Eldri færslur eftir merkjum fyrir geðheilsa

Snoðaði sig fyrir málstaðinn!

Það er búið að vera ótrúlegt ævintýri hjá henni vinkonu minni Alexöndru Sif síðastliðnar vikur. Það byrjaði allt með einum status á facebook þar sem hún lýsti yfir því að hún ætlaði að byrja söfnun fyrir utmeda.is sem er samstarfsverkefni Rauða krossins og Geðhjálpar, en það er síða þar sem fólk með sjálfskaða og sjálfsvígshugsanir geta leitað sér hjálpar. Þessa söfnun byrjaði hún á vegna hennar eigin reynslu á sjálfsvígshugsunum og atviki sem hafði mikil áhrif á hana. Sem ég fjallaði meira um í bloggi mínu: Útmeða!

Hún sem sagt ætlaði að safna 300.000 þúsund krónum fyrir 16 Október, og ef henni myndi takast það þá myndi hún snoða sig og gefa hárið til Alopecia samtaka fyrir börn með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur því að einstaklingar missa allt hárið.

Fékk hún rosalega góð viðbrögð við þessari söfnun og viti menn, hún náði markmið sínu fyrir nokkrum dögum! Í dag stendur reikningurinn í tæpum 360 þúsund og söfnunin er enn í gangi fyrir þá sem vilja enn láta gott af sér leiða.

Reikningsnúmer : 0130-05-063080
Kennitala: 021089-2069
Kass númer: 6625892

Hún stóð við loforðið og snoðaði sig, með fylgdi lítil vinkona hennar Snædís sem er með Alopecia og fylgdist spennt með hárinu fjúka af!

Tók smá viðtal við hana Alexöndru í tilefni þess að hárið fékk að fjúka fyrir málstaðinn:

Hvernig líst þér á nýja lookið? Mér finnst þú vera algjörlega að púlla þetta! Var erfitt að sjá lokkana hverfa?

Mér líst ótrúlega vel á þetta! Er eiginlega bara ennþá í sjokki en eins og er þá er ég mjög sátt við útkomuna. Varðandi að sjá lokkana fara þá voru þetta svo skrítnar aðstæður með myndavélar frá mismunandi miðlum og það að vera í miðju viðtali olli því að ég kannski náði ekki almennilega að spá í þessu fyrr en eftir á. Mér fannst skrítið að halda allt í einu á öllu hárinu mínu í poka, verð að viðurkenna það 🙂

Komu þér á óvart þessu gífarlegu viðbrögð sem þú fékkst á söfnuninni?

Já það kom vissulega á óvart, og einnig viðbrögðin sem ég fékk þegar ég rakaði af mér hárið. Mér finnst samt mikilvægt að fólk sjái af hverju ég var að gera þetta. Þetta snýst ekki bara um hárið heldur það að opna sig um sína andlegu vanlíðan og leita sér hjálpar.

Það var aðdáunarvert hve opin þú varst um þínar eigin sjálfsskaða hugsarnir á Snapchat. Hvernig tóku fylgjendur þínir þessu öllu?

Ég var ótrúlega hræðdd um að fá slæm viðbrögð en hingað til hef ég einungis fengið góð viðbrögð, og miklu meiri en ég þorði að vona. Það er ég ótrúlega þakklát fyrir! Ég hef heyrt frá fólki sem ég þekki og frá ókunnugum. Mest í gegnum snapchat en líka í gegnum Facebook og Instagram.

Hvernig er líðanin eftir alla þessa athygli síðustu vikur? Ertu ekki stolt af að hafa náð söfnunarmarkmiði þínu og aukið umfjöllun á geðheilsu?

Ég er held ég enn í smá sjokki. Í gær fékk ég algjört spennufall og veit að ég þarf að passa vel upp á mig næstu daga og vikur. Ég er virkilega ánægð að sjá að þetta fær fólk til að hugsa og að ég sé búin að ná að safna fyrir útmeð’a sem er svo verðugt málefni! Í samfélaginu í dag er svo mikið um neikvæða umfjöllun um úrræði fyrir fólk með geðheilbrigðisvandamál og sú umræða á alveg rétt á sér. Ég vildi því koma með það jákvæða fram og sýna að það eru til úrræði og það að þrátt fyrir að vera með kvíða og þunglyndi þá eru til aðferðir og úrræði í boði. Það er hægt að komast upp úr vanlíðan með ýmsum leiðum og fyrsta skrefið í átt að bata er að opna sig og tala um vanlíðanina. ÚTMEÐA! Þannig var það algjörlega hjá mér, ég var í mikilli afneitun og þurfti að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér og síðan öðrum.

Finnst svo frábær þessi setning hjá þér: ekki skammast þín fyrir að líða illa! Viltu fara aðeins nánar í hana?

Það líður öllum illa einhvern tímann. Það er eðlilegt en það er alveg ótrúlega mikið taboo. Ef þér líður aldrei illa veistu ekki hvað það er að vera hamingjusamur. En það er ekki eðlilegt ástand að vera í þunglyndi og jafnvel að skaða sjálfan sig og kannski á endanum taka sitt eigið líf. Við megum þó ekki skammast okkur fyrir þessar tilfinningar og vanlíðan. Það er ekkert til að skammast sín fyrir! Við þurfum að geta rætt um það ef okkur líður illa og fá viðeigandi aðstoð.

Viltu koma einhverju fleiru á framfæri sem þú hefur kannski ekki haft tækifæri á að segja:

Mig langar að koma fram á þeirri mikilvægu tengingu sem er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hreyfing er mjög mikilvægur þáttur sem hægt er að nota í baráttunni við þunglyndi og kvíða. Einnig langaði mig að koma til fólks að ekki vera hrætt við að láta vaða í lífinu. Við eigum bara eitt líf og einn líkama, stökktu á það, tækifærin bíða þín fyrir utan þægindarammann.

 

Óska Alexöndru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur, tökum hana á orðinu og skömmumst okkur ekki fyrir það ef okkur líður illa, leitum hjálpar og finnum hamingjuna aftur. Mæli með að fylgja henni á snapchat: Lexaheilsa.

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow