Eldri færslur eftir merkjum fyrir brauð

Súkkulaðifyllt appelsínubrauð

Jæja þá er komið að næstu uppskrift! Mig langar að deila með ykkur uppskrift af æðislegu súkkulaðifylltu appelsínubrauði sem sæmir sér vel á hvaða veisluborði sem! Brauðið er ótrúlega fallegt og þó svo að það virðist flókið þá er alls ekki erfitt að skella í það! Ég mæli sannarlega með þessari uppskrift 🙂 Þið getið breytt súkkulaðifyllingunni ef þið viljið leika ykkur aðeins með uppskriftina og sett þá fyllingu sem þið viljið, ég ætla til dæmis næst að prufa að nota Nutella, það hlýtur að vera mjög gott.

Súkkulaðifyllt appelsínubrauð
Skrifa umsögn
Prenta
Brauðið
 1. 1 bréf af geri
 2. 1/3 bolli + 2 matskeiðar appelsínusafi
 3. Rifin börkur af einni appelsínu
 4. 1/3 bolli Olífuolía
 5. ½ bolli fljótandi hunang
 6. 2 egg + 1 egg til að pensla með
 7. 1 ½ tsk salt
 8. 4 og 1/4 bolli hveiti
Súkkulaðifylling
 1. 130 gr suðusúkkulaði
 2. 110 gr smjör
 3. 1/3 bolli sykur
 4. 2 matskeiðar kakó
Aðferð
 1. Hitið appelsínusafann smá í örbylgjuofni þannig að hann sé við ca. líkamshita. Hellið gerinu út í safann og látið standa í smá tíma eða þar til gerið er uppleyst
 2. Blandið síðan saman við hunangi , appelsínuberki, olíu og eggjum.
 3. Í annarri skál blandið þið saman salti og hveiti.
 4. Bætið vökvanum útí og hnoðið saman. Látið standa við herbergishita í 1 klst og setjið svo í ísskáp yfir nótt, má alveg vera í 8-24 klst. Daginn eftir takið deigið út og látið það ná stofuhita (getur tekið 2-3 klst).
 5. Búið til fyllinguna. Bræðið saman smjörið og súkkulaðið og blandið síðan sykrinum og kakóinu við. Geymið við stofuhita meðan þið gerið deigið tilbúið
 6. Þegar deigið er tilbúið skiptið því í tvo hluta og fletjið út hvern fyrir sig, berið súkkulaði á og rúllið upp í rúllu. Gerið eins við hinn hlutann.
 7. Skerið hlutana í tvo bita þannig að þú sért með 4 hluta til að flétta.
 8. Fléttið brauðið, setjið á smjörpappír og leggið viskustykki yfir. Látið lyfta sér í um það bil 1 klst. Penslið með eggi og bakið við 190 gráður í 35-45 mínutur. Ef brauðið dökknar of fljótt er gott að leggja álpappír yfir restina af tímanum.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni

Jæja ég er mætt aftur á bloggið! Ég skrapp í smá vinnuferð til Los Angeles þar sem ég fór á æðislega ráðstefnu raungreinakennara. Ráðstefnan var æði og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel. Borgin er líka æði og ég mæli með henni fyrir alla sem eru í ferðahug og hafa aldrei komið þangað! Ótrúlega margt að gera og sjá og mikið úrval af frábærum veitingastöðum. 

En að næstu uppskrift. Ég er búin að bíða í heilt ár með að birta þessa! Í fyrra fór ég í matarboð til foreldra minna þar sem boðið var upp á smjörsteiktan kalkún. Mamma mín, sem er mikill snillingur í eldhúsinu, bjó til ótrúlega gott meðlæti sem hún hafði til hliðar. Ég mæli mjög mikið með þessu meðlæti fyrir þá sem ætla að bjóða upp á kalkún. Svo finnst mér það reyndar passa við margt annað en kalkún. Mér fannst þetta allavega það gott að ég hefði auðveldlega getað borðað sem aðalrétt 😉 

IMG_2493

IMG_2588

IMG_2590

IMG_2592

IMG_2593

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1/2 fransbrauð
 2. 1 bolli heitt vatn
 3. 1/2 kjúklingateningur
 4. 1 egg
 5. 4 msk rjómi (má vera matreiðslurjómi)
 6. 1 blaðlaukur, saxaður
 7. 1 box kastaníusveppir (150gr), skornir niður
 8. 1/2 box venjulegir sveppir (150 gr), skornir niður
 9. Salt og pipar.
Aðferð
 1. Rífið fransbrauðið niður og setjið í stóra skál.
 2. Leysið hálfan kjúklingatening upp í einum bolla af heitu vatni.
 3. Setjið vatnið í skálina með brauðinu og hrærið því við þannig að brauðbitarnir blotni.
 4. Pískið eggið og bætið í skálina.
 5. Hrærið rjómanum við brauðblönduna.
 6. Saxið blaðlaukinn og skerið alla sveppina.
 7. Steikið blaðlaukinn og sveppina saman á pönnu í örfáar mínútur upp úr smjöri.
 8. Hrærið svo lauknum og sveppunum saman við brauðblöndun.
 9. Kryddið með salti og pipar áður en þið setjið hana í eldfast mót.
 10. Bakið við 180°C í um það bil 40 mínútur.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Kanilbrauð

Ég verð að viðurkenna eitt! Þrátt fyrir það að nóvember sé bara rétt hálfnaður er ég komin í aðeins of mikið jólaskap! Ég elska að sjá jólaseríur á húsunum og ég elska að heyra jólalög í útvarpinu! Ég er líka svo spennt að byrja að baka fyrir jólin en ég ætla einmitt að vera dugleg að birta jólauppskriftir hér á síðunni næstu vikurnar. Það er voða gaman að vera matarbloggari á þessum tíma, þá hef ég góða afsökun til að byrja snemma á jólabakstrinum 😉 Ég hvet ykkur því til að fylgjast vel mér á blogginu því ég ætla að reyna að birta fyrstu jólauppskriftina strax um næstu helgi! 
En fyrst ætla ég að gefa ykkur uppskrift af æðislegu kanilbrauði. Ég bakaði þetta brauð reyndar fyrr í sumar en gleymdi bara alltaf að birta uppskriftina! Ég skal alveg játa það að þetta kanilbrauð er ekki alveg auðveldasta uppskriftin sem ég hef birt en það er bara svo ótrúlega gott að það er alveg þess virði að eyða smá tíma í eldhúsinu. Brauðið er sérstaklega gott þegar það er nýkomið úr ofninum, þá er það svo mjúkt og bráðnar bara upp í munninum! Skoðið myndirnar sem ég læt fylgja með vel þegar þið fylgið uppskriftinni, hún kann að hljóma flókin en myndirnar ættu að skýra margt.

img_2192 img_2194 img_2206 img_2210 img_2217 img_2226 img_2229 img_2231 img_2237 img_2239 img_2247 img_2249
img_2253 img_2258 img_2260 img_2261 img_2342 img_2392 img_2393 img_2398 img_2401

Kanilbrauð
Skrifa umsögn
Prenta
Deigið
 1. 2 og ¾ bolli hveiti + 2 matskeiðar hveiti
 2. ¼ bolli sykur
 3. 2 og ½ tsk ger (það er ca 1 lítill pakki)
 4. ½ tsk salt
 5. 60 gr sykur
 6. 60 gr smjör
 7. 1/3 bolli mjólk
 8. ¼ bolli vatn
 9. 2 stór egg við stofuhita
 10. 1 tsk vanilludropar
Fyllingin
 1. 1 bolli sykur
 2. 2 tsk kanill
 3. ½ tsk múskat (má sleppa)
 4. 60 gr smjör, brætt þar til það verður brúnleitt
Deigið
 1. Hrærið saman 2 bollum af hveiti, sykrinum, gerinu og saltinu í stóra skál. Setjið til hliðar.
 2. Pískið eggin og setjið til hliðar.
 3. Bræðið saman mjólk og smjör í potti. Um leið og smjörið er bráðnað takið þá pottinn þá af hitanum og bætið við vatni og vanilludropum. Látið blönduna standa í 1-2 mínútur.
 4. Hellið mjólkurblöndunni í stóru skálina með þurrefnunum og hrærið saman með sleif.
 5. Bætið við eggjunum og hrærið í þar til eggin hafa alveg blandast við. Það tekur svolítinn tíma að hræra eggin við, þó það líti út fyrir að þau viji ekki blandast saman við ætti það að takast á endanum.
 6. Bætið við því sem eftir var af hveitinu eða ¾ bolla, við blönduna og hrærið í 2 mínútur. Blandan ætti að vera nokkuð klístruð.
 7. Smyrjið aðra skál að innan með smjöri og færið deigið í þá skál þegar búið er að hræra því vel saman.
 8. Látið deigið standa undir viskustykki í nýju skálinni í 45-60 mínútur.
Fylling
 1. Á meðan deigið er að hefast er fyllingin gerð.
 2. Hrærið saman sykrinum, kanilnum og múskatinu og setjið til hliðar.
 3. Bræðið smjörið þar til það verður brúnleitt. Það þarf að láta það sjóða í smástund til að það gerist, passið bara að það brenni ekki við. Setjið til hliðar.
Næstu skref
 1. Smyrjið formið sem þið ætlið að nota. Formið sem ég nota er ca 26x13.
 2. Þegar deigið er búið að hefast í 45-60 mínútur skuluð þið taka loftið úr því eins og þið getið með því að þrýsta létt á deigið. Hnoðið svo restinni af hveitinu eða 2 matskeiðum við deigið. Þegar þið eruð búin að því þá skuluð þið setja viskustykkið aftur yfir skálina og leyfið því að liggja í 5 mínútur í viðbót.
 3. Að því loknu skuluð þið strá hveiti á þann flöt sem þið ætlið að nota og fletja deigið út. Þegar þið eruð búin að fletja það út er gott að miða við það að deigið ætti að vera ca 30x50 cm. Þetta er samt bara viðmið og ef þú nærð ekki að fletja deigið svona mikið út þá er það allt í lagi, fletjið það bara eins mikið út og þið getið.
 4. Notið pensil og smyrjið brúnaða smjörinu á flatt deigið.
 5. Stráið sykrinum, kanilnum og múskatinu yfir deigið. Þetta kann að virðast svolítið mikill sykur en það er allt í lagi, það er bara betra 
 6. Skerið deigið lóðrétt í jafnstórar ræmur eins og sést á mynd hér að ofan. Fletjið allt aukadeig út og skerið það einnig í ræmur. Ég sker vanalega í 3-4 ræmur í einu, flet svo deigið út og sker í aðrar 3-4 ræmur.
 7. Staflið ræmunum ofan á hvor aðra (3-4 ræmur) og að því loknu skuluð þið skera þær í 3-4 jafnstóra hluta. Skoðið myndirnar hér að ofan vel, þær sýna betur hvað átt er við.
 8. Leggðu bitana í formið eins og sést á myndinni að ofan. Bitarnir eiga að „standa“ í forminu.
 9. Leggið viskustykki yfir formið og leyfið deiginu að standa í 30-45 mínútur eða þar til það hefur stækkað.
 10. Hitið ofninn í 180 °C. Setjið formið inn í miðjan ofn og bakið í 30-35 mínútur eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Allt í lagi þó að toppurinn á brauðinu sé í dekkri kantinum, það þýðir bara að deigið sé eldað í miðjunni. Ég nota stundum prjón til að athuga hvort brauðið sé tilbúið.
 11. Þegar brauðið er tilbúið takið það þá úr ofninu og leyfið því að standa í forminu í ac 20-30 mínútur. Losið það úr forminu með hníf.
Annað
 1. Brauðið er best þegar það er nýbakað en það geymist við stofuhita í 2 daga.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Beikonbrauð

IMG_2688

Þetta brauð er algjör snilld! Ég bjó það til fyrir vinkonuhitting um helgina og það kláraðist mjög fljótt. Rosalega bragðgott og það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Þetta er uppskrift sem er hægt að leika sér með, hægt að bæta hverju sem er í uppskriftina.

IMG_2660 IMG_2663 IMG_2672 IMG_2674 IMG_2676 IMG_2682 IMG_2685 IMG_2688 IMG_2697 IMG_2712 IMG_2713

Beikonbrauð
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
20 mín
Eldunartími
1 klst
Undirbúningstími
20 mín
Eldunartími
1 klst
Hráefni
 1. 1 laukur
 2. 150 gr beikon
 3. 20 gr smjör
 4. 150 ml vatn
 5. 100 ml ólífuolía (ég notaði reyndar 50 ml ólífuolíu og 50 ml Ísíó olíu því það var það eina sem ég átti, það breytti engu)
 6. 4 egg
 7. ½ teskeið salt
 8. Pipar eftir smekk
 9. 250 gr hveiti
 10. 1 tsk lyftiduft
 11. 150 gr skinka (eitt bréf)
 12. 200 gr mozzarellaostur (1 poki)
 13. Ca 2 matskeiðar steinselja – söxuð
 14. 50-100 gr af svörtum ólífum (þetta er smekksatriði, má alveg setja meira eða minna)
Aðferð
 1. Laukurinn skorinn smátt og steiktur upp úr smjörinu þar til hann verður mjúkur.
 2. Beikonið er skorið í litla bita og bætt við á pönnuna með lauknum og steikt þar til það er eldað.
 3. Leggið beikonið og laukinn á pappír þegar búið er að elda það og leyfið mesta vökvanum að renna af, annars er hætta á því að brauðið verði of blautt.
 4. Setjið vatnið, olíuna, eggin og salt í stóra skál og hrærið saman.
 5. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við blönduna og hrærið.
 6. Skerið ólífurnar og skinkuna í litla bita og bætið við blönduna.
 7. Bætið beikoninu og lauknum, ostinum og söxuðu steinseljunni líka saman við og hrærið öllu saman.
 8. Setjið blönduna í vel smurt form, passið bara að það sé nógu stórt.
 9. Bakið við 180°C í klukkutíma.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

 

Fylgdu okkur á


Follow