Eldri færslur eftir merkjum fyrir desember17

Skipulagið á Sunnudögum

Sunnudagar eru skipulagsdagar á mínu heimili.

Þegar börnin er komin í ból þá setjumst við foreldrarnir niður og förum yfir verkefni næstu viku og berum saman bækur okkar.

Það er mjög mikilvægt að skrifa þetta niður og mér persónulega finnst best að gera það á gamla og góða mátann, í bók.

Við erum bæði í mjög sveigjanlegu starfi og ég í námi. Ég er oft að mæta á fundi eða vinna verkefni í tengslum við bloggið og hann tekur að sér aukavinnu á kvöldin og stundum um helgar. Þannig að engin vika er eins. Getur verið erfitt fyrir rútínumanneskjuna mig en með góðu skipulagi er hægt að láta hlutina ganga upp.

 

Markmið vikunnar
(Hér skrifa ég niður hvaða skref ég þarf að taka í þessari viku til að færa mig nær mínum langtímamarkmiðum. Ásamt einhverju sem er basic)

– Passa uppá mataræði
– Mæta daglega á æfingu
– Klára jólagjafir
– Skila af mér þremur bloggfærslum
– …og ýmislegt annað sem ég þarf að gera.

Persónuleg markmið vikunnar
(Hér reyni ég að skora á sjálfan mig og breyta einhverjum vana eða hegðun til hins betra)

– Banna síma inn í svefnherbergi
– Sýna börnunum mínum þolinmæði og hlusta betur á þau
– Klára bókina sem ég byrjaði á
– Fara snemma að sofa
– …og bara hvað sem mér dettur í hug.

Verkefni vikunnar
(Allt sem ég þarf að gera til að ná markmiðum mínum og láta vikuna ganga sem best)

– Kaupa í matinn á mánudaginn og skipuleggja kvöldmat
– Þvo útifötin af krökkunum
– Mæta á fund og taka myndir fyrir verkefni
– Taka stelpudag með Írisi Rut og versla jólagjafirnar
– Fara í nudd
– …og hér getur ýmislegt bæst við

10 mínútna verkefni vikunnar
(Hér skrái ég niður öll þessi litlu verkefni sem hanga á manni)

– Senda bankanum e-mail
– Afpanta tíma fyrir Alexander
– Skella í event á FB
– Borga reikninginn
– …og síðan bæti ég við þennann lista þegar líður á vikuna.

Hvaða þrjú orð lýsa mér best í þessari viku?
(Svo gott að velja sér þrjá kosti til að hafa bak við eyrað í hverri viku)
Frumleg, þolinmóð, einbeitt

Fyrir hvað er ég þakklát?
(Gotta að minna sig á daglega hvað maður er þakklátur fyrir)
Fólkið mitt & heilsuna

Förum einbeitt og kraftmikil inn í þessa viku kæru lesendur.
Ótrúlegt að það séu aðeins 3 vikur eftir af þessu ári!

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

Fylgdu okkur á


Follow