Eldri færslur eftir merkjum fyrir houndstooth

Houndstooth vettlingar

Houndstooth_vettlingar

Það er orðið alltof langt síðan síðasta prjónafærsla birtist, ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi! Eða jú ég veit svo sem alveg hvað er í gangi ég hef bara ekki verið í neinu prjónastuði undanfarið. Ég tek alltaf svona tímabil, prjóna eins og brjálæðingur og svo ekki neitt. En ég er með heilan lager af uppskriftum hvort sem þær eru eftir mig eða aðra sem ég get deilt með ykkur og mig langaði að byrja á þessari 🙂

Vettlingana prjónaði ég síðasta haust og er því tilvalið að byrja á einu pari núna þar sem aðeins er farið að kólna úti. Ég veit ekki með ykkur en ég nota vettlinga alltaf óspart um veturinn þannig að eiga eitt svona par á lager er ekki slæmt. Ég notaði reyndar kambgarn í mína sem ég er frekar fúl með að hafa gert því þeir hnökra eins og enginn sé morgundagurinn. Strax eftir fyrstu notkun litu þeir út eins og ég hafði átt þá í fleiri fleiri mánuði… ekki skemmtilegt. Ég mæli því með að nota allt annað garn en kambgarn í þá svo þeir endist nú betur og haldist fallegri lengur en þeir gerðu hjá mér.

Uppskriftin er ókeypis á Ravelry eftir Söru H Arnold og hana finnið þið með því að smella HÉR. Ég dýrka þetta mynstur því mér finnst það svo klassískt og fallegt, svo er það líka alltaf að detta í tísku sem er ekki verra!

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow