Eldri færslur eftir merkjum fyrir Eldhús

Umbreyttu eldhúsinu með einföldum breytingum!

Hér fylgja ýmis ráð til að hressa upp á heildarlúkkið í eldhúsinu. Mjög einfaldir hlutir en gera svo mikið. Myndir frá PINTEREST og flest af vörum úr LAGERHAUS sem er ein uppáhaldsbúðin mín hér í Svíþjóð.

EINFALDAÐU!

Þarftu virkilega 30 gaffla, 20 hnífa, tugatals tuskur og annað sem liggur bara upp í eldhússkápunum hjá þér eða yfirtekur uppþvottavélina ?( þar sem flestir ná sér bara í nýjan gaffall og hníf, þar til allt er búið í skúffunni! ) Farðu yfir skúffurnar heima hjá þér og minnkaðu magnið á eldhúsáhöldunum, efast um að margir haldi veislur svo oft að þeir þurfi á öllu þessu að halda. Það eru ekki að koma 30 gestir heim til þín og þessi hnífapör eru bara að taka pláss. Sama á við um tuskurnar, hjá mér allaveganna margfaldast þær bara hvert ár, þegar ég kaupi aðeins fleiri trefjatuskur í búðinni annan hvern mánuð, þar sem ég hef ekki nennt að þrífa þær sem ég á eða finnst þær bara vanta heim. Hentu helminginum og neyddu þig til að þrífa þær sem þú átt. Það er góð tilfinning að hreinsa út úr skápunum.

FEGRAÐU ELDHÚSIÐ!

Það sem liggur oftast frammi í eldhúsinu hjá flestum okkar er uppþvottalögur, uppþvottaburstar og viskastykki. Með því að kaupa fallegar flöskur fyrir uppþvottalöginn, hengja upp flott viskastykki og finna eitthvað skemmtilegt til að setja uppþvottburstann í, þá allt í einu verður allt svo hreinlegt og fallegt ( og hlutirnir verða ekki fyrir okkur í eldhúsinu eða við þurfum ekki að fela þá inn í skápum )

ALLT SEM ER GRÆNT, GRÆNT FINNST MÉR VERA FALLEGT!

Gerðu það grænt! þá meina ég ekki að henda grænum lit á allt eldhúsið, heldur að bæta við plöntum og kryddjurtum og hafa á nokkrum vel völdum stöðum í eldhúsinu. Þetta gerir heildarlúkkið svo ferskt og aðlaðandi.

MIKILVÆGI SKURÐARBRETTIS!

Vandaðu valið á skurðarbretti, veldu eitthvað sem gleður augað ( og er vel nothæft ) og hafðu það síðan frammi á eldhúsbekknum fyrir allra augum! Fallegt skurðarbretti og jafnvel einn bakka með.

Annars mæli ég með því að halda eldhúsinu minimalísku, minna er meira og vandið valið á því sem er frammi. Get lofað því að þið eigið eftir að elska heildarlúkkið þegar það sem þið sjáið er eitthvað sem þið völduð sjálf og fannst fallegt. Skiptir mestu máli að halda í ykkar stíl og njótið að eyða tíma í eldhúsinu!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Eldhúsið á Hlíðarfelli – fyrir//eftir

Árið 1949 byggði langafi minn húsið þar sem fjölskyldan mín býr í dag, Hlíðarfell. Við höfum búið þarna í tæp 17 ár og þangað til fyrr á þessu ári var upprunalega eldhúsinnréttingin enn í notkun. Breytingar hófust í mars og framkvæmdirnar stóðu í um 2 mánuði. Enn á nokkuð eftir að gera í rýminu en þetta er langt komið og hér eru nokkrar fyrir og eftir myndir.

FYRIR

img_5010 img_5016 img_5018

Innaf eldhúsinu var lítið búr og voru þeir veggir teknir burtu og opnað inn í það sem var stofa.

EFTIR

img_8858 img_8859 img_8861 img_8863 img_8864 img_8865 img_8867 img_8872 img_8873 img_8876 img_8883 img_8886 img_8887 img_8888

Við erum alveg ótrúlega ánægð með útkomuna, og þá sérstaklega mamma sem á nú mest í þessu! Uppáhalds staðurinn minn í nýja eldhúsinu er klárlega bekkurinn með púðunum, það er eitthvað svo kósý að sitja þarna og fjölskyldumeðlimir keppast um að næla sér í þetta stæði eftir matinn.

 

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow