Eldri færslur eftir merkjum fyrir HH – Meðlæti

Heimatilbúið remúlaði

Gleðilegt sumar kæru lesendur! Þó það sé nú ekki búið að vera neitt sérstaklega sumarlegt úti síðustu daga þá hlýtur bara að fara að styttast í vorið! Það er ekkert betra í heiminum en íslenskt sumar og mér finnst svo góð tilfinning að vita að það sé farið að styttast í það!

Í dag langar mig að gefa ykkur uppskrift af ótrúlega góðu heimtilbúnu remúlaði sem passar vel til dæmis með roast beef eða steiktum fiski. Mér finnst heimatilbúið remúlaði svo margfalt betra en það sem ég kaupi út í búð, mér finnst eiginlega ekki hægt að bera þetta tvennt saman! Mæli mjög með þessari uppskrift 🙂 

IMG_8484

IMG_8489

IMG_8530

IMG_8539

IMG_8540

IMG_8542

Heimatilbúið remúlaði
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1/2 sýrður rjómi - 10%
 2. 130 gr majónes
 3. 2 tsk túrmenik
 4. 1 tsk karrý
 5. 1 tsk kapers (saxað)
 6. 1 tsk dijon sinneo
 7. 1 matskeið hunangssinnep
 8. Súrar gúrkur eftir smekk (saxaðar smátt)
 9. Salt og pipar
Aðferð
 1. Öllum hráefnum er hrært vel saman.
 2. Smakkið til með salti og pipar.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni

Jæja ég er mætt aftur á bloggið! Ég skrapp í smá vinnuferð til Los Angeles þar sem ég fór á æðislega ráðstefnu raungreinakennara. Ráðstefnan var æði og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel. Borgin er líka æði og ég mæli með henni fyrir alla sem eru í ferðahug og hafa aldrei komið þangað! Ótrúlega margt að gera og sjá og mikið úrval af frábærum veitingastöðum. 

En að næstu uppskrift. Ég er búin að bíða í heilt ár með að birta þessa! Í fyrra fór ég í matarboð til foreldra minna þar sem boðið var upp á smjörsteiktan kalkún. Mamma mín, sem er mikill snillingur í eldhúsinu, bjó til ótrúlega gott meðlæti sem hún hafði til hliðar. Ég mæli mjög mikið með þessu meðlæti fyrir þá sem ætla að bjóða upp á kalkún. Svo finnst mér það reyndar passa við margt annað en kalkún. Mér fannst þetta allavega það gott að ég hefði auðveldlega getað borðað sem aðalrétt 😉 

IMG_2493

IMG_2588

IMG_2590

IMG_2592

IMG_2593

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1/2 fransbrauð
 2. 1 bolli heitt vatn
 3. 1/2 kjúklingateningur
 4. 1 egg
 5. 4 msk rjómi (má vera matreiðslurjómi)
 6. 1 blaðlaukur, saxaður
 7. 1 box kastaníusveppir (150gr), skornir niður
 8. 1/2 box venjulegir sveppir (150 gr), skornir niður
 9. Salt og pipar.
Aðferð
 1. Rífið fransbrauðið niður og setjið í stóra skál.
 2. Leysið hálfan kjúklingatening upp í einum bolla af heitu vatni.
 3. Setjið vatnið í skálina með brauðinu og hrærið því við þannig að brauðbitarnir blotni.
 4. Pískið eggið og bætið í skálina.
 5. Hrærið rjómanum við brauðblönduna.
 6. Saxið blaðlaukinn og skerið alla sveppina.
 7. Steikið blaðlaukinn og sveppina saman á pönnu í örfáar mínútur upp úr smjöri.
 8. Hrærið svo lauknum og sveppunum saman við brauðblöndun.
 9. Kryddið með salti og pipar áður en þið setjið hana í eldfast mót.
 10. Bakið við 180°C í um það bil 40 mínútur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Jólakveðja og vinsælustu uppskriftir ársins 2016

Kæru lesendur, áður en ég vil óska ykkur gleðilegra jóla þá vil ég þakka kærlega fyrir mig! Fyrr á árinu, þegar ég samþykkti að verða hluti af Belle teyminu, bjóst ég aldrei við því að bloggið mitt myndi ganga svona vel! Það kemur mér stundum á óvart hversu margir hafa áhuga á að skoða uppskriftirnar mínar, mér finnst það svo ótrúlega gaman og ég er svakalega þakklát viðtökunum. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur nýjum uppskriftum á komandi ári og vona að þið haldið áfram að njóta þeirra með mér 🙂 
Annars langar mig að deila með ykkur tíu vinsælustu færslum ársins 2016! Það var reyndar lítið sem kom mér á óvart þegar kemur að þremur efstu sætunum 😉

í 10. sæti var Dulce de leche ostakakan mín! Færsluna getið þið skoðað hér. Þessi kaka er enn þann dag í dag sú allra besta ostakaka sem ég hef smakkað! Get ekki mælt nógu mikið með þessari!
img_2033

Í 9. sæti var Daim Brownie, önnur virkilega góð kaka! Ef það er Daim í því, þá er það gott! 😉 Uppskriftina getið þið skoðað hér.
img_4045

Í 8. sæti var páskaleg piparmyntukaka! Uppskriftin er hér.
img_2332

Í 7. sæti var skinkusalatið mitt. Uppskriftin er hér. Þetta skinkusalat er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég viðurkenni það að ég hef gerst svo djörf að borða það með skeið!
img_4460

Í 6. sæti voru beikonvöfðu kjúklingabitarnir sem ég gerði í sumar. Sjúklega góður fingramatur! Uppskriftina finnið þið hér.
img_4088

Í 5. sæti sæti var beikonbrauðið mitt. Það er í alvöru jafn gott og það hljómar! Mæli með! Uppskriftin er hér.
img_2712

í 4. sæti var alvöru kaloríubomba! Salt-karamellu súkkulaðikaka! Þessi kaka er algjör draumur, alveg hættulega góð og á svo sannarlega skilið að vera svona hátt á listanum! Uppskrifin er hér.
img_5057-copy

Í 3. sæti á listanum var konfektið mitt, með Hockey Pulver, salt-karamellu og piparmyntufyllingu! Ég er búin að heyra af svo mörgum sem eru búnir að búa til þetta konfekt fyrir jólin, vá hvað mér finnst það gaman! Sjálf er ég búin að fylla eitt box af konfekti með Hockey Pulver fyllingunni sem ég er að spara fram á aðfangadag og ætla þá að deila með fjölskyldunni. Uppskriftina af konfektinu má finna hér.
img_5205

í 2. sæti var hin klassíska og gamaldags karamellukaka. Ég bjóst aldrei við þessum vinsældum þegar ég setti uppskriftina inn en vá! Ég hef ekki tölu á því hversu oft henni var deilt! Þessi kaka er ein sú allra besta! Uppskriftin er hér.
img_1131

Þá er komið að vinsælustu uppskriftinni á blogginu mínu árið 2016! Í 1. sæti var dásamlegi saumaklúbbsrétturinn minn! Ég verð að segja að það kom mér ekki á óvart að sjá þennan rétt í fyrsta sæti. Ég birti uppskriftina frekar snemma á árinu en þrátt fyrir það hafa vinsældir hennar bara aukist þegar tíminn líður frekar en hitt. Þessi réttur er svo auðveldur en svo ótrúlega góður og hentar fullkomnlega í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn 😉 Uppskriftin er hér.
img_2145

 

Gleðileg jól kæru lesendur og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar! 

Made with Repix (http://repix.it)

-Heiðrún

Beikon-guacamole

Þessa dagana er ég sjúk í guacamole! Ég gæti borðað það alla daga! Um daginn átti ég nokkrar beikonsneiðar í frystinum hjá mér og ákvað að prófa að bæta því við guacamole-ið mitt. Vá hvað það var gott, ég held ég hafi aldrei klárað guacamole svona hratt! Mæli svo sannarlega með þessari snilld 😉

img_5035 img_5036

Beikon-guacamole
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 4-5 beikonsneiðar
 2. 2 hvítlauksgeirar
 3. Hálfur rauðlaukur
 4. 2 þroskuð avacado
 5. 1 tómatur
 6. Safi úr hálfu lime
 7. Salt og pipar
Aðferð
 1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt og gott. Skerið það í litla bita.
 2. Takið steininn úr avacadoinu og maukið það með gaffli.
 3. Skerið hvítlaukinn og rauðlaukinn smátt og bætið við avacado maukið.
 4. Skerið tómatinn í litla bita og bætið við.
 5. Kreistið safa úr lime og hrærið í.
 6. Bætið salt og pipar við eftir smekk.
Annað
 1. Mæli líka með því að bæta við kóríander og smá cayenne pipar
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Bláberjasíróp

img_4491

Fyrr í mánuðinum skellti ég mér í berjamó og kom heim með fullt box af girnilegum bláberjum sem fóru í frystinn hjá mér! Ég var búin að ákveða að búa til bláberjasíróp sem ég skellti svo í um helgina. Sírópið er rosalega gott og það er hægt að nota það á marga vegu. Mér finnst gott að blanda það út í ískalt vatn, setja það út á skyrið og hafragrautinn eða nota sem íssósu. Svo held ég að það gæti verið mjög gott að bæta því í kokteila, til dæmis búa til bláberja-mojito 🙂

img_4479 img_4481 img_4488 img_4498 img_4510

Bláberjasíróp
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 bolli bláber (ca 170 gr)
 2. 1 bolli sykur (180 gr)
 3. 1 bolli vatn (190 gr)
Aðferð
 1. Setjið öll hráefnin saman í pott.
 2. Hitið þar til blandan fer að sjóða og leyfið henni að sjóða í 2-3 mínútur. Á meðan blandan er að hitna nota ég skeið til að kreista bláberin í pottinum eins og ég get.
 3. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla í 3-5 mínútur í viðbót.
 4. Sigtið blönduna, þrýstið á berin í sigtinu til að ná sem mestum safa úr þeim.
 5. Setjið sírópið í krukku eða flösku og leyfið því að kólna alveg áður en þið setjið það inn í ísskáp.
 6. Sírópið geymist í ísskáp allt að 4 vikur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

Jarðaberja-límónaði

IMG_3186

Ég elska þetta sumar sem er í loftinu! Ég skellti í jarðaberja-límónaði í gær í tilefni þess hversu gott veður var úti og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég held meira að segja að þetta verði sumarkokteilinn þetta árið því ég er nokkuð viss um að ég komi til með að búa hann aftur til fyrir partý sumarsins. Ef ykkur vantar svaladrykk á sólríkum degi eða góðan kokteil í partýið (örugglega mjög gott að bæta í hann smá rommi) þá mæli ég klárlega með þessum. Uppskriftin kemur frá Deliciously Sprinkled.

IMG_3120 IMG_3123 IMG_3124 IMG_3133 IMG_3138 IMG_3147 IMG_3159 IMG_3198 IMG_3203

Jarðaberja-límonaði
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 bolli vatn
 2. 1 bolli sykur
 3. 2 bollar jarðarber (það er ca 230-240 gr)
 4. 1 og ½ bolli sítrónusafi (það er safi úr ca 6 sítrónum)
 5. 6 bollar kalt vatn
 6. Klakar
 7. Jarðaber til skreytinga
Aðferð
 1. 1 bolli vatn og sykur er sett saman í pott og hitað þar til farið er að sjóða. Leyfið blöndunni að sjóða í ca 5-7 mínútur.
 2. Blandan þarf að fá að kólna þar til hún verður við stofuhita, ég set pottinn vanalega í ískápinn, þá tekur það styttri tíma. Sykurvatnið verður að þunnu sírópi.
 3. Skerið jarðaberin í bita, setjið í matvinnsluvél og maukið þau vel.
 4. Kreistið sítrónurnar og mælið 1 og ½ bolla af sítrónusafa.
 5. Blandið maukuðu jarðaberjunum og sítrónusafanum saman við sykurvatnið. Hrærið vel saman (mér finnst best að píska allt saman).
 6. Hellið 6 bollum af köldu vatni í stóra könnu.
 7. Blandið jarðaberja- og sítrónublöndunni ykkar við vatnið og hrærið í með sleif.
 8. Setjið fullt af klökum í könnuna og skerið niður jarðaber til að setja ofan í.
Annað
 1. Uppskriftin er ca. 2,5 L.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

IMG_3188

-Heiðrún 

 

Lemon Curd

Uppskrift að æðislegu lemon curdi. Mjög gott að setja á ristað brauð, beyglur, kex eða jafnvel á ísinn. Getur líka verið sniðug gjöf ef þú ert til dæmis að fara í matarboð, fljótleg og einföld uppskrift 🙂 

jj 

Lemon Curd
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
7 mín
Samtals tími
17 mín
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
7 mín
Samtals tími
17 mín
Hráefni
 1. Safi úr 4 sítrónum
 2. 4 egg
 3. 110 gr smjör
 4. 450 gr sykur
Aðferð
 1. Kreistið safann úr sítrónunum
 2. Pískið eggin
 3. Setjið sykur, sítrónusafann, smjör og pískuð eggin í djúpa skál
 4. Hitið allt saman yfir vatnsbaði
 5. Hrærið í blöndunni með trésleif þar til smjörið bráðnar og blandan þykknar (loðir við sleifina)
 6. Blandan er mjög fljót að þykkna þegar smjörið er bráðnað
 7. Hellið lemon curdinu í hreinar krukkur
 8. Lokið vel og geymið í ísskáp.
Annað
 1. Uppskriftin fyllir 3-4 krukkur, fer eftir stærð þeirra.
 2. Vel er hægt að helminga uppskriftina ef þú vilt minna magn.
 3. Geymist í einn mánuð í ísskáp.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 

Fylgdu okkur á


Follow