Eldri færslur eftir merkjum fyrir HH – Eftirréttir

Súkkulaðifyllt appelsínubrauð

Jæja þá er komið að næstu uppskrift! Mig langar að deila með ykkur uppskrift af æðislegu súkkulaðifylltu appelsínubrauði sem sæmir sér vel á hvaða veisluborði sem! Brauðið er ótrúlega fallegt og þó svo að það virðist flókið þá er alls ekki erfitt að skella í það! Ég mæli sannarlega með þessari uppskrift 🙂 Þið getið breytt súkkulaðifyllingunni ef þið viljið leika ykkur aðeins með uppskriftina og sett þá fyllingu sem þið viljið, ég ætla til dæmis næst að prufa að nota Nutella, það hlýtur að vera mjög gott.

Súkkulaðifyllt appelsínubrauð
Skrifa umsögn
Prenta
Brauðið
 1. 1 bréf af geri
 2. 1/3 bolli + 2 matskeiðar appelsínusafi
 3. Rifin börkur af einni appelsínu
 4. 1/3 bolli Olífuolía
 5. ½ bolli fljótandi hunang
 6. 2 egg + 1 egg til að pensla með
 7. 1 ½ tsk salt
 8. 4 og 1/4 bolli hveiti
Súkkulaðifylling
 1. 130 gr suðusúkkulaði
 2. 110 gr smjör
 3. 1/3 bolli sykur
 4. 2 matskeiðar kakó
Aðferð
 1. Hitið appelsínusafann smá í örbylgjuofni þannig að hann sé við ca. líkamshita. Hellið gerinu út í safann og látið standa í smá tíma eða þar til gerið er uppleyst
 2. Blandið síðan saman við hunangi , appelsínuberki, olíu og eggjum.
 3. Í annarri skál blandið þið saman salti og hveiti.
 4. Bætið vökvanum útí og hnoðið saman. Látið standa við herbergishita í 1 klst og setjið svo í ísskáp yfir nótt, má alveg vera í 8-24 klst. Daginn eftir takið deigið út og látið það ná stofuhita (getur tekið 2-3 klst).
 5. Búið til fyllinguna. Bræðið saman smjörið og súkkulaðið og blandið síðan sykrinum og kakóinu við. Geymið við stofuhita meðan þið gerið deigið tilbúið
 6. Þegar deigið er tilbúið skiptið því í tvo hluta og fletjið út hvern fyrir sig, berið súkkulaði á og rúllið upp í rúllu. Gerið eins við hinn hlutann.
 7. Skerið hlutana í tvo bita þannig að þú sért með 4 hluta til að flétta.
 8. Fléttið brauðið, setjið á smjörpappír og leggið viskustykki yfir. Látið lyfta sér í um það bil 1 klst. Penslið með eggi og bakið við 190 gráður í 35-45 mínutur. Ef brauðið dökknar of fljótt er gott að leggja álpappír yfir restina af tímanum.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Dásamleg eftirréttarkaka

Jæja ekki nema þrír mánuðir frá síðustu færslu! Afsakið þetta bloggleysi, stundum þarf maður bara smá pásu. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var eiginlega komin með smá leið á því að vera endalaust að baka og elda og taka myndir fyrir síðuna. Þessi bloggpása var einmitt það sem ég þurfti því eins og staðan er í dag er ég full af hugmyndum og ætla að reyna að vera dugleg næstu vikur að koma þeim í framkvæmd, baka eitthvað skemmtileg fyrir jólin og þess háttar. Ég ætla að byrja á því að deila með ykkur uppskrift af ljúffengri eftirréttarköku sem gæti verið tilvalin um jólin! Ég hef prófað kökuna bæði frosna (ískaka) og kalda (geymd í ísskáp). Persónulega fannst mér hún betri frosin og mæli því með henni þannig.

Ísterta
Skrifa umsögn
Prenta
Marengsbotninn
 1. 4 eggjahvítur
 2. 250 gr sykur
 3. 1 tsk eddik
 4. 2 tsk Maizena
 5. 4 msk kakó
Ísinn
 1. 600 ml rjómi
 2. 1 dós condensed sykruð mjólk (400g) (sæt mjólk, sjá á mynd hér að ofan)
 3. Korn úr 1x vanillustöng
 4. 3 msk kakó
 5. 100 gr súkkulaðidropar (konsum) - saxaðir
 6. 50 gr súkkulaðidropar sem skraut - saxaðir
Marengsbotninn
 1. Hitið ofninn í 150 °C.
 2. Þekkið smelluform með smjörpappír, ca 20 cm breitt. Látið smjörpappírinn ná uppá hliðarnar alveg.
 3. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt í meðan þið hrærið.
 4. Bætið við Ediki og maizena.
 5. Hellið kakó í gegnum sigti í stífþeyttar eggjahvíturnar og hrærið saman með sleif, blandið vel.
 6. Setjið marensinn í formið og bakið í 1 klst.
 7. Látið kóna alveg í forminu þegar botninn er tilbúinn. Þegar marensinn er orðin kaldur þá byrjið þið á ísnum.
Ísinn
 1. Þeytið saman rjómann og mjólkina (stundum betra að þeyta rjómann fyrst til hálfs og blanda svo mjólkinni við) þar til orðið stíft.
 2. Hrærið fræinn úr vanillustönginni við blönduna.
 3. Skiptið ísnum í tvo hluta.
 4. Hrærið súkkulaðidropana við annan hlutann og sigtað kakóið í hinn hlutann.
 5. Setjið hvíta hlutann fyrst á marensinn og síðan þann brúna varlega ofan á.
 6. Hrærið aðeins í ísblöndunum með prjóni til að blanda þeim saman, sjá mynd hér að ofan.
 7. Setjið plast yfir kökuna og frystið í minnst 8 klst eða lengur.
Annað
 1. Mjög gott að bera fram með einhversskonar sósu, ég hef til dæmis búið piparmintusósu (uppskrift kemur seinna)
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Hugmyndir að eftirréttum fyrir páskana

Kæru lesendur, áður en ég óska ykkur gleðilegra páska þá langaði mig til að deila með ykkur nokkrum gömlum uppskriftum sem ég hef birt hér á síðunni sem gætu hentað mjög vel sem eftirréttir eftir góða páskamáltíð 🙂 Sjálf ætla ég að búa til Salt-karamellu creme brulee og ég get ekki beðið eftir að gæða mér á því! Gleðilega páska, hafið það sem best og borðið á ykkur gat 🙂

Salt-karamellu creme brulee, svo gott! Uppskriftin er hér.
IMG_2578-2
Brauðbúðingur með vanillusósu, uppskriftina finnið þið hér.
p

Salt-karamelluís, uppskriftina finnið þið hér.IMG_4137

Hvít súkkulaði Rise Krispies með súkkulaðirjóma, ein af mínum uppáhalds! Uppskriftin er hér.
IMG_3842 - Copy

Daim Brownie er æði. Uppskriftin er hér.
IMG_4046

Páskaleg piparmyntukaka. Uppskriftin er hér.
IMG_2307

Súkkulaðibita-ostakaka. Uppskriftina finnið þið hér.
IMG_4424

-Heiðrún

Áramótabomba

Jæja, vonandi eruð þið búin að eiga yndisleg jól og borða nóg af góðum mat. Ég er allavega búin að því 😉
Mér finnst alveg við hæfi að hafa síðustu uppskrift ársins af eftirrétt sem er tilvalinn í áramótapartýið! Eftirrétturinn, sem kallast Baked Alaska (hér getið þið skoðað mismunandi tegundir af réttinum) er vinsæll eftirréttur sem samanstendur af ís og marengs. Rétturinn er virkilega bragðgóður og auðveldur. Ef þið skoðið myndir af eftirréttnum sést að oftast er einhverskonar botn undir marengsnum, ég ákvað hinsvegar að sleppa því að gera botn og hafa bara ísinn. Það góða við þennan rétt er að það er hægt að leika sér að honum og prófa það sem manni dettur í hug, til dæmis bæta við botni, hafa mismunandi tegundir af ís undir marengsnum eða bæta ávöxtum við ísinn, í raun bara hvað sem ykkur dettur í hug 🙂  Ég ber réttinn fram með Mars-sósu og læt uppskrift af henni fylgja með en þið getið auðvitað notað þá sósu sem ykkur finnst best.

