Eldri færslur eftir merkjum fyrir bronzer

Smá sumarglóð

Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kannski út í það seinna en það er búin að vera ástæðan fyrir litlum innblæstri hjá mér þegar kemur að blogginu og þar af leiðandi fáum færslum. Svona er lífið víst bara. Til þess að koma mér aftur á létt ról þá langaði mig að deila með ykkur sólarpúðri sem ég er búin að vera að nota á hverjum degi núna í sumar… eðlilegur stökkpallur ég veit! 😉

Vöruna í færslunni fékk ég sendar til að prófa

Sólarpúðrið kemur frá Becca og kallast Gradient Sunlit Bronzer í litnum Sunrise Waves. Í sumar hef ég farið svolítið frá því að nota kremkinnaliti, sem ég nota annars alltaf, og notað þetta sólarpúður/bronzer í staðin.

Púðrið samanstendur af þremur litum af sólarpúðrum sem eru í stöku úrvali hjá Becca en í litnum Sunrise Waves eru það sólarpúðrin Bali Sands, Capri Coast og Bronzed Bondi. Út til hliðanna er síðan að finna Shimmering Skin Perfector, sem er heitið á ljóapúðrunum hjá Becca, í litnum Opal. Þannig maður er svolítið að fá tvennt fyrir eitt í þessu púðri – sólarpúður og ljómapúður.

Hér getið þið séð prufu af hverjum lit fyrir sig. Efstur er Bronzed Bondi næst er Capri Coast þar á eftir er Bali Sands og síðast er ljómapúðrið Opal. Það er hægt að blanda öllum litunum saman til þess að fá vel ljómandi bronzer en þar sem sólarpúðrin sjálf innihalda léttan ljóma nota ég alltaf bara alla litina í miðjunni saman og síðan Opal einan og sér til þess að setja efst á kinnbeinin ef ég vil vera extra ljómandi. Opal er oftast of dökkur fyrir mig en þar sem sólin hefur leikið við okkur í Danaveldi í allt sumar (sorrí Íslandsbúar) þá er húðin mín sólkysst og brún þannig að loksins get ég notað litinn á kinnbeinin.

Hérna getið þið séð mig með sólarpúðrið á mér. Það þarf voðalega lítið af því til þess að fá fallegan lit þar sem það er mjög litsterk. Hérna setti ég þó nógu mikið á mig svo það væri nú sýnilegt á mynd og eins og þið getið séð gefur það húðinni minni virkilega náttúrulega og fallega sumarglóð.

 Ég verð nú að segja að því meiri vörur sem ég prófa frá Becca því hrifnari verð ég af merkinu. Það er svo þægilegt að vinna með vörurnar frá þeim hvort sem þú ert að sækjast eftir náttúrulegu lúkki eða einhverju aðeins ýktara. Án efa eitt uppáhalds merkið mitt enda fer safnið mitt sístækkandi. Látið mig vita ef þið viljið sjá frá mér „must have“ lista frá merkinu. Þá hendi ég í hann með glöðu geði! 🙂

– Rannveig / @rannveigbelle

Púðar frá L’Oréal

_MG_9106

vorurnar_i_faerslunni_eru_synishorn_eda_i_einkaeiguGóðan dag gott fólk! Það styttist óðum í sumarfrí hjá mér þó það verði ekki ýkja langt í þetta sinn en ég er þó búin að skrifa nokkrar færslur svo bloggið muni nú ekki leggjast í eyði meðan ég er í fríi 🙂 Í færslu dagsins langar mig að sýna ykkur tvær tiltölulega nýjar vörur frá L’Oréal og fara vel yfir þær báðar en ég er búin að vera að prófa þær núna í tæpan mánuð.

_MG_9074

Vörurnar sem mig langaði að sýna ykkur betur eru púðarnir frá L’Oréal en eftir því sem ég best veit er L’Oréal fyrsta „apóteksmerkið“ til að nýta sér púðatæknina. Merkið setti Nude Magique Cushion farðann sem þið sjáið hér á myndunum á markað í lok árs 2015. Glam Bronze Cushion De Soleil bronserinn kom svo á markað fyrir sumarið þetta árið og hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég fer betur út í það hér rétt fyrir neðan 🙂

Kannski ég byrji á því að segja ykkur aðeins frá púðatækninni, hvaðan hún kemur og pælingunni á bakvið hana.

_MG_9159

Margir halda að Lancôme hafi fyrst merkja komið með púðatæknina en það er fjarri sannleikanum þó merkið hafi vissulega gert tæknina vinsæla á versturlöndum. Púðafarðar hafa verið vinsælir í Asíu alveg frá árinu 2008 og eru eins og blanda af öllu því sem fólki finnst vera best við farða, BB krem og CC krem. Farðinn situr í púða í hálfgerðri dollu en púðinn eða svampurinn öllu heldur er gerður úr bakteríufælnu efni til að halda farðanum og púðanum hreinum. Annað sem er einkennandi fyrir púðafarða er hversu auðvelt það er að byggja þá upp á húðinni en þetta er einkum vegna þess hversu þunnur farðinn er. Þetta er alls ekki tæmandi listi fyrir tæknina á bak við púðafarða heldur einungis smá samantekt til að gefa ykkur betri skilning á hvernig varan virkar. Nú langar mig hinsvegar að snúa mér að þessum flottu L’Oréal nýjungum 🙂

Byrjum á farðanum.

_MG_9175

Farðann ákvað ég að kaupa mér og prófa samhliða bronsernum en mig hefur lengi langað að prófa hann. Ég hef aldrei prufað upprunalega Lumi farðann frá L’Oréal þar sem ég er með ofnæmi fyrir honum svo ég var virkilega spennt að prófa þennan sem á víst að vera svipaður og sjá hvort að „hæpið“ yfir honum reyndist réttlætanlegt. 

Það skiptir kannski ekki mestu máli en mér finnst umbúðirnar á þessum farða alveg sjúklega flottar! Þessi fjólublái litur talar alveg til mín en auk þess að umbúðirnar séu flottar eru þær mjög sterkbyggðar sem lætur mig vera óhrædda að ferðast með farðann í veskinu mínu. Púðafarðar eru virkilega handhægir og því er einmitt gott að geta geymt þá í veskinu til að fríska upp á farðann ef þess þarf yfir daginn. 

_MG_9136

Við fyrstu kynni af farðanum tók ég eftir því að hann er rosalega þunnur sem gerir hann mjög auðveldan í ásetningu. Eins og sönnum púðafarða sæmir er auðvelt að byggja hann upp svo þekja hans getur verið alveg frá léttri yfir í þunga en það fer allt eftir því hvernig þið kjósið að hafa það. Ég persónulega set einungis létta þekju á andlitið til að jafna húðlitinn minn og þar sem þetta er Lumi farði gefur hann andlitinu einnig mjög flottan ljóma. Ljóminn er í rauninni töluverður svo ef þið elskið ekki ljómandi farða þá er þetta ekki farði fyrir ykkur. 

Þegar ég ber farðann á andlitið þá dumpa ég burstanum mínum nokkrum sinnum í púðann og dreifi svo úr honum. Þetta er eini farðinn sem ég er búin að nota frá því ég keypti hann og ég hugsa að það sé einmitt vegna þess hversu auðvelt það er að bera hann á mig! Ég gríp ótrúlega oft í hann vegna þess að ég fæ alltaf nákvæmlega það magn sem ég vil í burstann og ég þarf ekki að pumpa neinum farða á handarbakið mitt til að geta sett hann á andlitið. Farðinn fer bara beint í burstann og það er miklu þægilegra og fljótlegra að bera hann á sig með þeirri aðferð.

Screen Shot 2016-07-18 at 21.39.17

Það eina sem ég get sett út á farðann er að hann festist stundum við þurrkubletti á húðinni minni svo húðin þarf að vera ágætlega laus við dauðar húðfrumur ef þið eruð með mjög þurra húð. Fyrir utan það er farðinn virkilega góður! Hann endist lengi á húðinni minni, gefur henni virkilega fallegan og heilbrigðan ljóma, jafnar litarhaft húðarinnar og rennur ekki í broslínurnar mínar. Hann gerir í rauninni allt sem ég vill að farði geri fyrir utan þetta sem ég nefndi í byrjun.

_MG_9172

Förum þá aðeins yfir bronserinn en hann kom út sérstaklega fyrir sumarið 2016 og þegar hann klárast í verslunum hér á landi þá kemur hann ekki aftur. Ég veit að hann var að fara fljótt þegar ég fékk minn í hendurnar svo ef ykkur langar í þennan þá myndi ég ekki bíða of lengi með að nálgast hann 🙂

Fyrst þegar ég opnaði vöruna hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að nota hana! Varan er nákvæmlega eins og farðinn sem ég er búin að vera að skrifa um hérna fyrir ofan, það er formúlan er sú sama en liturinn er að sjálfsögðu annar. Eftir miklar prófanir komst ég að því að best er að nota bronserinn með litlum andlitsbursta eða einhverskonar förðunarsvampi, hvort sem það er Beauty Blender eða RT svampurinn.

_MG_9137

Bronserinn gefur virkilega fallegan sólkysstan ljóma á húðina og ef þið notið hann með púðafarðanum frá L’Oréal þá munu vörurnar hálfpartinn bráðna saman og hjálpa til við að skapa virkilega náttúrulega sólkyssta húð. Eins og með farðann er hægt að byggja bronserinn upp en ef þið eruð með ljósa húð eins og ég þá þarf þess ekki. Vöruna ber ég alltaf rétt fyrir neðan kinnbeinin, smá í kringum ennið, á mitt nefið, smá á hökuna og miðjan hálsinn til að fá náttúrulega sólkyssta húð. Ef að bronserinn er bara settur undir kinnbeinin þá missir hann smá jafnvægi og þá er ekki eins og húðin sé sólkysst heldur meira eins og hún sé skítug. Þetta á að sjálfsögðu við um alla bronsera og sólarpúður en ég er svona að íhuga það að henda í eitt myndband þar sem ég fer betur yfir grunnatriðin þegar kemur að farða- og sólarpúðursásetningu. Sjáum til hvort ég skelli ekki í eitt svoleiðis þegar ég kem úr sumarfríi 🙂

Screen Shot 2016-07-18 at 21.40.35

Þar sem formúlan er sú sama og á farðanum endist bronserinn jafn vel á húðinni en mér fannst hann þó ekki festast við þurrkubletti eins og farðinn gerði. Ég hugsa að það sé vegna þess að ég setti ekki bronserinn þar sem þurrkublettirnir mínir eru en ég get svo sem haft rangt fyrir mér með það. Áferðin á bronsernum er virkilega falleg og náttúruleg og ég er ekki frá því að þetta sér orðin ein af mínum uppáhalds vörum til að gefa andlitinu mínu smá hlýju. Það er því verst að hún var aðeins framleidd í takmörkuðu magni 🙁

_MG_9150

Hér sjáið þið svo bæði farðann og bronserinn á handarbakinu mínu. Farðinn er í litnum Porcelain en bronserinn fæst bara í einum lit.

_MG_9159

Allt í allt er ég mjög ánægð með þessar vörur sem gefa húðinni minni virkilega fallegan og heilbrigðan ljóma ásamt því að lífga aðeins upp á hana. Þetta hafa verið og munu vera fastagestir í veskinu mínu það sem eftir er af sumrinu – það er alveg klárt mál!

UPPFÆRT: Fyrst sagði ég að farðinn innihéldi ekki sólarvörn en þá var ég að rugla saman við bandarísku útgáfuna, sú evrópska sem fæst hér á landi inniheldur sólarvörn sem er frábært 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Sólkysst húð með nýjungum frá L’Oréal

_MG_8199

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudMér finnst ég búin að vera aðeins minna dugleg að sýna ykkur nýjungar á snyrtivörumarkaðnum hérlendis undanfarið en ég búin að vera á svo miklu „myndbandakick-i“ upp á síðkastið að hitt hefur svolítið setið á hakanum hjá mér. Ég ætla samt að hrista af mér slorið og byrja á því að sýna ykkur þessa nýjung frá L’Oréal sem kom í verslanir hér á landi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjungin er frekar girnileg á að lítast en ég heillast alltaf svo svakalega mikið af snyrtivörum sem lúkka jafn spennandi og þessi.

_MG_8290

Glam Bronze púðrin sem þið sjáið hér á myndunum koma í tveimur litum, 01 og 02. Bæði púðrin samanstanda af fjórum litum sem eiga að hjálpa til við að móta andlitið og gefa því heilbrigðan og sólkysstan ljóma. Púðrin eru rosalega handhæg en ég hef mest notað Duo Fiber Contour burstana frá Real Techniques í púðrin þar sem hver og einn litur er ekkert sérstaklega stór svo það er best að nota tiltölulega litla bursta í þá.

_MG_8219

Ljósa púðrið í litnum 01 hentar einstaklega vel þeim sem eru með mjög ljósa til milliljósa húð og inniheldur einn flottan skyggingarlit, eitt sólarpúður, einn kinnalit og eitt ljómapúður.

_MG_8243

Liturinn sem þið sjáið í miðjunni á hverju púðri er sá sami og sólarpúðursliturinn sem hentar rosalega vel þar sem maður notar miklu meira af honum í hvert skipti heldur en af hinum litunum.

_MG_8295

Hér sjáið þið svo hvern og einn lit aftan á handarbakinu mínu. Ég reyndi að nudda litina svolítið inn í húðina svo þið gætuð séð hvernig þeir myndu blandast en að mínu mati stóðu þeir sig alveg ágætlega í því 🙂 Allir litirnir í púðrinu fyrir utan ljómalitinn eru tiltölulega litsterkir en ljómapúðrið hentar meira þeim sem vilja mjög léttan og náttúrulegan ljóma á kinnbeinin en ekki þennan fræga diskókúlubjarma.

_MG_8230

Dekkra púðrið í litnum 02 hentar einstaklega vel þeim sem eru með millidökka til dökka húð og inniheldur eins og ljósa púðrið einn flottan skyggingarlit, eitt sólarpúður, einn kinnalit og eitt ljómapúður.

_MG_8247

Ljómapúðrið í þessum lit finnst mér þó vera meiri kinnalitur en ljómapúður þar sem hann er mjög appelsínugulur. Það er samt rosalega fallegt að blanda þessum appelsínugula lit saman við bleika kinnalitinn til að gefa fallegan kórallitaðan ljóma á kinnarnar.

_MG_8316

Hér sjáið þið svo dökka púðrið á handarbakinu mínu. Eins og með hitt púðrið nuddaði ég litunum inn í húðina og þeir stóðu sig með eindæmum vel þegar kom að blöndun. Mér fannst meira að segja kinnaliturinn í þessari pallettu standa sig betur en sá sem var í hinni. Skyggingarpúðrin og sólarpúðrin úr sitthvorri pallettunni virka rosa svipuð á þessum myndum og það er af því að þau eru það í rauninni. 02 pallettan er þó töluvert hlýrri svo púðrin í  henni eru með gulari/appelsínugulari undirtón þegar þau snerta húðina.

_MG_8575

Hér notaði ég svo bæði púðrin á andlitið. Ég notaði skyggingaritinn úr ljósu pallettunni til að „bronsa“ andlitið og gefa því smá hlýju. Næst tók ég bleika kinnalitinn úr ljósu pallettunni og setti smá af honum á kinnarnar ásamt appelsínugula ljómalitnum úr dökku pallettunni. Til að toppa lúkkið setti ég ljómapúðrið úr ljósu pallettunni efst á kinnbeinin. 

Screen Shot 2016-06-21 at 17.48.20

Eftir að hafa prófað þessi púður núna í nokkra daga myndi ég segja að þau henta fullkomlega í öll ferðalög í sumar þar sem þau eru svo handhæg. Stærðin á hverjum og einum lit í púðrunum er lítil svo þau passa vel í snyrtibudduna og þá sleppur maður við að pakka öllu snyrtisafninu niður fyrir frí því maður nennir nú sjaldnast að dröslast með fjögur púður með sér þegar maður getur bara tekið eitt. Púðrin gefa léttan lit sem auðvelt er að byggja upp og blanda á húðinni. Púðrin hentar líka ungum stelpum sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun þar sem maður fær mikið fyrir peninginn sinn. Virkilega flott púður sem ég er ánægð með að eiga í safninu mínu 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

MAC Vibe Tribe

_MG_6191

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostud

Mig langaði að „tease-a“ smá MAC gleði áður en við förum inn í helgina en bráðum er væntanleg í verslanir hér á landi sumarlínan frá merkinu sem í ár kallast Vibe Tribe. Þemað í línunni er eins og þið sjáið einhverskonar aztec ættbálka þema en línan á þó að vera innblásin af tónlistarhátíðum eins og Cochella þó að umbúðirnar minni pínu á annað. Litirnir og mynstrin á umbúðunum eru klikkað flott að mínu mati en það er eitthvað við svona aztec mynstur sem mér finnst sjúklega sumarlegt enda klæðist ég oft leggings með svipuðum mynstrum á sumrin, en það er önnur saga 🙂 Línan inniheldur fullt af ótrúlega flottum förðunarvörum en ég á eitt sólarpúður (bronzer) og einn augnblýant úr línunni til að sýna ykkur aðeins betur.

_MG_6164

Í línunni eru fjögur sólarpúður og eru tvö af þeim svokölluð Sculpt Defining sólarpúður sem þýðir að ásamt því að gefa andlitinu heitara yfirbragð hjálpa þau einnig við að móta lögun þess.

_MG_6128

Liturinn sem þið sjáið hér á myndunum heitir Golden Rinse og er studio-púður sem inniheldur smá ljóma þó að púðrið sé langt frá því að vera ljómandi.

_MG_6178

Hér sjáið þið litinn betur og einnig ljómandi áferðina sem ég skrifaði um hér á undan. Þetta er ljósari liturinn af litunum tveimur af þessari gerð en hann hentar rosalega vel fyrir okkur sem höfum ljósa húð. Ef þið eruð með dekkri húð þá mæli ég með því að þið lítið á dekkri litinn því að þessi mun líklegast ekki sjást vel á húðinni ykkar. 

Mac_Vibe_Tribe_bronzer

Það sem mér finnst best við þetta sólarpúður, fyrir utan endinguna og áferðina er styrkleikinn á litnum. Mér persónulega finnst rosalega erfitt að vinna með sólarpúður sem eru alltof litsterk og kýs frekar að nota þau sem eru litminni þar sem ég þarf að byggja litinn pínu upp á andlitinu til að fá hann nákvæmlega eins og ég vil. Þetta púður er einmitt þannig svo maður á í lítilli hættu með að setja of mikið af púðrinu á sig. Það er líka alltaf auðveldara að bæta við heldur en að taka af svo þetta er stór kostur að mínu mati 🙂

_MG_6172

Í línunni eru einnig þrír augnblýantar og ég er með litinn Snowed In til að sýna betur.

_MG_6149

Þessi er rosalega fallegur og frekar sérstakur en hann er fílabeinshvítur með mikilli sanseringu. Þennan hef ég notað mikið til að setja inn í neðri vatnslínuna þegar ég vakna á morgnana til að virðast vera aðeins meira vakandi en ég oftast er 😉

_MG_6159

Hér sjáið þið litinn betur aftan á handarbakinu mínu.

Mac_Vibe_Tribe_Snowed_In

Endingin á þessum augnblýanti er með eindæmum góð en ég var til dæmis með hann á mér í gær frá morgni til kvölds og það var örlítið farið að sjá á honum. Ég myndi því segja að endingin sé svona 6-8 tímar sem er þrælgott fyrir augnblýant í vatnslínunni! Litarstyrkleikinn er ekki mikill en hann gefur vatnslínunni svakalega fallegan bjarma án þess að hylja hana alveg.

Screen Shot 2016-05-19 at 19.26.21

Hér sjáið þið svo alla línuna í heild sinni en þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.

_MG_6202

Æðisleg sumarlína í alla staði að mínu mati en hægt er að fylgjast með hvenær hún mætir í verslanir MAC hér á landi á Facebook síðum Mac Kringlunni og MAC Debenhams.

P.S. Ég var að taka eftir því að Brooke Candy línan fer í sölu í MAC Kringlunni í dag ef einhver vill ekki missa af henni 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow