Eldri færslur eftir merkjum fyrir heimsókn

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Fyrsta skipti í förðun og það hjá MAC!

_mg_2684

_mg_2689

_mg_2668

_mg_2675

_mg_2665

_mg_2669

_mg_2708

Í samstarfi með MAC á Íslandi sem bauð mér að koma í förðun.

Ég fékk æðislegt boð frá MAC um daginn þar sem þau buðu mér að koma í förðun til þeirra og sjá svona hvað þau hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Ég þáði boðið að sjálfsögðu með þökkum en áður en ég fór hafði ég aldrei nokkurntíman farið í förðun hjá einhverjum öðrum en sjálfri mér. Það var því smá upplifun fyrir mig að láta bara einhvern annan taka stjórnina en það var hún yndislega Harpa sem tók á móti mér og farðaði mig líka svona meistaralega vel.

_mg_2768

Hér sjáið þið förðunina sem hún gerði á mig en ég bað um svona „rose-gold“ smokey sem ég svo sannarlega fékk 🙂 Maður fékk líka algjört sjálfstraustar-búst í leiðinni við að koma í heimsókn til þeirra í versluninni því frábæru stelpurnar þar voru sko ekkert að spara hrósin sem lét manni líða alveg rosalega vel þegar tíminn var búinn. Er það ekki annars þannig sem það á að vera?! Það finnst mér 🙂

Annars er MAC að bjóða upp á förðunarkennslu í því sem viðskiptavinir kjósa í þá 30, 60 eða 90 mínútur en viðskiptavinir fá svo í lok kennslunnar að velja sér vörur að andvirði hennar. Það er því algjör snilld að nýta sér þetta ef manni vantar eitthvað frá MAC eða ef maður er að byrja að læra að mála sig þar sem maður fær hvort eð er vörur fyrir sömu upphæð og kennslan kostar. 

Ég tók upp smá story þegar ég fór til þeirra svona til að sýna ykkur aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig hjá þeim og hér fyrir neðan getið þið séð það. Myndbandið er kannski ekkert alltof langt hjá mér en vonandi gefur það ykkur smá hugmynd 🙂

Þar til næst! ❤️

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow