Eldri færslur eftir merkjum fyrir Hönnun

Óbarnvæn innanhústrend

Ég er sökker fyrir fallegum innanhústrendum, og legg stolt mitt í að íbúð mín sé eins pinterestvæn og hægt er, allaveganna reyni mitt besta! En það er erfitt með einn 18 mánaða strák hlaupandi eins og hvirfilvindur um. Ég vildi óska að ég gæti verið ein af þeim mömmum sem ná að láta börnin sín hlýða sér í einu og öllu og ekki snerta fínu hlutina hennar mömmu og pabba sem liggja á hillum og borðum. En það er ég ekki. Punktur. Hann hlýðir mér í mörgu og lætur eldavél og flest alla hættulega hluti vera, fæ jafnvel að hafa smá skraut á einu borði og hillum sem hann tekur stundum í en sleppir strax og mamma tekur eftir því. En eins og staðan er núna get ég ekki verið með í sumum trendum sem mér finnst svo falleg, kannski einhvern tímann en ekki alveg núna. ( allar myndirnar eru fengnar af PINTEREST )

Óbarnvæna innanhústrend 1: Fullt af fallegu smá skrauti á stofuborði, bækur staflaðar ef til vill með glervasa ofan á og nýplokkuðum ( keyptum ) smekklegum blómum ofaní. EKKI SÉNS! Brotinn glervasi, bækur á gólfi, með nokkrum rifnum síðum kannski, allt smáskraut kominn ofan í sparkbílinn hans. Jafnvel búið að smakka smá á blómunum. Já ég læt ekki á þetta reyna í bráð.

Óbarnvæna innanhústrend 2: Skraut og bækur á hillum. Allskonar skraut, skiptir engu máli hvað það er, þetta er allt mjög áhugavert fyrir lítið barn. Á eina hillusamstæðu þar sem ég var alltaf með mikið skraut á einu sinni fyrir löngu en núna er skrautið einungis efst uppi, ofan á þar sem litlar hendur komast ekki í það. Neðsta hillan er hillan hans Emils ( stráksins míns): Falleg leikföng sem mér finnst gaman að hafa frammi fyrir hann ( og mig ) viðartromma og annað viðarleikfang, plús barnabækur. Önnur hilla: samtals 5 bækur sem Mamma og pabbi eiga sem færast til af litlum höndum af og til, en hann reynir samt að sleppa því og bendir oft bara á þær. 3 hilla, sem hann nær næstum ekki í, 2 bækur og smá stórt skraut sem ekki brotnar ef barnið nær í það ( sem hann hefur gert af og til auðvitað )

Óbarnvæna innanhústrend 3: Púðar á sófum, ég á stóran gráan sófa með 9 púðum. Þessir púðar eru ekki á þeim stað sem ég vil hafa þá á daginn, og eiginlega ekki á kvöldin heldur þar sem ég á kærasta sem hendir 3 púðum alltaf út í horn. En litla mínum finnst gaman að henda öllum púðum á gólfið og er nett sama að mamman vill hafa þá í réttri litaröð og á réttum stað í sófanum. Ég fæ að hafa þetta eins og ég vil þegar ég er ein sum kvöld og á daginn þegar fjölskyldan er í leikskóla/vinnu. Fæ ekki að njóta af því að þetta líti svona vel út, en get huggað mig á því í vinnunni að íbúðin mín er fín..sem stendur. Og er reyndar hætt að vera svona mikill fullkomunarsinni með þetta, en reyni samt að hafa þetta fínt þegar ég get.

Varðandi þessa mynd fyrir ofan má við bæta að það er flest allt þarna sem það er ekki möguleiki að hafa á borðunum hér heima, þessir litlu viðkvæmu vasar, KERTI! ó neiiiiiiii, GREINAR!! ÓÓÓóó neiiiii neiiii, enda hefur það verið uppáhaldið hans síðan hann var lítill að finna flottar greinar. En ég læt mig dreyma um þann dag sem ég fæ að skreyta sófa borðin aðeins meira. Grænt plastblóm í hvítum stórum vasa er það sem ég fæ að hafa núna þarna upp á.

Óbarnvæna innanhústrend 4: Standandi blóma/plöntuvasa hillur ( veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta ) Þetta væri fyrir löngu búið að velta um koll eða mold út um allt á gólfum. Jú ég er með stóra plöntu á gólfinu en tróð gervifelds teppi ofan í „vasann“ svo barnið mitt kæmist ekki í moldina. Það hefur virkað mjög vel og lítur vel út.

En er búin að kaupa minni gerð af vasa, mjög líkur þessum  á myndinni, sem stendur lengst uppi á skáp í öryggri fjarlægð.

Það er auðvitað hægt að hafa mjög fínt heima sér með börn og hægt er að hugsa út fyrir kassann og innrétta heimilið eftir því hvað hentar best fyrir alla fjölskyldumeðlimi á hverjum tíma. Þótt ég geti ekki alveg verið með í þessum innanhústrendum hér að ofan, þá er ég frekar ánægð með heimilið eins og það er núna. Fullkomnunarsinninn kemur upp stökum sinnum og ég stundum tek til oft á dag til að halda fíneríinu við, en hef lært að leyfa mér að slaka á líka, klífa yfir púðana á gólfinu og líta framhjá draslinu. Enda ekki annað hægt að gera þegar maður á yndislegt barn sem hleypur til manns og við hendum okkur hlægjandi á púðana á gólfinu. Það er fullkomnun, ekkert annað 🙂 

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Hann er minn!

Færslan er ekki kostuð

Jibbí! Hann er loksins minn! Þið vitið ekki hversu lengi mig hefur langað í þennan blessaða Acapulco stól frá OK Design en núna stendur hann á stofugólfinu hjá mér. Ég hefði tekið mynd af honum sjálf til þess að sýna ykkur en ég er ekki alveg búin að ákveða hvar hann á að vera og svo erum við á svo miklum brauðfótum í þessari í búð að ég þori eiginlega ekki alveg að koma mér almennilega fyrir… En flottur er hann! Ég sagði við sjálfa mig þegar ég flutti út til Danmerkur að nú myndi ég sanka að mér einhverjum flottum dönskum hönnunarhlutum til þess að flytja með mér heim en í einu og sömu vikunni fann ég þennan Iittala vasa á flóamarkaði og keypti Acapulco stólinn með leðursessu á danska blandinu fyrir brot af kostnaðinum. Nokkuð heppileg vika myndi ég segja en þið trúið ekki hvað ég hlakka til að geta eignast íbúð (þó það sé eflaust svolítið langt í það) og gera allt nákvæmlega eins og ég vil hafa það inn í henni. Þá mun stóllinn sko fá flottan samastað en hann er svo klassískur og flottur, og furðu þægilegur!

-RH / @rannveigbelle

Nýi „gamli“ vasinn minn: Flóamarkaðskaup

Það sem ég var lukkuleg með mig í gær! Haldiði að ég hafi ekki bara rekist á Vintage Avena vasa frá Iittala þegar ég skrapp í „Góða hirðinn“ hér í Herlev í gær! Mig grunar að þær sem eru að sjá um verslunina hafi ekki vitaða að þetta var Iittala vasi þar sem hann var ekki læstur inni í glerskáp með öllum hinu „merkjavörnum“ en Iittala augað mitt var ekki í nokkrum vandamálum með að greina það. Ég veit ekki hvort að það er jákvætt eða bara sorglegt…🤔

Avena vasinn er hannaður árið 1968 af Tapio Wirkkala sem er sá sami og hannaði Ultima Thule línuna frá Iittala en vasinn er hættur í sölu og fæst því ekki lengur. Ég er því fáránlega glöð að ég hafi komið auga á hann á miðju borðinu með glermunum og hann kostaði mig ekki nema 80kr danskar sem er sirka 1400 kall íslenskar! Núna þarf ég bara að finna einhvern fallegan stað fyrir hann 🙂

-RH / @rannveigbelle

Tískuvika í París 2017

Hverjir elska Fashion Week eins og ég ??!

Á meðan við venjulega fólkið erum að skoða vor og sumartískuna þá eru tískurisarnir staddir í París um þessar mundir að leggja línurnar fyrir komandi haust og vetur.

Ég elska allt sem kemur að tískusýningum. Leikmyndin, tónlistin, andrúmsloftið, fötin, hárið, förðunin og að sjá litina, munstrin og samsetningarnar sem hönnuðirnir hafa ákveðið að kynna fyrir okkur þetta season.

Ég tók saman nokkur lúkk frá nokkrum af mínum uppáhalds hönnuðum sem að mér fannst flott og ,,inspiring“ .Munið, að tískusýningar eru alltaf ýktar. Það er nauðsynlegt að horfa á meira en bara módelið og fötin. Prófið að horfa framhjá því og skoðið litina sem eru áberandi. Skoðið efnin sem eru ráðandi og leyfið ýmindunaraflinu að leika lausum hala.

Louis Vuitton ready to wear Fall 2017

Louis Vuitton : Runway - Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Louis Vuitton show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images)

 

CHANEL FALL 2017 READY-TO-WEAR

Chanel : Runway - Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel Paris show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: Kendall Jenner walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel Paris show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel Paris show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel Paris show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel Paris show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images) PARIS, FRANCE - MARCH 07: A model walks the runway during the Chanel show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 7, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images)

 

Elie Saab Fall 2017

PARIS, FRANCE - MARCH 04: A model walks the runway during the Elie Saab show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 4, 2017 in Paris, France. (Photo by Dominique Charriau/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 04: A model walks the runway during the Elie Saab show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 4, 2017 in Paris, France. (Photo by Dominique Charriau/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 04: A model walks the runway during the Elie Saab show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 4, 2017 in Paris, France. (Photo by Dominique Charriau/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 04: A model walks the runway during the Elie Saab show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 4, 2017 in Paris, France. (Photo by Dominique Charriau/WireImage)

 

Valentino Fall 2017

Valentino : Runway - Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 PARIS, FRANCE - MARCH 05: A model walks the runway during the Valentino show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 5, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 05: A model walks the runway during the Valentino show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 5, 2017 in Paris, France. (Photo by Antonio de Moraes Barros Filho/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 05: A model walks the runway during the Valentino show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 5, 2017 in Paris, France. (Photo by Dominique Charriau/WireImage) PARIS, FRANCE - MARCH 05: A model walks the runway during the Valentino show as part of the Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2017/2018 on March 5, 2017 in Paris, France. (Photo by Pascal Le Segretain/Getty Images)

Allar þessar myndir eru frá heimasíðunni www.instyle.com þannig að ef þið viljið skoða fleiri lúkk þá mæli ég með að kíkja á hana.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Dreymir um: Gluggasæti

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það er eitthvað við svona týpískt haustveður sem fær hugann min til að reika á hverju einasta ári og alltaf byrjar mig að dreyma um hið fullkomna gluggasæti. Mér finnst tilhugsunin við það að sitja á bekk í glugganum og horfa á veðrið, hlusta á rigninguna með góða bók í hönd og heitt súkkulaði við hliðina á mér alveg einstaklega heillandi og ef ég verð einhverntíman svo heppin að geta eignast eitt svoleiðis sæti þá mun ég sko verða glöð!

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir fyrir þá sem vilja láta sig dreyma með mér um hið fullkomna gluggsæti en mér er svo sem alveg sama hvernig mitt myndi líta út svo lengi sem að dýnan væri mjúk og ofan á henni væri nóg af teppum og koddum!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Flugan frá Hring eftir hring

_MG_0795

vorurnar_eru_i_einkaeiguEf það er eitthvað sem getur gert gæfumuninn fyrir hvaða dress sem er þá er það fallegt hálsmen! Sjálf er ég voða lítið fyrir það að bera stór og þung hálsmen um hálsinn þó ég geri það að sjálfsögðu annað slagið þegar tilefni er til. Oftast toppa ég þó dressin mín með litlum hálsmenum sem eiga það sameiginlegt að passa við nánast hvað sem er. Þess vegna var ég voða lukkuleg þegar ég vann þessa fallegu flugu frá Hring eftir hring í Instagram leik hjá þeim fyrir aðeins meira en ári síðan.

_MG_0818

Ég fékk að velja mér lit þegar ég vann fluguna og fékk alveg svakalegan valkvíða en endaði á því að velja mér þessa fallegu túrkisbláu flugu með bleikum og gulum endum. Flugan er eins og óskabein í laginum, rosalega létt og ég nota hana oft til að toppa dress sem mér finnst vanta eitthvað smá meira fútt í. „Minna er meira“ er svo sannarlega regla í mínum bókum og þess vegna hentar þetta hálsmen mér rosalega vel en ef ég vil hafa meira um hálsinn þá finnst mér alltaf fallegt að blanda fluginni saman við til að bæta smá lit við annars litlausar gull- og silfurkeðjur.

Smá tískutips á þessum fína og sólríka mánudegi 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Beyoncé Formation Tour dressin

Góða kvöldið beint frá sófanum! Ég er búin að liggja á Youtube og netinu undanfarna daga, eða frá því Formation tónleikaferðalag Queen Bey hóf göngu sína í Miami fyrr í vikunni til að skoða myndbönd og myndir frá tónleikunum. Ég hef verið svo heppin að komast tvisvar sinnum á tónleika með drottningunni, einu sinni í Kaupmannahöfn og svo í París þar sem ég fór á On The Run tónleikana með henni og Jay Z. Það verður nú að segjast að ef einhver kann að skemmta manni svo maður gleymir gjörsamlega stund og stað og fellur inn í tónlistina og stemminguna þá er það Beyoncé! Ég hefði því ekkert á móti að komast á Formation tónleikana því eftir því sem ég hef skoðað á Youtube þá eru þeir alveg „massíft show“ eins og maður segir á góðri íslensku… 😉

Ég tók saman nokkrar myndir af búningunum sem drottningin hefur skartað á Formation tónleikaferðalaginu hingað til og eru þeir eins og við má búast fullir af glysi og glamúr.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.26.40

image

Beyoncé opnaði tónleikana í dressi hönnuðu af Dsquared2 sem eru einmitt þeir sömu og hönnuðu Super Bowl dressið hennar sem hún klæddist núna í febrúar síðastliðnum.

image

Screen Shot 2016-04-30 at 15.26.02

Balmain hannaði þetta dress sem er augljóslega innblásið af Viktoríutímabilinu.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.31.16

Rautt latex dress sem var hannað af Atsuko Kudo. Ég held að það séu fáir sem geta „púllað“ þetta lúkk en drottningin gerir það svo sannarlega!

image

Roberto Cavalli hannaði þessa samfellu sem minnir á mjög glamúrlegan herfatnað. Samfellan er svo pöruð saman við hnéhá stígvél með tígrismynstri.

image

Gullfallegt dress frá Gucci en rauður, svartur og hvítur voru klárlega þemalitirnir á tónleikunum.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.29.21

Screen Shot 2016-04-30 at 15.24.10

Beyoncé heldur ekki tónleika án þess að koma fram í einni „killer“ glamúr samfellu og henni klæddist hún í afskornum netasokkabuxum á meðan hún dansaði og söng ásamt dönsurum sínum í grunnri laug fullri af vatni. Finnið endilega atriðið á Youtube, það er ótrúlega flott!

Screen Shot 2016-04-30 at 15.49.47

Það verður seint sagt að Beyoncé viti ekki hvað hún er að gera þegar kemur að því að velja sviðsbúninga og setja upp gott „show“! Fagmaður fram í fingurgóma 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Zuhair Murad Vor 2016

Síðasta haust sýndi ég ykkur haustlínuna frá uppáhaldshönnuðinum mínum Zuhair Murad hér á síðunni og langaði því að gera eins með vorlínuna hans.

Vorlínan var sýnd í lok janúar og olli mér ekki vonbrigðum! Ég sver þessi hönnuður getur bara ekki klikkað. Hver einasti kjóll í línunni var gullfallegur og smáatriðin voru æðisleg! Amour En Cage var þema sýningunnar sem einkenndist af skreyttum korselettum, blómum og blúndum.

Eins og alltaf endaði hönnurinn sýninguna á gullfallegum brúðarkjól! Pilsið minnti mig reyndar pínu á My Big Fat Gypsy Wedding þættina þar sem það er svo stórt en það er aukaatriði 😉

Endilega flettið í gegnum myndirnar og virðið fyrir ykkur handverkið, þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum.

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow