Eldri færslur eftir merkjum fyrir haust

Haustilmurinn minn frá Calvin

untitled-6

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÉg er kannski fullsein að sýna ykkur ilminn sem ég er búin að nota mest í haust þar sem að fyrsti vetrardagurinn er kominn og farinn! Mig langar nú samt að sýna ykkur hann aðeins betur því hann er líka alveg fullkominn fyrir veturinn 🙂 Þegar ég þefaði af þessum í fyrsta skipti greip hann mig um leið enda ekki annað hægt þar sem hann er að mestu leiti byggður upp af viðarnótum og ég fell alltaf kylliflöt fyrir þannig ilmum.

untitled-3

Calvin Klein Deep Euphoria er tiltölulega nýr í verslunum hér heima en hann er annað afbrigði af upprunalega Euphora ilminum frá merkinu. Þessi mun þó vera sinn eigin ilmur ef svo má að orði komast og standa jafnfætis upprunalega ilminum. Ilmurinn á að endurspegla hina ungu, fáguðu og sterku konu sem einkennir Calvin Klein merkið þegar kemur að ilmvötnum. Margot Robbie er svo andlit ilmsins en ég dýrka hana sem leikkonu, finnst hún svo hæfileikarík 🙂

untitled-9

Ilmurinn er rosalega ríkur en hann samanstendur af mjög djúpum nótum sem eru umvafnar ferskum nótum af svartri rós og bóndarós. Einnig er að finna í ilminum lyktina af hvítum pipar sem að kryddar hann skemmtilega. Ég myndi segja að ilmurinn henti til hversdagsnotkunar en hann er líka rosalega flottur sem spariilmur fyrir hin ýmsu tilefni. Hér getið þið séð topp-, hjarta og grunnnótur ilmsins.

Toppnótur

Cascalone, Mandarínulauf, Hvítur pipar

Hjartanótur

Svört rós, Bóndarós, Blágresi, Jasmín Sambac

Grunnnótur

Musk, Patchouli, Viður

untitled-4

Núna er ég svona aðeins farin að huga að jólunum hér á blogginu þó ég sé að banna sjálfri mér að fara í jólaskap fyrr en eftir afmælið mitt 19.nóv. Ég var því svona að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað sérstakt sem þið viljð sjá hér hjá mér í desember? Endilega látið mig vita ef það er eitthvað eitt frekar en annað sem þið vilið sjá og ég set það á áætlunina hjá mér! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

H A U S T

Í byrjun mánaðarins fór ég til Íslands. Þegar ég fór var England ennþá grænt og sumarlegt. Tveimur vikum seinna, þegar ég  kom til baka, var haustið algjörlega búið að taka yfir og mikið af trjánum þegar búin að fella öll lauf. Svona hratt breytist þetta. Haustið í Englandi er greinilega stutt og núna fer veturinn alveg að taka við. Það kólnar hratt en mér er svosem alveg sama. Þessi tími er svo huggulegur.

– – – –

In the start of the month I went to Iceland. When I left everything was still green. When I came back to England two weeks later, autumn had completely taken over. That’s how fast it happens. I guess the autumn is short here as I feel winter is already coming soon. But I don’t really care, this time is so cosy anyways.

dsc_0382

dsc_0547

dsc_0385

dsc_0550

dsc_0548

Það er búinn að vera mikill gestagangur hjá okkur undanfarið. Bæði vinkona mín og vinur hans JD eru búin að vera hjá okkur, sem og fjölskyldan mín sem fór heim fyrr í vikunni. Ég elska að hafa gesti. Það er einhvað við það að hafa fleirri í húsinu sem lætur manni líða vel. Vitiði hvað ég meina? Fullt hús er alltaf svo huggulegt. En já við eigum svo von á fleirri heimsóknum í næstu viku svo ég get bara haldið áfram að njóta félagsskaparins. Heppna ég!

