Eldri færslur eftir merkjum fyrir gróft

Gróft prjónað teppi: Myndband

img_0572

img_0573

img_0576

img_0570

faerslan_er_ekki_kostudÞeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina og hugmyndina að teppinu frá henni Mekkín á blogginu Krúsídúllur en hún kom með þá frábæru hugmynd að nota ódýr flísteppi úr Rúmfatalagernum til að búa til gróft garn sem hægt væri að prjóna úr. Algjör snilldarhugmynd svo ég dreif mig út í Rúmfatalagerinn, keypti 6 teppi og prjónaði úr þeim. Ég aðlagaði aðeins uppskriftina að mínum þörfum, bætti við fleiri lykkjum og svona en ég fer yfir það allt saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Teppið kom mjög vel út en ég er alveg rosalega ánægð með það! Ef þið viljið fylgjast með ferlinu og sjá nákvæmlega hvernig ég gerði teppið þá er það allt saman í sýnikennslunni hennar Mekkínar og í myndbandinu hér fyrir neðan. Það var klárlega mesta vesenið að búa til garnið sjálft en ef maður nennir því þá er restin minnsta mál 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Fylgdu okkur á


Follow