Eldri færslur eftir merkjum fyrir HH – Aðalréttir

Chicken fingers með hunangssinneps- og pekanhnetuhjúp

Ég bjó til rosalega góða „chicken fingers“ um daginn og bara verð að deila uppskriftinni með ykkur! Þetta voru reyndar frekar óhefðbundnir chicken fingers, engin djúpsteiking heldur bara eldað í ofni. Miklu hollara og að mínu mati, töluvert betra. Þessi réttur er mjög auðveldur og fljótlegur. Njótið!

IMG_5572

IMG_5574

IMG_5581

IMG_5585

IMG_5588

IMG_5600

IMG_5605

IMG_5610

IMG_5613

Chicken fingers með hunangssinneps- og pekanhnetuhjúp
Fyrir 3
Skrifa umsögn
Prenta
Chicken fingers
 1. 1 pakki kjúklingalundir (ca 600 gr)
 2. Salt og pipar
Hunangssinnep
 1. ½ bolli majónes
 2. ½ bolli grísk jógúrt
 3. ½ bolli hunang
 4. 3 matskeiðar Dijon sinnep
Pekanhnetuhjúpur
 1. 100 gr pekanhnetur
 2. 1 bolli Panko brauðrasp (fæst í Hagkaup)
 3. 1 matskeið Ítalskt krydd (Italian seasoning)
 4. 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder)
Hunangssinnep
 1. Hrærið majónesinu, grískri jógúrt, hunangi og sinnepi saman í skál.
 2. Skiptið sósunni í 2 skálar. Helmingurinn af sósunni er notaður sem marinering á kjúklinginn en hinn helmingurinn er borinn fram með kjúklingnum þegar hann er tilbúinn.
Pekanhnetuhjúpur
 1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél. Myljið þær vel.
 2. Setjið hneturnar í skál og hrærið restinni af hráefninu saman við (Panko brauðraspinu og kryddinu).
Chicken fingers
 1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
 2. Dýfið hverjum kjúklingabita í hunangssinnepið og síðan í pekanhnetublönduna.
 3. Hitið ofninn í 190°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
 4. Leggið hvern kjúklingabita á bökunarpappírinn.
 5. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn verður fallega ljósbrúnn á litinn og eldaður alveg í gegn.
Annað
 1. Berið fram með restinni af sósunni og kartöflum. Mér finnst best að borða kjúklinginn með sætkartöflu-frönskum.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Fljótlegar og ljúffengar samlokur

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift af samlokum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Þessar samlokur eru alls ekkert verri en þær sem maður fær á veitingastöðum, mér finnst þær eiginlega betri! Það er smá amerískt ívaf yfir þeim sem gerir þær nú ekki verri 😉 Fljótlegur matur sem þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með, ég get lofað ykkur því!

IMG_5111

IMG_5112

IMG_5458
IMG_5459
IMG_5468

IMG_5469

IMG_5478

IMG_5480

IMG_5489

IMG_5490

IMG_5496

Fljótlega og ljúffengar samlokur
Skrifa umsögn
Prenta
Samlokur
 1. 2 roastbeef áleggsbréf
 2. 1/2 bréf silkiskorin skinka
 3. Tómatar
 4. 4 góð hamborgarbrauð (án sesam)
 5. Majónese
 6. 1 poki rifin ostur (ég hef notað rifinn gratínost)
Sósan
 1. 6 matskeiðar smjör (90 gr)
 2. 1 matskeið worchestersósa
 3. 2 matskeiðar púðursykur
Aðferð
 1. Skerið áleggin í litla bita og setjið í skál.
 2. Hrærið ostinn saman við áleggið.
 3. Smyrjið eldfast mót. Setjið neðri hluta brauðsins í mótið, smyrjið það með majonesi og raðið ca 4 sneiðum af tómat ofaná.
 4. Skiptið áleggsblöndunni og ostinum á brauðið.
 5. Setjið efri part af hamborgarbrauði ofan á og stingið í það með prjóni til að sósan leki betur ofaní brauðið
 6. Bræðið allt hráefnið í sósunni saman í litlum potti.
 7. Þegar sósan er tilbúin smyrjið henni þá ofaná samlokurnar.
 8. Hitið ofninn á 180 gráður
 9. Setjið samlokurnar inn í ofn í ca 15 mín eða þar til ostur er bráðnaður.
Annað
 1. Berið fram með frönskum.
 2. Ég tvöfalda uppskriftina af sósunni hér að ofan og ber hana fram með samlokunni í staðinn fyrir að búa til aðra tegund af sósu 🙂
 3. Annars er líka hægt að bera samlokuna fram með sýrðum rjóma sem blandaður er með worchester sósu, pipar og pönnukökusírópi, smakka sig bara til.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Asískur kjúklingur

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift af dýrindis kjúklingarétti. Það er mjög langt síðan ég birti svona alvöru mataruppskrift, er meira búin að vera að birta kökuuppskriftir síðustu mánuði. Ég eldaði þennan kjúklingarétt síðustu helgi og hann kláraðist upp til agna. Sósan er svo góð að ég hefði alveg getað sötrað á henni  úr skeið! Rétturinn er líka mjög auðveldur og fljótlegur 🙂 Njótið!

img_5429
img_5430
img_5434

img_5438

img_5440

img_5444

img_5448

img_5457

Asískur kjúklingur
Fyrir 4
Skrifa umsögn
Prenta
Eldunartími
15 mín
Eldunartími
15 mín
Hráefni
 1. 4 kjúklingabringur – skornar í tvennt, þvert á bringuna svo þær verði þunnar
 2. 2 matskeiðar olífuolía
 3. Salt og pipar
Sósan
 1. 1 og ½ bolli púðursykur
 2. 2/3 bolli soyasósa
 3. 4 matskeiðar Hoisinsósa
 4. 2 matskeiðar Sweet Chili sósa
 5. 1-2 matskeiðar engifer – rifin
 6. Dass af chiliflögum, smakkið til.
 7. 1 teskeið hvítlaukur – pressaður
 8. Safi úr einu lime
Aðferð
 1. Setjið öll innihaldsefninin sem eiga að vera í sósunni saman í skál og pískið vel.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar, þvert yfir.
 3. Hitið stóra pönnu á miðlungshita. Ég notaði djúpa pönnu.
 4. Hellið olífuolíu á heita pönnuna.
 5. Setjið kjúklinginn í pönnuna og kryddið með salti og pipar.
 6. Eldið kjúklinginn í nokkrar mínútur á hverri hlið eða þar til þær byrja að brúnast. Passið að kjúklingurinn sé eldaður alveg í gegn.
 7. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.
 8. Hellið allri sósunni í tóma pönnuna. Hitið þar til sósan fer að sjóða.
 9. Leyfið sósunni að sjóða við miðlungshita í 1-2 mínútur eða þar til sósan þykknar.
 10. Að lokum bætið þið kjúklingnum aftur í pönnuna og veltið honum upp úr sósunni áður en þið berið hann fram
Annað
 1. Berið fram með hrísgrjónum.
 2. Ég notaði sesam fræ og vorlauk til að skreyta réttinn.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Jólakveðja og vinsælustu uppskriftir ársins 2016

Kæru lesendur, áður en ég vil óska ykkur gleðilegra jóla þá vil ég þakka kærlega fyrir mig! Fyrr á árinu, þegar ég samþykkti að verða hluti af Belle teyminu, bjóst ég aldrei við því að bloggið mitt myndi ganga svona vel! Það kemur mér stundum á óvart hversu margir hafa áhuga á að skoða uppskriftirnar mínar, mér finnst það svo ótrúlega gaman og ég er svakalega þakklát viðtökunum. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur nýjum uppskriftum á komandi ári og vona að þið haldið áfram að njóta þeirra með mér 🙂 
Annars langar mig að deila með ykkur tíu vinsælustu færslum ársins 2016! Það var reyndar lítið sem kom mér á óvart þegar kemur að þremur efstu sætunum 😉

í 10. sæti var Dulce de leche ostakakan mín! Færsluna getið þið skoðað hér. Þessi kaka er enn þann dag í dag sú allra besta ostakaka sem ég hef smakkað! Get ekki mælt nógu mikið með þessari!
img_2033

Í 9. sæti var Daim Brownie, önnur virkilega góð kaka! Ef það er Daim í því, þá er það gott! 😉 Uppskriftina getið þið skoðað hér.
img_4045

Í 8. sæti var páskaleg piparmyntukaka! Uppskriftin er hér.
img_2332

Í 7. sæti var skinkusalatið mitt. Uppskriftin er hér. Þetta skinkusalat er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, ég viðurkenni það að ég hef gerst svo djörf að borða það með skeið!
img_4460

Í 6. sæti voru beikonvöfðu kjúklingabitarnir sem ég gerði í sumar. Sjúklega góður fingramatur! Uppskriftina finnið þið hér.
img_4088

Í 5. sæti sæti var beikonbrauðið mitt. Það er í alvöru jafn gott og það hljómar! Mæli með! Uppskriftin er hér.
img_2712

í 4. sæti var alvöru kaloríubomba! Salt-karamellu súkkulaðikaka! Þessi kaka er algjör draumur, alveg hættulega góð og á svo sannarlega skilið að vera svona hátt á listanum! Uppskrifin er hér.
img_5057-copy

Í 3. sæti á listanum var konfektið mitt, með Hockey Pulver, salt-karamellu og piparmyntufyllingu! Ég er búin að heyra af svo mörgum sem eru búnir að búa til þetta konfekt fyrir jólin, vá hvað mér finnst það gaman! Sjálf er ég búin að fylla eitt box af konfekti með Hockey Pulver fyllingunni sem ég er að spara fram á aðfangadag og ætla þá að deila með fjölskyldunni. Uppskriftina af konfektinu má finna hér.
img_5205

í 2. sæti var hin klassíska og gamaldags karamellukaka. Ég bjóst aldrei við þessum vinsældum þegar ég setti uppskriftina inn en vá! Ég hef ekki tölu á því hversu oft henni var deilt! Þessi kaka er ein sú allra besta! Uppskriftin er hér.
img_1131

Þá er komið að vinsælustu uppskriftinni á blogginu mínu árið 2016! Í 1. sæti var dásamlegi saumaklúbbsrétturinn minn! Ég verð að segja að það kom mér ekki á óvart að sjá þennan rétt í fyrsta sæti. Ég birti uppskriftina frekar snemma á árinu en þrátt fyrir það hafa vinsældir hennar bara aukist þegar tíminn líður frekar en hitt. Þessi réttur er svo auðveldur en svo ótrúlega góður og hentar fullkomnlega í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn 😉 Uppskriftin er hér.
img_2145

 

Gleðileg jól kæru lesendur og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar! 

Made with Repix (http://repix.it)

-Heiðrún

Beikonvafðir kjúklingabitar

IMG_4088

Þessi kjúklingur er snilld! Ég hef búið hann til bæði í kvöldmat og líka fyrir stærri veislur þar sem hann hefur alltaf slegið í gegn, það klikkar bara ekki að hann er alltaf fyrstur til að klárast! Tilvalinn fingramatur, til dæmis hægt að gera hann fyrir úrslitaleikinn á EM næsta sunnudag, ég gerði einmitt svona kjúkling þegar Ísland spilaði við Frakkland og eins og alltaf var hann fljótur að klárast 😉 Mjög auðvelt að minnka eða stækka uppskriftina. Njótið!

IMG_4053 IMG_4063 IMG_4068 IMG_4069 IMG_4071 IMG_4073 IMG_4076 IMG_4077 IMG_4084 IMG_4085 IMG_4096 IMG_4097 

Beikonvafðir kjúklingabitar
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 4 kjúklingabringur
 2. 400 gr beikon
 3. 2 bollar púðursykur
 4. Dass af hvítlaukssalti
 5. Dass af cayenne pipar
 6. Dass af chili kryddi
Aðferð
 1. Kjúkingurinn er skorinn í bita.
 2. Hvert beikon er skorið í þrjá jafnstóra bita. Beikoni er vafið þétt utan um kjúklinginn og festur með tannstönglum.
 3. Setjið púðursykurinn í skál og hrærið kryddin við. Þið getið alveg sett öðruvísi krydd í púðursykurinn en kryddin sem eru í þessari uppskrift eru þau sem mér finnst best að nota.
 4. Kjúklingnum er síðan velt upp úr púðursykrinum. Ef það er auka púðursykur drefið honum þá yfir kjúklinginn áður en hann er settur í ofninn.
 5. Það er eiginlega nauðsynlegt að nota ofnplötu með grind. Það lekur fita af beikoninu og ef kjúklingnum er ekki raðað á grind þá eldast hann í fitunni. Ég mæli með því að setja álpappír undir grindina.
 6. Ofninn er hitaður í 180°C og kjúklingurinn er eldaður í 35 mínútur.
Annað
 1. Uppskriftin gefur ca 60 bita
Tekið úr 101 Cooking For Two
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Sesam kjúklingaleggir

Hér er önnur uppskrift sem ég birti í maí blaði Nýs Lífs. Þessir kjúklingaleggir eru æðislegir á grillið. Ég hef eiginlega ekki tölu á því hversu oft ég geri þessa leggi á sumrin, ég elska þá! Mér finnst best að bera þá fram með salati, hrísgrjónum eða sætum kartöflum og svo bý ég oftast til sósu úr grískri jógúrt. Njótið! 🙂 

IMG_2844 IMG_2848 IMG_2855 IMG_2863 IMG_2869

Sesam kjúklingaleggir
Uppskriftin er fyrir 8 kjúklingaleggi
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 3 hvítlauksgeirar - pressaðir
 2. 4 msk sojasósa
 3. 3 msk fljótandi hunang
 4. 2 msk Dijon sinnep
 5. 2 tsk sesamolía
 6. 1 msk ólífuolía
 7. 1 msk sesamfræ
 8. Safi úr hálfu lime
Aðferð
 1. Öllu blandað saman í stóra skál, hrært vel.
 2. Kjúklingurinn er skorinn tvisvar sinnum á hvorri hlið, alveg inn að beini, þá er auðveldara að sjá hvenær leggirnir eru tilbúnir og mareneringin kemst betur inn.
 3. Kjúklingaleggirnir eru látnir liggja í mareneringunni í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir.
 4. Leggirnir eru grillaðir við meðalhita. Snúið þeim við á grillinu á 3-4 mínútna fresti
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

Sumarleg pizza með reyktum laxi

IMG_2830

Uppskrift af þessari pizzu birti ég í maí blaði Nýs Lífs en þar sem nýtt júní blað er komið í búðir má ég loksins deila henni hér á síðunni. Þessi pizza er í einu orði sagt æði! Hún er frábrugðin þessum týpísku pizzum en samt er hún klárlega ein sú besta sem ég hef smakkað. Pizzan er alveg tilvalin á sumarkvöldum, í sumar ætla ég að prófa að grilla pizzabotninn í staðinn fyrir að elda hann í ofninum. Ég nota líka oft reyktan silung á hana og finnst það alls ekkert verra. Mæli klárlega með þessari. Njótið! 🙂 
IMG_2789 IMG_2795 IMG_2800 IMG_2803 IMG_2807 IMG_2824

Sumarleg pizza með reyktum laxi
Skrifa umsögn
Prenta
Pizzabotn
 1. 250 gr hveiti
 2. Hálfur poki ger (ca 6 gr)
 3. Hálf tsk salt
Ofan á pizzuna
 1. Rjómaostur með hvítlauk (lítil askja)
 2. Reyktur lax
 3. 1 avacado
 4. ½ rauðlaukur
 5. Sítrónubörkur
 6. Graslaukur
 7. Pipar
Aðferð
 1. Gerið er sett í volgt vatn í ca. 10 mínútur eða þar til það freyðir.
 2. Hveiti, geri og salti er blandað saman og látið hefast í 20-30 mínútur
 3. Pizzabotninn er eldaður alveg sér inn í ofni þar til hann er orðinn stökkur og fallegur á litinn.
 4. Þegar botninn er orðinn kaldur er hvítlauksrjómaostinum smurt á.
 5. Því næst er reyktum laxi raðað fallega á pizzabotninn.
 6. Rauðlaukur og avacado eru skorin í bita og raðaða á pizzuna.
 7. Graslaukurinn er skorinn í litla bita og er, ásamt sítrónuberki, dreift á pizzuna.
 8. Að lokum fer piparinn á pizzuna.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

IMG_2832
  -Heiðrún

 

Kjúklingabaka með tortillabotni

IMG_3374

Ef þig vantar auðveldan og fljótlegan rétt í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn þá mæli ég með þessari böku. Það er algjör snilld að nota tortillabotn í staðinn fyrir þennan hefðbundna botn sem þarf að baka þegar maður býr til bökur. Þetta er uppskrift sem hægt er að leika sér með og þú getur í raun sett hvað sem þú vilt í bökuna. Í þetta skipti notaði ég bara það sem ég átti í ísskápnum en næst ætla ég að prófa að setja sveppi, papriku og jafnvel piparost. Mér finnst líka rosalega þægilegt að búa til bökuna þegar ég á afgang af kjúkling eða kalkún í frystinum. En annars er líka hægt að fara í næstu matvöruverslun og kaupa sér hálfan eða heilan kjúkling og rífa hann niður 🙂 

IMG_3324 IMG_3326 IMG_3332 IMG_3334 IMG_3338 IMG_3344 IMG_3350 IMG_3353 IMG_3359 IMG_3364 IMG_3369 IMG_3382 IMG_3390IMG_3394

Kjúklingabaka með tortillabotni
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Hráefni
 1. 1 x stór tortilla pönnukaka
 2. Kjúklingur, skorin/rifinn í bita
 3. 2 vorlaukar
 4. Hálft bréf af pepparoni
 5. 1 bolli hveiti
 6. 1 bolli mjólk
 7. 2 stór egg
 8. Salt og pipar
 9. 1 tsk lyftiduft
 10. 2 bollar rifinn mozzarella
Aðferð
 1. Setjið tortillu pönnukökuna í gott form. Formið má ekki vera of stór, pönnukakan þarf að ná nokkuð vel upp á hliðarnar á forminu.
 2. Skerið niður kjúklinginn, vorlaukinn og pepparoni og hrærið saman í skál. Bætið við hálfri tsk af salti. Setjið jafnt í formið, yfir tortilluna.
 3. Pískið saman eggjum, mjólk, hveiti, hálfri tsk af salti, hálfri tsk af pipar og lyftidufti þar til blandan verður alveg laus við kekki.
 4. Hellið blöndunni jafnt yfir kjúklinginn.
 5. Að lokum er mozzarella ostinum dreift yfir bökuna.
 6. Ofninn er hitaður í 230 gráður og bakan fer inn í 20 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
Annað
 1. Gott að bera fram með salati og fetaosti.
Tekið úr The Girl Who Ate Everything
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

 

Buffalo kjúklingur

IMG_3115Ég elska sterkan mat, því sterkari, því betri! Buffalo kjúklingur er klárlega einn af mínum uppáhalds réttum. Ég hef stundum pantað mér þannig á veitingastöðum en ákvað fyrir nokkru að prófa að búa hann til heima. Það kom mér á óvart hversu ótrúlega góður kjúklingurinn var og hversu auðvelt það var að elda hann. Mér fannst þessi kjúklingur eiginlega betri en þeir sem ég hef fengið á veitingastöðum. Mæli svo sannarlega með þessum. Uppskrift að gráðostasósu er einnig hér að neðan en mér finnst hún ómissandi með buffalo kjúkling! Uppskriftin er frá Sally’s baking addiction

IMG_3041 IMG_3044 IMG_3045 IMG_3047 IMG_3048 IMG_3050 IMG_3075 IMG_3086 IMG_3089 IMG_3097 IMG_2921IMG_3103 IMG_3104 IMG_3113

Buffalo kjúklingur
Fyrir 3
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
20 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
40 mín
Undirbúningstími
20 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
40 mín
Buffalo kjúklingur
 1. Kjúklingalundir – ca 600-700 gr
 2. 5 bollar kornflex
 3. ½ tsk salt
 4. ½ tsk pipar
 5. ½ tsk hvítlauksduft (garlic powder)
 6. ½ tsk paprikukrydd
 7. 125 gr hveiti
 8. 2 stór egg
 9. 60 ml mjólk
 10. 1 og ½ bolli sterk (buffalo) sósa (mér finnst þessi sem er á myndinni hér fyrir ofan best, hún fæst í Hagkaup)
Gráðostasósa
 1. 100 gr majónes
 2. 120 gr sýrður rjómi (ég nota 18%)
 3. 2 tsk mjólk
 4. 1 tsk worchester sósa
 5. 75 gr rifinn gráðostur (ætti að vera til í öllum matarbúðum)
Buffalo kjúklingur
 1. Ofninn er hitaður í 200 gráður.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu.
 3. Kornflexið er sett í matvinnsluvél. Myljið en passið að mylja ekki of mikið, kornflexið á ekki að vera alveg brotið í litlar mylsnur.
 4. Salt, pipar, hvítlauksduft og paprikukrydd er hrært við kornflexið.
 5. Setjið hveitið í skál.
 6. Pískið saman egg og mjólk í annarri skál.
 7. Byrjið á því að velta kjúklingnum upp úr hveitinu. Næst fer hann í eggjablönduna. Að lokum er kjúklingnum velt upp úr kornflexinu.
 8. Setjið kjúklinginn á ofnplötuna og inn í ofn.
 9. Kjúklingurinn er í ofninum í 10 mínútur. Að þeim loknum skuluð þið snúa öllum bitunum við og elda í aðrar 10 mínútur. Að þessum 20 mínútum loknum ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn en skerið samt í þykkasta bitann til að vera alveg viss.
 10. Leyfið kjúklingnum að standa í 5 mínútur.
 11. Setjið buffalosósuna í stóra skál og kjúklingabitana ofan í. Hrærið mjög varlega til að þekja bitana í sósu. Ég byrja vanalega á því að setja fyrst einn bolla í skálina, síðan þegar ég er búin að hræra eins varlega og ég get bæti ég meira við svo að sósan fari pottþétt á alla kjúklingabitana.
Gráðostasósa
 1. Öllum hráefnunum er hrært saman í skál.
Annað
 1. Gott að bera fram með sellerí
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

Fullkominn saumaklúbbsréttur

IMG_2145

Þessi réttur er æðislegur í saumaklúbbinn, auðveldur og mjög góður! Ég hef reyndar líka eldað hann í kvöldmat nokkrum sinnum, það er ekkert verra 😉 Þetta er svona uppskrift sem er hægt að leika sér með, ekkert mál að bæta við til dæmis grænmeti eða öðrum gerðum af osti.

Annars bara gleðilega páska frá mér og ég vona að þið njótið næstu daga 🙂

IMG_2087IMG_2093-2 IMG_2102 IMG_2117 IMG_2132 IMG_2146 IMG_2162 IMG_2176

Fullkominn saumaklúbbsréttur
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 snittubrauð
 2. 250 gr skinka (stórt bréf)
 3. ½ Gullostur
 4. 1 poki rifinn mozzarella
 5. 6 egg
 6. 1 og ¼ bolli mjólk
 7. Salt og pipar eftir smekk
1
 1. Snittubrauðið er rifið í litla bita og sett í djúpa skál
 2. Gullostur og skinka eru skorin í bita og sett í skálina
 3. Mozzarella osturinn fer líka í skálina
 4. Pískið egg og mjólk saman
 5. Saltið og piprið eftir smekk
 6. Setjið egg og mjókurblönduna í skálina og hrærið í með sleif
2
 1. Blandan er látin standa í skálinni inni í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Ekkert mál að geyma hana inni í ísskáp yfir nótt.
3
 1. Ofninn er hitaður í 180°C
 2. Blandan er sett í form, mæli með því að setja smjörpappír í formið.
 3. Álpappír er lagður yfir formið áður en það fer inn í ofn.
 4. Bakað með álpappír í 25 mínútur, að þeim loknum skuluð þið fjarlægja álpappírinn og elda í aðrar 10-15 mínútur eða þar til bakan verður gullinbrún.
Annað
 1. Gott að bera fram með graslauk
 2. Þið getið í raun bætt hverju sem er í bökuna, hvort sem það er grænmeti eða aðrar gerðir af ostum. Líka hægt að skipta skinkunni út fyrir beikon.
 3. Eg bar bökuna fram með sultu og pizzusósu fyrir þá sem það vildu.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

350

 

Fylgdu okkur á


Follow

350