Eldri færslur eftir merkjum fyrir business

Miss K Lashes!

Það er aldeilis langt síðan ég bloggaði síðasta, en það er eingöngu vegna tímaleysis seinustu vikur. Bæði var ég að flytja úr húsinu mínu í Garðabæ í æðislega íbúð í Kópavogi og svo stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki í leiðinni. Allt þetta gerði ég með börnin í sumarfríi hangandi í mér …. þið vitið hvernig þetta gengur fyrir sig.

En þeir sem þekkja mig vel vita að ég er algjört fiðrildi. Ég hef áhuga á svo mörgu og langar helst að gera allt í gær. Núna datt mér í hug að bæta við mig smá menntun í snyrtibransanum. Ég er förðunar og naglafræðingur en núna er ég einnig byrjuð að gera augnháralengingar.

Ég hef skrifað ófáar greinar um augnháralengingar og lofsamað þær eins og mér einni er lagið, þannig að afhverju ekki að byrja að gera þær sjálf?

Hún Inger snyrtimeistari sem ég hef alltaf farið til er að flytja til Ólafsfjarðar og ætlar að opna stofu þar. Mér fannst því tilvalið að biðja hana um að kenna mér að gera augnháralengingar og hún var svo yndisleg að taka mig að sér.

Eftir margra vikna æfingu, límd augu, grátur og hlátur stofnaði ég MISS K LASHES.

Hugmyndin var að byrja að vinna við þetta þann 6. ágúst. En um leið og ég bjó til FB síðu og Instagram fyrir Miss K um miðjan Júlí þá fór boltinn að rúlla. Mér var gjörsamlega HENT í djúpu laugina á met tíma og vá hvað það er búið að vera gaman. Er búin að læra svo ótrúlega mikið, kynnast svo skemmtilegu fólki og fyrst og fremst horfa á fyritækið mitt vaxa og blómstra sem er yndisleg tilfinning.

Ætla að nota tækifærið og þakka vinkonum mínum kærlega fyrir að hafa verið módel hjá mér þegar ég var að byrja að læra. Það er ekki gefið að vinkona manns nenni að sitja í stól hjá þér klukkutímum saman á meðan þú límir á hana augnhár á skjaldbökuhraða. En þetta gerðu þær og þær eiga stóran part í því að ég er komin með þá færni sem ég er með í dag.

Inger elskulegi mentorin minn er síðan engri lík enda með 4 ára reynslu í augnháralengingum! Ótrúlega fær og virkilega góður kennari. Hún var alltaf til staðar og peppaði mig upp þegar ég var að missa trúnna á sjálfri mér.

Og svo má ekki gleyma elsku mömmu sem passaði fyrir mig dögunum saman þegar ég var að byrja. Án hennar gengur ekkert upp í mínu lífi það er bara sannleikurinn!

Mig langar endilega að bjóða ykkur að fylgja Miss K Lashes á FB og á Instagram.

Takk elskulegu viðskiptavinir fyrir að vera svona yndislegar við mig á mínum fyrstu vikum í faginu. Þolinmæðin og jákvæðnin sem þið hafið sýnt mér gaf mér styrk til að halda áfram. Það er alltaf erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er ótrúlega auðvelt að verða hræddur og hætta við. En þegar þú færð jákvætt viðmót verður allt auðveldara.

Ykkur er velkomið að panta tíma í augnháralenginu á FB síðu Miss K eða á Instagram!

 


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Fylgdu okkur á


Follow