kom inn á hér fyrir ofan, að ég hafði ekki þurft að setja jafn mikið af honum á þessi svæði og ég gerði.

Þegar ég er búin að leyfa öllu að þorna í góðar tvær til þrjár mínútur ber ég á mig farða eins og venjulega. Ég notaði farðann Infallible 24H Matte frá L’Oréal til að halda í L’Oréal þemað. Hér getið þið greinilega séð hversu mikill munur er á húðinni minni! Liturinn hennar er miklu jafnari og ég lít töluvert frísklegri út.

Litirnir í pallettunni eru mjög kremkenndir og mjúkir en þeir þorna samt þannig að þeir blandist nánast ekkert saman við farðann þegar að hann er settur á. Þetta þýðir að litaleiðréttingin helst á þeim stöðum sem þú settir hana á sem er að sjálfsögðu algjört lykilatriði þegar kemur að litaleiðréttingu. Virkilega flott palletta frá L’Oréal að mínu mati sem er líka mjög byrjendavæn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í litaleiðréttingu.

Hafið þið prófað að litaleiðrétta húðina?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Þrjár ST Tropez áferðir = ein fullkomin brúnka

IMG_4767

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og ég var búin að lofa á Instagraminu mínu (rannveigbelle) í síðustu viku þá ætlaði ég að sýna ykkur þessar flottu vörur frá ST Tropez. Þar sem fermingarnar eru í fullu fjöri sem og árshátíðir er tilvalið að tala svolítið um gervibrúnku! Ég hef áður sagt ykkur frá því hvernig ég ber á mig brúnku HÉR svo ég mun lítið fara yfir það í þessari færslu en mig langaði samt að sýna ykkur fjórar vörur frá ST Tropez sem gefa manni hina fullkomnu brúnu húð. Brúnkuvörurnar sjálfar eru þrjár og hafa allar mismunandi áferð. Þær skila samt sömu útkomu en þar sem áferðirnar eru þrjár ættu allir að geta fundið sér þá vöru sem þeim finnst hvað þægilegust í notkun.

IMG_4772

Mig langaði að byrja á því að sýna ykkur brúnkuhanskann frá ST Tropez en hann er notaður til að bera brúnkuna á líkamann. Hanskinn er gerður úr einskonar svampi öðru megin en efni hinumegin og hann á að sjá til þess að maður fái óaðfinnanlega og strokufría brúnku. Í sýnikennslunni sem ég nefndi hér fyrir ofan notaði ég stóra púðurburstann frá RT til að bera á mig brúnkuna en eftir að ég kynntist þessum hanska fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var ekki aftur snúið. Hann gerir ferlið svo miklu einfaldara svo ef þið eruð klaufar að setja á ykkur gervibrúnku þá mæli ég með þessum. Hann er líka frekar ódýr, miklu ódýrari en ég bjóst við fyrst þegar ég keypti hann.

IMG_4769

Allar vörurnar í þessari færslu eiga það sameiginlegt að gefa náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það er að segja því oftar sem þú berð vöruna á þig því dekkri verður brúnkan. Everyday Body Lotion Gradual Tan Classic er einmitt vara sem er mjög þægileg í notkun til að byggja upp náttúrulega brúnku.

IMG_4746

Þetta er í eðli sínu bara venjulegt body lotion sem að inniheldur efnið sem gefur manni gervibrúnku. Kremið sjálft lyktar ekki jafn sterklega af þessu klassíska brúnkuefni sem maður er vanur heldur er pínu sítruskeimur af því. Mér finnst gott að bera þetta á mig þegar að líkama mínum vantar raka og mig langar að viðhalda eða bæta við brúnku á húðina. Kremið ber ég bara á mig með höndunum frekar en með hanskanum en mér finnst það alltaf þægilegra þegar ég er með svona krem.

IMG_4770

Everyday Mousse Gradual Tan Classic er síðan froða sem að gefur náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það sama gildir því um þessa froðu og um kremið hér fyrir ofan. Því oftar sem þú berð hana á þig því dekkri verður brúnkan. 

IMG_4748

Froðan er létt svo það er mjög auðvelt að bera hana á sig en mér finnst best að bera hana á mig með hanskanum. Þar sem froðan er svona létt finnur maður ekki alveg jafn vel fyrir því hvar maður er búinn að bera hana á líkamann svo hanskinn hjálpar manni að fá jafna þekju.

IMG_4771

Everyday Spray Gradual Tan er síðan síðasta varan sem ég hef til að sýna ykkur sem á að framkalla sömu áhrif og kremið og froðan. Ef þið viljið að ásetningin taki eins stuttan tíma og mögulega hægt er þá er þetta varan fyrir ykkur.

IMG_4750

Spreyið er alveg glært eins og þið sjáið á myndinni sem getur verið pínu truflandi við ásetningu þar sem það er erfitt að sjá hvar maður er búinn að bera brúnkuna á sig. Hanskinn kemur því að góðum notum til að vera viss um fullkomna ásetningu. Þegar ég nota hanskann þá ber á vöruna á mig í hringlaga hreyfingar og passa að það sé vel dreift úr henni.

IMG_4765

Ég hugsa að ég elski froðuna mest og þar á eftir kemur kremið. Brúnkan sem ég fæ af þessu er alveg svakalega eðlileg og náttúruleg en það er einmitt það sem ég leita eftir þegar kemur að gervibrúnku. Það var svo að koma ný sending frá ST Tropez í verslanir núna í þessari viku þar sem ég veit að það hefur verið svolítið mikið uppselt hjá þeim útaf öllum þessum árshátíðum og fermingum. Ef ykkur vantar því hina fullkomnu brúnku og líst á eitthvað af þessu sem ég var að sýna ykkur hér fyrir ofan þá ætti þetta að vera mætt í verslanir núna 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Lancôme ljómabombur: Énergie de Vie

IMG_3435

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og þið örugglega vitið legg ég mjög mikla áherslu á að prófa vörur og þá sérstaklega húðvörur í nógu langan tíma til að sjá hvaða áhrif vörurnar hafa á húðina mína. Núna er ég búin að vera að prófa Lancôme Énergie de Vie vörurnar í tæpan mánuð en ég birti mynd af línunni á Instagram þegar ég byrjaði að prófa þær. Ég tel mig því geta sagt nokkuð vel til um hvað vörurnar geta gert og hvernig þær eru búnar að virka fyrir mig 🙂

En fyrst smá um línuna sjálfa. Énergie de Vie er lína sem er hönnuð til að henta öllum húðgerðum og á að koma í veg fyrir sjáanleg einkenni þreytu og fylla húðina af orku. Ég sjálf er með blandaða húð, þurr á kinnum og olímikil á T svæðinu svo hafið það bakvið eyrað þegar þið lesið áfram. Línan á að gefa húðinni aukið ljómabúst en hún er ekki ætluð til að hægja á einkennum öldrunar og þess vegna hentar hún mjög vel ungri húð og þá sérstaklega mínum aldurshóp þar sem maður er aðeins of ungur til að byrja á því að nota öldrunarkrem en vantar samt góð krem sem skila sínu. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að nota saman og eru innblásnar af kóreskum húðrútínum þar sem mörg lög af léttum húðvörum eru sett hver ofan á önnur til að gefa húðinni hina fullkomu áferð.

IMG_3436

Ég er með þrjár vörur úr línunni til að sýna ykkur betur en tvær þeirra eru ekki í fullri stærð svo þær líta ekki alveg eins út í fullri stærð og þær líta út á þessum myndum. Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion er ein af þeim en hana sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Ég var smá stund að átta mig á þessari vöru og hvernig ég ætti að nota hana en þetta er fyrsta skrefið í minni Énergie de Vie húðrútínu. Til að lýsa vörunni á sem bestan máta myndi ég segja að hún er eins og þykkt vatn… eins furðulega og það hljómar. Í vatninu er að finna örlitla olíudropa sem að veita húðinni raka og undirbýr hana fyrir daginn með því að vekja hana og gera hana örlítið þrýstnari. Vöruna ber ég á mig með því að setja nokkra dropa í lófann og strjúka létt yfir andlitið en það geri ég eftir að ég er búin að hreinsa á mér húðina. Það er sérstaklega gott að bera þetta á sig á morgnana þar sem varan inniheldur goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3438

Eftir að hafa sett á mig Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion og gefið því nokkrar sekúndur til að þorna ber ég á mig Énergie de Vie The Smoothing & Glow Boosting Liquid Moisturizer. Ég verð bara að segja það hér og nú að áferðin á þessum vörum er alveg ótrúleg og hreinlega lygileg miðað við virknina en áferðin er alltaf bara eins vatn. Þetta rakakrem er bara eins og serum en samt er það rakakrem. Það smýgur ótrúlega hratt inn í húðina og maður finnur ekkert fyrir því á sér. Kremið gefur húðinni minni fáránlega mikinn raka sem er ótrúlegt því það hefur allt aðra áferð en öll önnur rakakrem sem ég hef prófað. Eins og Perly Lotion-ið inniheldur þetta krem einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín sem eiga að lífga við húðina og gefa henni ljóma.

IMG_3437

Síðast en ekki síst er það Énergie de Vie The Overnight Recovery Sleeping Mask. Þetta er vara sem ég verð að eignast stóru stærðina af enda algjörlega dásamleg. Maskinn er algjör rakabomba og ég set hann annað slagið á húðina mína á kvöldin til að gefa henni aukið rakabúst. Þegar ég vakna daginn eftir ásetninguna er húðin mín alveg endurnærð en maskinn er bæði kælandi og svakalega rakagefandi. Eins og hinar tvær vörurnar bráðnar gleáferðin á maskanum yfir í hálfgert vatn þegar hann kemst í snertingu við húðina og smýgur fljótt inn í hana. Ég hugsa að þessi eiginleiki sé uppáhalds hluturinn minn við línuna – allt smýgur inn í húðina alveg um leið og maður setur það á sig og það er aldrei eins og maður sé með mörg eða þykk lög af húðvörum á sér. Maskinn sjálfur kemur í veg fyrir rakamissi húðarinnar yfir nóttina og inniheldur einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3435

Ég verð að segja að það er langt síðan að húðin mín hefur haldist í jafn miklu jafnvægi og hún er búin að vera þessar undanfarnar vikur. Á þessum vikum er ég eingöngu búin að vera að nota þessar húðvörur fyrir utan húðhreinsana mína og ég get því með sanni sagt að það sé þessum vörum að þakka. Ég er hvorki búin að finna fyrir þurrki né útbrotum á andlitinu og það er í sjálfu sér algjör unaður að nota vörurnar. Ég mun án alls vafa kaupa þær þegar ég er búin með þetta sem ég á heima enda er ég gjörsamlega ástfangin upp yfir haus af þeim. Ef þið eruð yngri eða í sama aldurshóp og ég og ykkur vantar frábærar húðvörur til að gefa ykkur aukinn ljóma og koma húðinni í gott jafnvægi þá mæli ég klárlega með því að þið kíkið á þessar!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Heilbrigður litur á húðinni um hátíðarnar

img_1935

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEf þið eruð jafn rosalega hvít á hörund og ég þá er þessi færsla klárlega fyrir ykkur! Ef þið viljið skella á ykkur smá lit fyrir jólaboðin eða áramótapartýið en leggið ekki alveg í sjálfbrúnkuna þá mæli ég með því að þið kíkjið á nýju Sun Shimmer vörurnar frá RIMMEL. Sun Shimmer Instant BB Skin perfector er BB krem fyrir líkamann sem að skolast af í sturtu. Það er eiginlega bara eins og meik fyrir líkamann sem gefur fallegan brúnan lit á húðina. Sun Shimmer Instant Tan er samt í meira uppáhaldi hjá mér þar sem það gefur fallegan glans á húðina ólíkt BB kreminu þar sem að þetta krem inniheldur shimmer agnir. Þetta krem finnst mér til dæmis vera fullkomið til að setja á húðina fyrir áramótin til að gefa henni fallegt yfirbragð og eins og hitt kremið skolast það af í sturtu. Það er svolítið sterk lykt af kremum svo þið vitið bara af því ef þið ætlið að skella ykkur á þetta. Algjör snilld ef maður vill skella á sig smá lit í flýti! 🙂 Annars er ég að fara í skötu í kvöld en ég lærði nú samt bara að borða hana í fyrra! Njótið kvöldsins elsku lesendur❤️

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

L’Oréal leirmaska launch

_mg_2499

faerslan_er_ekki_kostudÍ gær skrapp ég ásamt fallegu systur minni í æðislegt kynningarteiti fyrir nýju leirmaskana frá L’Oréal. Maskarnir eru að rata í verslanir í dag en þeir eru allavega pottþétt komnir í Lyf og heilsu Kringlunni þar sem teitið ver einmitt haldið þar. Við fengum góða kynningu á hverjum og einum maska þetta kvöld en allt í allt eru þetta þrír mismunandi maskar sem eiga að hjálpa til við að hreinsa og lífga upp á húðina. Ég fór að sjálfsögðu vopnuð myndavélinni minni og smellti af örfáum myndum til að deila með ykkur. Einnig  var ég með Instagram Stories hjá Belle.is svo þið getið séð fleiri myndir og myndbönd úr boðinu þar inni en það hverfur þó eftir nokkra klukkutíma svo hafið hraðar hendur ef þið viljið kíkja á það 🙂 

_mg_2495

_mg_2507

_mg_2544

Alltaf er ég veik fyrir að taka myndir af flottum mat og þessar svörtu makrónur voru ÆÐI!

_mg_2504

_mg_2521

_mg_2527

Multimasking er eitthvað sem ég hef stundað lengi en þá eru mismunandi maskar notaðir á mismunandi svæði andlitsins en í gær fengum við að sjá nokkrar multimasking aðferðir.

_mg_2535

_mg_2538

Hér eru allir maskarnir notaðir en mér fannst rosalega gaman að sjá öll multimasking mynstrin sem mynduðust fyrir hinar ýmsu húðgerðir.

_mg_2559

_mg_2548

_mg_2513

Ég prófaði svo maskana í fyrsta skipti í gærkvöldi og leyfði Instagram fylgjendum @Belle.is að fylgjast með því en ég vistaði niður stuttu myndskeiðin og setti þau inn á Youtube svo þau tapist ekki. Hér getið þið því séð smá svona „first impression“ myndband ásamt möskunum sem ég fékk með mér heim í poka. Ég mun síðan skella í nákvæma færslu með möskunum þegar ég er búin að prófa þá aðeins betur svo fylgist með því! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Shiseido rakabombur!

_MG_4953-2

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudGleðilegan Euró-dag! Ætla ekki annars allir að horfa í kvöld þegar hún Gréta stígur á svið fyrir Íslands hönd? Ég efast nú ekki um það að hún komist upp úr undankeppninni án þess þó að ég „jinx-i“ eitt né neitt 😉 Til að dreifa huganum smá frá Euró spenningnum sem fer stígvaxandi hjá mér með hverju árinu sem líður þá langar mig að sýna ykkur tvær rakabombur frá Shiseido sem sjá svo sannarlega um að dekra við húðina mína þessa dagana.

_MG_5002

Vörurnar tvær sem mig langaði að sýna ykkur koma frá IBUKI línunni hjá Shiseido en IBUKI á japönsku þýðir „inner strength“ eða innri styrkur. Vörurnar úr línunni eiga að hjálpa húðinni að berjast við þurrk og ójafna áferð sem og að styrkja hana. Ég er núna búin að prófa þessar vörur á sjálfri mér í mánuð og tel mig því geta sagt ágætlega frá því hvort það sé eitthvað til í þessum staðhæfingum hjá Shiseido 🙂

_MG_4984

Fyrsta varan sem ég er búin að vera að prófa er þetta IBUKI rakasprey sem heitir IBUKI Quick Fix Mist. Speyið á í stuttu máli sagt að hjálpa húðinni að viðhalda raka yfir daginn sem og að auka endingu farðans á andlitinu.

_MG_4985

Spreyið sjálft er í mjög handhægum umbúðum en á myndinni getið þið séð vel stærðina á flöskunni. Hugsunin á bakvið spreyið er að mörgu leiti sú að einstaklingar geta ferðast með vöruna og spreyjað henni á sig yfir daginn til að veita húðinni aukið orkubúst og aukinn raka þegar hún kallar á það. Þegar nota á spreyið skal halda því aðeins frá andlitinu svo að úðinn dreifast jafnt yfir það og spreyja svo 4-5 sinnum úr flöskunni. Ef þú ert ekki með farða á andlitinu þá má taka fingurna og nudda vökvanum inn í húðina. Spreyið er þykkara en önnur rakasprey sem ég hef prófað en það spreyjast þó mjög auðveldlega úr flöskunni svo það kemur ekki að sök. 

_MG_4973

Eftir að hafa notað spreyið mitt í mánuð og klárað mikið af því á þeim tíma get ég sagt að ég sé mjög ánægð með það, enda hef ég alltaf verið smá veik fyrir svona spreyjum. Það er bara eitthvað svo frískandi við það að úða rakabombum yfir andlitið þegar líður á daginn. Þetta er minn kaffibolli fyrst ég drekk nú ekki kaffi 😉

Screen Shot 2016-05-10 at 17.36.49

Spreyið stendur sig vel í því að viðhalda raka í húðinni en ég myndi þó ekki segja að það henti rosalega vel til þess að festa farða. Úðinn hreyfir þó ekki við honum sé því spreyjað yfir andlitið svo manni er alveg óhætt að nota það yfir daginn jafnvel þótt maður sé farðaður.

_MG_5017

Hin IBUKI varan sem ég er búin að vera að prófa heitir IBUKI Beauty Sleeping Mask og er eins og nafnið gefur til kynna maski sem maður sefur með. Í maskanum sem er í einhverskonar gel formi er að finna lítil C og E vítamínkorn sem bráðna inn í húðina við notkun og gefa húðinni ljómandi yfirbragð ásamt því að veita henni mikinn raka. Maskann ber ég á andlitið áður en ég fer að sofa og leyfi húðinni að drekka hann í sig við nætursvefninn. Með maskanum fylgir lítill spaði sem ég nota til að taka vöruna úr krukkunni svo að fingurnir snerta aldrei maskanns sem ég er ekki að fara að nota. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að bakteríur og óhreinindi berist í hann.

_MG_5062

Þegar ég prufaði maskann í fyrsta skipti setti ég alltof mikið af honum á mig svo treystið mér þegar ég segi að það þarf bara pínkulítið af honum við hverja notkun! Ég losaði mig samt við afganginn af maskanum með því að klína honum framan í kærastann þegar hann var nýbúinn að raka sig, bara svona eins og maður gerir… Daginn eftir sagði hann við mig að honum hafði sjaldan liðið jafn vel í húðinni eftir rakstur. Hún var bæði mjúk og hann fann ekki fyrir þessari týpísku ertingu sem hann er vanur að finna eftir raksturinn. Síðan þá hefur hann fengið að stelast í þetta hjá mér annað slagið þegar „ég set of mikið á mig“ svo maskinn er greinilega að gera eitthvað rétt þó hann sé kannski ekki beint markaðsettur fyrir karlmenn 🙂

_MG_5035

Um leið og ég opnaði krukkuna í fyrsta sinn tók á móti mér rosalega frískleg og hrein lykt ef svo má að orði komast. Maskinn ilmar því dásamlega og gerir það að verkum að mér finnst þetta vera algjör lúxusvara. Að finna fyrir litlu kornunum í maskanum springa þegar maður ber hann á sig gefa sömu lúxus tilfinninguna. Að mínu mati gerir maskinn það sem hann segist ætla að gera og veitir húðinni ákveðið „orkubúst“ sem veldur því að þegar maður vaknar daginn eftir þá er húðin vel nærð og ljómandi. Ég allavega elska þessa vöru og þar sem maður þarf svo ótrúlega lítið af henni í hvert sinn veit ég að hún mun endast mér í langan tíma.

Screen Shot 2016-05-10 at 17.37.52

Maskinn hefur gert húðina mína alveg ótrúlega mjúka þennan mánuð sem ég hef notað hann og alltaf þegar ég vakna daginn eftir hef ég ekki þurft að bera á mig dagkrem þar sem húðin mín er svo stútfull af raka. Þá spreyja ég frekar nokkrum úðum af IBUKI rakaspreyinu yfir andlitið og það dugar mér yfir daginn. Ég er ekki með miklar ójöfnur í húðinni svo ég get því miður ekki sagt til um það hvort að maskinn hjálpi til við að laga þær en ég get þó sagt að hann veitir manni mikinn ljóma.

_MG_5050

Eftir mikla prófun og pælingar þá get ég sagt með vissu að þetta séu æðislegar rakabombur frá Shiseido sem hjálpa húðinni að vera upp á sitt besta. Þær henta því fullkomlega fyrir sumarið þegar maður leggur þung meik á hilluna, treystir á góða húð og tekur fram léttari farða! ❤

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow