Eldri færslur eftir merkjum fyrir hotel

Marriott Park Lane Hotel

//Færslan er ekki kostuð

Eins og ég sagði ykkur frá síðast þá vorum við í London fyrir ekkert svo löngu síðan og þá gistum við á London Marriott Hotel Park Lane.
Hótelherbergið var hreint út sagt ótrúlega fallegt og baðherbergið gæti ekki hafa verið svalara – allt út í marmara! Þetta er þó hótel í dýrari kanntinum og því ekki fyrir alla að gista þar lengi, en fyrir 1-3 daga er það fullkomið. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem Marble Arch neðarjarðarlestarstöðin er þarna rétt hjá og sömuleiðis Oxford Street verslunargatan.
Spa-ið var líka virkilega kósý en við höfðum það reyndar algjörlega útaf fyrir okkur þegar við fórum svo mögulega spilar það inn í… 
En já, fyrir okkur var þetta þrusuflott hótel fyrir 1 nótt og við gætum ekki hafa verið sáttari með dvölina!

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

 

Fylgdu okkur á


Follow