– – – –

We have been getting a lot of guests here lately. Both my friend and JD’s friend have been here with us, as well as my family who just went home home earlier this week. I love having guests here. It’s just something about having full house of people that makes you feel good. You know what I mean? But yeah, we are expecting some more guests this week so I can continue to enjoy some company. Lucky me!

mariaosk

– Heillandi Essie haust –

_mg_5003

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEr ekki kominn tími á eina sjóðheita Essie færslu!? Í þessum töluðu orðum er haustlínan frá Essie að bruna í verslanir og því tilvalið að sýna ykkur alla línuna betur hér hjá mér. Það eru reyndar tvær línur frá Essie að bruna í verslanir núna en ég mun sýna ykkur hina línuna betur í næstu viku þar sem mig langaði að byrja á haustinu. Það er líka eiginlega ekki annað hægt en að byrja á því þegar að hautlægðin er alveg búin að liggja yfir okkur undanfarna daga.

Haustlínan frá Essie í ár hitti svo mikið í mark hjá mér að það hálfa væri sko meira en nóg. Það er ekki einn einasti litur í línunni sem heillar mig ekki eða minna en liturinn við hliðina á honum. Mér finnst þeir allir hvor öðrum flottari og grunar að margir eigi eftir að vera sammála mér í þeim efnum. Eins og alltaf kemur línan í takmörkuðu magni en núna mun hún einungis mæta í verslanirnar sem eru með Essie gólfstanda svo hafið það bakvið eyrað ef ykkur langar í lit úr línunni.

_mg_5024

Í þetta sinn er línan innblásin af höfuðborg Japans, Tokyo og á því að fanga andann í borginni, viltan götustíl hennar, spennandi eldamennskuna og alla þá ógrynni af haustlitum sem borgin skartar á þeim árstíma. Útkoman voru litirnir 6 sem við sjáum hér en förum aðeins betur yfir hvern og einn þeirra svona þegar við vitum aðeins um meira innblásturinn á bakvið þá 🙂

_mg_5090

Fyrstur er minn allra uppáhalds litur úr línunni, svona ef ég væri neydd til að velja einn. Udon know me er grátóna blár sem hefur einnnig smá grænan undirtón. Formúlan þekur vel en er í þykkari kantinum svo maður getur alveg komist upp með að setja einungis eina umferð af litnum á neglurnar. Ég mæli þó alltaf með tveimur 🙂

_mg_5046

Kimono-over er plómulitur sem smellpassar inn í haustið! Þetta er dökk fjólublár en mér finnst þurfa tvær þekjur af þessu lakki til að tónninn verði eins djúpur og hægt er. Virkilega flottur litur og þá sérstaklega fyrir þau sem elska fjólubláan.

_mg_5065

Ef þið eruð að leita ykkur að hinu fullkomna blóðrauða lakki þá þurfið þið ekki að leita lengra því Maki me happy uppfyllir öll þau skilyrði. Formúlan er þynnri en á litnum Udon know me en svipar til formúlunnar í Kimono-over. Tvær umferðir eiga því að duga til að fá fullkomnar blóðrauðar neglur sem ættu að passa við hvaða hrekkjavökubúning sem er 😉

_mg_5095

Næstur er liturinn Now and zen sem er grátóna grænn… eiginlega svona grátóna mosagrænn. Þessi hefur líka þykka formúlu svo maður á alveg að geta komast upp með það að setja bara eina umferð af lakkinu á neglurnar.

_mg_5081

Ég vildi að myndirnar hér fyrir ofan myndu skila þessum lit aðeins betur en Playing koi er ótrúlega flottur „burned orange“ litur. Hann er svona eins og dekkstu appelsínugulu laufblöðin eru á litin á þegar að haustinu er alveg að ljúka. Hann þarf tvær umferðir og er sjúklega fallegur!

_mg_5061

Síðast en ekki síst er það liturinn Go go geisha! Þetta er náttúrulega hinn fullkomni brúðarlitur fyrir þær sem eru að fara að gifta sig um haustið. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa honum en hann er svona rómantískur bleikur með smá gráum undirtón og glansar alveg sjúklega mikið á nöglunum.

_mg_5003

Geggjuð lína, geggjuð lökk og Essie toppar sig enn og aftur! Fylgist svo með í næstu viku þegar ég sýni ykkur betur hina línuna sem er að rata í verslanir núna. Stay tuned 😀

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

P.S. Ekki gleyma flotta Prentagram leiknum sem er í gangi hjá mér HÉR!

 

Haust #2: Burgundy Bronze

_mg_3118

_mg_3158

vorurnar_i_faerslunni_eru_synishorn_eda_i_einkaeiguÞá er komið að haustlúkki númer 2 hjá mér en í þetta skiptið ákvað ég að einbeita mér að bronsuðum og vínrauðum tónum. Ég gerði djúpa skyggingu yst á augnlokið til að gera förðunina  extra dramatíska og toppaði svo lúkkið með Soft Matte Lip Cream frá NYX í litnum Copenhagen. Á augun notaði ég svo augnskuggapallettu frá MAC í litnum Burgundy Times Nine en hún er án djóks orðin nýja uppáhalds pallettan mín þar sem hún er gjörsamlega sjúk!

1-6

Ég byrjaði á því að taka lit númer 1 og setti vel af honum yst á augnlokið. Litinn dró ég síðan að miðri glóbuslínunni. Næst tók ég lit númer 2 og setti hann ofan á lit númer 1 til að gera brúna tóninn aðeins rauðari. Eftir það tók ég lit númer 3 á flatan bursta og lagði hann á mitt augnlokið. Með flata burstanum og léttum hreyfingum blandaði ég honum smám saman við ytri skygginguna. Litur númer 4 fór svo á innri part augnloksins og blandaði ég honum saman eins og ég gerði við lit 3. Á miðlungs stóran pencil bursta tók ég lit númer 5 og blandaði öll skörp skil í glóbuslínunni til að fá fullkomna blöndun. Síðast en ekki síst tók ég lit númer 6 og kom honum fyrir í innri augnkrók. Ferlið endurtók ég síðan meðfram neðri augnháralínunni. 

Haustlegt og flott lúkk fyrir komandi föstudagskvöld! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Mín Kerry lökk

_mg_3039

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudHaust-/vetrarlínan frá OPI er lína sem ég hef beðið eftir með mikilli eftirvæntingu allt frá því ég las fyrst um það að Kerry Washington var ráðin sem Creative Ambassador hjá merkinu og myndi koma við sögu við hönnun línunnar. Ég fjallaði um málið hér á síðunni en varð nú samt fyrir smá vonbrigðum með það að þau hjá OPI hafi ekki nýtt sér þetta frábæra Scandal naglalakkaheiti sem ég stakk upp á í þeirri færslu! Hefðuð þið trúað því? 😉

Línan að þessu sinni sem ber heitið Washington DC og er innblásin af sjálfri höfuðborg Bandaríkjanna og augljóslega er smá Scandal bragur yfir línunni þar sem flest heitin af lökkunum 15 sem eru í boði vísa að einhverju leiti í Washington pólitíkina.

Ég veit að það saxast smátt og smátt á línuna í verslunum og ekki er mikið eftir af hverju lakki fyrir sig en mig langaði nú samt að sýna ykkur aðeins betur litina tvo sem ég eignaðist úr línunni.

Fyrstur á dagskrá er liturinn CIA – Color is Awsome. Þetta er klárlega uppáhaldsliturinn minn af öllum þeim sem eru í boði en þessi er náttúrulega fullkominn fyrir haustið. Liturinn er djúpur sæblár en af honum þarf eina til tvær umferðir til að ná fullri þekju.

Næstur er liturinn OPI by Popular Vote. Þessi litur er aðeins minna rauður en hann virðist vera á þessum myndum en hann er meira í áttina að því að vera kaldtóna dökkur dusty rauðbleikur… Er það ekki annars alveg skiljanleg lýsing hjá mér??? Ég þurfti tvær umferðir af þessum til að ná fullri þekju en það er vel þess virði þar sem hann er æðislegur og þá sérstaklega fyrir þær sem elska bleikar neglur og vilja aðlaga litinn meira að haustinu!

Ég veit ekki með ykkur en ég er að elska alla þessa haustliti sem eru að rata í verslanir undanfarið. Þetta er klárlega uppáhalds árstíminn minn og OPI olli mér svo sannarlega ekki vonbrigðum með sinni viðbót við haustið!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Göngur 2016

Af því að ég ólst upp í sveit þá hefur september alltaf verið mjög annamikill tími ársins. Við fjölskyldan náum í allar kindurnar okkar og lömbin þeirra upp í fjall þar sem þau hafa dvalið frá því í maí og í framhaldi tekur við almennt kindastúss. Í ár fór ég einnig í göngur og réttir hjá bestu vinkonu minni sem býr líka í Skagafirði. Þó að það sé lítill tími fyrir myndatökur á svona tímum þá náði ég samt að smella nokkrum, bæði úr heimfjallasmölun heima hjá mér og úr göngum og réttum í Staðarhrepp. Njótið. 

Dreymir um: Gluggasæti

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það er eitthvað við svona týpískt haustveður sem fær hugann min til að reika á hverju einasta ári og alltaf byrjar mig að dreyma um hið fullkomna gluggasæti. Mér finnst tilhugsunin við það að sitja á bekk í glugganum og horfa á veðrið, hlusta á rigninguna með góða bók í hönd og heitt súkkulaði við hliðina á mér alveg einstaklega heillandi og ef ég verð einhverntíman svo heppin að geta eignast eitt svoleiðis sæti þá mun ég sko verða glöð!

Ég tók saman nokkrar innblástursmyndir fyrir þá sem vilja láta sig dreyma með mér um hið fullkomna gluggsæti en mér er svo sem alveg sama hvernig mitt myndi líta út svo lengi sem að dýnan væri mjúk og ofan á henni væri nóg af teppum og koddum!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dásamlegt Dior haust!

_mg_2075

_mg_2083

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEf það er einhver snyrtivörulína sem ég bíð spenntust eftir á hverju einasta ári þá er það haustlínan frá Dior! Ég missti mig aðeins of mikið úr spennningi fyrst þegar ég leit hana augum á netinu en ég bókstaflega beið eftir því að hún yrði frumsýnd! Núna er hún hinsvegar mætt í verslanir hér heima og þar sem það voru að byrja Tax Free dagar í Hagkaup þá finnst mér tilvalið að sýna ykkur línuna betur hér á síðunni í dag. Línan að þessu sinni ber heitið Skyline og eins og undanfarin ár er það meistarinn Peter Philips sem sá um yfirhönnun hennar. Skyline er innblásin af birtunni og skuggum sem einkenna form Eiffel turnsins en Peter sjálfur lýsir Skyline konunni á þennan hátt:

„A figure who aspires to explore every possibility, who likes to play with illusion. A bold, feminine woman in touch with her world.“

– Peter Philips

Línan og vörurnar í henni leika sér því að ljósi, gegnsæi, styrkleika lita og andstæðum og eru þetta allt einkenni sem hjálpa til við að skapa þá fullkomnu og einstöku haustlínu sem Skyline er – allavega að mínu mati 🙂 En förum aðeins betur yfir hverja og eina vöru sem ég hef til að sýna ykkur!

_mg_2163-2

_mg_2181-2

Ef ég ætti að velja eina vöru úr línunni sem væri mín uppáhalds þá væri það klárlega þessi! Í línunni eru tvær 5 skugga pallettur og er þessi hér í litnum 506 Parisian Sky. Eins og allir augnskuggarnir frá Dior eru þessir silkimjúkir en hver og einn þeirra hefur fallegan perlugljáa. Mynstrið í skuggunum er sama mynstur og er í Eiffel turninum sem gerir pallettuna bara girnilegri að mínu mati þar sem allt sem tengist París heillar mig alveg upp úr skónum. Hin pallettan sem er einnig í línunni heitir Capital of Light og er stútfull af djúpum vínrauðum og brúnum tónum.

_mg_2200

Hér sjáið þið svo hvern og einn lit á handarbakinu mínu. Það er algjör draumur að blanda þessum litum saman en þeir eru trilljón sinnum fallegri á auglokinu en þeir eru á handarbakinu!

_mg_2259

Næst hef ég einn Mono augnskugga til að sýna ykkur betur en þessi er í litnum Fusion. Þetta er ferskjutóna litur með heilum helling af litlum gull glimmerögnum. Ég gæti trúað því að það yrði rosalega fallegt að gera lúkk með þessum og dökkbrúna litnum úr pallettunni hér fyrir ofan en að prufa það er næst á dagskrá hjá mér því mig grunar að það verði tjúllað flott 🙂 Ég ætlaði að sýna ykkur litaprufu af þessum en myndin kom ekki nógu vel út hjá mér en liturinn er rosalega svipaður á húðinni og hann er í umbúðunum.

_mg_2207

_mg_2220

Þar sem áhersla er á ljóma og skyggingar í þessari línu er ekki furða að í henni leynist ein snilldar skyggingar- og ljómavara! DiorBlush Light & Contour stiftið kemur í þremur litum en liturinn hér á myndinni er númer 002 Medium Contour. Ég hef sjaldað fundið jafn mjúka skyggingarvöru en bæði skyggingarkremvaran og ljómakremvaran rennur á húðina án allrar áreynslu. Það er líka mjög auðvelt að blanda þessu saman við farða en passið ykkur bara á því að lítið af skyggingarlitnum fer langa leið!

_mg_2363

Hér sjáið þið litaprufurnar á hendinni minni. Hér setti ég ekki mikið af vörunni á mig en eins og þið sjáið vonandi þá eru báðir litirnir mjög þéttir og mjög litsterkir.

_mg_2240

Ef það er eitthvað sem ég get ekki staðist þá eru það flott ljómapúður og þetta frá Dior slær við mörgum þeim sem ég á nú þegar. Púðrið kemur í einum lit en það er liturinn sem þið sjáið hér og er númer 001. Í púðrinu sér maður móta smá fyrir sama Eiffel mynstri og er í augnskuggapallettunum sem tengir það vel við restina af línunni. Púðrið sem þið sjáið hér á myndinni er tester en í verslunum kemur púðrið í vanalegu stál Dior öskjunni en einnig fylgir lítill Kabuki bursti með ef ég man rétt.

_mg_2343

Hér sjáið þið svo móta fyrir ljómapúðrinu á hendinni minni. Liturinn á þessu er mjög hentugur fyrir marga mismunandi húðliti en það var einmitt markmiðið hjá Dior að hanna lit sem margir gætu aðlagað að sínum húðlit.

_mg_2280

_mg_2288

Í línunni eru einnig 4 nýjir litir af Dior Addict varalitunum en ég er með litinn Sophisticated. Varaliturinn er mjög sérstakur þar sem hann er brúnn en samt pínu gegnsær og á sama tíma inniheldur hann lithverfar agnir sem láta varalitinn grípa ljósið á mjög óvenjulegan og skemmtilegan máta.

_mg_2376

Liturinn er alveg ofboðslega fallegur á vörunum og mjög einstakur en ég held ég hafi aldrei séð neinn annan varalit sem svipar til þessa hér. Myndin hér fyrir ofan gefur honum engan vegin nógu góð skil en ég læt hana fylgja með þrátt fyrir það 🙂

_mg_2275

_mg_2326

Síðast en alls ekki síst er ég með naglalakkið Skyline. Línan inniheldur 4 lökk en þetta hér er án efa mitt uppáhalds af þeim. Liturinn er mitt á milli þess að vera vínrauður og brúnn og er eiginlega þessi fullkomni haustlitur þegar kemur að naglalökkum. Ég þarf tvær umferðir af þessum lit til að ná fullri þekju en ég set vanalegast tvær umferðir af öllum lökkum á mig svo það gerir ekkert til.

_mg_2071

Ég held það sé ekki annað hægt en að heillast upp úr skónum af hverju einustu línu sem Peter Philips er búinn að hanna fyrir Dior og er Skyline línan þar engin undantekning! Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari svo ef þið eigið leið framhjá Dior básnum á Tax Free þessa helgina þá hvet ég ykkur að sjálfsögðu til að kíkja á þessar gersemar og restina af gersemunum sem línan hefur upp á að bjóða – mig grunar að þið eigið ekki eftir að sjá eftir því! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Haust #1: SÓT

_MG_1286

_MG_1273

_MG_1267

vorurnar_eru_i_einkaeiguÍ dag er fyrsti í haustförðun hjá mér! Á næstu vikum ætla ég að fara yfir vinsælustu hausttrendin þegar kemur að förðun og jafnvel sýna ykkur helstu haustlínurnar sem munu rata í verslanirnar hér á landi. Ég ætla að reyna að hafa færslurnar pínu „editorial“ legar en á sama tíma hafa farðanirnar sem auðveldastar svo einfalt sé að endurskapa þær. Mig langar að byrja á trendinu sem ég er hvað hrifnust af þetta árið en það eru sótuð augu! Því sótaðra því betra! Ég ákvað að gera förðunina enn dramtískari með því að para þessi dökku augu með djúpum berjatóna varalit en þið getið að sjálfsögðu notað ljósari lit til að gera lúkkið aðeins léttara. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði en þær voru ekki margar að þessu sinni. Ég gleymdi reyndar að setja Painterly frá MAC á myndina en það má svo sem nota hvaða augnskuggagrunn sem er til að ná svipaðri útkomu og ég náði.

Copy of 1

Ég ætla að taka upp stutta sýnikennslu um hvernig ég náði þessu lúkki og setja inn á Instagram Stories hjá Belle.is en þar mun ég fara betur yfir öll smáatriðin og sýna ykkur hvernig ég nota vörurnar. Það er því um að gera að fylgja okkur ÞAR til að sjá fyrstu „miní“ sýnikennsluna mína! Inni á Instagram eru við líka duglegar að birta tilkynningar um nýjar færslur svo það er ekki verra að fylgja okkur þar ef þið viljið ekki missa af neinu!

En fyrsti í hausti og sótuð augu – hvernig lýst ykkur á? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Bronsað haustlúkk: Myndband!

thumb_brons

Það gekk sko ekki vandræðalaust fyrir sig að klippa þetta blessaða myndband! Ég þarf að nálgast eitthvað gott klippiforrit sem flýtir fyrir mér því ég hef prófað þau nokkur og ekkert finnst mér vera nógu gott. En skiptir svo sem ekki máli, þetta hófst á endanum!

Mig langaði að gera myndband með brúnum, rauðum og bronslituðum tónum sem henta fullkomlega fyrir haustið og ég var ótrúlega lukkuleg með útkomuna. Ég fattaði það bara þegar ég var að klippa hvað ég notaði mikið af vörum sem fást kannski ekki endilega á Íslandi eða vörur sem fást ekki lengur og mér þykir það alveg voðalega leitt. Hafið það því bara í huga að þið getið alltaf skipt út því sem fæst ekki hér á landi út fyrir eitthvað annað svipað. Ég skal samt passa mig næst! 🙂

P.S.  Stillið endilega á HD því þá verður allt svo miklu skýrara.

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow