Eldri færslur eftir merkjum fyrir HH – Forréttir/Smáréttir

Eplafranskar með saltkaramellusósu

Hæ! Ég var að fara í gegnum gamlar myndir í tölvunni minni um daginn og fann þá myndir sem ég tók fyrir næstum því 2 árum af eplafrönskum með saltkaramellusósu sem ég gerði. Ég var búin að steingleyma þeim, sem mér finnst mjög skrítið því þær eru hrikalega góðar! Ég ætla að deila uppskriftinni af þeim með ykkur í dag!

Eplafranskar með saltkaramellusósu
Skrifa umsögn
Prenta
Eplafranskar
 1. Smjördeig
 2. 40 gr smjör
 3. 2 stór græn epli
 4. 2-3 msk púðursykur
 5. Dass af kanilsykri
 6. 100 grömm suðusúkkulaði
Karamellusósan
 1. 1 poki af rjóma-karamellukúlum frá Nóa
 2. 2-4 msk rjómi
 3. Dass af salti
Eplafranskar
 1. Smjörið brætt á pönnunni og eplin sett út í. Þau eru steikt þar til þau fara að mýkjast.
 2. Púðursykrinum er síðan bætt við og hann bræddur saman við.
 3. Dass af kanilsykri næst bætt við, sirka 1-2 matskeiðar.
 4. Að lokum, þegar eplin eru orðin mjúk og hráefnin hafa blandast vel saman, er blandan látin standa í nokkrar mínútur áður en söxuðu suðusúkkulaði er bætt út í. Hrært saman þar til súkkulaðið er að mestu leiti bráðnað.
 5. Fletjið smjördeigið (2 plötur) út eins mikið og þið getið. Setjið fyllinguna á hálft smjördeigið og „lokið“ því svo.
 6. Skerið í ræmur, ca 5 sm á lengd og 1 cm á breidd. Notið gaffal til að þrýsta á hliðarnar til að loka eins og hægt er.
 7. Pískið egg og penslið á eplafranskarnar.
 8. Bakið við 180°C þar til eplafranskarnar verða fallega brúnar á litinn.
Karamellusósan
 1. Bræðið karamellukúlurnar á lágum hita. Passið að þær brenni ekki við.
 2. Bætið rjómanum út í þegar kúlurnar eru alveg bráðnaðar og hrærið vel. Áferðin á kúlunum breytist þegar rjómanum er blandað við.
 3. Að lokum bætið þið saltinu við. Smakkið til.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Pekanhnetu-snakk

Hæ, gleðilegt nýtt ár! Langt síðan ég hef hent inn uppskrift, það hefur verið frekar mikið að gera á nýju ári og ég hef haft lítinn tíma í eldhúsinu en vonandi fer það nú allt að róast hjá mér. Mér finnst eins og það séu liðnir margir mánuðir síðan ég bakaði eitthvað gott þannig núna verð ég bara að fara að skella í eina djúsí köku! En í dag ætla ég að gefa ykkur ótrúlega góða uppskrift af pekanhnetu snarli. Þetta snakk er voða sniðugt til dæmis í saumaklúbbinn eða ef þið eruð að fá gesti en svo er líka bara voða gott að skella í eina uppskrift ef ykkur langar í eitthvað gott nasl. Mæli algjörlega með!

Pekanhnetusnakk
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 60 gr smjör
 2. 2 msk teriaky sósa (betra að nota þykka sósu)
 3. 2 og 1/2 msk púðursykur
 4. 250-300 gr pekanhnetur
 5. Sesamfræ eftir smekk (notað til að þykkja blönduna).
Aðferð
 1. Setjið smjör, teriaky sósu og púðursykur í pott. Hitið þar til blandan fer að malla.
 2. Hrærið pekanhnetunum vel saman við blönduna. Bætið svo sesamfræjum við.
 3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Hellið hnetunum á plötuna. Dreifið út hnetunum. Passið að hneturnar séu ekki margar klesstar saman.
 4. Bakið við 180°C í um það bil 10-12 mín. Fylgist þó vel með hnetunum og passið að þær brenni ekki.
 5. Leyfið hnetunum að kólna áður en þær eru bornar fram. Hrærið í þeim annað slagið á meðan þær eru að kólna.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Bríeost-og eplabaka

Næsta uppskrift sem ég vil deila með ykkur er uppskrift sem kemur mikið á óvart! Ég bjóst ekki við miklu en vá, þessi baka er ótrúlega góð! Og ekki verra hvað hún er einföld. Ég nota lauksultu frá costco sem ég keypti fyrr í vetur. Ég hef reyndar ekki farið í costco í smá tíma núna og veit því ekki alveg hvort hún sé ennþá til en hún kemur pottþétt aftur ef hún er ekki til. Ég er allavega búin að kaupa nokkrar krukkur síðan costco opnaði í vor og ég elska þessa sultu! Hún er líka ótrúlega góð með öðrum mat, ég nota hana til dæmis alltaf þegar ég elda hamborgara! Ég mæli sannarlega með þessari böku, hún er virkilega góð og gæti hentað vel á veisluborð um jólin. Hentar líka í saumaklúbbinn 🙂 

Bríeost-og eplabaka.
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 pakki frosið smjördeig
 2. 1/3 krukka rauðlaukssulta úr Costco
 3. 2 epli
 4. 2 Bóndabríe
 5. Timian
Aðferð
 1. Afþýðið smjördeigið.
 2. Hitið ofninn í 180-200 gráður.
 3. Takið smjördeigsplöturnarplöturnar og leggið á ofnplötu. Fletjið út þannig að smjördeigsplöturnar tengjast og festast saman. Getið líka hnoðað plötur saman og flatt deigið út þannig.
 4. Skerið grunna krossa í deigið út um allt til að það lyfti sér minna í ofninum.
 5. Forbakið í 15 mínútur.
 6. Afhýðið eplin, takið kjarnar úr og skerið í þunnar sneiðar.
 7. Skerið ostinn líka í þunnar sneiðar.
 8. Takið smjördeigið úr ofninum og smyrjið lauksultu vel á alla bökuna.
 9. Raðið eplum og osti yfir laukinn.
 10. Stráið að lokum Timian yfir.
 11. Bakið í ca. 25 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og farin að brúnast smá.
 12. Skerið í sneiðar og berið fram heitt eða kalt.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Jólakveðja og vinsælustu uppskriftir ársins 2016

Kæru lesendur, áður en ég vil óska ykkur gleðilegra jóla þá vil ég þakka kærlega fyrir mig! Fyrr á árinu, þegar ég samþykkti að verða hluti af Belle teyminu, bjóst ég aldrei við því að bloggið mitt myndi ganga svona vel! Það kemur mér stundum á óvart hversu margir hafa áhuga á að skoða uppskriftirnar mínar, mér finnst það svo ótrúlega gaman og ég er svakalega þakklát viðtökunum. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur nýjum uppskriftum á komandi ári og vona að þið haldið áfram að njóta þeirra með mér 🙂 
Annars langar mig að deila með ykkur tíu vinsælustu færslum ársins 2016! Það var reyndar lítið sem kom mér á óvart þegar kemur að þremur efstu sætunum 😉

í 10. sæti var Dulce de leche ostakakan mín! Færsluna getið þið skoðað hér. Þessi kaka er enn þann dag í dag sú allra besta ostakaka sem ég hef smakkað! Get ekki mælt nógu mikið með þessari!
img_2033

Í 9. sæti var Daim Brownie, önnur virkilega góð kaka! Ef það er Daim í því, þá er það gott! 😉 Uppskriftina getið þið skoðað hér.
img_4045

Í 8. sæti var páskaleg piparmyntukaka! Uppskriftin er hér.
img_2332

Í 7. sæti var skinkusalatið mitt. Uppskriftin er hér. Þetta skinkusalat er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég viðurkenni það að ég hef gerst svo djörf að borða það með skeið!
img_4460

Í 6. sæti voru beikonvöfðu kjúklingabitarnir sem ég gerði í sumar. Sjúklega góður fingramatur! Uppskriftina finnið þið hér.
img_4088

Í 5. sæti sæti var beikonbrauðið mitt. Það er í alvöru jafn gott og það hljómar! Mæli með! Uppskriftin er hér.
img_2712

í 4. sæti var alvöru kaloríubomba! Salt-karamellu súkkulaðikaka! Þessi kaka er algjör draumur, alveg hættulega góð og á svo sannarlega skilið að vera svona hátt á listanum! Uppskrifin er hér.
img_5057-copy

Í 3. sæti á listanum var konfektið mitt, með Hockey Pulver, salt-karamellu og piparmyntufyllingu! Ég er búin að heyra af svo mörgum sem eru búnir að búa til þetta konfekt fyrir jólin, vá hvað mér finnst það gaman! Sjálf er ég búin að fylla eitt box af konfekti með Hockey Pulver fyllingunni sem ég er að spara fram á aðfangadag og ætla þá að deila með fjölskyldunni. Uppskriftina af konfektinu má finna hér.
img_5205

í 2. sæti var hin klassíska og gamaldags karamellukaka. Ég bjóst aldrei við þessum vinsældum þegar ég setti uppskriftina inn en vá! Ég hef ekki tölu á því hversu oft henni var deilt! Þessi kaka er ein sú allra besta! Uppskriftin er hér.
img_1131

Þá er komið að vinsælustu uppskriftinni á blogginu mínu árið 2016! Í 1. sæti var dásamlegi saumaklúbbsrétturinn minn! Ég verð að segja að það kom mér ekki á óvart að sjá þennan rétt í fyrsta sæti. Ég birti uppskriftina frekar snemma á árinu en þrátt fyrir það hafa vinsældir hennar bara aukist þegar tíminn líður frekar en hitt. Þessi réttur er svo auðveldur en svo ótrúlega góður og hentar fullkomnlega í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn 😉 Uppskriftin er hér.
img_2145

 

Gleðileg jól kæru lesendur og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar! 

Made with Repix (http://repix.it)

-Heiðrún

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu

img_5207

Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu

Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um helgina bjó ég til þrenns konar konfekt, eitt með Huckey Pulver fyllingu, eitt með salt-karamellu fyllingu og annað með piparmyntu fyllingu. Ég hef aldrei prófað að búa til konfekt en miðað við hvað það heppnaðist vel þá verður þetta hér eftir hefð hjá mér! Klárlega eitt besta konfekt sem ég hef smakkað, sérstaklega þetta með Hockey Pulver fyllingunni, enda var það fyrst til að klárast í matarboðinu þar sem ég bauð upp á það 🙂 
Ég keypti mér mjög fín konfektform í Ikea fyrir helgi, ef ykkur vantar þannig þá held ég að þau séu ennþá til. Þið getið skoðað formin betur hér. Annars er líka hægt að nota klakaform.
Það er frekar erfitt að gefa nákvæma uppskrift af konfektinu. Með uppskriftinni hér að neðan náði ég að fylla 3 Ikea konfektform og setti mismunandi fyllingu í hvert form.  Ef þið notið öðruvísi form þá er mjög líklegt að þið þyrftuð annað hvort að minnka eða stækka uppskriftina. Sama má segja um fyllinguna sem ég notaði. Ef þið viljið bara gera konfekt með t.d. Hockey Pulver fyllingu þurfið þið líklega að stækka uppskriftina.
Ég notaði suðusúkkulaði því mér finnst það svo ótrúlega gott en þar sem það bráðnar fljótt eftir að konfektið er tekið úr ísskápnum þá er gæti verið betra að nota  hjúpsúkkulaði, það bráðnar ekki jafn hratt.
img_5173

img_5176

img_5187

img_5193

img_5198

img_5205

img_5209

15151476_10154363112162670_1812417800_n

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Skrifa umsögn
Prenta
Konfekt
 1. 350 gr hjúpsúkkulaði eða suðusúkkulaði
Hockey Pulver fylling
 1. 50 gr smjör (Mjög lint)
 2. 60 gr flórsykur
 3. 30 gr brætt hvítt súkkulaði
 4. ½ - 1 dolla af Hockey Pulver (smakkið kremið til að finna hversu sterkt til viljið hafið það)
Salt-karamellu fylling
 1. 55 gr smjör
 2. 50 gr púðursykur
 3. 30 ml rjómi (má líka nota mjólk)
 4. Salt eftir smekk
Piparmyntufylling
 1. 50 gr flórsykur
 2. Piparmyntudropar
 3. Mjólk
Konfekt
 1. Byrjið á því að bræða 350 gr af súkkulaði yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað fyllið þá konfektformið af súkkulaði.
 3. Þegar þið eruð búin að því hellið þá súkkulaðinu aftur í skálina. Notið sköfu eða sleif til að skafa allt aukasúkkulaði af forminu og setja það aftur í skálina.
 4. Það ætti að myndast súkkulaðiskel í konfektforminu. Passið að súkkulaðið hylji allar hliðar formsins.
 5. Setjið formin inn í ískáp og leyfið þeim að vera þar á meðan fyllingin er útbúin.
 6. Þegar fyllingin er tilbúin takið þá formin úr ísskápnum. Setjið fyllinguna sem þið ætlið að nota í sprautupoka. Sprautið fyllingunnni í konfektskelina.
 7. Takið afganginn af súkkulaðinu og fyllið upp í konfektformin.
 8. Setjið formin inn í ískáp í ca.2 klukkustundir eða þar til súkkulaðið er orðið hart.
Hockey Pulver fylling
 1. Hrærið saman smjöri og flórsykri. Það er mikilvægt að smjörið sé mjög lint.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 3. Hrærið súkkulaðinu við kremið. Hrærið mjög vel.
 4. Bætið Hockey Pulver duftinu við kremið. Ég mæli með því að setja lítið í einu og smakka kremið til svo að kremið verði ekki of sterkt fyrir ykkar smekk.
Salt-karamellu fylling
 1. Setjið öll hráefnin í pott. Hitið á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Verið dugleg að hræra í á meðan.
 2. Þegar suðan kemur upp lækkið þá hitann undir pottinum og leyfið blöndunni að malla í um það bil 5 mínútur eða þar til hún verður þykk. Munið að hræra vel í blöndunni á meðan.
 3. Mikilvægt að karamellan fái alveg að kólna alveg áður en hún er sett í konfektskelina.
Piparmyntufylling
 1. Hrærið saman flórsykri, piparmyntudropum og nokkrum dropum af mjólk.
 2. Passið að glassúrinn verði ekki of þunnur.
Annað
 1. Ef þið ætlið að nota suðusúkkulaði þá þarf að geyma súkkulaðið inni í ísskáp.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Beikon-guacamole

Þessa dagana er ég sjúk í guacamole! Ég gæti borðað það alla daga! Um daginn átti ég nokkrar beikonsneiðar í frystinum hjá mér og ákvað að prófa að bæta því við guacamole-ið mitt. Vá hvað það var gott, ég held ég hafi aldrei klárað guacamole svona hratt! Mæli svo sannarlega með þessari snilld 😉

img_5035 img_5036

Beikon-guacamole
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 4-5 beikonsneiðar
 2. 2 hvítlauksgeirar
 3. Hálfur rauðlaukur
 4. 2 þroskuð avacado
 5. 1 tómatur
 6. Safi úr hálfu lime
 7. Salt og pipar
Aðferð
 1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt og gott. Skerið það í litla bita.
 2. Takið steininn úr avacadoinu og maukið það með gaffli.
 3. Skerið hvítlaukinn og rauðlaukinn smátt og bætið við avacado maukið.
 4. Skerið tómatinn í litla bita og bætið við.
 5. Kreistið safa úr lime og hrærið í.
 6. Bætið salt og pipar við eftir smekk.
Annað
 1. Mæli líka með því að bæta við kóríander og smá cayenne pipar
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Súkkulaðihjúpaðar saltstangir

Þó að bleiki dagurinn sé búinn þá er nóg eftir af bleikum október. Í tilefni þess ætla ég að deila með ykkur hugmynd af ótrúlega bragðgóðu bleiku nammi! Eina sem þú þarft er hvítt súkkulaði, saltstangir og rauður matarlitur, gæti ekki verið auðveldara! 😉

img_4586 img_4579 img_4576 img_4567img_4597

Bleikar saltstangir
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 100 gr hvítt súkkulaði
 2. 40-50 saltstangir
 3. Rauður matarlitur
Aðferð
 1. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað takið þá smá (1-2 matskeiðar) af súkkulaðinu og setjið í skál til hliðar. Notið þetta súkkulaði til að skreyta saltstangirnar seinna. Þetta er auðvitað ekki nauðsynlegt en saltstangirnar líta mjög vel út þegar þær eru fallega skreyttar 
 3. Bætið nokkrum dropum af rauðum matarlit í súkkulaðið sem þið brædduð og hrærið í með gaffli.
 4. Dýfið saltstöngunum í hvíta súkkulaðið og leggið þær á bökunarpappír. Þegar þið eruð búin að hjúpa allar saltstangirnar er best að setja þær í kæli í smástund til að súkkulaðið harðni.
 5. Fallegt að skreyta með kökuskrauti. Dreifið skrautinu á saltstangirnar meðan súkkulaðið er ekki ennþá orðið hart.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Skinkusalat

Jæja ein önnur vikan byrjuð, er það bara ég eða líður tíminn alveg ótrúlega hratt? Um helgina bauð ég nokkrum vel völdum gestum í kaffi og bjó meðal annars til skinkusalat. Ég keypti gott snittubrauð og bar það fram með salatinu. Þetta salat er virkilega gott og ég held að þetta sé einfaldasta uppskriftin sem ég hef sett inn á síðuna, auðvelt en samt svo gott! Ég mæli með því að gera það kvöldinu áður en þið ætlið að bera það fram, mér finnst það betra þegar það hefur fengið að standa aðeins inni í ísskáp 🙂

IMG_4457 IMG_4460 IMG_4464

Skinkusalat
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 250 gr skinka (stórt bréf)
 2. 3-4 egg - harðsoðin
 3. 1 ½ matskeið sýrður rjómi (ég nota 10%)
 4. 1 ½ matskeið majónes (ég nota Hellman‘s Light)
 5. Hálfur rauðlaukur
 6. Dass af salti og pipar
 7. Dass af aromat
Aðferð
 1. Skerið skinkuna og rauðlaukinn smátt.
 2. Skerið eggin með eggjaskera.
 3. Hrærið sýrðum rjóma og majónesi saman við skinkuna, eggin og rauðlaukinn.
 4. Smakkið til með salti, pipar og aromati.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Beikonvafðir kjúklingabitar

IMG_4088

Þessi kjúklingur er snilld! Ég hef búið hann til bæði í kvöldmat og líka fyrir stærri veislur þar sem hann hefur alltaf slegið í gegn, það klikkar bara ekki að hann er alltaf fyrstur til að klárast! Tilvalinn fingramatur, til dæmis hægt að gera hann fyrir úrslitaleikinn á EM næsta sunnudag, ég gerði einmitt svona kjúkling þegar Ísland spilaði við Frakkland og eins og alltaf var hann fljótur að klárast 😉 Mjög auðvelt að minnka eða stækka uppskriftina. Njótið!

IMG_4053 IMG_4063 IMG_4068 IMG_4069 IMG_4071 IMG_4073 IMG_4076 IMG_4077 IMG_4084 IMG_4085 IMG_4096 IMG_4097 

Beikonvafðir kjúklingabitar
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 4 kjúklingabringur
 2. 400 gr beikon
 3. 2 bollar púðursykur
 4. Dass af hvítlaukssalti
 5. Dass af cayenne pipar
 6. Dass af chili kryddi
Aðferð
 1. Kjúkingurinn er skorinn í bita.
 2. Hvert beikon er skorið í þrjá jafnstóra bita. Beikoni er vafið þétt utan um kjúklinginn og festur með tannstönglum.
 3. Setjið púðursykurinn í skál og hrærið kryddin við. Þið getið alveg sett öðruvísi krydd í púðursykurinn en kryddin sem eru í þessari uppskrift eru þau sem mér finnst best að nota.
 4. Kjúklingnum er síðan velt upp úr púðursykrinum. Ef það er auka púðursykur drefið honum þá yfir kjúklinginn áður en hann er settur í ofninn.
 5. Það er eiginlega nauðsynlegt að nota ofnplötu með grind. Það lekur fita af beikoninu og ef kjúklingnum er ekki raðað á grind þá eldast hann í fitunni. Ég mæli með því að setja álpappír undir grindina.
 6. Ofninn er hitaður í 180°C og kjúklingurinn er eldaður í 35 mínútur.
Annað
 1. Uppskriftin gefur ca 60 bita
Tekið úr 101 Cooking For Two
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Sumarlegur rækjuforréttur

IMG_2768Ég elska þetta vor sem er í loftinu! Það er svo hressandi að vakna á morgnanna og horfa út um gluggann og sjá eitthvað annað en snjó og slyddu! Þess vegna finnst mér alveg tilvalið að skella inn uppskrift af sumarlegum forrétti. Þessi réttur er ótrúlega fljótlegur og virkilega bragðgóður, mæli alveg klárlega með honum 😉   

IMG_2714s IMG_2750 IMG_2758 IMG_2762 IMG_2766 - Copy

Sumarlegur rækjuforréttur
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
5 mín
Eldunartími
15 mín
Undirbúningstími
5 mín
Eldunartími
15 mín
Hráefni
 1. 60-80 gr af beikoni (það eru um það bil 5-7 sneiðar)
 2. 1 pakki af risarækjum (um það bil 250-350 gr)
 3. 2 matskeiðar ólífuolía
 4. 3 matskeiðar sítrónusafi úr sítrónu
 5. 2 matskeiðar hvítvín (má sleppa en setjið þá bara sítrónusafa í staðinn)
 6. 30 gr smjör
 7. Steinselja til skrauts (má sleppa)
Aðferð
 1. Byrjið á því að skera beikonið í litla bita og steikja það á pönnu. Mæli með því að steikja það vel þannig það verði stökkt.
 2. Beikonið er sett á disk og til hliðar.
 3. Rækjurnar eru kryddaðar með pipar og smá salti. Þær eru steiktar á sömu pönnu í 1 til 1 og 1/2 mín á hvorri hlið. Passið að rækjurnar séu ekki of blautar áður en þær eru steiktar.
 4. Rækjurnar eru settar til hliðar.
 5. Setjið olíuna á pönnuna en passið að hitinn sé ekki of hár, annars fer olían út um allt (ég lenti í því og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að þrífa eftir það 😉
 6. Leyfið olíunni að hitna og bætið þá sítrónusafanum og hvítvíninu saman við. Hitið vel og hrærið í á meðan.
 7. Takið pönnuna af hitanum og bætið þá smjörinu strax við og leyfið því að bráðna. Hrærið vel.
 8. Setjið beikonið og rækjurnar í sósuna og stráið saxaðri steinselju yfir áður en borið er fram.
Annað
 1. Sem forréttur dugar uppskriftin fyrir 3-4
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

 

Fylgdu okkur á


Follow