Eldri færslur eftir merkjum fyrir frí

Isla Mujeres

Ég verð að segja það að einn af hápunktum síðasta sumars var klárlega dagsferðin sem við fórum í til Isla Mujeres frá Cancún. Ef ég hefði vitað meira um eyjuna áður en við fórum þá hefði ég klárlega valið að gista eina nótt þar og eyða meiri tíma á henni.
Isla Mujeres er semsagt lítil eyja rétt fyrir utan  Cancún og hún er alveg stútfull af hlutum til að skoða. Það er mjög vinsælt að leigja gólfbíl til að keyra um eyjuna og það er einmitt það sem við ákváðum að gera. Þar sem myndir segja meira en þúsund orð ætla ég bara að vera stuttorð og sýna ykkur myndir frá deginum okkar á eyjunni frekar en að segja ykkur frá því. 

I have to say that our day trip to Isla Mujeres was truly one of the highlights of our trip to Cancún this summer. If I had known more about the Island before we decided to go I would have probably booked a hotel for one night though. We rented a golf cart to drive around the Island and it was so much fun! I here are the photos from our day trip. 

Ef þið eruð að pæla í ferð til Cancún þá er Isla Mujeres eitthvað sem þið megið alls ekki sleppa. Þetta er klárlega eitt af því skemmtilegra sem við gerðum í ferðinni! 

If you are thinking about going to Cancún you absolutely have to take a day trip to Isla Mujeres. You have to do it!

Skilgreindu frí?

Ég ætla að vera hreinskilin við ykkur. Það er bara hörku vinna að ferðast með einn 11 mánaða sem er að taka tennur og eina 4 ára orkusprengju! En á sama tíma og þetta er krefjandi þá er líka hörku stuð hjá okkur – aldrei dauð stund nema þegar við sofum. Jájá kæru lesendur svona virka frí með ung börn 😉 

Í gær fórum við í dýragarðinn Terra Natura á Benidorm og svo í verslunarferð fram eftir kvöldi í La Marina Centro Comercial. Ótrúleg upplifun fyrir krakkana að skoða dýrin og var þetta mjög vel heppnaður dagur að mati allra. 

Í dag var keyrt til Alicante og skoðað Explanada de Espana sem er æðisleg gata sem liggur meðfram ströndinni. Fullt af veitingastöðum og mörkuðum sem gaman er að skoða. En hitinn fór í 34 gráður sem var alltof mikið þannig að við forðuðum okkur um kl. 16:00 og auðvitað beint heim á hótel í sund! Eða svona næstum því, við týndum bílnum og vorum mjög lengi að finna hann aftur! En það hafðist á endanum svona korter í meltdown!

Nú eigum við viku eftir og við ætlum að nýta hana vel! ?


Katrín

Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Fjölskyldan er að njóta!

Ó, elsku Spánn sem stendur alltaf fyrir sínu!

Hér skín sólin á okkur og hiti er í kringum 30 gráðurnar. Fyrsti dagurinn fór í það að skoða svæðið í kringum okkur, busla í sundlauginni og borða góðann mat. Svo var farið snemma að sofa enda allir svolítið laskaðir eftir flugið nóttina áður.

Hótelið okkar er glæsilegt að mestu leiti (maður hefur vissar væntingar á fjögra stjörnu hóteli) ég væri t.d. alveg til í að hafa betra Wifi því þá væri ég löngu búin að skella í færslu 😉 En við erum búin að hitta fullt af íslendingum og staðurinn er ótrúlega barnvænn sem er það sem við vorum helst að leitast eftir. 

Frá og með deginum í dag erum við með bílaleigubíl sem gefur okkur færi á að skoða aðeins meira. Við keyrðum til Altea í dag en það var alltof heitt fyrir göngutúr um bæinn! Það var því skellt sér beint í sundlaugina þegar við snérum heim á hótelið. 

Við erum allavega alveg að njóta í botn og ætlum í dýragarðinn á morgun að ósk Írisar Rutar. 

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 


 

Barnapían á Spáni

Það er alltaf svo gott að koma aftur heim í rútínu eftir fjölskyldufrí.

Í tilefni af 60 ára afmæli tengdaföður míns hélt stórfjölskyldan til Spánar í 10 daga. Við vorum það lánsöm að fá húsnæði að láni frá vinafólki og komum við okkur öll fyrir þar, kærastinn minn og systkyni hans, ásamt mökum og börnum og að sjálfsögðu foreldrum.

Þegar ég fer í fjölskyldufrí þá reyni ég að fara í raunverulegt frí, þar á meðal frá samfélagsmiðlum og bara símanum almennt. Ég vil frekar njóta augnabliksins heldur en að reyna að stilla börnunum upp í fullkomna myndatöku á ströndinni fyrir Instagam. Ég vil helst ekki vera með símann á mér en auðvitað vill maður ná skemmtilegum augnablikum á mynd til að eiga.

Þannig að í þessari færslu er ég ekki að fara að deila með ykkur fullkomnum myndum af mér í fríi, tönuð á ströndinni með börnin sólbrún og hlæjandi mér við hlið. Einfaldlega vegna þess að þær myndir eru ekki til. En mig langaði að deila með ykkur, klárega mínum bestu kaupum þarna á Spáni. Ég er eins og hver annar íslendingur, nýt þess að spígspora á mörkuðum og finna fallegt glingur fyrir heimilið – en þessa snilld keypti ég einmitt í síðustu verslunarferðinni, rétt í lokin til að fylla upp í töskurnar!

Boltaland fyrir Alexander! Ég hafði séð svona boltaland auglýst hér á Íslandi en það var selt á verði sem ég var ekki tilbúin að borga. Að mínu mati var það heldur ekki nógu litríkt og skemmtilegt eins og mér finnst barnadót eigi að vera. Þannig að eg keypti litla sundlaug sem var blásin upp, og síðan fyllti ég hana af boltum sem ég hafði keypt á markaðinum og ,,Vola“ – eitt stykki boltaland tilbúið til notkunar.

Þar sem við vorum með þrjú ungabörn (öll undir 1 árs) þá bölvuðum við því að hafa ekki keypt þetta strax á fyrsta degi þarna á Spáni. Þau unnu sér öll vel í boltalandinu og þetta var alveg ótrúlega góð barnapía þegar foreldrarnir vildu aðeins sóla sig í ró og næði.

Þegar heim var komið var þessu skellt upp á miðju stofugólfinu og allir voru ánægðir eins og sést á þessum myndum. Mæli með þessu ef einhverjir eru á leið í frí og eru að leita að afþreyingu fyrir börnin.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow