Eldri færslur eftir merkjum fyrir dress up

Blúnda

Ég er alveg óð í allt blúndu þessa dagana! jafnvel þó það sé ekki  nema pínu blúndu smáatriði sem sjást í dressinu. Það er eitthvað svo elegant og smart. Þarna á myndinni er ég í stuttermabol sem ég keypti á veromoda.dk sem er með svona breiðri blúndu að neðan. Ég notaði bolinn sem kjól á jólunum þar sem hann er frekar síður en ég hugsaði hann fyrir einmitt svona smáatriði þar sem að blúndan getur sést þegar ég er í bolnum undir þykkari peysum. 

-RH / @rannveigbelle

Draumastígvélin

Þessi stígvél úr Bianco urðu mín um daginn! Ég held ég hafi bara aldrei augum litið fallegri svört stígvél. Ég er skráð í snilldar Bianco klúbb hérna úti í DK þar sem ég fæ afslátt af skónum svo ég gerði mér glaðan dag um daginn og keypti mér tvö stórglæsileg pör. Þessi fást þó líka heima í Bianco á Íslandi en þau getið þið fundið HÉR. Mér líður sko eins og alvöru skvísu í þessum og er það ekki nákvæmlega það sem að góðir skór eiga að gera? Láta manni líða vel! 🙂

-Rannveig (Þið finnið mig undir @rannveigbelle á Instagram)

Dress up: My Carry’s

/- For my english readers, you can find the google translate button in the footer below

Fyrsta Danmerkurs dressfærslan takk fyrir góðan daginn! Við hjónaleysin erum bæði alveg að drukkna í lærdómi þessa dagana – það er greinilega svolítið öðruvísi að fara frá BS upp í master því að vinnuálagið er töluvert meira! Við erum þó búin að gera það að reglu hjá okkur að við gerum alltaf eitthvað skemmtilegt á sunnudögum eftir klukkan 3 þegar við erum búin að læra. Það gerðum við síðasta sunnudag líka og þá gat ég loksins klætt mig í þessa fínu peysu sem ég keypti í HM ásamt nýju dásamlegu Carry sokkabuxunum frá Oroblu.

Carry sokkabuxurnar eru grófar netasokkabuxur frá Oroblu sem eru virkilega flottar undir rifnar gallabuxur eða yfir aðrar svartar þunnar sokkabuxur eins og ég gerði hér síðasta sunnudag. Mér finnst kannski einum of að vera bara í þeim einum og sér en mig langaði samt að leyfa netinu að njóta sín svo þetta er fullkomin lausn til að vera í grófum netasokkabuxum án þess að vera ber. Þar sem netið í Carry sokkabuxunum er dálítið stærra en til dæmis netið í Tricot sokkabuxunum frá Oroblu skuluð þið fara varlega þegar þið klæðið ykkur í þær svo þið slítið þær ekki óvart.

Ég paraði síðan dressið við þennan létta jakka sem ég keypti líka í HM til að nota á aðeins sólríkari dögum þar sem ég tók engan slíka með mér frá Íslandinu. Það er svo bara búið að rigna á okkur nánast síðan við komum (sem er ágætt þegar maður er að læra) svo ég hef ekki haft mörg tækifæri til að klæðast þessum en ég gat gert það í sólinni síðasta sunnudag 🙂

Á sunnudaginn síðasta röltum við meðfram Íslandsbryggju og stoppuðum aftur á Copenhagen Street Food í kvöldmat (það er bara ekki annað hægt) en á undan því löbbuðum við framhjá nytjamarkaði þar sem ég keypti mér drauma gallajakkann minn! Ég er búin að vera að leita að svona jakka í langan tíma og hef mikið skimað eftir honum frá því ég kom til Köben og svo loksins fann ég hann á þessu rölti okkar! Hann kostaði mig líka bara 40 danskar sem gerði það ekki verra! Ég sýni ykkur hann í næstu dress færslu – LOFA!

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: 17.júní

Mig langaði að sýna ykkur dresið sem ég klæddist á 17.júní þegar ég fór í brunch. Daginn áður hafði ég nefnilega skroppið í Zöru í fyrsta skipti í mjög langan tíma og ég varð alveg heilluð! Ég hafði án djóks geta keypt mér heilan nýjan fataskáp bara því ég fann svo margt fallegt. Ég veit ekki hvar ég hef verið eða afhverju ég hef í rauninni ekkert kíkt í Zöru svona lengi en héðan í frá verður breyting á því!

Með mér heim í poka kom þessi dásamlegi hvíti bolur og þessar sjúku gallabuxur. Bolurinn finnst mér alveg sjúkur og svakalega sumarlegur en hann var til í allskonar litum og mig langaði eiginlega í þá alla. Ég endaði á því að kaupa mér þennan hvíta því ég keypti mér líka blóma gallabuxur sem mér fannst hann passa svo vel við. Bolurinn kostaði ekki nema 1500 krónur. 

Gallabuxurnar eru uppháar í mittið en ég hef átt þannig gallabuxur áður sem ég hef sýnt ykkur hér á blogginu en þær voru svo einlitar að því meira sem ég notaði þær því meira fannst mér þær eiginlega ekki fara mér. Þessar eru allt öðruvísi þar sem það er smá mislitur í efninu sem gera þær ekki alveg jafn flatar og mér finnst þessar bara einfaldlega fara mér betur. Þær eru síðar alveg niður en þar sem ég var í Toms skónum mínum (kemur færsla með þeim bráðum) fannst mér svo sumarlegt að bretta upp á buxurnar.

Ég setti brúnt mjótt belti úr Primark í mittið á buxunum og skellti mér svo í uppáhalds Kálfatjörn peysuna mína frá Farmers Market. Það sem ég dýrka og dái þessa flík og það sem ég er búin að nota hana mikið bæði í vetur, vor og í sumar.

Ef ykkur vantar þægilega yfirhöfn sem passar við allt saman þá mæli ég klárlega með Kálfatjörns peysunni/kápunni. Hún er líka til í nokkrum litum og ég er ekki frá því að mig langi í þá alla barasta!

Vonandi áttuð þið góðan 17.júní!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Jennar skyrtukjóll

Ef þú vilt gleðja mig… gefðu mér þá góða skyrtu! Skyrtur eru bara svo bilaðislega þægilegar og svo passa þær fyrir öll tilefni. „There is nothing not to love“ þegar kemur að góðri skyrtu 😉 Þegar ég sá Jennar skyrtuna á Facebook síðu Vero Moda í gær gat ég ekki annað en brunað út í Kringlu til að ná mér í eitt eintak.

Þó það sjáist kannski ekkert alltof vel á þessum myndum þá keypti ég skyrtuna mína í gráu en hún er líka til í ljósbláu. Ég tók myndirnar þegar það var aðeins farið að skyggja svo þess vegna virðist hún vera blárri á þessum myndum en hún er í raun og veru. Nánast allur fataskápurinn minn er grár yfirhöfuð svo það var ekki erfitt val fyrir mig að velja hvort ég myndi vilja gráa eða bláa skyrtu. Ég er bara of hrifin af gráu!

Skyrtan er úr einskonar hör efni nema það er aðeins léttara og þynnra svo ef ykkur vantar flotta sumarskyrtu þá er þessi klárlega málið! Það er síðan hægt að hneppa skyrtunni alveg upp í háls eða opna hana alveg svo það er pínu hægt að leika sér með hana.

Love it❤️

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Páskar!

Processed with VSCO with f2 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudGleðilega páska elsku lesendur! Ég vona að þið séuð búin að éta á ykkur gat síðastliðna daga því ég er svo sannarlega búin að gera það. Það er búinn að vera hver veislumaturinn á eftir öðrum hjá mér undanfarna daga og ég held barasta að aldrei þessu vant sé ég spennt að skella mér í spinning á morgun! Í páskaboðunum í ár klæddist ég nýjum kjól frá Vero Moda (að sjálfsögðu) sem mig langaði að sýna ykkur betur. Mynstrið í honum heillaði mig alveg upp úr skónum en það var til bæði í kjólnum sem ég er í, buxum og einu öðru sem ég man ekki alveg hvað er… sorrí 🙂

Processed with VSCO with f2 preset

Mynstrið er í raun litlir hvítir fuglar sem eru á víð og dreif um kjólinn og vegna mynstrisins finnst mér kjóllinn ná að vera vorlegur þó hann sé nú svartur. Kjóllinn er líka léttur og þægilegur svo ég á eftir að nota hann mikið í sumar, ég er alveg viss um það!

Processed with VSCO with f2 preset

Sokkabuxurnar eru síðan frá Oroblu og skórnir eru frá Forever 21 minnir mig en ég keypti þá úti í Hollandi fyrir tveimur árum síðan. Þetta eru klassískir „Oxford“ skór sem ég þarf að vera miklu duglegri að nota en þeir spellpassa einmitt við svona dress 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Dress up: Faux Fur kragi

faerslan_er_ekki_kostudÞetta var nú meiri dressmyndatakan! Ég dró kærastann með mér út á sunnudaginn til að taka nokkrar myndir og við vorum ekki búin að vera úti í meira en fimm mínútur þegar það kom svoleiðis hellidemba að ég hef sjaldan orðið jafn blaut. Þar að auki var ég blind þar sem ég skildi gleraugun mín eftir úti í bíl þannig að þetta var einstaklega skemmtilegt hlaup í genjandi rigningu til að ná sem fyrst aftur inn í bíl. Svona er nú blogglífið glamúrus 😉

IMG_2760

Við náuðum samt sem betur fer tveimur myndum sem voru nokkuð nothæfar svo þær nota ég hér í þessari færslu. Mig langaði að sýna ykkur betur nýja loðkragann minn sem ég fékk í Vero Moda en loðkragar hafa verið mjög áberandi í tískunni undanfarið enda geta þeir verið alveg virkilega fallegir. Þessi loðkraginn er að sjálfsögðu úr gervi feld, kostaði 5490 krónur og ég er mikið búin að nota hann til að gera frekar hversdagslegar yfirhafnir miklu sparilegri. Um leið og ég smelli honum á mig finnst mér eins og ég sé komin í einhverja þvílíka lúxuskápu.

IMG_2759

Kraginn er með krók neðst svo það er hægt að hafa hann bæði opinn eða lokaðan sem var mjög hentugt þegar ég var að hlaupa eins hratt og ég gat út í bíl. Þá fauk hann ekki af mér 😉 Sláin sem ég er í er líka úr Vero Moda en hana keypti ég á útsölunni svo ég er ekki viss um að hún sé ennþá til. Varaliturinn sem ég er með er Look who’s talking en hann er einn af möttu litunum frá RIMMEL sem ég fjallaði um HÉR um daginn.

Ég bíð síðan bara spennt eftir vorinu svo ég geti farið að taka almennilegar dressmyndir með bjartari bakgrunn og núll rigningu… það er kannski bjartsýni hjá mér en maður má nú láta sig dreyma 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Jólaboð

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að taka dress myndir um jólin en það gekk einhvern veginn ekki upp hjá mér. Ég tók hinsvegar þessa einu dress mynd fyrir eitt jólaboðið sem ég fór í og langaði að deila henni með ykkur. Þið sem sáuð jóladressið mitt með rauðu skyrtunni geta því séð hér svörtu útgáfuna af sömu skyrtu. Að þessu sinni paraði ég skyrtuna saman við teinóttar buxur frá Uniqlo en ég hef alltaf verið svakalega hrifin af teinóttu en aldrei haft kjarkinn í að klæðast mynstrinu. Þegar ég sá svo þessar buxur í Uniqlo í fyrra varð ég að slá til því að sniðið á þeim er æðislegt og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeim kaupum enda mikið notað þær síðan þá. Ég held meira að segja að ég hafi sýnt ykkur þær hér á síðunni áður! Það er alltaf svo smart að para saman teinótt við einlitar flíkur, finnst ykkur það ekki?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Miðbæjarrölt

img_1576

faerslan_er_ekki_kostudÉg kom kærastanum á óvart síðustu helgi og skrapp með hann í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Ég segi ykkur betur frá honum í annarri færslu en við skemmtum okkur allavega konunglega vel 🙂

img_1575

Ég hafði aldrei trúað því en ég fór hvorki meira né minna en út í magabol í desember sem er úr uppáhalds Bershku. Ég paraði bolinn saman við nýju buxurnar mínar úr New Look sem eru eiginlega alveg eins og Vitcomit buxurnar úr Vila. Að sjálfsögðu var nýja hlébarðakápan mína frá Farmers Market ekki langt undan, enda hef ég ekki farið úr henni frá því ég keypti hana. Einfalt og óvanlegt dress fyrir miðbæjarrölt í desember!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Springfield skóladress + GJAFALEIKUR!

_mg_3442

_mg_3383

_mg_3391

_mg_3395

_mg_3431

_mg_3416

_mg_3439

_mg_3425

leikurinn_er_kostaðurHingað til hef ég bara sýnt ykkur frekar „fín“ dress hér á blogginu sem eru kannski ekki beint ætluð fyrir hversdagsnotkun svo mér datt í hug að sýna ykkur eitt flott skóla-/vinnudress í dag en ég var svo heppin að fá að gera það í samstarfi við Springfield á Íslandi sem var að opna dyrnar sínar í Smáralind fyrir ekki svo löngu síðan. Búðin er fastur viðkomustaður hjá mér í hvert einasta skipti sem ég fer erlendis og hún er til staðar en ég kynntist henni fyrst þegar ég fór í útskriftarferð með Kvennó til Spánar (fyrir alltof löngu síðan)! Þá keypti ég mér hlébarðagollu sem ég hef notað hvað mest af þeim fötum sem ég á í dag og það sér ekki á henni eftir alla þessa notkun. Ég veit því fyrir víst að gæðin eru til staðar hjá fatnaðinum í versluninni. 

Dressið hér í þessari færslu er Springfield frá toppi til táar fyrir utan undirbolinn minn. Hermannagræni bomber jakkinn er nýkominn til þeirra en hann fellur beint inn í haust-trendin og ég er alveg viss um að hann fari fljótt þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og fullkominn fyrir þetta veður sem er úti núna. Gallabuxurnar eru slim fit en ég bretti upp á þær til að sýna betur þessa æðislegu strigaskó en það má að sjálfsögðu bretta buxurnar niður og hafa þær svoleiðis í vetur þegar kólna tekur. Peysan er síðan þessi típíska „Rannveigar“ peysa en litirnir í henni minna alveg óneitanlega á haustið og ekki skemmir fyrir hversu vel hún passar við jakkann.

Ég fæ svo það skemmtilega hlutverk að tilkynna ykkur um gjafaleik sem var að fara í gang á Facebook síðu Belle.is þar sem við Belle-urnar ætlum í samstarfi við Springfield á Íslandi að gefa báðum aðilum í einu heppnu vinkonu-/vinapari sitthvort 10.000 króna gjafabréfið í Springfield! Hér getið þið nálgast leikinn. Ekki hika við að taka þátt í honum svo þið getið nælt ykkur í nokkrar æðislegar haustvörur fyrir skólann eða vinnuna 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow