Eldri færslur eftir merkjum fyrir förðun

Smá sumarglóð

Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kannski út í það seinna en það er búin að vera ástæðan fyrir litlum innblæstri hjá mér þegar kemur að blogginu og þar af leiðandi fáum færslum. Svona er lífið víst bara. Til þess að koma mér aftur á létt ról þá langaði mig að deila með ykkur sólarpúðri sem ég er búin að vera að nota á hverjum degi núna í sumar… eðlilegur stökkpallur ég veit! 😉

Vöruna í færslunni fékk ég sendar til að prófa

Sólarpúðrið kemur frá Becca og kallast Gradient Sunlit Bronzer í litnum Sunrise Waves. Í sumar hef ég farið svolítið frá því að nota kremkinnaliti, sem ég nota annars alltaf, og notað þetta sólarpúður/bronzer í staðin.

Púðrið samanstendur af þremur litum af sólarpúðrum sem eru í stöku úrvali hjá Becca en í litnum Sunrise Waves eru það sólarpúðrin Bali Sands, Capri Coast og Bronzed Bondi. Út til hliðanna er síðan að finna Shimmering Skin Perfector, sem er heitið á ljóapúðrunum hjá Becca, í litnum Opal. Þannig maður er svolítið að fá tvennt fyrir eitt í þessu púðri – sólarpúður og ljómapúður.

Hér getið þið séð prufu af hverjum lit fyrir sig. Efstur er Bronzed Bondi næst er Capri Coast þar á eftir er Bali Sands og síðast er ljómapúðrið Opal. Það er hægt að blanda öllum litunum saman til þess að fá vel ljómandi bronzer en þar sem sólarpúðrin sjálf innihalda léttan ljóma nota ég alltaf bara alla litina í miðjunni saman og síðan Opal einan og sér til þess að setja efst á kinnbeinin ef ég vil vera extra ljómandi. Opal er oftast of dökkur fyrir mig en þar sem sólin hefur leikið við okkur í Danaveldi í allt sumar (sorrí Íslandsbúar) þá er húðin mín sólkysst og brún þannig að loksins get ég notað litinn á kinnbeinin.

Hérna getið þið séð mig með sólarpúðrið á mér. Það þarf voðalega lítið af því til þess að fá fallegan lit þar sem það er mjög litsterk. Hérna setti ég þó nógu mikið á mig svo það væri nú sýnilegt á mynd og eins og þið getið séð gefur það húðinni minni virkilega náttúrulega og fallega sumarglóð.

 Ég verð nú að segja að því meiri vörur sem ég prófa frá Becca því hrifnari verð ég af merkinu. Það er svo þægilegt að vinna með vörurnar frá þeim hvort sem þú ert að sækjast eftir náttúrulegu lúkki eða einhverju aðeins ýktara. Án efa eitt uppáhalds merkið mitt enda fer safnið mitt sístækkandi. Látið mig vita ef þið viljið sjá frá mér „must have“ lista frá merkinu. Þá hendi ég í hann með glöðu geði! 🙂

– Rannveig / @rannveigbelle

Brúðarförðunin hennar Meghan Markle

Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry bretaprins gekk að eiga amerísku leikonuna Meghan Markle og þar með urðu draumar mínir um að verða prinsessa úti! 😉

Brúðhjónin geisluðu í athöfninni og ég ætla ekkert að fela það að ég felldi nokkur tár… brúðkaup eru bara svo falleg!

Það kom mér pínulítið á óvart hversu látlaus brúðarkjóll Meghan var en eftir að hafa komist yfir það var ég alveg ástfagngin af heildarlúkkinu. Hún er svo stórglæsileg að hún þurfti engan kjól með massa af blúndu eða glamúr svo fallegi Givenchy brúðarkjóllinn hennar var alveg fullkominn fyrir hana.

Förðunin á brúðinni var líka látlaus og einstaklega náttúruleg þar sem áhersla var lögð á náttúrulegu ljómandi húð og bleika tóna. Hún var með nánast lítinn sem engan farða svo freknurnar hennar skinu vel í gegn og á vörunum og kinnunum bar hún bleikan lit sem passaði einstaklega vel við litarhaft hennar. Augun voru svo líka látlaus en þar var hún með brúnt smokey sem dró fram hennar fallega brúna augnlit svo allur fókusinn var eiginlega á augunum hennar. Það var förðunarfræðingurinn og vinur hennar Meghan, hann Daniel Martin sem að sá um förðun hennar á stóra deginum en mig langaði að deila með ykkur þeim vörum sem hann notaði í förðunina samkvæmt Harpers Bazaar. Daniel er Brand Ambassador fyrir Dior svo það var mikið um Dior vörur og þá sérstaklega Dior vörur sem eru ekki ennþá komnar í verslanir! Ég bíð því spennt þar til í júní þegar þessar dásemdir láta sjá sig en ég verð að næla mér í palletturnar og farðann! Einnig er Daniel litaráðgjafi hjá Honest Beauty sem er snyrtivörumerki Jessicu Alba svo eitthvað var um þær vörur líka á andliti brúðarinnar.

Hér má sjá lista af þeim vorum sem að Daniel á að hafa notaði á Meghan á brúðkaupsdaginn…

Farði: Dior Backstage Face and Body Foundation (Kemur 15.júní í Sephora)
Varir: Dior Lip Glow í litnum Coral Glow og Honest Beauty Truly Kissable Lip Crayon í litnum Sheer Chestnut Kiss
Skygging: Dior Backstage Contour Palette (Kemur 15.júní í Sephora)
Kinnalitur: Honest Beauty Creme Blus í litnum Truly Exciting
Maskari: Dior Diorshow Iconic Mascara og Honest Beauty Truly Lush Mascara
Eyeliner: Dior Diorshow On Stage Liner í litnum Matte Black
Augnskuggar: Dior Backstage Eye Palette í litnum Warm Neutrals (Kemur 15.júní í Sephora)

Fullkomin brúðarförðun! En hvað finnst ykkur… Fannst ykkur hún of látlaus eða alveg fullkomin eins og mér?

-RH / @rannveigbelle

Lúkk gærkvöldsins!

Jii það var svo gaman hjá mér í gær! Ég var svo heppin að fá boð í launch partí hjá NYX Professional Makeup hér í Köben þar sem nýju Love You So Mochi línunni var fagnað ásamt nýju Powder Puff varalitunum! Ég er ástfangin af Mochi línunni, hef aldrei prufað neitt henni líkt áður… ótrúlegt en satt! Ég sýni ykkur og segi ykkur meira frá viðburðinum sjálfum í annarri færslu en í þessari langaði mig að sýna ykkur förðunina mína í gær og segja ykkur hvernig ég náði henni.

Ég bar á mig Express brúnkukremið frá St. Tropez fyrr í vikunni svo ég var vægast sagt sólbrún um kvöldið og því langaði mig að gera einhverja sjúka gyllta goddess (en not to much) förðun þar sem ég er aldrei svona brún! Mér fannst mér bara takast mjög vel til enda leið mér rosalega vel um kvöldið og fannst lúkkið alveg draga það besta fram í mér😊 Svona getur makeup látið manni líða vel!

Hér eru vörurnar sem ég notaði

 Díses þegar ég sé þetta allt svona saman á mynd þá lítur út fyrir að ég hafi verið með massíft mikið á smettinu en svo var alls ekki! Það er greinilegt samt að þegar maður á svona mikið til af makeup-i þá er auðvelt að missa sig.

Það fyrsta sem ég gerði var að bera á mig Backlight Priming Filterinn frá Becca til þess að gefa mér ljómandi húð. Næst tók ég St. Tropez Gradual Tan Tinted primerinn sem er eiginlega bara litað dagkrem og setti það yfir allt andlitið líka. Þá varð smettið mitt að sama lit og líkaminn minn! True Match hyljarann frá L’Oréal notaði ég síðan til þess að hylja undir augunum og festi hann síðan með lausa Mineral púðrinu mínu frá Lavera. Það sem gerði förðunina mína var samt lausa púðrið í litnum Golden Hour frá Becca!! Jemundur og bróðir hans hvað það er fallegt! Sér færsla um það coming soon en púðrið setti ég létt yfir allt andlitið. Dr. Hauschka sólarpúðrið fór svo undir kinnbeinin mín og Corolosta kinnaliturinn frá Benefit á kinnarnar. Að sjálfsögðu kom ekki til greina en að nota neitt annað ljómapúður en frá NYX Professional Makeup og gyllta púðrið úr Love Contours All pallettunni varð fyrir valinu. Svo fallegt! Förðunina festi ég svo með Lavender Fix+ spreyinu frá MAC. Á varirnar setti ég Creme Brulee butter glossið frá NYX Professional Makeup en augnförðunina mína geri ég nákvæmlega eins og í myndbandinu hér:

Í þetta skiptið blandaði ég þó saman svarta og brúna Smokissime augnskuggunum alveg upp við augnhárarótina. Á aughárin fóru svo Falsh Lash Maximizer primerinn frá MAC og Lash Sensational Extra Black maskarinn frá Maybelline.

Annars hlakka ég til að sýna ykkur fleiri myndir frá viðburðinum en ég átti dásamlegt kvöld með yndislegu fólki❣️ Þar til þá finnið þið smá brot frá kvöldinu mínu í IG story hjá mér og í IG Highlights ef það er dottið úr Story, undir nafninu LY SO MOCHI. Þið finnið mig á instagram undir @rannveigbelle.

-RH / @rannveigbelle

MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf eða eru í einkaeigu

Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stutt og einfalt myndband sem að sýnir ykkur skref fyrir skref nákvæmlega hvernig ég náði þessari einföldu gylltu smokey augnförðun og ég held að mér hafi bara tekist ágætlega til 🙂

Í förðunina notaði ég In Your Element Metal pallettuna frá NYX Proffessional Makeup sem og Love Contours All pallettuna frá þeim. Mig langaði að gera frekar 3D-legt smokey án þess þó að það væri beint Halo förðun þannig að ég setti langmest af metal aungskugganum á mitt augnlokið en hafði hann töluvert þynnri út til hliðanna. Ég vona að það hafi komist skýrt til skila í myndbandinu.

Hér er svo myndbandið! Vonandi líst ykkur vel á 😀

P.S. Það verður ekki Bachelor færsla þessa vikuna þar sem síðasti þáttur var bara of mikið blah fyrir minn smekk. Ég skal samt reyna að gera færslu fyrir næsta þátt!

-RH / @rannveigbelle

Fyrir alla sem elska METAL

Pallettuna fékk ég í gjöf

Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekki í hendurnar fyrr en í byrjun janúar þar sem hún var föst í póstinum og það þurfti að endursenda hana fram og tilbaka á milli landa. Ég veit ekki hversu mörg email ég þurfti að senda á þennan blessaða póst en ég komst þó allavega að því að Post Nord er ekki alveg með hlutina á hreinu. Geymi það því í kollinum næst. En þrátt fyrir allt þetta vesen og þrátt fyrir það að ég er næstum tveimur mánuðum of sein með umfjöllunina mína langaði mig nú samt að sýna ykkur fallegu In Your Element Metal pallettuna frá NYX Professional Makeup.

Pallettan er hluti af In Your Element línunni frá þeim sem kom í takmörkuðu upplagi en línan inniheldur sex mismunandi tegundir af pallettum sem allar eiga að tákna mismunandi„frumefni“. Palletturnar sex eru Metal (sem þið sjáið hér), Water, Wind, Earth, Air og Fire. Ég veit ekki hvort það sé góður eða slæmur hlutur að þetta þema og þessi heiti á pallettunum minna mig á myndina The Last Airbender en þið sem hafið séð hana skiljið eflaust hvers vegna 😉

Metal pallettan sem ég fékk inniheldur 12 fáránlega flotta liti sem eins og nafnið gefur til kynna hafa allir metal áferð. Sumir eru þó meira glimmeraðir en aðrir svo ég mæli með því að nota einhverskonar glimmerlím eða mixing medium með þeim litum en ég mæli sterklega með Multitasker Mixing Medium frá NYX Professional Makeup í þeim efnum því ég nota það alltaf. Ef þið eigið síðan Fix+ frá MAC eða eitthvað svipað því spreyi þá er einnig hægt að nota það til þess að bleyta aðeins upp í litunum. Þá verða augnskuggarnir ennþá litsterkari og það poppar aðeins upp á metal áferðina þeirra.

Hér getið þið síðan séð litaprufur af öllum litunum sem eru í pallettunni. Eins og þið sjáið eru engir mattir litir í pallettunni þannig að þessir litir eru ætlaðir til þess að krydda aðeins hvaða lúkk sem er. Annað hvort er hægt að nota þá eina og sér yfir augnlokið eða í innri augnkrók eða blanda þeim saman með þeim möttu augnskuggum sem þið eigið nú þegar.

Ég tók síðan upp stutta sýnikennslu með pallettunni sjálfri þar sem ég gerði fallegt og einfalt gyllt lúkk en ég ætla að reyna að klippa myndbandið til og birta það hér á morgun. Krossa putta og tær að það tekst! 🙂

-RH / @rannveigbelle

Hvernig á að nota FIX+ frá MAC – Nú með lykt!

Færslan er ekki kostuð – Vöruna (Fix+ með lykt) fékk ég í gjöf

Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört „must“ og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera litla færslu um hvernig hægt er að nota spreyið í tilefni þess að núna er búið að bæta FIX+ með lykt við fast vöruúrval hjá MAC!

Núna er því hægt að fá FIX+ með Coconut, Lavender og Rose lykt en þessar lyktir voru fyrst hluti af takmarkaðri sumarlínu árið 2015. Þar sem spreyin slógu svona líka rækilega í gegn hafa þau hjá MAC ákveðið að gera nokkra af þeim ilmum ávalt fáanlega héðan í frá. Í sumarlínunni 2015 var einnig að finna Cucumber og Yuzu ilm en þeir eru því miður ekki með endurkomu að þessu sinni. Ég man að ég lyktaði af þeim árið 2015 í Sephoru í Frakklandi. Þá voru bara sýnishornin eftir af þeim ilmum sem að hafa komið til baka núna í ár en Yuzu og Cucumber voru ennþá til og mér fannst lyktin af þeim bara ekki góð svo ég keypti mér þá ekki. Ég græt þá því ekki þar sem kókos og lavender voru hvort sem er í uppáhaldi! 😀

En eigum við ekki aðeins að fara yfir hvernig má nota spreyið góða og hvað gerir það svona einstakt?

FIX+ er í eðli sínu rakamist þar sem það inniheldur bæði vítamín og steinefni ásamt grænu tei, kamillu og gúrku. Það róar því húðina ásamt því að næra hana og gefa henni ákveðið orkubúst. Ég elska til dæmis að úða einhverjum svona rakamistum yfir andlitið þegar líða tekur á daginn en það hressir mig alltaf við og hleður batteríin til þess að geta klárað daginn með trompi. Eitt af aðal innihaldsefnunum í FIX+ er Glycerin sem er efni sem er oftast notað í farðagrunna því það grípur í farðann og sér til þess að hann haldist fullkominn allan daginn ásamt því að veita húðinni raka í leiðinni. Þess vegna hentar FIX+ svona rosalega vel til þess að úða yfir förðun eftir ásetningu eða þá sem rakamist yfir daginn til þess að hressa húðina eða förðunina við.

Hér eru nokkrar af mínum uppáhaldsleiðum til þess að nota FIX+

Úða á hreina húðGefur henni aukinn raka og ferskleika.

Úða yfir augnskugga á augnskuggaburstaGerir augnskuggann ennþá litsterkari við ásetningu.

Úða yfir farða og púðurBræðir allt saman svo að grunnurinn verður algjörlega lýtalaus.

Úða yfir andlitið seinni part dagsLífgar upp á vitin.

Úða aftur yfir förðunLífgar upp á förðunina eftir langan dag.

Bæta við farðaEf að ég vil þynna farða og gefa honum minni þekju.

Bleyta upp í Paint PotEf að Paint Pot frá MAC eða kremaugnskuggi sem ég á er orðinn þurr úða ég alltaf smá FIX+ í dolluna og blanda upp í litnum með litlum spaða. Kremaugnskugginn verður þá eins og nýr.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessi litlu ráð eitthvað þegar kemur að FIX+ en ef þið hafið ekki prófað spreyið ennþá þá hvet ég ykkur eindregið til þess. Ég hef farið í gegnum ófáar flöskur og mun eflaust fara í gegnum mun fleiri í lífinu. Sú næsta mun vera með kókoslykt!

-RH / @rannveigbelle

Áramótaförðunin mín 2017

Áramótaförðinin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman „too much“ ef svo má að orði komast. Ég kaus því að gera svona „lived in smokey“ þar sem að smokey förðunin er ekki of fullkomin heldur frekar svona greasy og hrá. Núna þegar ég skrifa það þá hljómar það ekkert sérstaklega geðslega en það kom samt mjög vel út! Ég setti síðan kaldtónan silfur glimmer augnskugga í innri augnkrók til þess að tengja lúkkið saman við kjólinn minn og að sjálfsögðu nóg af kolsvörtum maskara.

Ég ákvað síðan að hafa húðina mína vel ljómandi til þess að kjóllinn myndi ekki gjörsamlega gleypa mig svo lítið af farða en mikið af ljóma varð fyrir valinu! Uppáhalds ljómatvennan mín sem ég er búin að nota óspart í desember rataði því á kinnbeinin mín en ég ætla mér að sýna ykkur þessa tvennu ásamt burstanum sem ég nota betur í færslu í næstu viku. Á varirnar setti ég síðan Nuit & Jour varalitinn frá Lancome sem er minn allra uppáhalds nude litur en hefur verið týndur hjá mér í næstum því ár en ég fann hann síðan í síðustu Íslandsheimsókn í vasanum á einum pels sem ég skildi eftir heima þegar ég flutti. Mikið var ég glöð þá! 🙂

-RH (Instagram: @rannveigbelle)

Dior jólagjöf

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Minn elskulegi kom mér heldur betur á óvart á jólnum þegar hann gaf mér þessa Dior pallettu í jólagjöf. Hann kom mér nú reyndar meira á óvart þegar ég opnaði handprjónað eyrnaband sem hann hafði gert sjálfur en það er önnur saga – kannski ég sýni ykkur það hér við fyrsta tækifæri bara! Í ár ákváðum við að vera bara létt á gjöfunum þar sem við ætlum að fara erlendis í sumar svo Dior pallettan kom mér heldur betur á óvart. Pallettan er hluti af jólalínu Dior, er í litnum Emerald og minnir óneitanlega á glitrandi gimsteina þegar maður heldur á henni.

Ég gerði því „létta“ Dior förðun þegar ég fór í jólaboð annan í jólum en augnskuggarnir eru úr sömu silkimjúku Dior formúlu og maður er vanur. Hér getið þið séð myndir sem ég smellti af förðuninni.

Gull og Dior glamúr… klikkar ekki!

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)

Sumar vörur í færslunni keypti ég sjálf, aðrar fékk ég í gjöf

Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra best um jólin og notið alveg í botn með ykkar nánustu. Ég átti alveg yndisleg jól með mínu fólki þó ég át hreinlega yfir mig og er nánast bara búin að liggja síðustu daga. En nóg um jól og át nú fer að koma gamlárs og þá er ekki seinna vænna en að draga fram glamúrinn! Ég var búin að lofa sýnikennslu með Too Faced jólapalettunni sem ég fjallaði um um daginn HÉR og ég ætla mér svo sannarlega að standa við það. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði til þess að ná þessari förðun.

Augu: Too Faced Best Year Ever pallettan, NYX Lid Lingerie Matte í litnum Checkmate, Wonder’fully Real maskarinn frá Rimmel, Pure Color Kajal Eyeliner frá Estée Lauder í litnum Blackened Cocoa.

Andlit: Sólarpúður, kinnalitur og ljómapúður úr Too Faced pallettunni.

Varir: Honey Lacquer frá Max Factor í litnum Honey Rose.

Ég byrjaði á því að setja á mig farða og notaði síðan sóalrpúðrirð (Chocolate Soleil), Kinnalitinn og ljómapúðrið úr pallettunni. Ljómapúðrið er mjög kröftugt og inniheldur pínu glimmer þannig að passið að setja ekki of mikið af því í einu því það getur verið auðvelt. Annars mæli ég með því að nota verulega léttar hreyfingar þegar verið er að bera á sólarpúðrið, alveg það léttar að þið setjið varla neinn þrýsting á burstann því annars getur reynst erfitt að blanda úr því á húðinni. Sérstaklega ef þið hafið ekki púðrað farðann undir.

Ég  held að NYX Lid Lingerie í Checkmate sé búin að vera aðalstjarnan í þessum hátíðarsýnikennslum hjá mér en ég hef notað hana í nánst allar farðanirnar. Ég skellti augnskugganum á augnlokið og blandaði úr honum til þess að fá fallegan brúnan smokey grunn.

Næst tók ég dökkbrúnan eyeliner sem auðvelt er að blanda út og setti hann þétt upp við efri augnhárarótina. Ég máði síðan línuna út upp á við til þess að gera grunninn enn meira smokey.

Ég varð hreinlega að nota græna litinn sem heitir Trimmed úr Too Faced pallettunni þar sem ég var í grænum bol og liturinn hreinlega öskraði á mig. Liturinn er pínu lithverfur en hann byggir á svörtum grunni svo sumstaðar sjáið þið litinn sem grænan en annarstaðar sjáið þið hann sem svartan. Það fer allt eftir því hvar ljósið lendir á hann. Litinn tók ég upp með fingrinum og stimplaði honum yfir allt augnlokið.

Til þess að tengja augnförðunina bar ég örlítið af græna litnum meðfram neðri augnháralínunni, en alls ekki of mikið.

Næst tók ég gyllta litinn úr Too Faced pallettunni sem heitir Party Over Here! og er frekar dökk gylltur og setti hann yfir grænalitinn meðfram neðri augnháralínunni ásamt því að setja hann í innri augnkrók.

Ég setti síðan mikið af maskara á bæði efri og neðri augnhárin og setti léttbleika glossið frá Max Factor í litnum Honey Rose á varirnar.

Þetta er þá lúkkið! Grænt og glansandi glamúr smokey fyrir gamlárskvöld 🙂

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

Hátíðarlúkk #3 (Gigi) – SÝNIKENNSLA

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline nokkrar vörur úr línunni og ég er varla búin að leggja frá mér pallettuna en ég fékk East Coast augnskuggapallettuna í litnum Cool. Ég notaði hana líka um daginn þegar ég var að kenna mitt fyrsta förðunarnámskeið og allar voru voða hrifnar af henni. Mig langaði að gera frekar grungy 90’s legt lúkk með vörunum hennar Gigi en hér fyrir neðan getið þið séð nákvæmlega hvernig ég náði þessu lúkki og hvaða vörur ég notaði.

Ég ætlaði nú ekkert að koma inn á það en ég held ég bara verð… HVERSU TRYLLTAR eru þessar umbúðir!!!

Hérna eru þær vörur sem ég notaði í lúkkið:

Augu: NYX Lid Lingerie í litnum Checkmate, Gigi Hadid Eyeshadow Palette í East Coast Cool, Gigi Hadid Fiber Mascara.

Andlit: Gigi Hadit Tinted Primer í Light/Medium + Farði og hyljari

Varir: Gigi Hadid varalitur og varablýantur í litnum Taura

Ég byrjaði á því að móta andlitið mitt með Tinted primernum. Fyrst ruglaði þessi vara mig rosalega en ég fann út úr henni á endanum. Tinted Primerinn á að nota til þess að móta andlitið áður en að borið er á það farði og hyljari. Þetta á að gefa andlitinu mótað yfirborð ásamt því að gefa því má sólarkyssta hlýju. Hér er ég því búin að móta andlitið mitt með primernum en hann setti ég undir kinnbeinin mín, aðeins upp við hárrótina á enninu og rétt meðfram kjálkanum mínum. Áður en þið haldið áfram skuluð þið leyfa primernum að setja sig inn í húðina svo að hann dreifist ekki út um allt andlitið þegar þið farið yfir hann með farða.

Síðan þegar ég var búin að því bar ég á mig farðann minn, hyljara og highlighter rétt eins og ég myndi alltaf gera. Ég passaði mig samt á því að hafa ekki mikla þekju yfir þeim stöðum sem ég setti primerinn svo hann myndi aðeins sjást.

(Sorrí að myndin er smá blörruð) Rétt eins og ég nefndi í síðustu sýnikennslu er ég ástafangin af nýju möttu Lid Lingerie kremaugnskuggunum frá NYX enda mun þessi litur sérstaklega koma mikið fram í sýnikennslum hjá mér. Þetta er liturinn Checkmate og hann setti ég yfir allt augnlokið og blandaði hann út með gervihárabursta. Þetta er þá orðinn grunnurinn okkar fyrir augnförðunina.

Næst tók ég brúnan Kohl eyeliner, hvaða brúni eyeliner ætti að virka, og setti hann alveg upp við rótina á efri augnháralínunni minni. Litinn máði ég svo út með pencil bursta til þess að skapa smokey áferð.

Smokey áferðina ýkti ég síðan enn frekar með því að taka dökkbrúna augnskuggann úr pallettunni, lagði hann yfir eyelinerinn og blandaði hann út upp á við. Passið ykkur bara á því að hafa litinn sterkastann alveg upp við augnhárarótina og látið hann svo blurrast (er það orð?) upp á við til þess að fá hina fullkomnu smokey áferð.

Til þess að gera förðunina hátíðlega tók ég ljósgyllta litinn úr pallettunni og stimplaði honum á augnlokið með fingrinum, alveg frá augnhárarótinni og upp undir augabrúnina. Þessi augnskuggi er gjörsamlega fullkominn í þetta og setur ofboðslega fallega áferð á förðunina þar sem það er smá glimmer í honum.

Að sjálfsögðu setti ég dökkbrúna eyelinerinn í efri og neðri vatnslínuna til þess að gera förðunina enn dramatískari en það má að sjálfsögðu sleppa því. Einnig setti ég á mig maskara en Fiber maskarinn frá Gigi virkar þannig að fyrst er sett ein umferð af maskaranum, síðan er sett ein umferð af trefjunum (sem eru á hinum endanum á túpunni) og að lokum er sett önnur umferð af maskaranum. Þannig verða augnhárin extra mikil um sig og flott.

Ég notaði Taura varablýantinn til þess að móta varirnar áður en ég setti varalitinn á mig.

Taura varaliturinn er síðan virkilega flottur frekar 90’s legur mauve litur sem gerir lúkkið að mínu mati. Hann er líka þægilegur á vörunum og endist rosalega lengi. Ég borðaði til dæmis humarsúpu, lambakjöt og sötraði á hvítvíni en samt var varaliturinn ennþá á mér eftir herlegheitin.

Þetta er þá lúkkið! Sjáið þið ykkur ekki fyrir ykkur skarta þessu lúkki yfir hátíðina?

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

 

Fylgdu okkur á


Follow