1
2
3
5-1
6-2
7-1
8-2

9-1

Áramótabomba
Skrifa umsögn
Prenta
Áramótabomba
 1. 1.5 L ís af eigin vali (ég notaði Daim ís og hef líka prófað að nota súkkulaðiís).
 2. 3 eggjahvítur
 3. 160 gr sykur
Mars-sósa
 1. 2 stykki mars
 2. 120 ml rjómi
 3. Smá salt
Áramótabomba
 1. Stífþeytið eggjahvíturnar.
 2. Hrærið sykrinum við stífþeyttar eggjahvíturnar þar til blandan verður þykk og gljáandi.
 3. Finnið skál og leggið plastfilmu að innri hluta hennar. Setjið ísinn í skálina, ofan á plastfilmuna. Best að láta ísinn standa í smástund svo auðveldara sé að setja hann í skálina og móta hann þar.
 4. Setjið skálina inn í frysti, það er mikilvægt að ísinn sé alveg frosinn þegar marengsinn fer ofan á.
 5. Þegar ísinn er frosinn takiði hann þá úr skálinni, fjarlægið plastfilmuna og komið honum fyrir á fati sem má fara inn í ofn.
 6. Smyrjið marengsnum jafnt yfir ísinn. Mér finnst alltaf fallegast að hafa marengsinn aðeins óreglulegan, það kemur svo vel út.
 7. Stillið ofninn á 290 gráður.
 8. Bakið ísinn í ca ca 3-4 mínútur eða þar til marengsinn verður fallega brúnn á litinn. Ekki vera stressuð þó að ísinn byrji aðeins að bráðna og leki undan marengsnum, hann er vel frosinn inni í honum.
 9. Ef þið eigið brennara þá er líka gott að nota hann til að brúna marengsinn. Í raun á marengsinn ekki að eldast þannig það skiptir eiginlega ekki máli hvort ísinn fari inn í ofn eða ekki.
Mars-sósa
 1. Mars er skorið niður í litla bita
 2. Súkkulaðið er sett í pott með rjómanum.
 3. Ég bæti örlitlu salti við blönduna en það er ekki nauðsynlegt.
 4. Blandan er hituð við vægan hita. Leyfið blöndunni aðeins að sjóða til að þykkja sósuna.
Annað
 1. Uppskriftin er fyrir ca 4-5 manns.
 2. Auðvelt að stækka uppskrift.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Jólakveðja og vinsælustu uppskriftir ársins 2016

Kæru lesendur, áður en ég vil óska ykkur gleðilegra jóla þá vil ég þakka kærlega fyrir mig! Fyrr á árinu, þegar ég samþykkti að verða hluti af Belle teyminu, bjóst ég aldrei við því að bloggið mitt myndi ganga svona vel! Það kemur mér stundum á óvart hversu margir hafa áhuga á að skoða uppskriftirnar mínar, mér finnst það svo ótrúlega gaman og ég er svakalega þakklát viðtökunum. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur nýjum uppskriftum á komandi ári og vona að þið haldið áfram að njóta þeirra með mér 🙂 
Annars langar mig að deila með ykkur tíu vinsælustu færslum ársins 2016! Það var reyndar lítið sem kom mér á óvart þegar kemur að þremur efstu sætunum 😉

í 10. sæti var Dulce de leche ostakakan mín! Færsluna getið þið skoðað hér. Þessi kaka er enn þann dag í dag sú allra besta ostakaka sem ég hef smakkað! Get ekki mælt nógu mikið með þessari!
img_2033

Í 9. sæti var Daim Brownie, önnur virkilega góð kaka! Ef það er Daim í því, þá er það gott! 😉 Uppskriftina getið þið skoðað hér.
img_4045

Í 8. sæti var páskaleg piparmyntukaka! Uppskriftin er hér.
img_2332

Í 7. sæti var skinkusalatið mitt. Uppskriftin er hér. Þetta skinkusalat er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég viðurkenni það að ég hef gerst svo djörf að borða það með skeið!
img_4460

Í 6. sæti voru beikonvöfðu kjúklingabitarnir sem ég gerði í sumar. Sjúklega góður fingramatur! Uppskriftina finnið þið hér.
img_4088

Í 5. sæti sæti var beikonbrauðið mitt. Það er í alvöru jafn gott og það hljómar! Mæli með! Uppskriftin er hér.
img_2712

í 4. sæti var alvöru kaloríubomba! Salt-karamellu súkkulaðikaka! Þessi kaka er algjör draumur, alveg hættulega góð og á svo sannarlega skilið að vera svona hátt á listanum! Uppskrifin er hér.
img_5057-copy

Í 3. sæti á listanum var konfektið mitt, með Hockey Pulver, salt-karamellu og piparmyntufyllingu! Ég er búin að heyra af svo mörgum sem eru búnir að búa til þetta konfekt fyrir jólin, vá hvað mér finnst það gaman! Sjálf er ég búin að fylla eitt box af konfekti með Hockey Pulver fyllingunni sem ég er að spara fram á aðfangadag og ætla þá að deila með fjölskyldunni. Uppskriftina af konfektinu má finna hér.
img_5205

í 2. sæti var hin klassíska og gamaldags karamellukaka. Ég bjóst aldrei við þessum vinsældum þegar ég setti uppskriftina inn en vá! Ég hef ekki tölu á því hversu oft henni var deilt! Þessi kaka er ein sú allra besta! Uppskriftin er hér.
img_1131

Þá er komið að vinsælustu uppskriftinni á blogginu mínu árið 2016! Í 1. sæti var dásamlegi saumaklúbbsrétturinn minn! Ég verð að segja að það kom mér ekki á óvart að sjá þennan rétt í fyrsta sæti. Ég birti uppskriftina frekar snemma á árinu en þrátt fyrir það hafa vinsældir hennar bara aukist þegar tíminn líður frekar en hitt. Þessi réttur er svo auðveldur en svo ótrúlega góður og hentar fullkomnlega í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn 😉 Uppskriftin er hér.
img_2145

 

Gleðileg jól kæru lesendur og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar! 

Made with Repix (http://repix.it)

-Heiðrún

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu

img_5207

Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu

Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um helgina bjó ég til þrenns konar konfekt, eitt með Huckey Pulver fyllingu, eitt með salt-karamellu fyllingu og annað með piparmyntu fyllingu. Ég hef aldrei prófað að búa til konfekt en miðað við hvað það heppnaðist vel þá verður þetta hér eftir hefð hjá mér! Klárlega eitt besta konfekt sem ég hef smakkað, sérstaklega þetta með Hockey Pulver fyllingunni, enda var það fyrst til að klárast í matarboðinu þar sem ég bauð upp á það 🙂 
Ég keypti mér mjög fín konfektform í Ikea fyrir helgi, ef ykkur vantar þannig þá held ég að þau séu ennþá til. Þið getið skoðað formin betur hér. Annars er líka hægt að nota klakaform.
Það er frekar erfitt að gefa nákvæma uppskrift af konfektinu. Með uppskriftinni hér að neðan náði ég að fylla 3 Ikea konfektform og setti mismunandi fyllingu í hvert form.  Ef þið notið öðruvísi form þá er mjög líklegt að þið þyrftuð annað hvort að minnka eða stækka uppskriftina. Sama má segja um fyllinguna sem ég notaði. Ef þið viljið bara gera konfekt með t.d. Hockey Pulver fyllingu þurfið þið líklega að stækka uppskriftina.
Ég notaði suðusúkkulaði því mér finnst það svo ótrúlega gott en þar sem það bráðnar fljótt eftir að konfektið er tekið úr ísskápnum þá er gæti verið betra að nota  hjúpsúkkulaði, það bráðnar ekki jafn hratt.
img_5173

img_5176

img_5187

img_5193

img_5198

img_5205

img_5209

15151476_10154363112162670_1812417800_n

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Skrifa umsögn
Prenta
Konfekt
 1. 350 gr hjúpsúkkulaði eða suðusúkkulaði
Hockey Pulver fylling
 1. 50 gr smjör (Mjög lint)
 2. 60 gr flórsykur
 3. 30 gr brætt hvítt súkkulaði
 4. ½ - 1 dolla af Hockey Pulver (smakkið kremið til að finna hversu sterkt til viljið hafið það)
Salt-karamellu fylling
 1. 55 gr smjör
 2. 50 gr púðursykur
 3. 30 ml rjómi (má líka nota mjólk)
 4. Salt eftir smekk
Piparmyntufylling
 1. 50 gr flórsykur
 2. Piparmyntudropar
 3. Mjólk
Konfekt
 1. Byrjið á því að bræða 350 gr af súkkulaði yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað fyllið þá konfektformið af súkkulaði.
 3. Þegar þið eruð búin að því hellið þá súkkulaðinu aftur í skálina. Notið sköfu eða sleif til að skafa allt aukasúkkulaði af forminu og setja það aftur í skálina.
 4. Það ætti að myndast súkkulaðiskel í konfektforminu. Passið að súkkulaðið hylji allar hliðar formsins.
 5. Setjið formin inn í ískáp og leyfið þeim að vera þar á meðan fyllingin er útbúin.
 6. Þegar fyllingin er tilbúin takið þá formin úr ísskápnum. Setjið fyllinguna sem þið ætlið að nota í sprautupoka. Sprautið fyllingunnni í konfektskelina.
 7. Takið afganginn af súkkulaðinu og fyllið upp í konfektformin.
 8. Setjið formin inn í ískáp í ca.2 klukkustundir eða þar til súkkulaðið er orðið hart.
Hockey Pulver fylling
 1. Hrærið saman smjöri og flórsykri. Það er mikilvægt að smjörið sé mjög lint.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 3. Hrærið súkkulaðinu við kremið. Hrærið mjög vel.
 4. Bætið Hockey Pulver duftinu við kremið. Ég mæli með því að setja lítið í einu og smakka kremið til svo að kremið verði ekki of sterkt fyrir ykkar smekk.
Salt-karamellu fylling
 1. Setjið öll hráefnin í pott. Hitið á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Verið dugleg að hræra í á meðan.
 2. Þegar suðan kemur upp lækkið þá hitann undir pottinum og leyfið blöndunni að malla í um það bil 5 mínútur eða þar til hún verður þykk. Munið að hræra vel í blöndunni á meðan.
 3. Mikilvægt að karamellan fái alveg að kólna alveg áður en hún er sett í konfektskelina.
Piparmyntufylling
 1. Hrærið saman flórsykri, piparmyntudropum og nokkrum dropum af mjólk.
 2. Passið að glassúrinn verði ekki of þunnur.
Annað
 1. Ef þið ætlið að nota suðusúkkulaði þá þarf að geyma súkkulaðið inni í ísskáp.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Bleikur piparmyntuís

img_4608

Bleikur október er runninn upp og í tilefni þess ætla ég að birta nokkrar bleikar uppskriftir í mánuðinum. Fyrsta bleika uppskriftin sem ég birti er af þessum æðislega piparmyntuís. Fyrir utan það að vera alveg ótrúlega góður þá er þetta mjög auðveld uppskrift, auðveldasta ísuppskrift sem ég hef prófað allavega. Að lokum mæli ég með því að allir skundi út í búð og fjárfesti í einni bleikri slaufu, málefnið er mikilvægt og er mörgum, þar með talið mér, hjartfólgið.

img_4606 img_4609img_4612

Bleikur piparmyntuís
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 2 egg
 2. 500 ml rjómi (stór peli)
 3. 100 gr sykur
 4. 2 ½ tsk piparmyntudropar
 5. Nokkrir dropar af rauðum matarlit.
 6. 150 gr súkkulaðidropar (eða saxað súkkulaði)
Aðferð
 1. Egg og sykur eru þeytt vel saman þar til blandan verður gul og létt.
 2. Setjið piparmyntudropana í blönduna. Hrærið þá við með sleif.
 3. Stífþeytið rjómann.
 4. Blandið rjómanum varlega við piparmyntublönduna með sleif.
 5. Hrærið nokkrum dropum af rauðum matarlit út í.
 6. Að lokum er súkkulaðibitum hrært saman við blönduna.
 7. Setjið í form og inn í frysti yfir nótt.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Súkkulaðibita-ostakaka

Gleðilegan mánudag! Vonandi áttu allir góða helgi. Ég skellti í þessa geggjuðu köku með kaffinu á laugardaginn og ég er nokkuð viss um að enginn hafi staðið svangur upp frá matarborðinu, hún var það góð! Hún er í sætari kantinum og þess vegna held ég að hún sé alveg tilvalin eftirréttarkaka.
Kakan skiptist eiginlega í tvennt, fyrst kemur súkkulaðibitakökubotn, næst kemur ostakökufylling og að lokum kemur aftur lag af súkkulaðibitaköku. Smakkast alveg jafnvel og hún hljómar 😉

IMG_4383 IMG_4385 IMG_4391 IMG_4393 IMG_4400 IMG_4403 IMG_4404 IMG_4407 IMG_4410 IMG_4424 IMG_4431 IMG_4441

Súkkulaðibita-ostakaka
Skrifa umsögn
Prenta
Súkkulaðibitakaka
 1. 150 gr smjör – lint
 2. 90 gr púðursykur
 3. 100 gr sykur
 4. 1 egg
 5. 2 tsk vanilludropar
 6. 230 gr hveiti
 7. ½ tsk matarsódi
 8. ½ tsk salt
 9. 200 gr suðusúkkulaði - saxað
Ostakaka
 1. 230 gr rjómaostur
 2. 100 gr sykur
 3. 1 egg
 4. 1 tsk vanilludropar
Súkkulaðibitakaka
 1. Smjöri, púðursykri og sykri er hrært saman þar til blandan verður létt og „fluffy“
 2. Eggjum og vanilludropum bætt við og blandan hrærð
 3. Að lokum er hveiti, matarsóda og salti hrært við áður en súkkulaðið er sett út í.
Ostakaka
 1. Allt er hrært vel saman.
Aðferð
 1. Ofninn er hitaður í 180°C.
 2. Smyrjið formið. 2/3 af súkkulaðibitakökudeginu er sett í formið (ca 22x22 cm form) og því þrýst í botninn. Geymið restina af deiginu til hliðar.
 3. Hellið allri ostakökublöndunni yfir botninn.
 4. Dreifið súkkulaðibitakökudeiginu sem eftir var jafnt yfir ostakökublönduna.
 5. Bakið í 40-50 mínútur eða þar til kakan er orðin ljósbrún.
Tekið úr Eating on a Dime
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Brauðbúðingur með vanillusósu

IMG_4352

Vonandi eruð þið búin að eiga góða helgi, mín er búin að vera æði! Reykjavíkurmaraþon, góður félagsskapur og mikið kósý hefur einkennt helgina mína 😉 Áður en ég gef ykkur næstu uppskrift vil ég minna ykkur á það að gjafaleikurinn hér fyrir neðan er í fullum gangi, ég dreg út heppinn sigurvegara á þriðjudaginn 😉

Uppskriftin hér að neðan er ein af mínum uppáhalds. Ég skal samt alveg viðurkenna að fyrst leist mér ekkert rosalega vel á þetta en þegar ég smakkaði þá sá ég hverju ég var búin að vera að missa af! Síðan ég smakkaði þetta fyrst fyrir nokkrum árum hefur þetta klárlega orðið einn af mínum uppáhaldsréttum! Ekki skemmir fyrir hversu auðvelt er að skella í réttinn, það tekur enga stund og er mjög lítið vesen. Ég mæli svo sannarlega með brauðbúðing. Sósan sem er með er nauðsynleg að mínu mati og þess vegna mæli ég líka með því að gera hana með, uppskriftin af henni er líka hér fyrir neðan. Þessi sósa er líka svo góð að ég gæti borðað hana eintóma!

IMG_4295 IMG_4297 IMG_4301 IMG_4306 IMG_4310 IMG_4314 IMG_4319 IMG_4321 IMG_4336 IMG_4338 IMG_4342 IMG_4351 IMG_4356

Brauðbúðingur með vanillusósu
Skrifa umsögn
Prenta
Brauðbúðingur
 1. 2 egg
 2. 475 ml Nýmjólk
 3. 200 gr sykur
 4. 15 gr smjör
 5. 2 gr kanill
 6. 10 sneiðar af franskbrauði
Vanillusósa
 1. 135 gr sykur
 2. 15 gr hveiti
 3. 235 ml vatn
 4. 100 gr smjör
 5. Fræ úr 1x vanillustöng
Brauðbúðingur
 1. Skerið brauðsneiðarnar í litla teninga (ca. 1.5 cm x 1,5 cm). Sumum finnst betra að skera skorpuna af brauðinu en ég geri það reyndar aldrei, mér finnst það ekki breyta það miklu.
 2. Bræðið smjörið.
 3. Pískið saman eggjum og mjólk.
 4. Hrærið sykri, smjörinu og kanil saman við eggin og mjólkina.
 5. Bætið við brauðteningunum og hrærið þeim vel við blönduna.
 6. Smyrjið eldfast mót og setjið brauðið í. Bakið við 180°C í 50-60 mínútur eða þar til þið getð stungið í búðinginn með hníf og hann kemur hreinn út.
Vanillusósa
 1. Hitið sykur, hveiti og vatn í potti þar til blandan verður mjúk og slétt.
 2. Bætið smjöri við blönduna.
 3. Látið malla á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Hrærið í blöndunni í 2 mínútur.
 4. Takið sósuna af hitanum og bætið þá við vanillukornunum. Hrærið þau vel við.
 5. Sósan er góð bæði heit og köld og því hægt að bera hana fram með búðingum á báða vegu.
Annað
 1. Líka gott að bæta rúsínum í brauðbúðinginn 🙂
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Salt-karamelluís

IMG_4130

Jæja enn ein salt-karamelluuppskriftin, ég bara fæ ekki nóg! Ég held samt að ég ætti að taka mér smá salt-karamellu pásu núna 😉 Ég hef gert þennan ís nokkrum sinnum, ég var til dæmis með hann í eftirrétt á áramótunum í fyrra. Hann hefur aldrei klikkað, er alltaf jafn ótrúlega góður og ég er alltaf jafn hissa á því hvað hann er auðveldur. Uppskriftina af ísnum sjálfum fékk ég frá ömmu minni, það er auðvitað hægt að leika sér með uppskriftina og búa til allskonar ís, næst langar mig til dæmis að prófa að búa til hindberjaís 🙂 Njótið!

IMG_4107 IMG_4110 IMG_4111 IMG_4114 IMG_4115 IMG_4117 IMG_4133 IMG_4135 IMG_4137 IMG_4143

Salt-karamelluís
Skrifa umsögn
Prenta
Salt-karamella
 1. 150 gr sykur
 2. 50 gr smjör
 3. 1 msk mjólk
 4. 1 msk rjómi
 5. 1 tsk sjávarsalt
Ís
 1. 2 egg
 2. 500 ml rjómi (stór peli)
 3. 100 gr sykur
 4. Salt-karamella
Salt-karamella
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella rjómanum og mjólkinni mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
Ís
 1. Egg og sykur eru þeytt vel saman þar til blandan verður gul og létt.
 2. Blandið karamellunni varlega við blönduna. Karamellan þarf helst að vera við stofuhita þegar henni er blandað við. Það þýðir samt að karamellan verður orðin frekar þykk og þess vegna er frekar erfitt að hræra hana við eggin og sykurinn. Mér finnst best að nota písk til að hræra karamellunni við. Það er allt í lagi þó öll karamellan blandist ekki öll við blönduna, það er nefninlega svo gott að hafa karamellubita í ísnum 🙂
 3. Stífþeytið rjómann.
 4. Blandið rjómanum varlega við karamellublönduna með sleif.
 5. Setjið í form og inn í frysti yfir nótt.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow