Eldri færslur eftir merkjum fyrir borðbúnaður

Vilt þú eignast nýja Múmínbollann?

Leikurinn er gerður í samstarfi við heildsölu Múmín á Íslandi

Það er skammarlega langt síðan ég hélt gjafaleik fyrir ykkur elsku lesendur en ég hef alltaf haft það að reglu að halda reglulega gjafaleiki til þess að þakka fyrir lesturinn enda ekkert skemmtilegra en að gleðja góða lesendur!

Við skulum breyta úr því í dag enda er nýja sumarlínan frá Múmín alveg að fara að detta í verslanir! Það er því ekki annað hægt en að fagna sumrinu og gefa einmitt tvo sumarbolla úr línunni í samstarfi við Múmín umboðið á Íslandi!

Eigum við ekki fyrst samt að fara aðeins yfir nýju sumarlínuna og sjá hversu dásamleg hún er að þessu sinni?

Nýjasta Múmín vörulínan, Going on Vacation, er fyrsti kaflinn af sex í nýrri seríu af Múmín vörum. Vörulínan samanstendur af bolla, diski, tveimur litlum skeiðum og tveimur múmínfígúrum, Múmínmömmu og Múmínpabba.

 Það er líka dálítið skemmtileg saga á bakvið myndirnar sem borðbúnaðurinn skartar að þessu sinni en myndirnar eru byggðar á upprunalegum teikningum úr bók Tove Jansson, Moomin’s Desert Island frá árinu 1955.

Múmínfjölskyldan hefur ákveðið að fara í sumarfrí á yfirgefna eyju. Allir pakka nauðsynlegustu hlutunum eins og sundfatnaði, veiðistöngum og að sjálfsögðu nesti. Á meðan veltir hópur vísindamanna fyrir sér hvað Múmínálfarnir eru að bralla. Sumir vísindamennirnir eru hávaxnir, en aðrir eru lágvaxnir og sumir þeirra eru gamlir á meðan aðrir eru ungir. Þeir spá í veðrinu og hvernig það muni koma til með að breytast. Múmínfjölskyldan hefur engar áhyggjur af viðvörunum þeirra og heldur áfram að pakka niður. Múmínpabba langar að komast í veiði og Múmínsnáðinn ætlar að baka pönnukökur.

Dásamlegt finnst ykkur það ekki? 

Að því sögðu… Þá eins og ég nefndi hér fyrir ofan langar mig og Múmín að gefa tveimur heppnum taggfélögum sitthvorn sumarbollann! Það eina sem þarf að gera er að…

1. Fara inn á Instagram reikninginn minn HÉR (@rannveigbelle).
2. Fylgja mér þar ef þú ert ekki að því nú þegar.
3. Finna MYNDINA af dásamlega múmínbollanum.
4. Tagga þar undir einn vin eða eina vinkonu sem þú vilt að fái sinn eiginn sumarbolla frá Múmín.

Ég dreg síðan einn heppinn þátttakanda úr leiknum 4.maí næstkomandi þegar að sumarlínan ratar í verslanir sem hlýtur bolla fyrir sig og taggfélagann sinn.

Gangi ykkur vel og ég hlakka til að færa vinningshöfunum bollana sína 😀

– Rannveig / @rannveigbelle

Lagt minimalískt á borð

Mér finnst alltaf svo gaman að sjá fallega lagt á borð, sérstaklega þegar það er ekki of mikið í gangi. Til að slútta janúar minimalismanum ætla ég að láta fylgja hér fallega, en einfaldlega, skreytt borð.

Eitt af því sem fylgir þegar maður ákveður að gifta sig er að fólk fer að spyrja hvernig stelli maður sér að safna. Við höfðum ekki beint skoðun á þessu enda ekki að safna neinu sérstöku, en, tókum þá ákvörðun að setja á óskalistann eitt slíkt. Það sem varð fyrir valinu var svart stell frá Bitz, en sbr. myndirnar hér að ofan þá finnast mér dökk stell vera að koma mjög vel út! 
Stellið er semsagt frá danska hönnuðinum Christian Bitz og kemur í svörtum, gráum og grænum litum. Einstaklega fallegt, og auðvelt að blanda saman litunum!

 

Nú eru hins vegar bara 5 dagar í brúðkaup svo ég verð aðeins off hér á síðunni á næstunni.
Sé ykkur bara næst, gift kona!!! 

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow