Eldri færslur eftir merkjum fyrir fylgihlutir

TASSEL EYRNALOKKAR

Ég og tassel eyrnalokkar erum bestu vinir og  þar sem ég vinn í skartgripabúðinni SIX í Danmörku þá gríp ég allar tegundir af tassel eyrnalokkum sem koma inn. Þessir á myndinni eru mínir nýju uppáhaldseyrnalokkar og nota ég þá óspart. Myndin er því miður ekki í bestu gæðunum en vildi sem hafa hana með til að sýna ykkur dýrðina!

Hef í raun alltaf tengt þessa tegund eyrnalokka við það sem hékk niðri í gluggatjöldunum í gamla daga og á púðunum heima hjá ömmu og afa. En eins og fjaðraeyrnalokkarnir sem voru must have fyrir nokkrum árum þá eru þeir það sem mest er inni í dag. Ég elska þennan stíl og því stærri, því betri! Ég reyndar á mun minni útgáfu sem ég nota oft þegar ég er með hárið uppi og finnst það fallegt og hentar vel þá daga ég vil hafa það frekar einfalt og stílhreint. En þegar ég vil “ make a statement“ þá tek ég fram þá stærri gerðina og fíla mig í botn! Hér eru nokkrar tegundir sem eru á óskalistanum núna, ( búin að kaupa alla úr minni búð!) þeir fást í Gina tricot sem ég er svo heppin að hafa hér í Svíþjóð þar sem ég bý.

Ohhh svo fallegt!!! og fer öllum vel! Mæli með að fjárfesta í svona lokkum og ekki vera hrædd við að missa þig í smá litadýrð til dæmis rauðir, bláir, bleikir þetta virkar allt saman og kemur svo vel út. Enjoy!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Skartaðu skarti!

Skart og fylgihlutir almennt eru eitthvað sem ég pældi ekki mikið í þegar ég var yngri. Keypti eina eyrnalokka sem ég notaði í mörg ár, sama með hálsmen og töskur. Notaði þar til þetta varð svo slitið og ónýtt að ég gat ekki notað það lengur. Tók ástfóstri við nokkra hluti og það voru kostir og gallar við það, kostirnir voru að ég eyddi ekki miklum peningum í fylgihluti, gallarnir voru að mér fannst ég aldrei rosalega flott með þetta, bar þetta bara af vana og hlutirnir fóru að missa upprunalega glansinn sinn. Síðan týndist þetta eða þurfti að henda og ég hafði ekki glóru hvað mig langaði að kaupa í staðinn.

Eftir að ég byrjaði að vinna í skartgripa og fylgihlutaverslun ( SIX og I am ) fyrir sjö árum síðan breyttist þetta allt! Hvern dag fékk ég að að prófa eitthvað nýtt og ég ýtti mér í að nota eitthvað sem ég myndi endilega ekki nota annars. Stór og litrík hálsmen, eyrnalokka, armbönd notaði ég hvern dag og var svo ánægð með mig. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því að setja á sig ákveðið skart og ég sé þetta sem tjáningarleið. Rétt eins og þegar við klæðum okkur/málum okkur, hvað viljum við tjá til annarra með þessu outfitti eða makeuppi? Listræna hliðin mín elskar þetta! Farðu í bolinn/kjólinn sem þér fannst svo flottur en sem þér fannst þú aldrei geta púllað, skartaðu þínu fínsta skarti og farðu út og sýndu heiminum þig! Undursamlega þig sem stendur út úr margmenninu og lýsir þínu bjartasta ljósi. Get lofað þér að sjálfsöryggið fer í topp og þú verður eftirminnanleg..á góðan hátt 😉

Hér er pínku partur af mínu skarti sem ég gjörsamlega elska! Getið veðjað á það að þið fáið að sjá fleiri skartblogg í framtíðinni þar sem ég bæti endalaust við mig nýju skarti!

Þessi slaufa/ hálsmen var alveg að gera sig við þetta outfit! Leið pínku Kawaii, japanski stíllinn að sýna sig smá 😀

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Fylgdu okkur á


Follow