Eldri færslur eftir merkjum fyrir Dior

Brúðarförðunin hennar Meghan Markle

Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry bretaprins gekk að eiga amerísku leikonuna Meghan Markle og þar með urðu draumar mínir um að verða prinsessa úti! 😉

Brúðhjónin geisluðu í athöfninni og ég ætla ekkert að fela það að ég felldi nokkur tár… brúðkaup eru bara svo falleg!

Það kom mér pínulítið á óvart hversu látlaus brúðarkjóll Meghan var en eftir að hafa komist yfir það var ég alveg ástfagngin af heildarlúkkinu. Hún er svo stórglæsileg að hún þurfti engan kjól með massa af blúndu eða glamúr svo fallegi Givenchy brúðarkjóllinn hennar var alveg fullkominn fyrir hana.

Förðunin á brúðinni var líka látlaus og einstaklega náttúruleg þar sem áhersla var lögð á náttúrulegu ljómandi húð og bleika tóna. Hún var með nánast lítinn sem engan farða svo freknurnar hennar skinu vel í gegn og á vörunum og kinnunum bar hún bleikan lit sem passaði einstaklega vel við litarhaft hennar. Augun voru svo líka látlaus en þar var hún með brúnt smokey sem dró fram hennar fallega brúna augnlit svo allur fókusinn var eiginlega á augunum hennar. Það var förðunarfræðingurinn og vinur hennar Meghan, hann Daniel Martin sem að sá um förðun hennar á stóra deginum en mig langaði að deila með ykkur þeim vörum sem hann notaði í förðunina samkvæmt Harpers Bazaar. Daniel er Brand Ambassador fyrir Dior svo það var mikið um Dior vörur og þá sérstaklega Dior vörur sem eru ekki ennþá komnar í verslanir! Ég bíð því spennt þar til í júní þegar þessar dásemdir láta sjá sig en ég verð að næla mér í palletturnar og farðann! Einnig er Daniel litaráðgjafi hjá Honest Beauty sem er snyrtivörumerki Jessicu Alba svo eitthvað var um þær vörur líka á andliti brúðarinnar.

Hér má sjá lista af þeim vorum sem að Daniel á að hafa notaði á Meghan á brúðkaupsdaginn…

Farði: Dior Backstage Face and Body Foundation (Kemur 15.júní í Sephora)
Varir: Dior Lip Glow í litnum Coral Glow og Honest Beauty Truly Kissable Lip Crayon í litnum Sheer Chestnut Kiss
Skygging: Dior Backstage Contour Palette (Kemur 15.júní í Sephora)
Kinnalitur: Honest Beauty Creme Blus í litnum Truly Exciting
Maskari: Dior Diorshow Iconic Mascara og Honest Beauty Truly Lush Mascara
Eyeliner: Dior Diorshow On Stage Liner í litnum Matte Black
Augnskuggar: Dior Backstage Eye Palette í litnum Warm Neutrals (Kemur 15.júní í Sephora)

Fullkomin brúðarförðun! En hvað finnst ykkur… Fannst ykkur hún of látlaus eða alveg fullkomin eins og mér?

-RH / @rannveigbelle

Dior jólagjöf

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Minn elskulegi kom mér heldur betur á óvart á jólnum þegar hann gaf mér þessa Dior pallettu í jólagjöf. Hann kom mér nú reyndar meira á óvart þegar ég opnaði handprjónað eyrnaband sem hann hafði gert sjálfur en það er önnur saga – kannski ég sýni ykkur það hér við fyrsta tækifæri bara! Í ár ákváðum við að vera bara létt á gjöfunum þar sem við ætlum að fara erlendis í sumar svo Dior pallettan kom mér heldur betur á óvart. Pallettan er hluti af jólalínu Dior, er í litnum Emerald og minnir óneitanlega á glitrandi gimsteina þegar maður heldur á henni.

Ég gerði því „létta“ Dior förðun þegar ég fór í jólaboð annan í jólum en augnskuggarnir eru úr sömu silkimjúku Dior formúlu og maður er vanur. Hér getið þið séð myndir sem ég smellti af förðuninni.

Gull og Dior glamúr… klikkar ekki!

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

The Cliffside, Punta Sur

Á eyjunni Isla Mujeres er Punta Sur, austasti partur Mexíkó. Við fundum þennan stað eiginlega bara fyrir algjöra tilviljun þegar við vorum að keyra um eyjuna að leita okkur að veitingastað fyrir hádegismat. Það er ekki alltaf sem maður rambar á staði með svona útsýni, en þarna vorum við heppin!

On the Isla Mujeres Island is the eastermost part of Mexico. We just randomly stumbled upon this place while we were looking a spot for lunch. It really was a pleasant surprise as you don’t always find places with views like this! 

Dress: Chicen Itzá

//Færslan er ekki kostuð

Ég var því miður ekki dugleg að taka dress myndir í Mexíkó, en hér er þó eitt af þeim dressum sem ég klæddist í ferðinni. Einhvernvegin passaði þetta outfit 100 prósent inn í þema dagsins – en þessum degi þarna eyddum við einmitt í skoðunarleiðangur um Chichen Itzá sem ég ætla að segja ykkur betur frá í næsta bloggpósti. 

Unfortunately I didn’t take a lot of outfit photos while in Mexico, but here is one of the few I did take photos of. Somehow this outfit totally matched the theme of the day – we were sightseeing at Chichen Itzá which I’ll tell you more about in my next blog post.

Shoes: Nike // Shirt: H&M  // Shorts: Zara 
Belt: Gucci // Sunglasses: Dior

Ég veit ekki hvort þið sjáið það á myndunum en ég var gjörsamlega að svitna út í eitt! Það var ekki ský á himni á þessu svæði. Vorum líka alveg útí skógi og það var engin gola allan daginn svo við vorum gjörsamlega að bráðna þarna úti. Haha!

I don’t know if you can tell but I was sweating like a pig ! This was out in the jungle and there was no cloud in sight and no breeze at all so we were literally melting out there in the heat. Haha!

 

Fylgist með á Facebook á María Ósk: Blogg

Dásamlegt Dior haust!

_mg_2075

_mg_2083

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEf það er einhver snyrtivörulína sem ég bíð spenntust eftir á hverju einasta ári þá er það haustlínan frá Dior! Ég missti mig aðeins of mikið úr spennningi fyrst þegar ég leit hana augum á netinu en ég bókstaflega beið eftir því að hún yrði frumsýnd! Núna er hún hinsvegar mætt í verslanir hér heima og þar sem það voru að byrja Tax Free dagar í Hagkaup þá finnst mér tilvalið að sýna ykkur línuna betur hér á síðunni í dag. Línan að þessu sinni ber heitið Skyline og eins og undanfarin ár er það meistarinn Peter Philips sem sá um yfirhönnun hennar. Skyline er innblásin af birtunni og skuggum sem einkenna form Eiffel turnsins en Peter sjálfur lýsir Skyline konunni á þennan hátt:

„A figure who aspires to explore every possibility, who likes to play with illusion. A bold, feminine woman in touch with her world.“

– Peter Philips

Línan og vörurnar í henni leika sér því að ljósi, gegnsæi, styrkleika lita og andstæðum og eru þetta allt einkenni sem hjálpa til við að skapa þá fullkomnu og einstöku haustlínu sem Skyline er – allavega að mínu mati 🙂 En förum aðeins betur yfir hverja og eina vöru sem ég hef til að sýna ykkur!

_mg_2163-2

_mg_2181-2

Ef ég ætti að velja eina vöru úr línunni sem væri mín uppáhalds þá væri það klárlega þessi! Í línunni eru tvær 5 skugga pallettur og er þessi hér í litnum 506 Parisian Sky. Eins og allir augnskuggarnir frá Dior eru þessir silkimjúkir en hver og einn þeirra hefur fallegan perlugljáa. Mynstrið í skuggunum er sama mynstur og er í Eiffel turninum sem gerir pallettuna bara girnilegri að mínu mati þar sem allt sem tengist París heillar mig alveg upp úr skónum. Hin pallettan sem er einnig í línunni heitir Capital of Light og er stútfull af djúpum vínrauðum og brúnum tónum.

_mg_2200

Hér sjáið þið svo hvern og einn lit á handarbakinu mínu. Það er algjör draumur að blanda þessum litum saman en þeir eru trilljón sinnum fallegri á auglokinu en þeir eru á handarbakinu!

_mg_2259

Næst hef ég einn Mono augnskugga til að sýna ykkur betur en þessi er í litnum Fusion. Þetta er ferskjutóna litur með heilum helling af litlum gull glimmerögnum. Ég gæti trúað því að það yrði rosalega fallegt að gera lúkk með þessum og dökkbrúna litnum úr pallettunni hér fyrir ofan en að prufa það er næst á dagskrá hjá mér því mig grunar að það verði tjúllað flott 🙂 Ég ætlaði að sýna ykkur litaprufu af þessum en myndin kom ekki nógu vel út hjá mér en liturinn er rosalega svipaður á húðinni og hann er í umbúðunum.

_mg_2207

_mg_2220

Þar sem áhersla er á ljóma og skyggingar í þessari línu er ekki furða að í henni leynist ein snilldar skyggingar- og ljómavara! DiorBlush Light & Contour stiftið kemur í þremur litum en liturinn hér á myndinni er númer 002 Medium Contour. Ég hef sjaldað fundið jafn mjúka skyggingarvöru en bæði skyggingarkremvaran og ljómakremvaran rennur á húðina án allrar áreynslu. Það er líka mjög auðvelt að blanda þessu saman við farða en passið ykkur bara á því að lítið af skyggingarlitnum fer langa leið!

_mg_2363

Hér sjáið þið litaprufurnar á hendinni minni. Hér setti ég ekki mikið af vörunni á mig en eins og þið sjáið vonandi þá eru báðir litirnir mjög þéttir og mjög litsterkir.

_mg_2240

Ef það er eitthvað sem ég get ekki staðist þá eru það flott ljómapúður og þetta frá Dior slær við mörgum þeim sem ég á nú þegar. Púðrið kemur í einum lit en það er liturinn sem þið sjáið hér og er númer 001. Í púðrinu sér maður móta smá fyrir sama Eiffel mynstri og er í augnskuggapallettunum sem tengir það vel við restina af línunni. Púðrið sem þið sjáið hér á myndinni er tester en í verslunum kemur púðrið í vanalegu stál Dior öskjunni en einnig fylgir lítill Kabuki bursti með ef ég man rétt.

_mg_2343

Hér sjáið þið svo móta fyrir ljómapúðrinu á hendinni minni. Liturinn á þessu er mjög hentugur fyrir marga mismunandi húðliti en það var einmitt markmiðið hjá Dior að hanna lit sem margir gætu aðlagað að sínum húðlit.

_mg_2280

_mg_2288

Í línunni eru einnig 4 nýjir litir af Dior Addict varalitunum en ég er með litinn Sophisticated. Varaliturinn er mjög sérstakur þar sem hann er brúnn en samt pínu gegnsær og á sama tíma inniheldur hann lithverfar agnir sem láta varalitinn grípa ljósið á mjög óvenjulegan og skemmtilegan máta.

_mg_2376

Liturinn er alveg ofboðslega fallegur á vörunum og mjög einstakur en ég held ég hafi aldrei séð neinn annan varalit sem svipar til þessa hér. Myndin hér fyrir ofan gefur honum engan vegin nógu góð skil en ég læt hana fylgja með þrátt fyrir það 🙂

_mg_2275

_mg_2326

Síðast en alls ekki síst er ég með naglalakkið Skyline. Línan inniheldur 4 lökk en þetta hér er án efa mitt uppáhalds af þeim. Liturinn er mitt á milli þess að vera vínrauður og brúnn og er eiginlega þessi fullkomni haustlitur þegar kemur að naglalökkum. Ég þarf tvær umferðir af þessum lit til að ná fullri þekju en ég set vanalegast tvær umferðir af öllum lökkum á mig svo það gerir ekkert til.

_mg_2071

Ég held það sé ekki annað hægt en að heillast upp úr skónum af hverju einustu línu sem Peter Philips er búinn að hanna fyrir Dior og er Skyline línan þar engin undantekning! Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari svo ef þið eigið leið framhjá Dior básnum á Tax Free þessa helgina þá hvet ég ykkur að sjálfsögðu til að kíkja á þessar gersemar og restina af gersemunum sem línan hefur upp á að bjóða – mig grunar að þið eigið ekki eftir að sjá eftir því! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Makeup Geek lúkk

IMG_6039

vorurnar_eru_i_einkaeiguMig langaði að sýna ykkur þetta lúkk sem ég skartaði á fyrsta Belle.is hittingnum um daginn og segja ykkur aðeins frá því hvernig ég skapaði það. Við Belle stelpurnar hittumst um síðustu helgi og fórum á Tapas barinn sem var alveg yndislegt og mig langaði að nýta tækifærið og gera eitthvað lúkk með nýju Makeup Geek augnskuggunum mínum. Þeir voru því þeir einu sem ég notaði til að ná þessari augnförðun.

IMG_6037 2

Alltaf þegar ég sest niður við snyrtiborðið mitt og ætla að gera eitthvað létt og einfald lúkk þá endar það alltaf svona – hádramatískt og áberandi! Það er er reyndar eitthvað við þetta lúkk sem minnir mig sjúklega mikið á Jaclyn Hill sem er alls ekki slæmt þar sem hún er algjör æðibiti! Sem aðallitinn á auglokið notaði ég litinn Secret Garden sem er Duochrome litur frá MG. Hann er fáránlega flottur og eins og þið sjáið þá er hann sægrænn byggður á vínrauðum grunni sem sést betur eftir því hvernig ljósið fellur á hann.

IMG_6038 2

Mig langaði svo að endurspegla förðunina á auglokinu meðfram neðri augnháralínunni og notaði því sægrænan augnblýant inni í vatnslínunni sem kom rosalega skemmtilega út og toppaði lúkkið algjörlega að mínu mati. Restina af förðuninni reyndi ég að hafa hlutlausa og lagði áherslu á ljómandi og heilbrigða húð.MakeupGeek_lookHér er lýsing á því hvernig ég náði augnförðuninni skref fyrir skref:

1. Eftir að hafa grunnað augnlokin mín bar ég litinn Beaches and Cream í glóbuslínuna.

2. Næst tók ég litinn Tuscan Sun sem er æðislega fallegur kóralbleikur og setti hann einnig í glóbuslínuna en Beaches and Cream augnskugginn sem ég setti þar á undan hjálpaði til við að blanda þessum lit vel út.

3. Næst tók ég litinn Bitten sem er klikkaður vínrauður litur og kom honum fyrir yst á augnlokið. Litinn dró ég svo í glóbuslínunna en sá til þess að hann færi ekki jafn ofarlega í hana og liturinn Tuscan Sun gerði.

4. Alveg yst á augnlokið setti ég litinn Americano sem er verulega dökkbrúnn litur og blandaði honum út þar. Ég sá til þess að þessi litur væri einungis yst á augnlokinu.

5. Þá er komið að aðalstjörnunni í lúkkinu en litinn Secret Garden tók ég á flatan blöndunarbursta og bleytti svo burstann með smá Fix+. Litinn setti ég svo á allt augnlokið en setti þó aðeins létt lag af honum yst á það. Þetta gerði ég til að liturinn myndi blandast vel við restina af litunum og engin skil myndu sjást.

6. Til að birta yfir innri augnkrók notaði ég litinn Shimma Shimma.

Meðfram neðri augnháralínunni setti ég litinn Bitten en inni í vatnslínuna setti ég augnblýant frá Dior sem heitir Diorshow Khol og er í litnum 379. Ég setti nóg af litnum inn í neðri vatnslínuna svo þegar ég blandaði Bitten sem ég bar meðfram augnháralínunni áður út með litnum Tuscan Sun þá myndi augnblýanturinn smitast smá niður fyrir hana.

Vonandi hafið þið skilið þessa lýsingu hjá mér ágætlega og getið endurskapað lúkkið ef þið hafið áhuga á því! 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Léttur farði frá Dior

_MG_4086

2_einkaeigu_ekki_kostudAlltaf þegar það fer að vora þá breytist förðunarrútínan mín í takt við breytta veðráttu. Ég tek fram léttari krem og bjartari naglalökk, ljósari varaliti og léttari farða. Að því tilefni að snjórinn virðist ekki festast lengur þegar hann fellur niður (vúhú!) langaði mig að sýna ykkur einn léttan farða sem hefur á stuttum tíma orðið einn af mínum allra uppáhalds.

_MG_4147

Diorskin Nude Air er eini farðinn sem ég hef notað undanfarnar vikur og er góð ástæða þar á bakvið. Farðinn er svokallaður serumfarði sem þýðir að hann er einstaklega léttur og þunnur en þessi farði sem hér um ræðir inniheldur einnig fullt af einstökum innihaldsefnum sem gerir hann sérstakan út af fyrir sig. Þegar ég var að rannsaka þennan komst ég meðal annars að því að farðinn hefur unnið Best of Beauty Award hjá Allure svo það eru greinilega fleiri á sama máli og ég um ágæti þessa flotta farða. Farðinn inniheldur fullt af góðum innihaldsefnum fyrir húðina sem hjálpa til við að jafna lit hennar ásamt súrefnissprengdum olíum sem eru einstakar hjá Dior. Þessar olíur gufa upp nánast um leið og farðinn snertir húðina svo hann er mjög fljótur að þorna. Ekki samt taka því þannig að hann sé svo fljótur að þorna að það er ekki hægt að vinna með hann á húðinni því það er fjarri sannleikanum. Farðinn hentar einnig fullkomlega fyrir vorið og sumarið sem nálgast óðum þar sem hann er eins og ég nefndi áður rosalega léttur og inniheldur þar að auki SPF 25 sólarvörn. Svo má ég að sjálfsögðu til með að nefna að hann er algjörlega laus við paraben og talc svo ef það lætur farðann fá auka stig í kladdann hjá ykkur eins og það gerði hjá mér þá er um að gera að hafa það í huga 🙂

_MG_4134

Helsti kosturinn við farðann að mínu mati er þó hversu ótrúlega léttur hann er, eins og þið hafið kannski tekið eftir á skrifum mínum. Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki þá tilfinningu að finna fyrir farða á andlitinu. Þess vegna kýs ég sjaldan að vera með þykkt lag af þykkum farða sem kæfir alveg húðina og þessi er akkúrat öfugt við það. Þessi leyfir húðinni að anda á sama tíma og hann frískar hana við og jafnar litarhaft hennar.

_MG_4128

Eins og hjá flestum serumförðum er dropateljari á þessum sem sér um að koma farðanum úr flöskunni. Þegar ég ber farðann á mig set ég oftast nokkra dropa í einu á handabakið mitt og nota svo puttana til að dumpa honum á andlitið. Síðan dreifi ég úr farðanum með rökum förðunarsvampi eða bursta. Upp á síðkastið hef ég enduruppgötvað ást mína á Miracle Complexion svampinum frá RT svo ég hef mikið notað hann til að bera þennan á mig. Áður en þið berið á ykkur farðann er þó mikilvægt að hrista flöskuna vel svo að öll litapigmentin nái að blandast vel saman við restina af farðanum svo þau sitji ekki á botninum þegar þið berið hann á ykkur.

_MG_4156

Hér sjáið þið farðann á handabakinu mínu en þetta eru svona tveir til þrír dropar. Eins og þið sjáið er farðinn strax farinn að leka niður handabakið mitt svo þið ættuð að geta áttað ykkur á því hversu þunnur farðinn er í raun og veru. Á myndunum hér fyrir neðan getið þið svo séð mig alveg farðalausa á fyrstu myndinni, bara með farðann á annarri myndinni og fullmálaða á þriðju myndinni. Þetta ætti að gefa ykkur ágæta mynd af því hvernig farðinn hjálpar til við að fríska mann við og jafna litarhaft húðarinnar.

_MG_3946

Hér á landi er farðinn til í litunum 10, 20, 23, 30, 33 og 40 en ég nota ljósasta litinn sem er númer 10. Ef þið eruð jafn hvít og ég og draugar þá ætti hann vonandi að vera nógu ljós fyrir ykkur!

Screen Shot 2016-03-30 at 20.29.15

Hér sjáið þið svo styrkleikaskala vörunnar. Ending farðans er að mínu mati rosalega góð en auk þess að endast lengi og vel yfir daginn þá festist hann ekki við þurrkubletti og misfellur í húðinni eins og þykkari farðar eiga til með að gera. Þekja farðans er létt en það er vel hægt að byggja hana upp með því að setja nokkur lög af farðanum á andlitið. Ég persónulega hef ekki fundið þörf til að gera það því mér finnst hann þekja nóg fyrir minn smekk. Áferðin er svo ekkert nema æðisleg, mjúk og umfram allt létt 🙂

_MG_4088

Ég veit í rauninni ekki hvað ég get sagt meira um þennan dásemdar farða nema það að ég hvet ykkur til að kíkja á hann næst þegar það er tax-free og þið viljið spreða smá. Mig grunar nefnilega að þið munuð verða jafn ástfangin af honum og ég 😉

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Haustinnblástur

Það er nú ekki annað hægt þegar að svona lægð liggur yfir landinu að verða fyrir smá innblástri frá haustinu. Þegar veðrið er alveg ómögulegt finnst mér voða róandi að setjast niður við snyrtiborðið mitt, hlusta á rokið og æfa mig í hinum ýmsu augnförðunum. Það var akkúrat það sem ég gerði í gær eftir vinnu og naut þess í botn! Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í litum og áferðarsamsetningum sem gætu passað vel saman og ég get setið við það í óralangan tíma. Stundum verða augun eins og stundum prófa ég eina förðun á eitt og aðra á hitt. Það fer allt eftir því hvernig skapi ég er í 🙂

IMG_8861

Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera í gær annað en mig langaði að nota ákveðna haustliti og útkoman var þetta lúkk sem þið sjáið hér á myndunum. Ég er ótrúlega lukkuleg með það þar sem mér hefur alltaf fundist einstaklega erfitt að vinna með græna liti.

11999366_10207684698975064_1448083388_o

Dökki bronsliturinn frá ColourPop setur svo skemmtilega svip yfir förðunina þar sem ég setti vel af honum í innri augnkrók og dreifiði úr honum upp á augnlokið. Í lokin bar ég svo mikið af litnum meðfram neðri augnháralínunni. Þegar ég horfi á myndina finnst mér eins og græni liturinn dragi fram ákveðinn grænan lit í augunum mínum sem ég vissi ekki einu sinni að ég væri með, það er alltaf svolítið skemmtilegt.

11993231_10207684698775059_247084343_o

 

Ég nenni ekki að telja upp allt sem ég gerði því þá yrði textinn bara of langur og leiðinlegur svo ég ætla bara að telja upp vörurnar sem ég notaði á augun. Ef þið viljið samt að ég geri myndband með þessari förðun þá er það alveg sjálfsagt, látið mig bara vita 🙂

Mac Paintpot – Painterly

Smashbox – Sable, Sumatra, Totally Nude

ABH – Orange Soda

Make-up Studio – 426

Dior – House of Greens (Notaði einungis grænu litina)

ColourPop Kathleen Lights – Blaze

 Maybelline Lasting Drama Gel Liner – Black

L’oreal So Souture Volume Million Lashes – Black

Tanya Burr Lashes – Pretty Lady

IMG_8865-2

Það er eitthvað við svona dökkgræna emerald liti sem mér finnst svo haustlegt, svo ekki sé talað um ef þeir eru paraðir saman við brons!

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow