Eldri færslur eftir merkjum fyrir Hár

Hárlengingar frá Traffic!

Myndir segja meira en þúsund orð….

Fyrir/eftir

Ég fór í hárlengingar hjá Auði á hárgreiðslustofunni Traffic. Ég er þrælvön hárlengingum og hef í gegnum árin eingöngu verið með lokka.

En allt í einu fékk ég ógeð af lokkunum og frétti þá af því að hún Auður væri að vinna með lengjur og algjört gæða hár. Ég var ekki lengi að bóka tíma!

Ég hafði samband við hana í gegnum Facebook og fékk tíma strax í sömu viku sem var mjög hentugt því þegar ég fæ svona hugmynd þá vil ég framkvæma hana strax.

Mætt í stólinn hjá Auði

Við byrjuðum á því að taka úr gamalt lím sem hafði orðið eftir af hinum lengingunum sem ég var með. Lengjurnar sem hún hafði græjað fyrir mig voru aðeins dekkri en mitt hár en hugmyndin var að lita mitt hár fyrst í sama lit og lengjurnar og skella þeim síðan í. Litaúrvalið er fjölbreytt en ég vildi dekkja mitt.

Verð er í kringum 49.000 kr. en það fer vissulega eftir því hversu margar samlokur þú færð. Ég tók 4 pakka, í einum pakka eru 8 lengjur eða 4 samlokur. Ég er því í heildina með 16 samlokur í mínu hári sem mér finnst vera mátulegt. Ég var að hugsa um að bæta við fimmta pakkanum en ég ákvað að bíða aðeins með það. Lengjurnar eru 50 cm síðar.

Inní þessu verði er hárið og ísetning. Þetta er 100% náttúrulegt hár sem endist í tvö ár með góðri umhirðu. Tvö ár er mjög langur líftími fyrir svona lengingar! Síðan er nauðsynlegt að fara í lagfæringu á sirka 12 vikna fresi. Lengjurnar eiga ekki að detta úr en þær vaxa úr hægt og rólega í takt við þitt eigið hár. Lagfæring er þannig að lengjurnar eru teknar úr, nýtt lím sett á þær og svo eru þær festar aftur á sinn stað.

Auður er algjör fagmaður og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að því að líma lengingarnar í. Mér fannst mjög mikilvægt að þær væru settar þannig í að ég gæti verið með hátt tagl í ræktinni án þess að lengjurnar myndu sjást, og það er alveg tækni.

Ég komst upp með að vera eingöngu með lengjur en hún blandar oft saman lengjum og lokkum sem kemur líka fáránlega vel út.

Litur og lengingar komnar í stelpuna

Þegar lengjurnar voru komnar í fannst mér ótrúlegt hversu lítið ég fann fyrir þeim. Þegar ég var með lokka þá var límið alltaf svo hart, séstaklega eftir lagfæringu og ég fann mjög vel fyrir festingunum á höfðinu. En þetta er allt annað!

Ég ákvað að bíða aðeins með að skrifa þessa færslu afþví að ég vildi fá smá reynslu á hárið. Nú er ég búin að prófa að þvo það oft og mörgum sinnum, blása það, slétta það, krulla það, setja tagl og fléttur svo að eitthvað sé nefnt og niðurstaðan mín er þessi:

Auður hvar hefur þú verið allt mitt líf?
Án efa bestu lengingarnar í bænum og þjónustan fyrsta flokks.
Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

Ég sýndi frá öllu þessu ferli á Instagraminu mínu (katrin.bjarkadottir) og fékk mikið hrós og margar spurningar frá stelpum sem voru áhugasamar um að vita meira. Ég elska að heyra frá ykku á Insta og vonandi svaraði þessi bloggfærsla einhverjum spurningum 🙂


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Að verja hárið fyrir mengun

Vörunar í færslunni fékk ég sendar til þess að prófa

Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á Strikinu, og því er ég farin að finna miklu meira fyrir mengun en mig hefði grunað. Auðvitað hjóla margir í miðborg Köben en bílatraffíkin er þrátt fyrir það mikil en mengunin sem ég er að tala um er ekki einungis tengd bílunum. Þið sem hafið komið til Köben hafið eflaust tekið eftir því hversu fáránlega margir reykja hérna! Ég hef bara aldrei séð annað eins satt best að segja en það er ekkert minna hressandi en að labba á eftir einhverjum að reykja sígarettu klukkan 8 á morgnana þegar maður er að labba í vinnuna. Allavega fyrir mig sem er ekki reykingarkona, finnst mér þetta alveg hræðilegt. Það er svo sannarlega ys og þys í Köben og mengunin fylgir því. Mér finnst því ekki koma til greina að fara að sofa án þess að þrífa hárið mitt á hverju kvöldi en ég get bara ekki hugsað mér að leggjast á koddann á kvöldin án þess að vera með hreint hár. Það er því orðið mikilvægara fyrir mig að finna sjampó sem er ekki of sterkt fyrir hárið og heldur því mjúku og glansandi. Ég fékk tækifæri til þess að prófa sjampó og hárnæringu frá Charles Worthington en merkið er nýkomið til Íslands og vörurnar voru nákvæmlega þær sem ég var að leita að! Því langaði mér að segja ykkur meira frá sjampóinu og hárnæringunni sem ég er búin að vera að nota upp á síðkastið til þess að verja hárið mitt fyrir mengun. 

Sjámpóið og hárnæringin kemur úr Radience Restore línunni frá Charles Worthington en báðar vörurnar innihalda lyfjakol eða activated charcoal eins og maður segir á ensku en kolin draga að sér öll óhreinindi. Kol eru oft notuð í andlitsmaska fyrir einmitt þennan eiginleika sinn þar sem þau virka eins og segull fyrir óhreindindi og því gera þau slíkt hið sama þegar kemur að hárumhirðu. Þegar maður skolar sjampóið úr skolar maður einnig kolagnirnar og óhreinindin sem hafa fest sig við þau. Eftir verður síðan silkimjúkt og glansandi hár. Þetta hljómar eiginlega of gott til að vera satt en þetta hefur svo sannarlega gert töfra fyrir mitt hár. Hér sjáið þið vörurnar á hendinni minni en sjampóið er til vinstri og hárnæringin til hægri. Eins og þið sjáið eru báðar vörurnar svartar. Ekki láta það hræða ykkur samt því að hvorki sjampóið né hárnæringin skilur eftir lit í hárinu. 

Hér sjáið þið mynd af hárinu mínu þegar ég er búin að vera að nota sjampóið í nokkrar vikur. Hárið mitt er ótrúlega glansandi og heilbrigt og mér finnst liturinn í því einhvern veginn vera skarpari og dýpri – líklegast vegna þess að hárið glansar svona vel. Það kom mér svakalega á óvart hvað sjampóið og hárnæringin virkar vel en ég þarf einhvern veginn að finna út úr því hvar ég get nálgast þessar vörur úti í DK því mig langar að halda áfram að nota þær þegar ég er búin með þessa brúsa! Einnig er í línunni hitavörn sem inniheldur lyfjakol og ver hárið fyrir mengun, hana verð ég að eignast!

Ef þið eigið í vandræðum með flatt og líflaust hár eða ef þið viljið losna við mengun og óhreinindi úr hárinu ykkar þá get ég ekki mælt nógu mikið með þessari tvennu!

-RH /@rannveigbelle

Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!

Færslan er ekki kostuð – Sjampóið keypti ég mér sjálf

Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og hálfu ári síðan og ég er alveg búin að læra það að búast ekki við miklu. Fyrsta fjólubláa sjampóið sem ég prófaði var frá Lee Stafford og það var rosalega gott, náði fram ljósa litnum mínum aftur, kostaði ekki mikið en svo komst ég að því að ég væri með ofnæmi fyrir því þar sem það inniheldur paraben. Síðan þá hef ég flakkað í gegnum ótrúlega mörg fjólublá sjampó og aldrei hafa þau virkað neitt sérstaklega vel fyrir mig. Ef þið viljið vita hvað fjólublá sjampó gera fyrir ljóst hár þá skrifaði ég um það HÉR einu sinni. Í stuttu máli sagt þá losa þau hárið við þessa leiðinlegu appelsínugula tóna sem vilja oft koma í ljóst hár eftir litun. 

Eftir þessa heilmiklu leit mína að góðu fjólubláu sjampói fékk ég þær fréttir að L’Oréal var að byrja að selja eitt slíkt. Sú staðreynd að þrjú önnur fjólublá sjampó eru í sturtunni hjá mér hér í Danmörku og eitt annað í sturtunni hjá mömmu og pabba heima á Íslandi, stoppaði mig ekki og ég ákvað að kaupa Colorista Silver sjampóið frá L’Oréal bara til þess að prófa það. Ég var sko heldur betur óundirbúin fyrir það hversu fáránlega vel það virkaði! Ég tók ekki before mynd svo ég get ekki tekið after mynd til þess að sýna ykkur muninn en sjámpóið bókstaflega strokaði alla appelsínugula tóna úr hárinu mínu. Hárið mitt varð aftur kaldtóna eins og það var rétt eftir litun og mér fannst það því lýsast aðeins líka. Leit minni er því loksins lokið! Ég er búin að finna hið fullkomna fjólubláa sjampó 😀 Ég mæli klárlega með þessu sjampói ef þið eruð í sömu vandræðum og ég var, það mun án djóks breyta hárinu ykkar!

-RH /@rannveigbelle

Balmain hárvörur á Íslandi!

Heildsalan Reykjavík Warehouse var að koma með þær fréttir að á næstu vikum munum við íslendingar geta nálgast Balmain Paris Hair Couture á völdum hárgreiðslustofu!

Balmain Paris er eitt fremsta og þekktasta tískuhús í heimi á sama kaliberi og Dior og Louis Vuitton.

Hárgreiðslufólk vill  meina að það sé erfitt að toppa þessi gæði.

Balmain Paris Hair Couture Fall/Winter 2017 Campaign

Þið getið fylgst með gangi mála á Facebook síðu Balmain Hair Iceland HÉR.

Ég get ekki beðið eftir að prófa þessar lúxus vörur sem stjörnunar virðast dýrka og dá!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

 

 

7 ár án Klippingu og litun!

Já þið lásuð þetta rétt, það voru 7 ár síðan ég klippti og litaði hárið mitt!! Það var sem sagt kominn tími á mig svo ég pantaði tíma og hárið fékk að fjúka í dag. Þetta var ekki auðvelt get ég sagt ykkur, búin að vera að safna í 7 ár og á nokkrum sekúndum fór sá árangur á gólfið. En hvílíkur léttir! Hárið var einnig orðið slitið þótt það hafi samt verið óvenjulega heilbrigt, en gaman að breyta til.

Aðrar stórbreytingar eru líka á næsta leyti í mínu lífi, því tilvalið að breyta hárstílinum aðeins, einnig er síðasti dagur barneignarleyfisins míns í dag. Á morgun fer ég aftur að vinna eftir næstum árs leyfi og líður vel að hafa gert eitthvað svona fyrir sjálfa mig, fullkomin tímasetning get ég sagt. Ég fór á snyrtistofuna Basic beauty í Lund til hennar Sæunnar ( sem er Íslensk, eins og þið gátuð kannski giskað á) og fór súpersátt út eftir allt saman. Getur verið að við lýsum endana aðeins meira fljótlega, en er mjög ánægð með hvernig þetta kom út, mæli með þessari stofu fyrir þá sem búa í Lund og nágrenni. Nýtt hár og ný vinkona kom út úr þessum degi og ég kalla það frekar gott. Basic beauty heimasíðan fyrir þá sem hafa áhuga.

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Mission blonde! Fyrir & Eftir

 

Hvaðan fá börnin þín þetta ljósa hár þegar þið foreldrarnir eru bæði dökkhærð? Þetta er spurning sem ég fæ oft. Viljið þið vita sannleikann? Nei, ég er ekki svona dökkhærð frá nátturunnar hendi. Ég er með þetta týpíska skollitaða hár og líklega eru margar kynsystur mínar sammála um að hann er ekki sá fallegasti í litahjólinu.

GÖMLU GÓÐU DAGARNIR

Á mínum yngri árum var ég með ótrúlega fallegt ljóst hár eins og sést glögglega hér á myndunum fyrir neðan!

(Ef að einhverjir eru í vafa þá er ég þessi vinstra megin þegar horft er á myndirnar).

Síðan gerðist eitthvað óskiljanlegt fyrir hárið mitt og það varð skollitað. Ég var ekki sú kátasta með það. Sem unglingur var ég alltaf að breyta úr dökku yfir í ljóst og frá ljósu yfir í dökkt en núna hef ég verið dökkhærð í 7 ár.  Einstök sumur hef ég aðeins fengið ljóst í endana svona til að breyta til, en ég er fljót að biðja um gamla góða dökka litinn aftur.

LEITINNI LOKIÐ & KOMPANÍIÐ VAR ÞAÐ

Það er aðeins ein hárgreiðslustofa í þessum bæ sem ég stunda og aðeins einn hárgreiðslumaður sem ég panta tíma hjá. Ég er að sjálfsögðu að tala um hárgreiðslumeistarann Elvar Loga á Kompaníinu. Fyrir mörgum árum mætti ég til hans í fyrsta skipti með blásvart heimalitað hár sem klæddi mig einstaklega illa. En meistarinn bjargaði heimalituðu martröðinni með glæsibrag og þá vissi ég að leitinni væri lokið, ég hafði fundið þann eina rétta. Þið sem litið á ykkur hárið vitið hversu dýrmætt það er að finna loksins hárgreiðslumann (eða konu) sem þið treystið 100%.

Mesta flippið sem við Elvar höfum átt saman er að breyta úr hefbundnum brúnum tón yfir í öðruvísi brúnan tón. Ósk mín að verða ljóshærð kom því Elvari á óvart en hann var tilbúinn í þetta ferðalag með mér. Hann er algjör viskubrunnur og hefur alltaf verið duglegur að fræða mig um litaval og hárumhirðu almennt en það sem ég fíla líka er hversu hreinskilinn hann er. Það er ekkert verið að skafa af hlutunum, hann sagði mér að þetta tæki nokkur skipti sem ég bjóst við, þetta væri dýrari aðgerð heldur en ég væri vön, hárið á mér myndi þorna og glansinn myndi minnka. En við sem höfum verið (eða erum) ljóshærðar vitum að þetta er basl. En við látum okkur hafa það því við vitum að  blondínur eru ,,gorgeous“.

Hann mældi með balayage litaaðferð sem er mjög vinsæl tækni og kemur miklu betur út heldur en að setja fullt af ljósum strípum í svona dökkt hár eins og ég var með. Þá hefði það orðið röndótt og það viljum við ekki! Eins mikið og ég veit um snyrtivörur og förðun þá veit ég ekki neitt um hár, en ég veit að röndótt hár er ekki málið.

Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og hárið varð miklu ljósara heldur en við bæði bjuggumst við svona í fyrsta ,,sessioni“. Ég er ennþá dökkhærð við rótina en allir endarnir eru orðnir mjög ljósir. Kíkið á breytingarnar hér fyrir neðan.

FYRIR OG EFTIR

 

 Í næsta sessioni sem verður eftir 5 vikur ætlum við að setja strípur og koma ljósa litnum nær rótinni. Ég ætla að skjóta á – að eftir svona 5 skipti verð ég orðin eins ljóshærð og mig langar til að vera.

Ef þú ert að huga að breytingum þá mæli ég með Kompaníinu í Turninum, Kópavogi. Ég hef prófað óteljandi stofur í gegnum árin og get alveg vottað það að Kompaníið er besta stofan í bænum. Þar er eintómt fagfólk að störfum og ég geng alltaf sátt út. Kíkið á heimasíðuna þeirra HÉR.

Áhugasamir getið fylgst með ,,Mission Blonde“ hér á blogginu og á Instagraminu mínu! Fylgdu mér þar 🙂

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!

Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L’Oréal til að gera í mig þessar sólkysstu og sumarlegu strípur í hárið. Fylgið mér því endilega á Instagram en þið finnið mig undir @rannveigbelle. Ég byrja að setja inn myndbönd á slaginu 20:00 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Hvernig ég klippi mig sjálf: Myndband

Processed with VSCO with a5 preset

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að klippa á mér hárið. Frá því ég var tvítug hef ég alltaf bara klippt á mér hárið sjálf og er því orðin nokkuð góð í því. Ég ákvað að stytta hárið mitt töluvert og þetta var útkoman! Þetta er í annað skiptið sem ég klippi það svona stutt sjálf og tók ég ferlið upp á myndband til að geta deilt því með ykkur hér inni. Sýnikennslan er á engan hátt gerð til að koma í veg fyrir það að þið farið í klippingu og klippið ykkur bara sjálf en fyrir ykkur sem viljið frekar klippa ykkur sjálf eða hafið ekki efni á því að fara í klippingu þá er þetta myndband ágætur „leiðbeiningabæklingur“ fyrir það 🙂  Hér getið þið séð hárið mitt þegar það er krullað og…

Processed with VSCO with a5 preset

hér getið þið séð hvernig það lítur út slétt 🙂 Ég er ótrúlega sátt með þessa klippingu og langar jafnvel að stytta það aðeins meira! Ég keypti mér líka svo flott krullujárn úti í Glasgow um daginn sem ég á eftir að sýna ykkur betur í sér færslu en það er alveg extra gaman að krulla hárið þegar það er svona stutt og heilbrigt.

Ég skal samt alveg viðurkenna að þetta er ekki besta myndband sem ég hef gert! Ég tala rosalega mikið ofan i mig og birtan er í einhverju rugli því ég tók þetta upp á baði. Þrátt fyrir það langaði mig samt að birta það svo þið getið fengið einhverja hugmynd um hvað ég geri þegar ég klippi mig. Ég reyndi að setja einhvern smá texta inn á milli til að útskýra hvað ég er að fara að gera en ég var náttúrulega lengur en 10 mínútur að klippa á mér hárið og því erfitt að klippa myndbandið niður í þann tíma. Vonandi getið þið nú samt nýtt ykkur það eitthvað því það gefur góða hugmynd um hvað ég geri 🙂

P.S. HÉR er hlekkur að skærunum sem ég notaði til að klippa mig.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Stutt hár a la Noora

Rétt upp hönd sem er búin/n að vera að horfa á SKAM! Ég er búin að liggja yfir þessum þáttum og finnst alltaf eins og ég sé pínu að endurupplifa unglingsárin mín í gegnum þá. Ef þið eruð ekki búin að horfa á þá… hvað eruð þið að pæla!? Drífið í þessu, þið munuð ekki sjá eftir því 🙂

Josefine Frida Pettersen er hæfileikaríka leikonan sem leikur Nooru í þættinum og ég sver ég er gjörsamlega ástafangin af fatastíl persónunnar og ekki síður hárinu! Alltaf þegar ég sé hana langar mig bara að lita mig ljóshærða og klippa mig stutt. Hver veit hvort ég geri það bara, á maður ekki að vera duglegur að breyta til svona á sínum yngri árum? Hér eru allavega nokkrar inspó myndir af stuttum og ljósum klippingum sem ég hef pinnað frá því ég byrjaði að horfa á SKAM.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Fjólublátt sjampó

img_1065

Ég er nýbyrjuð að nota fjólublátt sjampó í hárið mitt til að losna við gulu tónana í strípunum mínum. Þessir gulu og gylltu tónar vilja alltaf koma í hárið þegar svolítið er liðið frá litun en það að nota fjólublátt tóner sjampó getur komið í veg fyrir það og hreinsað út gula litinn. Þetta virkar vegna þess að gulur og fjólublár eru þvert á móti hvort öðrum í litarhjólinu.

img_1066

Sjampóið nota ég einu sinni í viku og læt það sitja í hárinu í nokkrar sekúndur en alls ekki of lengi þar sem hárið getur einfaldlega tekið í sig of mikið af fjólubláa tóninum. Ég keypti ódýrt fjólublátt sjampó í Hagkaup á síðasta Tax Free svo það kostaði mig bara einhvern 1200 kall minnir mig. Ég tók hinsvegar eftir því of seint að það er paraben í sjampóinu og ég því með ofnæmi fyrir því! Alveg týpískt! Ég er því að leita mér að nýju fjólubláu sjampói sem virkar, er paraben laust og kostar ekki annan handlegginn. Einhverjar hugmyndir? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow