Eldri færslur eftir merkjum fyrir hárlengingar

Hárlengingar frá Traffic!

Myndir segja meira en þúsund orð….

Fyrir/eftir

Ég fór í hárlengingar hjá Auði á hárgreiðslustofunni Traffic. Ég er þrælvön hárlengingum og hef í gegnum árin eingöngu verið með lokka.

En allt í einu fékk ég ógeð af lokkunum og frétti þá af því að hún Auður væri að vinna með lengjur og algjört gæða hár. Ég var ekki lengi að bóka tíma!

Ég hafði samband við hana í gegnum Facebook og fékk tíma strax í sömu viku sem var mjög hentugt því þegar ég fæ svona hugmynd þá vil ég framkvæma hana strax.

Mætt í stólinn hjá Auði

Við byrjuðum á því að taka úr gamalt lím sem hafði orðið eftir af hinum lengingunum sem ég var með. Lengjurnar sem hún hafði græjað fyrir mig voru aðeins dekkri en mitt hár en hugmyndin var að lita mitt hár fyrst í sama lit og lengjurnar og skella þeim síðan í. Litaúrvalið er fjölbreytt en ég vildi dekkja mitt.

Verð er í kringum 49.000 kr. en það fer vissulega eftir því hversu margar samlokur þú færð. Ég tók 4 pakka, í einum pakka eru 8 lengjur eða 4 samlokur. Ég er því í heildina með 16 samlokur í mínu hári sem mér finnst vera mátulegt. Ég var að hugsa um að bæta við fimmta pakkanum en ég ákvað að bíða aðeins með það. Lengjurnar eru 50 cm síðar.

Inní þessu verði er hárið og ísetning. Þetta er 100% náttúrulegt hár sem endist í tvö ár með góðri umhirðu. Tvö ár er mjög langur líftími fyrir svona lengingar! Síðan er nauðsynlegt að fara í lagfæringu á sirka 12 vikna fresi. Lengjurnar eiga ekki að detta úr en þær vaxa úr hægt og rólega í takt við þitt eigið hár. Lagfæring er þannig að lengjurnar eru teknar úr, nýtt lím sett á þær og svo eru þær festar aftur á sinn stað.

Auður er algjör fagmaður og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að því að líma lengingarnar í. Mér fannst mjög mikilvægt að þær væru settar þannig í að ég gæti verið með hátt tagl í ræktinni án þess að lengjurnar myndu sjást, og það er alveg tækni.

Ég komst upp með að vera eingöngu með lengjur en hún blandar oft saman lengjum og lokkum sem kemur líka fáránlega vel út.

Litur og lengingar komnar í stelpuna

Þegar lengjurnar voru komnar í fannst mér ótrúlegt hversu lítið ég fann fyrir þeim. Þegar ég var með lokka þá var límið alltaf svo hart, séstaklega eftir lagfæringu og ég fann mjög vel fyrir festingunum á höfðinu. En þetta er allt annað!

Ég ákvað að bíða aðeins með að skrifa þessa færslu afþví að ég vildi fá smá reynslu á hárið. Nú er ég búin að prófa að þvo það oft og mörgum sinnum, blása það, slétta það, krulla það, setja tagl og fléttur svo að eitthvað sé nefnt og niðurstaðan mín er þessi:

Auður hvar hefur þú verið allt mitt líf?
Án efa bestu lengingarnar í bænum og þjónustan fyrsta flokks.
Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

Ég sýndi frá öllu þessu ferli á Instagraminu mínu (katrin.bjarkadottir) og fékk mikið hrós og margar spurningar frá stelpum sem voru áhugasamar um að vita meira. Ég elska að heyra frá ykku á Insta og vonandi svaraði þessi bloggfærsla einhverjum spurningum 🙂


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Fylgdu okkur á


Follow