Eldri færslur eftir merkjum fyrir börn

Frábæri 2 ára aldurinn!

Ég trúi ekki á the terrible two’s, ekki það að ég hafi ekki upplifað mikinn mótþróa frá mínum 2 ára og nei virðist oft vera orð dagsins. Heldur er það út af því að ég veit að þessi mótþrói er ekki hræðilegur, hann er bara partur af því að minn maður er að verða sjálfstæður og er að prófa sig áfram í heiminum með ýmislegt. Minni ég mig á það reglulega til að missa ekki vitið og hef ég lært mikið á stuttum tíma um þetta skemmtilega tímabil í lífi barna. Hér vil ég fara í nokkra punkta. Minni á að þetta er bara mín reynsla og það sem virkar vel fyrir okkar fjölskyldu. Hvert barn og fjölskylduaðstæður eru mismunandi og ekki víst að allt virki fyrir alla.

 

Rútína, rútína, rútina. Þá tala ég um svefnrútínu. Mjög mikilvægt er að börn fái sinn svefn til að vera glöð og minnka pirring yfir daginn, alveg eins og við fullorðnu þurfum okkar svefn. Því tel ég að svefnrútínur eru eitt það mikilvægasta í lífi barns til að líða vel. Með rútinu líður barninu öruggu og veit hvað kemur næst. Tel einnig mikilvægt að gera þetta í skrefum. Til dæmis fyrsta skref: náttföt og taka til leikföngin sín ( með mömmu og/eða pabba ) , annað skref: tannbursta og þrífa hendurnar, þriðja skref: drekka smá vatn og segja góða nótt við alla ( úti, dýr og alla heima ) síðan upp í rúm. Fá stórt knús og koss, jafnvel syngja góða nótt lag ( syng eitt vers úr Dvel ég í draumahöll og minn er byrjaður að syngja með ) síðan góða nótt, elska þig og loka hurðinni. Ástæðan fyrir því að ég tel að skref eru mikilvæg í rútínu er að ef mótþrói kemur upp, þá er betra að hann komi við fyrsta, annað eða þriðja skref, ekki við því að fara að upp í rúm að sofa. Enda erfitt að halda 2 ára barni í rúminu ef það vill ekki vera þar. Ef við segðum við okkar strax: jæja nú förum við að sofa, beint upp í rúm, þá kæmi bara strax NEI og það yrði barátta hvert kvöld. Vanalega þegar við höfum farið í gegnum heilu rútínuna og það kemur að síðasta skrefinu hjá okkur er hann svo fastur í rútínunni að hann fer glaður að sofa.

Þolinmæði þrautir vinnur allar og ákveðni! Nei, nei, nei, nei, nei virðist vera svarið við flestum spurningum eða staðhæfingum frá foreldrunum stundum og sérstaklega þegar það kemur að því að fara í föt, útiföt og fara á leikskólann. Það er mikill mótþrói hjá okkur á morgnanna og ég er stundum alveg á því að gefast upp. Búin að prófa allar aðferðir með þolinmæðina að vopni en barnið er alveg á því að vera bara heima nakinn helst. Þá gildir það bara að vera ákveðin og vera samkvæm okkur. Við sögðum að barnið hefði 5 mín, og 5 mín eru búnar. Þá segjum við það og gerum það sem gera þarf ef barnið er ekki samstarfshæft sjálft. Já það verður grátur og jafnvel spörk út í loftið en það gengur yfir og við þurfum að vera þolinmóð. Barnið er komið í útifötin og í vagninn sinn, frekar fúll, en hann gleymir þessu á næstu mínútum strax og komið er út. ( gengur allaveganna vanlega þannig hjá okkur). Þetta er fáránlega erfitt en sumir dagar eru betri en aðrir og fer ég í það í næsta punkti.

Gefðu barninu val, með flest allt: Þegar barnið fær val þá gengur það oft betur að fá það að gera eitthvað sem það kannski ekki vill. Til dæmis fara í nýja bleyju, fara í föt og svo framvegis. Ég gef Emil val að taka bleyjuna á 2 mismunandi stöðum ( eða fara úr sjálfur) , eða stundum fara á koppinn og taka hana sjálfa ( ef það er ekki sprengja í henni). Ég sýni oft Emil 2 mismunandi buxur/boli og spyr hvorar hann vilji fara í og hvort hann vilji fara í þær sjálfur eða hvort mamma eigi að hjálpa. Þegar við erum að fara í vagninn út, þá er það sama mál, viltu fara sjálfur upp í vagninn eða á mamma að hjálpa ( það verður oft samanblanda af bæði). Þessi spurning er mjög mikið notuð, viltu koma/gera sjálfur eða á mamma að hjálpa. Það er auðvitað oft nei við þessari spurningu, en þá er bara að halda áfram að spyrja og vera samkvæmur sjálfum sér. Sumir dagar ganga eins og í sögu og það er lítill sem enginn mótþrói. Oftast er það þó einhver.

Leyfðu barninu að ráða för í leik og komast í flæði. Við getum verið þáttakendur og áhorfendur til skiptis, látum tilfinninguna ráða för. Við þurfum ekki að ráða hvaða leik við leikum við barnið og spurjum barnið hvað það vilji leika með og leyfum því síðan að leika sjálft ef það vill, en getum samt verið til staðar hjá því þegar það vill að við séum með. Það er jafn mikilvægt að leyfa því að leika sjálft og komast í flæði í leik og að við séum með. Reynum að finna gott jafnvægi í þessu.

Lítill sem enginn skjátími. Reglan hjá okkur er að það er enginn skjátími fyrir kl 15/16 á daginn. Hjá engum af okkur ( fyrir utan að foreldrarnir stelast til þess þegar barnið tekur hádegislúrinn ) Við leikum frekar, lesum, hlustum ef til vill á tónlist og förum út. Þetta er eitthvað sem lætur okkur öllum líða vel og barnið fær að nota extra orkuna sem það hefur nóg af. Síðan ef barnið horfir á sjónvarp seinni partinn þá er það helst í minna en hálftíma ( en kemur auðvitað fyrir að það er lengri tími )

Ekkert stress á matartíma. Þú ræður hvað barnið borðar, það ræður hve mikið það borðar. Las þetta um daginn og fannst þetta passa vel hjá okkur. Það var oft mikið stress á matartímanum ef hann var ekki sáttur við það sem er í matinn og við reyndum að neyða í hann matinn og það gekk náttúrulega ekki vel. Núna leyfum við honum að borða svo mikið sem hann vill en reynum að gera það að reglu að hann verði allaveganna að prófa 1 bita áður en hann ákveður að hann vilji ekki meira. Stundum verður það til þess að hann fattar að þetta er ekki svo slæmt og endar á að borða heilmikið. Ef ekki þá er það bara þannig og hann fær einn ávöxt fyrir svefninn ef hann er svangur.

Leyfðu barninu að gráta og vertu bara til staðar fyrir það. Við skulum ekki fara í keng ef barnið grætur, við þurfum ekki að stoppa það af og við eigum helst ekki að segja, þú þarft ekki að gráta, engin ástæða til þess og gera lítið úr ástæðunni fyrir að barnið gráti. Það grætur og hefur sínar ástæður fyrir því. Við skulum því bara sýna barninu að við skiljum og vera til staðar fyrir barnið. Þetta er mjög mikið RIE eða respectful parenting ef ég skil aðferðina rétt og maður á frekar að sportcasta og segja til dæmis: já þú ert leiður vegna þess að þú fékkst ekki að leika meira og svo framvegis. Ég segi oft, já ég veit, Emil er leiður og það er allt í lagi að gráta. Stundum þarf maður að gráta, en mamma er hér fyrir þig. Þetta virkar vel hjá okkur og gráturinn gengur fljótt yfir. Aftur á móti ef hann byrjar að gráta að nóttu til, hugga ég hann, strýk bakið og segi shhhh shhhhh þar sem það er það sem við höfum gert síðan hann var lítill og er partur af næturrútínunni. Það er mjög sjaldgæft að það gerist en það róar hann.

Útivera er lífsnauðsynleg. Hvern dag, allaveganna í klukkutíma í senn, það er svo gott fyrir barnið og þig að komast út. Farið út á leikvöll, út að labba, bara hvað sem er og njótið útiverunnar. Sýndu barninu öll fallegu smáatriðin þarna úti, litlu laufin, berin, skordýrin og segðu barninu frá öllu. Útskýrðu og sýndu áhuga, þetta er allt voða nýtt fyrir barnið og skilningurinn á heiminum vex með hverri útiveru.

Leiktu og grínast! Kítla, eltingaleikur, feluleikur, bara name it! en vertu tilbúinn að leika sama leik 10-20 sinnum í röð ef að barninu finnst hann skemmtilegur.

Þú getur ekki sagt of oft: ég elska þig. Þetta er það sem ég segi oftast á dag við minn litla og ég tel að maður getur ekki sagt of oft ég elska þig við barnið sitt. Því tek ég mörg tækifæri til þess að segja þetta við hann, oftast þegar hann situr hjá mér. Knúsa hann og kyssi, strýk bakið og sýni ástúð. Hann hefur sagt tilbaka nokkrum sinnum ég elska þig og það er besta tilfinning í heimi!

Elska þennan aldur og á eftir að sakna þessa tímabils uppgötvunar! Hlakka til að sjá litla minn þróa sinn persónuleika frekar og er glöð að geta verið með í ferðalaginu 🙂

Óbarnvæn innanhústrend

Ég er sökker fyrir fallegum innanhústrendum, og legg stolt mitt í að íbúð mín sé eins pinterestvæn og hægt er, allaveganna reyni mitt besta! En það er erfitt með einn 18 mánaða strák hlaupandi eins og hvirfilvindur um. Ég vildi óska að ég gæti verið ein af þeim mömmum sem ná að láta börnin sín hlýða sér í einu og öllu og ekki snerta fínu hlutina hennar mömmu og pabba sem liggja á hillum og borðum. En það er ég ekki. Punktur. Hann hlýðir mér í mörgu og lætur eldavél og flest alla hættulega hluti vera, fæ jafnvel að hafa smá skraut á einu borði og hillum sem hann tekur stundum í en sleppir strax og mamma tekur eftir því. En eins og staðan er núna get ég ekki verið með í sumum trendum sem mér finnst svo falleg, kannski einhvern tímann en ekki alveg núna. ( allar myndirnar eru fengnar af PINTEREST )

Óbarnvæna innanhústrend 1: Fullt af fallegu smá skrauti á stofuborði, bækur staflaðar ef til vill með glervasa ofan á og nýplokkuðum ( keyptum ) smekklegum blómum ofaní. EKKI SÉNS! Brotinn glervasi, bækur á gólfi, með nokkrum rifnum síðum kannski, allt smáskraut kominn ofan í sparkbílinn hans. Jafnvel búið að smakka smá á blómunum. Já ég læt ekki á þetta reyna í bráð.

Óbarnvæna innanhústrend 2: Skraut og bækur á hillum. Allskonar skraut, skiptir engu máli hvað það er, þetta er allt mjög áhugavert fyrir lítið barn. Á eina hillusamstæðu þar sem ég var alltaf með mikið skraut á einu sinni fyrir löngu en núna er skrautið einungis efst uppi, ofan á þar sem litlar hendur komast ekki í það. Neðsta hillan er hillan hans Emils ( stráksins míns): Falleg leikföng sem mér finnst gaman að hafa frammi fyrir hann ( og mig ) viðartromma og annað viðarleikfang, plús barnabækur. Önnur hilla: samtals 5 bækur sem Mamma og pabbi eiga sem færast til af litlum höndum af og til, en hann reynir samt að sleppa því og bendir oft bara á þær. 3 hilla, sem hann nær næstum ekki í, 2 bækur og smá stórt skraut sem ekki brotnar ef barnið nær í það ( sem hann hefur gert af og til auðvitað )

Óbarnvæna innanhústrend 3: Púðar á sófum, ég á stóran gráan sófa með 9 púðum. Þessir púðar eru ekki á þeim stað sem ég vil hafa þá á daginn, og eiginlega ekki á kvöldin heldur þar sem ég á kærasta sem hendir 3 púðum alltaf út í horn. En litla mínum finnst gaman að henda öllum púðum á gólfið og er nett sama að mamman vill hafa þá í réttri litaröð og á réttum stað í sófanum. Ég fæ að hafa þetta eins og ég vil þegar ég er ein sum kvöld og á daginn þegar fjölskyldan er í leikskóla/vinnu. Fæ ekki að njóta af því að þetta líti svona vel út, en get huggað mig á því í vinnunni að íbúðin mín er fín..sem stendur. Og er reyndar hætt að vera svona mikill fullkomunarsinni með þetta, en reyni samt að hafa þetta fínt þegar ég get.

Varðandi þessa mynd fyrir ofan má við bæta að það er flest allt þarna sem það er ekki möguleiki að hafa á borðunum hér heima, þessir litlu viðkvæmu vasar, KERTI! ó neiiiiiiii, GREINAR!! ÓÓÓóó neiiiii neiiii, enda hefur það verið uppáhaldið hans síðan hann var lítill að finna flottar greinar. En ég læt mig dreyma um þann dag sem ég fæ að skreyta sófa borðin aðeins meira. Grænt plastblóm í hvítum stórum vasa er það sem ég fæ að hafa núna þarna upp á.

Óbarnvæna innanhústrend 4: Standandi blóma/plöntuvasa hillur ( veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta ) Þetta væri fyrir löngu búið að velta um koll eða mold út um allt á gólfum. Jú ég er með stóra plöntu á gólfinu en tróð gervifelds teppi ofan í „vasann“ svo barnið mitt kæmist ekki í moldina. Það hefur virkað mjög vel og lítur vel út.

En er búin að kaupa minni gerð af vasa, mjög líkur þessum  á myndinni, sem stendur lengst uppi á skáp í öryggri fjarlægð.

Það er auðvitað hægt að hafa mjög fínt heima sér með börn og hægt er að hugsa út fyrir kassann og innrétta heimilið eftir því hvað hentar best fyrir alla fjölskyldumeðlimi á hverjum tíma. Þótt ég geti ekki alveg verið með í þessum innanhústrendum hér að ofan, þá er ég frekar ánægð með heimilið eins og það er núna. Fullkomnunarsinninn kemur upp stökum sinnum og ég stundum tek til oft á dag til að halda fíneríinu við, en hef lært að leyfa mér að slaka á líka, klífa yfir púðana á gólfinu og líta framhjá draslinu. Enda ekki annað hægt að gera þegar maður á yndislegt barn sem hleypur til manns og við hendum okkur hlægjandi á púðana á gólfinu. Það er fullkomnun, ekkert annað 🙂 

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Venjulega 1 árs afmælið!

Ég get ekki sagt að ég sé mjög húsmóðursleg í mér, kann ekki að sauma, prjóna og ekki þekkt fyrir að baka. Þegar ég átti síðan að fara að undirbúa tvö barnaafmæli á tveimur vikum ( eitt fyrir fjölskylduna og eitt fyrir vini )  féllust mér hendur, hvað á ég að gera, elda, baka? Ég sá ekki fyrir mér að baka 5 sortir af kökum og öðrum réttum, föndra fullt af fíneríi, fylla íbúðina mína af pinterestvænum afmælisskreytingum og öllu því sem maður er vanur að sjá hjá öðrum bloggurum. Flott hjá þeim að geta þetta og leggja tímann í þetta, en ég einfaldlega sá þetta ekki fyrir mér. Svo ég ákvað að gera bara venjulega afmælisveislu með venjulegum veitingum, ekkert fancy og ekkert stress ( eða minna stress ) Ég leitaði til mömmu minnar, systur og vinkonu og fékk hugmyndir frá þeim fyrir afmælin. Endaði á að finna húsmóðursgenið í mér og gerði sykurlausa eplaköku með dökku súkkulaði, asparsrétt og marengsykurbombu með berjum. Þetta var allt gert á sama klukkutímanum rétt fyrir að gestirnir myndu koma á staðinn og mömmustressið kom yfir mig en ýtti mér áfram að klára þetta og var frekar stolt yfir afrakstrinum! Fékk frábært hrós frá kærastanum sem sagði að það væri eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en að baka og undirbúa afmælisveislur! Stolt mamma sem gat boðið gestunum sínum upp á smá veitingar og íbúðin var skreytt með blöðrum og smá föndri ( gat ekki alveg sleppt því ) 😀

 

Fyrir afmæli 2, gerðum við síðan pizzasnúða, sömu marengssykurbombuna og enduðum á að kaupa afmælistertu fyrir litla! En ég var samt sem áður ánægð með þá veislu þrátt fyrir að hafa ekki bakað eða eldað mikið sjálf.

Emil minn er sem sagt eins árs í dag þann 12 ágúst! Stór afmæli hjá litla mínum sem er svo ofurduglegur og metnaðargjarn. Byrjaði að labba 10 mánaða og hleypur núna út um allt eftir kisu og skríkir af gleði. Byrjaði að klifra upp í sófann fyrir nokkrum vikum og markmiðið þar var að ná fjarstýringunni sem var vanalega geymd þar, því markmiði var náð fljótt og síðan var bara að koma sér niður af sófanum. Eftir nokkur smá föll á teppið, fattaði hann hvernig það var gert með fæturnar fyrst og gerir nú ekki annað en að fara upp og niður af sófanum. Hann er svo opinn litli strákurinn og elskar að vera í kringum fólk, tekur flestum vel og hleypur til þeirra og sýnir þeim leikföngin sín. Stundum heyrast ýmis hljóð úr honum og MEEEEE hljóðin eru í uppáhaldi, öll dýrin segja sem sagt Meee í hans huga og hlægjum við foreldrarnir af krúttinu okkar. Bækur eru í miklu uppáhaldi og fékk hann fullt af bókum í afmælisgjöf. Hann hefur samt mismikla þolinmæði að lesa, en er alltaf til í lestur og hleypur inn í herbergi þegar við ætlum að lesa. Fær hann að velja sjálfur bækur sem hann vill lesa af hillunum og brosir breitt þegar við setjumst niður með bókina, oft náum við að lesa heila bók án truflana en stundum hefur hann annað að gera og tekur þá bókina bara með.

Emil elskar að leika við kisu með kisuleikfangi sem við notum, kisa er oft til í að leika líka þótt hún sé minna spennt þegar hann potar í hana með leikfanginu þegar hún sofandi. Hann sýgur í sig þekkingu og hlustar vandlega þegar við bendum á hvað hlutir heita. Hann er ekki byrjaður að tala mikið, en segir mamma og pabbi ( eða mama og baba ) og get svo svarið að hann segir lampa og bað, en það hljómar eins og ampa og ba…svo það er allaveganna byrjunin 🙂 Hann er litli snillingurinn minn sem vill alltaf vera á ferðinni, sjá heiminn og hitta fólk og dýr. Við elskum hann út af heiminum!

 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Barnapían á Spáni

Það er alltaf svo gott að koma aftur heim í rútínu eftir fjölskyldufrí.

Í tilefni af 60 ára afmæli tengdaföður míns hélt stórfjölskyldan til Spánar í 10 daga. Við vorum það lánsöm að fá húsnæði að láni frá vinafólki og komum við okkur öll fyrir þar, kærastinn minn og systkyni hans, ásamt mökum og börnum og að sjálfsögðu foreldrum.

Þegar ég fer í fjölskyldufrí þá reyni ég að fara í raunverulegt frí, þar á meðal frá samfélagsmiðlum og bara símanum almennt. Ég vil frekar njóta augnabliksins heldur en að reyna að stilla börnunum upp í fullkomna myndatöku á ströndinni fyrir Instagam. Ég vil helst ekki vera með símann á mér en auðvitað vill maður ná skemmtilegum augnablikum á mynd til að eiga.

Þannig að í þessari færslu er ég ekki að fara að deila með ykkur fullkomnum myndum af mér í fríi, tönuð á ströndinni með börnin sólbrún og hlæjandi mér við hlið. Einfaldlega vegna þess að þær myndir eru ekki til. En mig langaði að deila með ykkur, klárega mínum bestu kaupum þarna á Spáni. Ég er eins og hver annar íslendingur, nýt þess að spígspora á mörkuðum og finna fallegt glingur fyrir heimilið – en þessa snilld keypti ég einmitt í síðustu verslunarferðinni, rétt í lokin til að fylla upp í töskurnar!

Boltaland fyrir Alexander! Ég hafði séð svona boltaland auglýst hér á Íslandi en það var selt á verði sem ég var ekki tilbúin að borga. Að mínu mati var það heldur ekki nógu litríkt og skemmtilegt eins og mér finnst barnadót eigi að vera. Þannig að eg keypti litla sundlaug sem var blásin upp, og síðan fyllti ég hana af boltum sem ég hafði keypt á markaðinum og ,,Vola“ – eitt stykki boltaland tilbúið til notkunar.

Þar sem við vorum með þrjú ungabörn (öll undir 1 árs) þá bölvuðum við því að hafa ekki keypt þetta strax á fyrsta degi þarna á Spáni. Þau unnu sér öll vel í boltalandinu og þetta var alveg ótrúlega góð barnapía þegar foreldrarnir vildu aðeins sóla sig í ró og næði.

Þegar heim var komið var þessu skellt upp á miðju stofugólfinu og allir voru ánægðir eins og sést á þessum myndum. Mæli með þessu ef einhverjir eru á leið í frí og eru að leita að afþreyingu fyrir börnin.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn! En samkvæmt veðurspánni fáum við því miður ekki sól og fuglasöng við þurfum að bíða aðeins lengur eftir því …….

Það er hefð hjá mörgum fjölskyldum að gefa börnum gjöf á sumardaginn fyrsta. Oftast eru þessar gjafir tengdar sumrinu og útiveru. Mér datt í hug að taka saman nokkrar hugmyndir að skemmtilegum gjöfum sem gætu slegið í gegn þetta árið.

Reiðhjól

Inná heimasíðunni hjá GAP eru mörg hjól í boði fyrir unga krakka sem eru að byrja og svo fyrir lengra komna. Barnahjólin eins og þessi hér fyrir ofan eru á 29.990 krónur. Hagkaup er líka að selja hjól sem eru merkt hvolpasveitinni og fleiri teiknimyndum á 27.990 krónur. Ég veit að mín stelpa er mjög spennt fyrir hjóli þetta árið.

Trampolín

Þetta er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna að mínu mati! Fæst í Húsasmiðjunni á 27.293 krónur. Þetta hefur verið vinsæl gjöf í gegnum árin og prýðir annahvern garð hér í Garðabænum allavega.

Tjald

Seinasta sumar var dóttir mín alveg æst í tjald. Ég held því að þessi gjöf væri alveg tilvalin! Fæst í Húsasmiðjunni á 4.990 krónur.

Hoppuboltar

350_0mFTaVuecJ

Hver man ekki eftir þessu tryllitæki? Fæst í vefverslun Krumma HÉR á 3.990 krónur. Fæst líka í Hagkaup.

Barnasundlaug

29

 

 

 

 

 

 

 

Þegar sólin fer að láta sjá sig er ekkert skemmtilegra en að busla í sundlauginni úti í garði. Fæst í Hagkaup á 3.990 krónur. Sundlaugin er til í mismunandi stærðum og gerðum.

Sápukúlu byssa

956296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fæst í Hagkaup á 799 krónur. Sniðugt að taka eitthvað jafn ,,basic´´ og sápukúlur og gera það flippað! Skemmtileg gjöf á góðu verði.

Krokketsett fyrir 4

3704400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman úti í garði eða í sumarbústaðnum. Fæst í Rúmfatalagernum á 1.747 krónur.

 

En sumardagsgjöfin þarf ekkert endilega að snúast um útiveru. Hér eru fleiri hugmyndir!

 

Hvolpasveita sundpoki

46080-hvolpasveit-sundpoki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það að fara í sund saman er æðisleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Það er sport að eiga sinn eigin sundpoka. Fæst hjá Heimkaup á 1.690 krónur.

Trolls taska með hárskrauti

972179

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpan mín sem er að verða 4 ára er alveg æst í allt sem tengist Trolls. Ég veit að þetta myndi gleðja. Fæst í hagkaup á 899 krónur.

3D sjónauki

871125292427

Mér finnst þetta meira að segja skemmtilegt enþá! Fæst í Rúmfatalagernum á 357 krónur.

Vonum svo bara að það fari nú að hlýna í veðri og sólin láti sjá sig. Ég er sko alveg tilbúin að fá sumar takk fyrir 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Fjölskyldu afþreying um helgina

Áður en ég varð foreldri snérust helgarnar um að fara út með vinum, sofa út og kúra uppí sófa með popp og horfa á gamanmynd. En núna, þegar ég er tveggja barna móðir er annað upp á teningnum. Helgar snúast um að finna eitthvað sniðugt að gera stanslaust. Maður er vakin upp klukkan 07:30 (sem er furðulegt því á virkum dögum vilja börnin sofa lengur en um helgar þá allt í einu þarf að vakna voða snemma!) og þú verður að vera tilbúin með afþreyingu dagsins svo að orkumikla barnið deyji ekki úr leiðindum.

Hér er smá samansafn af hugmyndum fyrir þig og börnin til að gera um helgina.

FARIÐ SAMAN Í BÍÓ
Það eru nokkrar myndir í bíó um helgina sem eru áhugaverðar fyrir yngri kynslóðina.

Þið getið séð sýningartímana HÉR.

HÚSDÝRAGARÐURINN
Já eflaust eru margir foreldrar komnir með leið á húsdýragarðinum, en krökkunum finnst alltaf jafn gaman og það er það sem skiptir máli.

Börn 0-4 ára fá frítt inn.
Börn 5-12 ára greiða 650 krónur.
13 ára og eldri greiða 860 krónur.

 • 10:00 Garðurinn opnaður
 • 10:30 Hreindýrum gefið
 • 11:00 Selum gefið
 • 11:30 Refum og minkum gefið
 • 15:30 Hreindýrum gefið 
 • 15:45 Dýrum í smádýrahúsið gefið
 • 16:00 Selum gefið
 • 16:15 Hestum, kindum og geitum gefið
 • 16:30 Svínum og nautgripum gefið, mjaltir í fjósi
 • 17:00 Garðinum lokað

Hestateyming er í boði um helgar frá kl. 14:00 til 14:30
Kaffihúsið er opið alla daga en því er lokað hálftíma fyrir lokun garðsins. Sjáið meira HÉR.

 

SKEMMTIGARÐURINN Í SMÁRALIND
Ótrúlega mikil læti og mikill hamagangur en við erum ekkert að búast við neinu öðru! Þarna getum við látið börnin hlaupa lausum hala í klukkutíma eða tvo og þau verða alveg búin á því. Þá er okkar markmiði náð. Síðan er hægt að ljúka skemmtiferðinni með ferð á Pizza Hut sem er þarna hliðina á. Þeir eru með barnamáltíðir á 940 krónur og mikið úrval fyrir mömmu og pabba.

Verðin í skemmtigarðinn er misjöfn og hægt að sjá þau HÉR.

ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Öll fjölskyldan getur haft gaman að þessu.

Á annarri hæð í Þjóðminjasafninu er herbergi sem er ætlað börnum þar sem þau geta klætt sig í búninga og skoðað ýmislegt furðulegt úr fortíðinni. Síðan er hægt að gæða sér á kaffi og köku á Kaffitár sem er opið frá 10-17 um helgar. 

Þjóðminjasafnið er opið frá 10-17 um helgar og almennur aðgangseyrir er 2000 krónur. Börn 18 ára og yngri frá ókeypis. Námsmenn greiða 1000 krónur.

Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði bjóða þeir uppá barnaleiðsögn (tilvalið fyrir fyrstu helgina í Apríl) en þá gengur safnkennari með gesti um sýningar safnsins og segir frá áhugaverðum og skemmtilegum gripum. Best er að fylgjast með safninu á samfélagsmiðlum eða skrá sig á póstlista til að fá fréttir um dagskrána hverju sinni.

Skoðið meira um Þjóðminjasafnið HÉR.

SUND
Kíkið saman í sund og farið svo í ísbíltúr á heimleiðinni. Ég mæli með ísbúðinni í Garðabæ því þeir bjóða uppá sykurlausan ís 😉

PRÓFIÐ MISMUNANDI RÓLUVELLI
Eflaust vitið þið um nokkra róluvelli á víð og dreif um bæinn. Klæðið ykkur vel, skellið börnunum í aftursætið og keyrið á milli! Krökkunum finnst ótrúlega gaman að skoða ný tæki sem eru ekki til staðar á þeim róluvelli sem þau fara oftast á og mamma og pabbi fá tíma til að spjalla saman á meðan börnin leika sér. Tilvalið að kaupa sér rjúkandi heitt ,,take away“ kaffi frá uppáhalds kaffihúsinu ykkar til að taka með. Verið búin að smyra nesti fyrir krakkana því þau geta orðið svöng á öllum þessum hamagangi.

FJÖRUFERÐ
Skrifið flöskuskeyti með krökkunum, klæðið ykkur vel og kíkið í fjöruferð. Það gæti jafnvel verið gaman að kíkja aðeins út fyrir bæjarmörkin. Leyfið þeim svo að kasta flöskunni í sjóinn. Tínið skeljar og kuðunga sem þið takið svo með heim og föndrið saman skemmtilegt listaverk.

BÓKASAFNIÐ
Börnum finnst lúmskt gaman að fara á bókasafnið en til þess að þau njóti sín þá verða foreldrar að vera með þeim og sýna þeim hvað bókasafnið hefur uppá að bjóða. Á flestum bókasöfnum er leshorn þar sem þið getið sest niður saman og skoðað þær bækur sem heilluðu mest. Flest bókasöfn eru opin á laugardögum frá 11-17.

ÞEGAR ALLIR ERU LATIR…..
Stundum eru allir í fjölskyldunni latir og engin nennir að fara út. Þá er líka ýmislegt hægt að gera heima en þá verða allir að vera með.

 • Setjið fullt af koddum og sængum í sófann, dragið fyrir og kveikið á kertum. Náið í saltstangir eða popp og leyfið krökkunum að velja hvaða bíómynd fjölskyldan á að horfa á saman.
 • Bubblubað og heitt kakó! Þegar mín litla er þreytt og pirruð þá læt ég renna í bað fyrir hana, kveiki á kertum og færi henni svo heitt kakó í baðið! Það er ótrúlega mikið sport.
 • Látið krakkana þrífa! Börn vilja hjálpa til við heimilisstörfin og flestum finnst gaman að þrífa. Látið þau fá spreybrúsa með vatni, hreina tusku og leyfið þeim að þrífa allar stytturnar/dúkkurnar/playmokallana eða hvað sem þau vilja.
 • Púsla, perla, föndra, lita, teikna, kubba, dansa, ýmindunarleikir o.s.f.r.v.

Góða helgi & njótið vel

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Börnin og góðu ráðin!

faerslan_er_ekki_kostud-5

Það er með sanni hægt að segja að okkur er hent í djúpu laugina þegar viðkemur foreldrahlutverkinu. Þetta eru ekki geimvísindi en þetta hlutverk er samt eitt það mikilvægasta hlutverk sem við munum gegna í okkar lífi. Að ala upp og móta einstakling. Því finnst mèr vanta alvöru foreldranámskeið, börn frá A-Ö, þar sem okkur er kennt flest allt sem hægt er að hugsa sèr varðandi börn. Og hægt sè að fara á námskeið á nokkra ára fresti þar sem er rætt um til dæmis bestu uppeldisaðferðinar, svona til að halda okkur aðeins á tánum. Það eru náttúrulega námskeið þarna úti en mín reynsla, allavega hèr í Svíþjóð, hefur verið sú að þessi námskeið snúast mest um fæðinguna og smá um brjóstagjöf. Hvað með allt sem kemur eftir það??? Við fáum barnið í hendurnar og allt í einu erum við foreldrar, síðan erum við send heim : farið að foreldrast, þið finnið út úr þessu! 

Mynd frá the newswire

Sem við jú gerum flest öll á endanum, kemur með reynslunni, miklum bóklestri og google er best ( ef við hittum rèttu síðurnar ) en mikið vildi èg hafa haft vitneskju um suma hluti frá byrjun. En með þessu bloggi vil èg fara aðeins í bestu ráðin sem èg hef fengið varðandi börn og foreldrahlutverkið, einnig það sem èg hef lesið og lært með reynslunni. Svo er það auðvitað þannig að börn eru eins mismunandi og þau eru mörg, svo það sem hefur virkað fyrir mitt barn mun kannski ekki virka fyrir þitt barn og öfugt. En sakar ekki að prufa. 

Gera mun á dag og nótt:

Mikilvægt er að hafa slökkt öll ljós á næturnar og inn í því herbergi sem barnið sofnar í á kvöldin. Við næturgjöf á ekki að fara út úr herberginu með barnið og helst ekki kveikja ljósin. Má kveikja á litlum lampa til dæmis við bleyjuskipti en öll samskipti við barnið á þessum tíma eiga að vera svo lítil sem mögulegt er. Ekki tala við barnið og ekki gefa mikinn augnkontakt ( sum börn verða bara ofurspennt við það ) með þessu er verið að sýna barninu að nú er nótt, nú sofum við, við leikum okkur ekki o.s.f. Þegar barnið vaknar um morguninn er því til dæmis boðið góðan dag og farið með það fram, kveikt loftljósin og kannski sett á smá tónlist ( ef það er of mikið að kveikja á sjónvarpi ). Nú er dagurinn byrjaður! Við daglúra á að hafa ljós kveikt. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir mig og minn litla. Finn greinilega fyrir því að hann þekkir muninn á dag og nótt, sem hefur hjálpað mikið með nætursvefninn. 

Kenna barni að sofna sjálfu og sofa einu frá byrjun:

Èg brenndi mig illa á þessu þrátt fyrir að hafa vitað af þessu ráði. Fyrsta mánuðinn lagði èg hann alltaf frá mèr eftir að hann var sofnaður í fanginu á mèr á daginn. Það gekk ekki vel og vaknaði hann oft strax og èg lagði hann niður eða stuttu eftir. Það var ekki sèns að hann lèti sig hafa þetta enda hafði hann það of gott í mömmu fangi. Börn þurfa nærveru og endilega leyfið nýfædda barninu ykkar að sofa í fanginu ykkar, en það er mikilvægt að æfa barnið líka í að sofna sjálfu frá byrjun. Setjið barnið í vagninn, babynestið, rúmið þegar það er orðið þreytt en ekki þegar það er sofnað í fanginu eða við brjóstagjöf. Það er auðveldara fyrir kornabarni að sofna sjálfu en eldra barni sem hefur oftast sofnað með hjálp. Í dag gengur þetta betur eftir að èg byrjaði að fara eftir þessu ráði, það tekur hann smá tíma að sofna en sefur vel eftir að hann hefur sofnað sjálfur.

Tengja svefninn við ákveðnar athafnir:

Þessar athafnir eru gerðar rètt fyrir svefntímann og barnið mun tengja þær við svefn. Til dæmis: fara í bað, síðan náttföt, lesa ákveðna bók og síðan syngja vögguvísu. Alltaf í sömu röð, alltaf sömu athafnirnar. Èg hef í raun gert þetta mjög einfalt, syng alltaf sömu vögguvísuna rètt áður en èg legg hann niður. Gef honum einnig brjóst fyrir svefninn en mun reyna að hætta að tengja svefninn við brjóstagjöf þar sem það getur gert illt verra, börnin eiga ekki að tengja mat við svefn. Getur ollið því seinna að barnið vill ekki sofna án þess að fá að drekka. Það getur eyðilagt fyrir því að ná að sofna sjálft án hjálpar ( brjóstagjafar ) Bókin Draumaland hefur hjálpað okkur mikið og mæli èg með henni.

16344126_10155128172128714_715119462_n

 

Rútína, Rútína, Rútína!

Börn elska rútínur og gerir þau öruggari. Þegar barnið er orðið nógu gamalt, reyndu að koma rútínu á svefn og brjóstagjöf. Með minn 5 mánaða hef èg vanalega 2 tíma á milli lúra á daginn og 3-4 tíma fyrir nætursvefninn. Einnig er gott að reyna að hafa lengri tíma milli gjafa á daginn og styttri á kvöldin. Èg reyni að láta líða 3-4 tíma milli gjafa fyrri hluta dags, síðan 2 tíma seinnipartinn. Það hjálpar til með nætursvefninn og barnið ætti að geta sofið lengri lotur í einu. Hefur virkað ágætlega fyrir mig og litla minn. 

Göngutúrar:

Reynið að fara út með barnið í göngutúr í vagni daglega. Gerir ykkur gott og barninu líka. Við Íslendingar vitum það best að börnin sofa betur og lengur úti í vagni, og því sjáum við vagna út um allar trissur út á svölum, út í garði osf. Hèr í Svíþjóð hefur orðið vitundarvakning í þessum málum síðustu árin og fleiri byrjaðir að leyfa börnunum að sofa úti í vagni. En held að þetta sè ekki eins algengt og á Íslandi. Tók þessa mynd af 9gag og þar finnst mörgum þetta undarlegt. En við erum að ala upp sterkustu menn og konur heims svo eitthvað erum við að gera rètt!

Mynd af 9gag

 

Leikteppið og æfingarnar

Leikteppið hefur verið ómissandi partur í lífi sons míns. Hvern morgun set èg hann á leikteppið, fyrstu vikurnar lèk hann sèr með leikföngin sem hanga yfir honom og fór síðan að æfa sig í að velta sèr. Í dag skríður hann út um allt og er orðinn ansi hættulegur. Mikilvægt að gefa börnum tíma á leikteppinu hvern dag, svo þau geti gert sínar æfingar á bakinu og á maganum. Minn var sko ekki að fíla að vera á maganum fyrst en hann þurfti að láta sig hafa það í minnsta kosti korter á dag og gæti hann ekki verið ánægðari með það núna og skríður hratt eftir leikföngunum á maganum. Lítill mjúkur leikfangabolti er líka snilld, og hann sparkar í hann þegar við hjálpum honum að ganga um gólf. 

Talaðu við barnið, syngdu fyrir það og lestu bækur:

Einfalt, barnið elskar að heyra röddina þína og lærir af þèr. Segðu því frá hvað þið eruð að gera í daglegum athöfnum, syngdu þegar tækifæri gefst og lestu fyrir það nokkrum sinnum á dag. Það mun eiga sèr uppáhaldslög og bækur og brosa breitt þegar þú byrjar að syngja/lesa. Frábær tilfinning. 

Leiktu við barnið og dansaðu með því!

Gúgglaðu leiki sem henta hverjum aldri og njóttu þess að verða barn aftur og leiktu þèr með barninu þínu. Èg bjóst aldrei við því að hafa gaman að af leika þessa einföldu leiki, en èg skemmti mèr svo vel! Fyrir 5 mánaða: Leikum til dæmis Peek-a-boo og leikinn row row: sitjið á gólfinu og barnið situr á púða milli fótanna ykkar, þið haldið í hendurnar á barninu og togið lauslega í þær meðan þið færið ykkur fram og tilbaka og þú syngur row row row your boat lagið. Minn verður fljótt leiður á leiknum en finnst voða gaman fyrst. Trommuleikarinn: notaðu plastsleif og 2 plastskálar ( mismunandi stærð og sýndu barninu hvernig á að tromma ) mun taka tíma en á endanum mun barnið læra og skemmta sèr við að tromma sjálft. Síðan eru það basic leikirnir: hvað ertu stór og lyfta höndunum upp og give me five! Allt voða skemmtilegt fyrir nokkra mánaða gamalt barn. 

Dansaðu! Hafðu barnið í fanginu og dansaðu með lèttum hreyfingum við eitthvað skemmtilegt lag. Okkar uppáhalds núna er Respect með Aretha Franklin. 

Ráðin til þín sem er í barneignarleyfi: 

Matarræði: til að líða vel og hafa jafna orku yfir daginn hefur mèr fundist mikilvægt að borða vel og hollt yfir daginn. Ef þú gefur brjóst er gott að hugsa um að gefa barninu eins góða næringu og hægt er í gegnum brjóstamjólkina. Ef 90 prósent af mataræðinu er í lagi finnst mèr ok að svindla hin 10 prósentin. En hafið auðvitað engar áhyggjur ef matarræðið hjá ykkur er ekki í toppinum, það er erfitt að vera með lítil börn og þurfa líka að hugsa um að borða fjölbreyttan mat. Gerið bara ykkar besta, barnið mun vaxa og dafna vel hvort sem er.  Dæmi um góðan dag hjá mèr ( sem eru alls ekki allir dagar)  morgunmatur: hafragrautur, chia fræ og möndlumjólk. Millimál: banani og smá 92 prósent súkkulaði. Hádegismatur: Omeletta með eplum, osti og salati. Millimál: 1 lítið glas berjasmoothie. Kvöldmatur: Lax, steiktur ferskur aspars og sætkartöflumús. 

Farðu á mömmu/pabbadeit með öðrum mömmum/pöbbum, fáránlega gott að geta talað við einhvern sem er að ganga í gegnum það sama og þú. Þið getið talað endalaust um börnin ykkar og þurfið ekkert að pæla í hvort þið sèuð að ganga yfir strikið í talinu um sætu börnin ykkar. 

Þetta sagt þá er alveg eins mikilvægt að hitta einhverja sem þú getur talað við um allt annað en börnin líka. Bæði betra! 

Hobbý! Finndu þèr hobbý sem þú getur aðeins misst þig í þegar þú hefur tíma. Mín hobbý eru núna að blogga og teikna. Gott að fá að hugsa um eitthvað annað en foreldrahlutverkið stundum. Núna er èg að blogga um einmitt það, en èg hef bara gaman að því ? 

Vona að þessi ráð gagnist ykkur eins vel og þau hafa gagnast mèr. Gangi ykkur vel og munið að you got this! Þið eruð svo algjörlega með þetta! 

Auður

Fylgið mèr á Facebook!

 

 

 

 

 

 

Krakka klattar með bláberjum

Dóttir mín er alveg ótrúlega matgrönn og ef hún mætti ráða þá væri cheerios í öll mál! Er einhver að tengja?

Hún er ekki mikið fyrir það að setjast niður og borða heilar máltíðir, hún vill miklu frekar fá snarl svona hér og þar yfir daginn og ég leyfi henni það alveg hiklaust. Hún hefur alltaf verið svona og á meðan hún fær holla og góða næringu þá er ég ekkert að neyða hana til að sitja og klára af disknum. Ég var sjálf svona snarlari þegar ég var lítil og ég er bara í fínum málum í dag.

Ég gef mig ekki út fyrir það að vera sú færasta í eldhúsinu og ég er ekki að fara að deila með ykkur professional myndum af fínum og fallegum mat, ég læt annað fólk sjá um slíkt. En ég er mamma og ég þarf oft að vera ansi frumleg þegar að kemur að næringu fyrir börnin mín. Þess vegna langar mig að deila með ykkur þessari uppskrift af hafraklöttum sem ég geri séstaklega fyrir hana. Þeir eru tilvalið snarl með sjónvarpinu eða til að taka með í bílinn.

Innihaldið er:

3 dl af höfrum
3 dl af trölla höfrum
1 egg og þrjár eggjahvítur
1 msk hnetursmjör (whole earth)
Kanill (magn eftir smekk)
1 dl mjólk
Hálfur banani
Frosin bláber
Rúsínur

Ég byrja á því að taka bláberin úr frysti og leyfi þeim að þiðna.
Blanda saman höfrum, eggjum, hnetusmjöri og kanil í skál.
Set síðan innihaldið í skálinni í blandarann og bæti við hálfum banana og mjólk.
Blanda þessu vel saman – verður svolítið þykkt og klístrað en það er allt í lagi 😉
Næst helli ég þessu aftur í skálina og bæti bláberjum og rúsínum ofaní og hræri varlega.
Nota Pam sprey á smjörpappírinn og helli þessu öll saman á og dreifi úr.
Skelli þessu í ofninn á 180 í svona 25 mínútur. Sker svo í hæfilega bita fyrir hana.

Þetta er sett í nestisbox og inní ískáp. Stundum hita ég þetta í örbylgjuofni í smástund og smyr svo með möndlusmjöri. Á nammidögum bæti ég við sykurlausu diablo súkkulaði og kalla þetta súkkulaðiklatta, það vekur mikla lukku.

Prófið ykkur endilega áfram, þið getið skipt bláberjunum út fyrir hvað sem ykkur dettur í hug! Njótið ♥  


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow