Eldri færslur eftir merkjum fyrir fegurð

Skin Perfecting!

Mig langar til að segja ykkur frá Skin Perfecting 8% AHA lotion frá Paula´s Choice sem ég hef verið að nota núna í 6 vikur.

,,Létt og rakagefandi krem sem dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Inniheldur 8 % glycolic sýru (AHA) sem er vatnsleysanleg og vinnur því mest á yfirborði húðarinnar, dregur úr hrukkum, litablettum, leðurkenndri húð og sólarskemmdum á húð.  AHA sýra eykur einnig getu húðar í að binda raka og dregur þannig úr þurrkablettum á húð.  Kremið inniheldur líka sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum.  Sýran örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  Hentar best blandaðri húð og þurri til mjög þurri húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.“

Mín upplifun:


Húðin mín:
Ég er 29 ára gömul, með fínar línur á þessum týpísku stöðum og mikið af örum eftir bólur á yngri árum. Húðin mín er blönduð, ég fæ þurrkubletti í kringum nefið, en get síðan skartað bólum á höku eða enni. Ég er mjög næm fyrir áreiti og hitabreytingum, sef lítið enda tveggja barna móðir með vefjagigt og hef því tekið eftir myndarlegum baugum seinustu mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hugsa vel um húðina mína og ég veit að ég get náð ótrúlegum árangri þegar ég nota réttu vörurnar.

Umbúðir:
Kremið kemur í 100 ml túpu með pumpu og kostar 5.990 kr hjá Tigerlily.is sem er virkilega gott verð fyrir svona mikið magn af vandaðri vöru með góðri virkni. Ég elska krem með pumpu sem skammtar þér nákvæmlega því magni sem þú þarfnast. Það er hreinlegra og verndar vöruna fyrir bakteríum og óhreinindum.

Innihald og notkun:
Glycolic Acid er innihaldsefni númer tvö i þessu kremi en hún djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Við viljum að virk innihaldsefni séu ofarlega á listanum. AHA sýrur eru ákjósanlegri þegar húðin er þurr og með sólarskemmdum því þær vinna á yfirborði húðarinnar og hjálpa að auki húðinni að binda betur raka. AHA sýrur eru áhrifaríkastar í styrkleikanum 5-10 %. Öllum gagnslausum efnum sem geta skaðað húð er sleppt í öllum vörum frá Paula´s Choice. Þetta eru t.d. alkóhól, ilmefni, litarefni og fleiri efni sem erta húð og valda þannig skaða djúpt niðri í húðlögunum. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Ég byrjaði á því að nota kremið 1x á dag eftir að hafa hreinsað húðina með RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser. Fyrst þegar ég bar kremið á fann ég fyrir smá sting en það er eðlilegt þegar unnið er með sýrur. Eftir 5 daga komst ég að því að mín viðkvæma húð var að þola kremið vel og því fór ég að bera það á mig 2x á dag, kvölds og morgna.

Virkni:
Eftir að hafa notað vöruna í tvær vikur fannst mér húðin vera sjáanlega hreinni, mýkri og sléttari. Örin vöru enn á sínum stað enda bjóst ég ekki við neinu öðru en þau trufluðu mig ekki jafn mikið því að húðin hafði fengið þennan fallega ljóma sem gerði það að verkum að mér fannst húðin mín virkilega falleg þrátt fyrir nokkra fílapensla á nefinu og ör eftir bólur. Eftir 4 vikur fannst mér húðin unglegri og húðliturinn jafnari og núna eftir 6 vikur finnst mér húðin mín virkilega vel nærð og heilbrigð.

Þú getur nálgast vörurnar frá Paula´s Choice á Tigerlily.is.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Trítaðu þig janúar

faerslan_er_ekki_kostud-5

Ég leit í spegil þennan tiltekna morgun en spegilmyndin var ókunnug. Fyrir framan mig stóð illa sofin móðir, með bauga og hormónabólur, gráa og slappa húð sem hafði tapað útgeislun sinni og geymdi aðeins of marga fílapensla. Hárlos eftir meðgönguna var farið að gera vart við sig og því voru kollvikin orðin meira áberandi en áður. Ég var á leiðinni út í búð, klædd í alltof stóra flíspeysu, svartar adidas buxur og skítuga hvíta strigaskó. ,,Hver í fjandanum ert þú“??!, hugsaði ég með mér.

Nú segi ég stopp! Ég bið ekki um mikið. Ég vil fá einn dag í mánuði tileinkaðan mér, takk. Munið þið eftir árlega ,,Treat Yo Self´´ deginum hjá Donnu og Tom í Parks and recreation? Ég ætla að eiga þannig dag einu sinni í mánuði og deila með ykkur hugmyndum.

Eftir að hafa jafnað mig á þessari óhuggulegu sjón sem ég sá í speglinum fyrr um daginn hafði ég samband við snyrtistofuna FEGURÐ sem er staðsett á Linnetsstíg 2 í Hafnafirði. Berglind sem er eigandi stofunnar tengdi vel við þetta vandamál mitt en sjálf er hún tvíbburamamma og þekkir því bauga og þreytu manna best. Hún bauð mér að koma til sín á milli jóla og nýárs.

Ég hafði aldrei komið á þessa stofu fyrr en hafði þó heyrt góða hluti. Ég fékk stæði beint fyrir utan og fann innganginn strax. Þessi blíðlegi og ungi herramaður tekur á móti mér og ég tylli mér inn á biðstofuna sem var hlýleg. Ég tek af mér rennblautann jakkann en reyni að forðast spegilinn sem hangir hliðina á fatahenginu. Á slaginu 13:00 kemur Berglind, brosmild og glaðleg og býður mig velkomna. Við förum saman inn í herbergi sem er innar á ganginum og ég sest stólinn hjá henni. Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um hvað við værum að fara að gera. Þarna var ég mætt, með nakið andlit, úfið hár og í fullri hreinskilni örlítið veika sjálfsmynd.

Hún byrjaði á því að skoða húðina mína vandlega og ég fann það strax að hún hafði góða nærveru. Það var greinilegt að ég var í höndum fagmanns. Andrúmsloftið inn á stofunni var létt og áreynslulaust. Eftir 30 mínútur í stólnum hjá henni var ég búin að gleyma öllum mínum vandamálum og eftir 90 mínútur var ég endurnærð á líkama og sál. Ég bað hana um að lýsa fyrir mér meðferðinni:

,, Þú ert með skemmtilega krefjandi húðgerð, pínu ein með öllu. Yfirborðið var rakaþurrt, húðin mjög greinilega viðkvæm, háræðanetið sást vel en samt með nokkrar stíflur undir og fílapensla þannig ég ákvað að hressa tveggja barna móðirina vel, vinna á öllum þessum þáttum en einnig veita slökun og vellíðan. Ég byrjaði að yfirborðshreinsa húðina og notaði svo andlitsvatn úr Vegan línunni sem hreinsar vel en ertir ekki. Næst setti ég enzím djúphreinsir sem hreinsar vel niður í húðlög án þess að rispa eða erta húðina.“

Á meðan efnin voru að vinna sig inn í húðina notaði hún tímann og plokkaði á mér augabrúnirnar. Hún var  þægileg í samskiptum og við áttum margt sameiginlegt. Ég spurði hana spjörunum út um hina og þessa hluti sem tengdust húðvandamálum og hún gaf mér skýr og greinagóð svör og deildi með mér fróðleiksmolum.

,,Ég þreif húðina vel með heitum þvottapokum til að opna húðholur og setti mjög rakagefandi ampúlu beint á húðina og kælandi gel yfir sem ég jónaði niður í dýpstu húðlög. Þarna á eftir vildi ég nudda – bringu, háls, andlit og höfuð.
Næst þreif ég húðina og kreisti nokkra fílapensla. Þar á eftir fórstu í Dermatude meðferð sem eru nálar sem gata húðina u.þ.b. 2000 sinnum á sek þannig þú sjálf myndar nýja húð en með þessari meðferð vildi ég vinna á örum og draga saman húðholur.
Ég endaði meðferðina á kælandi og endurnýjandi maska og nuddaði hendur á meðan og kveikti að sjálfsögðu á nuddinu í stólnum“

Eftir þessa lúxus meðferð bað ég hana um að mæla með vörum fyrir mig sem hentuðu minni húðgerð. Ég var nokkuð viss um að hún væri í betra sambandi við húðina mína heldur en ég sjálf eftir þessar 90 mínútur í stólnum hjá henni. Hún var ekki lengi að taka saman andlitsvatn og dagkrem fyrir mig. Ég kvaddi Berglindi með bros á vör. Ég ætla sko sannarlega að kíkja til hennar aftur.

Kæru lesendur og kannski séstaklega þið elsku þreyttu mæður sem eruð í sömu sporum og ég var í. Tökum Donnu og Tom okkur til fyrirmyndar og pantið ykkur tíma í dekur. Það sem mér finnst líka svo æðislegt við snyrtistofuna Fegurð er að þú þarft ekki að vita fyrirfram hvað þú ætlar að gera. Hringdu, segðu hvert vandamálið er og hverju þú ert að leita eftir, taktu fram verðbil og bókaðu tíma! Berglind er snillingur í að setja saman meðferðir sem hentar hverjum og einum. Hún veitir persónulega þjónustu og kann ráð við öllum þessum húðkvillum sem við hin skiljum ekkert í.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow