Eldri færslur eftir merkjum fyrir Breyttur lífstíll

Foreldralífið

Taka tvö: var búin að skrifa þetta blogg áður en því miður datt það út eftir að síðan datt niður í smá tíma eins og svo margar aðrar íslenskar síður. Mig langaði mjög mikið að hafa það með svo hér kemur það aftur í aðeins öðruvísi útgáfu:

Margt hefur breyst eftir að ég varð mamma og við parið urðum foreldrar! fyrir utan það augljósa að vera allt í einu komin með ábyrgð fyrir litlu lífi þá hefur margt annað breyst alveg heillmikið eins og við má búast. Hér eru nokkur atriði! Byrjum á fyrir og eftir myndum af okkur Tommy. Fyrsta: Fyrsta myndin sem við tókum af okkur eftir að við byrjuðum saman árið 2009. Seinni: Við litla fjölskyldan á fyrstu jólunum okkar öll saman 2016.

SKIPULAG!

Ég hef alltaf verið skipulögð í vinnu og skipti upp deginum eftir verkefnum en það hefur ekki verið mikið þannig skipulag heima við. Var venjulega bara go with the flow þegar heim var komið. Nú er allt skipulagt til hins ítrasta, þegar ég kem heim: Taka til það mesta á heimilinu og gera yfirborðshreinsun. Bara stutt 10 mín max, síðan leika með syni mínum honum Emil. Eftirá finn ég föt fyrir hann til að vera í daginn eftir á leikskólanum og tek til leikskólatöskuna hans. Þessi rútína gerir allt svo einfaldara daginn eftir og minnkar morgun stressið áður en við förum á leikskólann. Síðan er komið að næturrútínunni hans Emils : náttföt, góða nótt bók og velling/Peli, tannbursta og segja góða nótt við fiskana okkar, kisu og það foreldri sem ekki svæfir. Þegar hann er sofnaður þá er það að klára að elda, borða og þrífa síðan eldhúsið og setja í þvottavél! Í kringum kl 20, þá er hægt að slaka á! Er ánægð að hafa þessa rútínu sem mun auðvitað breytast eitthvað með tímanum, en þetta er eitthvað sem ég var alls ekki vön! En einhvern veginn er þetta betra svona. Fæ miklu meira gert heima áður en ég ákveð að vera löt upp í sófa.

MEISTARAKOKKAR!

Núna þegar Emil er að borða það sama og við borðum þá þurfum við að elda góðan og hollan mat flesta daga vikunnar. Við nenntum þessu alls ekki áður og það var mikið um skyndibitamat heima hjá okkur eftir vinnu, þrátt fyrir að vera oft salöt og svolleiðis á virkum dögum þá var þetta mjög dýr ávani og ekki mikil fjölbreyttni í matarræðinu! Nú neyðumst við til að vera duglegri og erum orðin meistarakokkar á stuttum tíma! ( eða allaveganna kokkar sem er stórt skref fyrir okkur ) Reyndar mest kærastinn minn sem eldar þar sem ég kem seint heim úr vinnu og er með Emil eins lengi og ég get áður en hann sofnar.  En við hjálpumst að oft og skiptumst á stundum. Þetta er þúsund sinnum betra fyrir fjárhaginn og matarræðið!!

LENGRI HELGAR!

Helgarnar byrja kl 6/7 á morgnanna. Þarf ég að segja meira 😉 Við reyndar skiptum upp tímanum fyrir hádegi og leyfum hvort öðru að sofa aðeins meira.  Tek vanalega fyrstu vaktina sem er kringum 2 tímar, en það er yndislegt að geta skriðið aftur upp í rúm í smá tíma og safna orku fyrir daginn. Eftir hádegi förum við síðan vanalega í klukkutíma göngutúr þar sem Emil sefur í vagninum, þessir göngutúrar eru ómetanlegir og ég er alltaf full orku eftirá. Þegar hann vaknar þá reynum við að fara út að gera eitthvað öll saman eða bara hafa það kósý heima. Allur dagurinn er notaður og finn meiri vellíðan og ró þegar ég vakna á mánudagsmorgnum þar sem helgin var svo góð. Þetta er allt öðruvísi en þetta var hjá okkur!! Helgarnar fóru oft í að flytja sig frá rúminu yfir í sófann, þar sem var legið í leti allan daginn með tilheyrandi sjónvarpsglápi og háma í sig óhollustu. Þetta fór ekki vel með mann og ég var oft þreyttari á mánudögum eftir helgina en annars. Það er til eitthvað sem heitir of mikil hvíld eða einfaldlega að letin sé að drepa mann. Þessar helgar voru oft með djammi á næturnar, stundum föstudag og laugardag, mjög skemmtilegt en dagarnir eftir voru það ekki. Ekki miskilja mig hér, ég dett oft í nostalgíu yfir þessum helgum og stundum myndi ég gera allt fyrir að geta orðið sófakartafla aftur í einn dag eða geta djammað eins og vitleysingur án þess að hugsa um daginn eftir. En þetta er bara svo miklu betra núna, þetta líf var frábært en lífið núna er enn betra. Fer enn á djammið af og til og dansa eins og kreisípersóna en það er allt planað svo dagurinn eftir geti virkað fyrir okkur báða foreldrana. Lengri og betri helgar sem foreldrar!

Foreldralífið er sem sagt að fara mjög vel með okkur og njótum við hverrar mínútu!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Fíkn!

 

Þegar èg var yngri sá èg bara fyrir mèr fíkn sem eitthvað sem tengdist hættulegum hlutum eins og fíkniefnum, en lærði með árunum að fíkn getur tengst hverju sem er. Matarfíkn, ástarfíkn, kynlífsfíkn er til dæmis eitthvað sem var ekki viðurkennt sem fíkn fyrr á tíðum. Èg sè fíkn sem eitthvað sem háir manni í lífinu, eitthvað sem við erum háð, vitum að er óhollt fyrir okkur en lítum framhjá því vegna þess að við höfum talið okkur trú að við þörfnumst þess, það sè „nauðsynlegt“ fyrir okkur. Við getum örugglega öll tengt við þetta og við höfum öll verið háð einhverju á okkar lífstíð. Èg tel það mjög mikilvægt að finna hvar fíkn okkar liggur og henda því út úr okkar lífi! Fíknin hamlar okkur og vexti okkar sem manneskju.

Nú er èg ekki að tala um það sem við förum meðalveginn með heldur það sem háir okkur næstum dagsdaglega. Þannig að ef það er eitthvað sem við gerum 1-2 x í mánuði til dæmis, eins og áfengisdrykkja, er það ekki fíkn, en hugsið samt um afhverju þið drekkið og ef ykkur finnst þið þurfa að drekka til að vera opnari og frjálsari, ef ykkur finnst þið verða betri á einhvern hátt vegna áfengis, er góð hugmynd að endurskoða drykkjuna. Prufið endilega að fara á djammið án áfengis og ýtið ykkur áfram í að verða þessi manneskja sem þið haldið að þið verðið með áfengi. Það er ótrúlega þroskandi og maður uppgötvar ýmislegt um sjálfan sig sem gæti komið skemmtilega á óvart. Hef ekki drukkið í næstum 3 ár og hef aldrei liðið betur en nú eða haft hærra sjálfstraust. 

Hef verið háð ýmsu og reyni núna að horfa gagnrýnum augum á mitt líf og útiloka þá hluti sem èg held að sèu að há mèr. Áfengi og sykur hafa ollið vandamálum í mínu lífi og hef èg hent því út. Fyrir nokkrum árum var èg einnig háð orkudrykkjum og mèr leið eins og èg gæti ekki verið hress og skemmtileg í vinnunni án þeirra. Eftir fyrsta sopann á daginn var eins og èg breyttist öll og allt varð betra út af sykrinum og koffeininu. Síðan fór það auðvitað niður á við fljótt og þurfti èg að fá mèr annan orkudrykk til að líða vel aftur. Upp og niður, upp og niður..hátt upp og langt niður…þvílík rússíbanareið á hverjum einasta degi! Þetta fór ekki vel með mig get èg sagt ykkur og var líkamlega og andlega búin á því á kvöldin. Það var ekki alls ekki  auðvelt að hætta og get svo svarið að èg varð veik eftirá í nokkra daga, fráhvörf dauðans!!

unnamed

En að hætta þessu var þess virði, þótt èg hefði verið pínku óörugg með mig fyrst um sinn og hafði enga hækju til að lífga mig við á daginn, þá breytti èg bara hugarfarinu og ákvað að vera hress ( Gerði síðan það sama með áfengið ). Með tímanum fór sjálfstraustið upp og èg er í dag sú persóna sem èg hèlt að koffeinið/sykurinn gerði mig. Enda var það èg, bara líkaminn á óhollu „spítti“ sem èg þurfti alls ekki á að halda. Finn að èg hef þroskast alveg heilan helling og það er ekkert svona rugl sem heldur aftur af mèr. Hugurinn er skýrari ( en hann gat verið í bullinu stundum þegar èg drakk orkudrykkina ) orkan er jöfn og mèr liður eins og èg sè 100 prósent èg og engin efni í líkamanum sem eru að rugla í mèr.

Ótrúleg líðan..èg fer auðvitað upp og niður eins og allir, en nú þekki èg sjálfa mig meira og veit hvað ég þarf að gera til dæmis til að komast upp úr depurð. Leita ekki að utanaðkomandi „efnum“ til að líða betur heldur lít èg inn á við, reyni að finna ástæðuna fyrir því afhverju èg er leið og reyni síðan að finna jákvæðu hliðarnar og lausnir ef hægt er að leysa vandamálið. Ef allt bregst þá set èg til dæmis tónlist á og dansa þar til mèr líður betur. Èg og Emil (minn litli 8 mánaða) höfum dansað við walking on sunshine ófáum sinnum þessa dagana, líður alltaf betur eftirá. Þetta sagt hef èg samt engar töfralausnir og stundum líður manni bara illa og get ekki rifið mig upp, en það að èg þarf ekki að drekka orkudrykk  ( eða borða eitthvað sykrað ) til að líða betur er stór framför og tilfinningin að bera fulla ábyrgð á líðan sinni hvernig sem hún er, er ómetanlegt. 

Mín fíkn þessa dagana eru samfèlagsmiðlarnir, viðurkenningin í gegnum likes, innlitið í líf annarra og allt hitt! Endalaus skemmtun sem maður getur ekki hætt að skrolla í gegnum. Ekki alvarleg fíkn en hefur samt áhrif. Hef til dæmis skoðað Facebook þó nokkrum sinnum meðan èg skrifaði þetta blogg, multitasking sem ætti ekki að vera í gangi. Þegar èg horfi á kvikmynd er síminn aldrei langt undan og á èg erfitt með að kíkja ekki á Facebook, Instagram og Pinterest meðan èg er að horfa sem getur skemmt upplifunina á myndinni og í raun skemmt upplifunina á hverju þvi sem èg er að gera. Hef haft það að markmiði að ekki vera ekki að kíkja á samfèlagsmiðla mikið meðan èg er með litla minn á daginn. Kveikji síðan stundum ekki á sjónvarpinu fyrr en seinnipartinn, aldrei milli 6-9 á morgnanna, til að geta notið til fulls tímans sem èg hef með honum. Þetta getur verið erfitt! Og auðvitað get èg gleymt mèr og allt í einu er èg búin að skoða frèttaveituna á facebook 5-30 sinnum á 30-60 mín. En þetta er allt að koma og èg ætla að reyna að halda áfram að minnka við mig tímann sem èg er á netinu. Veit það eru margir að kljást við það sama, en èg held að það að gera Facebook grúppu fyrir Facebook fíkla geri ekki mikið gagn ? ( datt það í alvöru í hug í 2 sekúndur ) 

Við erum að flýja vandamálin í stað þess að takast á við þau þegar við missum okkur í fíkninni. Allt frá feimni, óöryggi og depurð til alvarlegri vandamála, geðrænna eða líkamlegra. Með áfengi, sykri, koffeini, nikótíni fáum vid tímabundna lausn á vandamálunum. En þetta er einmitt bara tímabundin lausn sem leiðir til slæms vítahrings sem er erfitt að komast úr. Fíknin sem èg hef verið að tala um hèr að ofan er lèttvægleg en fyrir ykkur í viðjum alvarlegrar fíknar eins og alkahólisma, eða eruð fíkniefnaneytendur hvet èg ykkur til að leita ykkur hjálpar strax, ykkar og ykkar nánustu vegna. 

Ætla að stoppa mig af núna, þetta efni er mèr mjög hugleikið og hef endalaust að segja um það. Nú vil èg hvetja ykkur aftur til að finna fíknina í ykkar lífi og losa ykkur við hana, eða reyna að fara meðalveginn ef hægt er. En ef þetta er raunveruleg fíkn, til dæmis í koffein er oft erfitt að fara meðalveginn þar og mèr fannst allaveganna best að sleppa því algjörlega. Finnst samt frábært og virðingarvert að geta haldið sig á meðalbrautinni og leyft sèr að njóta þess sem við viljum inn á milli. Gangi ykkur vel og munið að við þurfum ekkert utanaðkomandi, við erum sjálfum okkur alveg nóg. 

Læt fylgja með fyrir og eftir myndir af mèr, nokkur ár þarna á milli en mikill þroskamunur. Vildi einnig að það væri hægt að sjá líðan og tilfinningar á mynd þar sem mèr líður svo miklu betur á hægri myndinni og hef miklu meira sjálfstraust. 2010 vinstri og 2017 hægri. 

fikn

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

Sykurlausa lífið

Fyrir 2 árum síðan ákvað èg að hætta að borða sykur svo það var bless við kökur, gosdrykki, ís, kex og svo framvegis. Þetta tók á og gerir enn! Dreymir til dæmis stundum franska súkkulaðiköku og èg háma hana í mig í drauminum. En þetta var og er ennþá þess virði! Líður miklu betur! leita ekki í sykraða hluti fyrir orku sem gerir það að verkum að èg hef miklu jafnari orku yfir daginn. Húðin er betri og ekkert vandamál með tennurnar. Auðveldara að halda þyngdinni í skefjum og almenn líðan er bara einfaldlega betri.

Ef mig langar í eitthvað sætt borða èg hrákökur eða geri til dæmis bananapönnukökur, súkkulaði búðing eða súkkulaði smoothie. Fæ súkkulaðið úr raw kakó og þetta smakkast allt ótrúlega gott! Held mig einnig við náttúrulegan ávaxtasykur og raw kakóið mitt sem èg chjékkaði innihaldslýsinguna á frekar skeptísk en var glöð að sjá að það var einungis 0.2 gr af sykri þar. Èg passa að minna en 5 prósent af sykri sè ì þeim mat sem èg borða.

Þessi lífstílsbreyting kom sem sagt í kjölfarið af èg hætti að drekka og èg fór að taka út aðra hluti í mínu lífi sem mér fannst koma í veg fyrir að èg gæti orðið besta útgáfan af sjálfri mèr. Sykurinn var algjörlega partur af því.

Þetta hefur samt ekki gengið eins vel og að ekki drekka áfengi og èg fèll fyrir freistingunum. Fór í barneignarleyfi í júlí 2016 en það byrjaði með að èg missti mig í sykurneyslu í næstum 2 mánuði. Byrjaði sakleysislega með einum ís í formi, smá nammibitum hèr og þar en endaði á að það var sykur í hvert mál. Í raun og veru er èg fegin að èg missti mig aðeins þar sem èg fann aftur muninn á því hvernig mèr leið þegar èg át sem mestan sykur og án hans.

Svona leið mèr:
Virkilega vel og ánægð meðan èg át sykurvörurnar sem var í nokkrar mínútur. Alveg fáránlega mikið sykursjokk í langan tíma eftirá, þar sem mèr leið illa líkamlega, átti erfitt með að einbeita mèr og var andlega þreytt.

Pirruð þegar èg hafði ekki borðað sykur í nokkra tíma sem leiddi til að èg borðaði meira og vítahringurinn hèlt áfram.

Magapína!! fèkk alls ekki oft magapínu eftir að èg hætti að borða sykur.

Hausverkur! Í mestu fráhvörfunum kom hann líka.

Orkan fór vel upp og vel niður aftur inn á milli. Og èg leitaði í sykraðan mat til að fá hana upp aftur. Í staðinn fyrir að hafa frekar jafna orku eins og það var hjá mèr eftir að èg hætti.

Útblásin í andliti, miklar bólgur og bólur.

Vildi að èg gæti tekið meðalveginn í sykurneyslu sem mèr finnst frábært að virki fyrir marga. En það virkar ekki fyrir mig og èg missi mig alltof auðveldlega. Sykurinn byrjaði að stjórna lífi mínu og var sífellt að hugsa um hvaða góðgæti èg gæti fengið mèr næst.

Hef núna síðustu mánuði verið sykurlaus aftur og aldrei liðið betur. Frjáls frá því að vera háð sykri. Hafði hugsað mèr að leyfa mèr af og til eitthvað af mínum uppáhalds sykurvörum en sè núna ekki fyrir mèr að það verði oft, líður betur án þeirra. Hafði einnig tekið eftir því að sykurinn fór ekki vel í litla strákinn minn og grèt hann mun meira þá daga sem èg hafði borðað sykurvörur. Vona núna bara að èg verði duglegri að finna og gera uppskriftir af hollum eftirrèttum og kökum. Markmið fyrir komandi mánuði!

Þessu mun èg halda áfram þrátt fyrir að það sè mjög erfitt að segja nei takk þegar fólk býður mèr sykrað góðgæti, þá finn èg bara að èg verð að hugsa um hve vel mèr líður án þess.

Fyrir og eftir myndir: fyrsta myndin er frá 2014 og hinar teknar núna í febrúar. Margir centimetrar farnir af kroppinum og andlitið mun grennra. 

image

Auður

Fylgið mèr á Facebook ?

Áfengis og djammviskubitslaus!

Lýsandi mynd fyrir fylleríin mín. Èg og vinkona á djamminu í Köben.

Fyrir 2 árum og nokkrum mánuðum tók èg þá ákvörðun að hætta að drekka. Èg fór á botninn í minni drykkju og mitt síðasta stóra djamm innihèlt mörg „blackouts“, mundi eftir mjög litlu af nóttinni og djammviskubitið var að drepa mig. Èg ákvað að þetta gengi ekki lengur og èg vildi ekki misnota áfengi svona og hætta að ofgera líkamanum ( tók örugglega næstum viku að afeitra líkamann eftir þetta ). Èg hef verið frá því að èg var unglingur frekar mikið háð djamminu og í mörg ár lifði èg fyrir helgarnar. Djammaði èg þá oft frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Þótt þetta var búið að breytast mjög mikið á síðustu árum og èg fór bara út að skemmta mèr 1-2 í mánuði þá breyttist það ekki að èg gat oft farið langt yfir strikið í drykkjunni. Gerðist alls ekki alltaf en nógu oft til að vera of mikið.

Því tók èg þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að drekka. Besta ákvörðun lífs míns! Í dag get èg farið út að skemmta mèr án áfengis og get sagt að það er bara alveg jafn gaman og með áfengi. Nú hristir örugglega einhver hausinn og hugsar: nei hún er bara að blekkja sjálfa sig, getur ekki verið gaman á djamminu edrú! En það getur það bara víst! Af hverju erum við að hella okkur full til að njóta betur kvöldsins, það er í raun og veru engin þörf á því. Auðvitað getur verið gaman að drekka en oftast endist töfratími drykkjunnar bara í 1-2 tíma þegar maður er á milli þess að vera „tipsy“ og blindfullur. Mín reynsla er að fyrsti partur kvöldsins fer í að reyna að drekka sig full, síðan kemur stutti skemmtilegi milliparturinn og svo seinni parturinn fer oft í að vera of drukkin til að njóta djammsins.

Aðalatriðið er að njóta samveru með vinum sínum ( og dansa! Fyrir mig allaveganna ). Èg er laus við djammviskubitið, man eftir öllum samræðum um kvöldið sem eru mun djúpari en þær sem maður á fullur. Er alveg viss um að hafa ekki sagt eða gert neitt rangt og èg veit èg gerði mig ekki að fífli. Man eftir því hvernig mèr leið og èg veit að èg naut mín í botn! Engin þynnka daginn eftir! Er ekki búin að vera þunn í meira en 2 ár, yndislegt! Þetta hefur líka fengið mig til að fara út fyrir þægindarammann minn og það að geta verið èg sjálf á djamminu og ekki undir áhrifum hefur haft góð áhrif á sjálfstraustið þar sem mèr líður ekki eins og èg þurfi að vera full til að vera skemmtileg og ofurhress. Frábært að uppgötva að þessi hressa týpa sem maður var á djamminu í denn var ekki bara vegna áfengisins. Tengir örugglega einhver við þetta.

Èg hef ekkert á móti áfengi og fólkinu í kringum mig er velkomið að drekka og èg nýt að vera í kringum þau, drekkandi eður ei. Virði þeirra val, skil vel að vilja drekka og aðeins sleppa sèr. Það þarf enginn að rèttlæta drykkjuna fyrir mèr og èg vil fá sömu virðingu tilbaka með mitt val. Hef alveg fundið fyrir pressu að drekka en flestir virða það að èg er og verð edrú. Èg lýg því ekki að oft hefur mig langað að drekka líka með þeim, en sú hugsun kemur og fer eins fljótt. Ávinningurinn og kostirnir við að drekka ekki eru fleiri en gallarnir. Samfèlagið er þó enn drykkjusamfèlag og ekkert er sjálfsagðara en að fá sèr í glas, það mun ekki breytast í náinni framtíð.

Það sem hefur breyst mest í mínu lífi eftir að èg hætti að drekka er:

Lèttist.
Ekki lengur þrútin í andliti, bólgur, roði og bólur horfnar.
Líður betur andlega.
Skýrari í huganum.
Helgarnar eru orðnar lengri þar sem maður missir ekki einn dag í að liggja í þynnku.
Hef meiri orku.
Sef betur.
Og margt fleira!

Og það besta við þetta er að það leiddi til frekari lífstílsbreytinga eins og èg hætti að borða sykurvörur og fór að borða hollari mat. En mun gera annað blogg um það seinnameir. Vona með þessu bloggi að èg hafi fengið einhverja til að íhuga að gerast edrú, allaveganna að prófa það í einhvern tíma. Sèrstaklega ef ykkur finnst drykkjan vera orðin að vandamáli í ykkar lífi og þið gangið oft yfir strikið. Og auðvitað ef ykkur og þeim í kringum ykkur líður ekki vel vegna drykkju ykkar mæli èg 100 pròsent með þessari lífsstílsbreytingu. Það mun bara gera gott. Þetta blogg er ekki meint sem predikun um að áfengi sè böl, það er allt gott í hófi þótt það virki ekki fyrir mig persónulega.

Hèr eru fyrir og eftir myndir af mèr. 2013, 2014 og 2015. Áfengislaus á síðustu 2 myndunum, búin að vera edrú í 1 og hálfan mánuð á annarri myndinni. Èg sè mest hve andlitið er grennra á síðustu myndinni. 

image

Síðan tók èg nokkrar myndir af síðunni Brightside.me af fólki sem hefur hætt að drekka og þvílík breyting á þeim! Allt frá því að vera edrú í nokkra mánuði í nokkur ár.

 

Auður E.

Fylgið mèr á Facebook og fáið nýjustu færslurnar beint í æð.

 

 

Fylgdu okkur á


Follow