Eldri færslur eftir merkjum fyrir Becca

Smá sumarglóð

Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kannski út í það seinna en það er búin að vera ástæðan fyrir litlum innblæstri hjá mér þegar kemur að blogginu og þar af leiðandi fáum færslum. Svona er lífið víst bara. Til þess að koma mér aftur á létt ról þá langaði mig að deila með ykkur sólarpúðri sem ég er búin að vera að nota á hverjum degi núna í sumar… eðlilegur stökkpallur ég veit! 😉

Vöruna í færslunni fékk ég sendar til að prófa

Sólarpúðrið kemur frá Becca og kallast Gradient Sunlit Bronzer í litnum Sunrise Waves. Í sumar hef ég farið svolítið frá því að nota kremkinnaliti, sem ég nota annars alltaf, og notað þetta sólarpúður/bronzer í staðin.

Púðrið samanstendur af þremur litum af sólarpúðrum sem eru í stöku úrvali hjá Becca en í litnum Sunrise Waves eru það sólarpúðrin Bali Sands, Capri Coast og Bronzed Bondi. Út til hliðanna er síðan að finna Shimmering Skin Perfector, sem er heitið á ljóapúðrunum hjá Becca, í litnum Opal. Þannig maður er svolítið að fá tvennt fyrir eitt í þessu púðri – sólarpúður og ljómapúður.

Hér getið þið séð prufu af hverjum lit fyrir sig. Efstur er Bronzed Bondi næst er Capri Coast þar á eftir er Bali Sands og síðast er ljómapúðrið Opal. Það er hægt að blanda öllum litunum saman til þess að fá vel ljómandi bronzer en þar sem sólarpúðrin sjálf innihalda léttan ljóma nota ég alltaf bara alla litina í miðjunni saman og síðan Opal einan og sér til þess að setja efst á kinnbeinin ef ég vil vera extra ljómandi. Opal er oftast of dökkur fyrir mig en þar sem sólin hefur leikið við okkur í Danaveldi í allt sumar (sorrí Íslandsbúar) þá er húðin mín sólkysst og brún þannig að loksins get ég notað litinn á kinnbeinin.

Hérna getið þið séð mig með sólarpúðrið á mér. Það þarf voðalega lítið af því til þess að fá fallegan lit þar sem það er mjög litsterk. Hérna setti ég þó nógu mikið á mig svo það væri nú sýnilegt á mynd og eins og þið getið séð gefur það húðinni minni virkilega náttúrulega og fallega sumarglóð.

 Ég verð nú að segja að því meiri vörur sem ég prófa frá Becca því hrifnari verð ég af merkinu. Það er svo þægilegt að vinna með vörurnar frá þeim hvort sem þú ert að sækjast eftir náttúrulegu lúkki eða einhverju aðeins ýktara. Án efa eitt uppáhalds merkið mitt enda fer safnið mitt sístækkandi. Látið mig vita ef þið viljið sjá frá mér „must have“ lista frá merkinu. Þá hendi ég í hann með glöðu geði! 🙂

– Rannveig / @rannveigbelle

Mitt ljómakombó og burstinn sem ég nota

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf til að prófa

Mig langaði að sýna ykkur ljómakombóið sem ég er búin að vera að nota í allan desember og hefur hjálpað mér að ná alveg svakalega fallegum en eðlilegum ljóma. Það eru einhverjar tiktúrur í mér þessa dagana með ljóma, ég vil bara hafa hann sem eðlilegastan og náttúrulegastan og ég er að reyna að dreifa þeim boðskap sem víðast! Auðvitað sýnist sitt hverjum með þennan ýkta ljóma en ég hef fundið að það hentar mér og mínu andlitsfalli ekki.

Það er kannski ekki furða að í mínu GO TO ljómakombói þessa dagana er að finna vöru frá Becca en merkið hefur heldur betur slegið í gegn síðan það kom til landsins síðasta haust. Ég hef allavega ekki lagt niður vörurnar frá þeim því þær gefa svo ofboðslega fallega og fjölbreyttan ljóma. Uppáhalds formúlan mín frá þeim núna í augnablikinu er einmitt Poured formúlan en hún er mitt á milli þess að vera púður og krem.

Eftir að ég hef sett á andlitið létt lag af farða eða smá hyljara tek ég Sigma F79 burstann og set með honum þunnt lag af Becca Shimmering Skin Perfector Poured í litnum Pearl efst á kinnbeinin mín og aðeins upp á gagnaugað og undir augabrúnina í einskonar c-lag. Þessi bursti er þéttur og góður og blandar því vel úr vörunni á húðinni svo hann er alveg fullkominn til þess að bæði taka upp og dreifa úr Becca Poured formúlunni.

Þar sem að Pearl liturinn er nánast bara hvítur og því örlítið of ljós fyrir mig ef ég er með einhverja augnförðun, eins og smokey, hef ég verið að bæta fínmalaðu gylltu ljómapúðri ofan á hann og gera þá tóninn í ljómanum aðeins hlýrri og örlítið meira áberandi. Ég mun á endanum eignast Moonstone í Poured formúlunni, ég ætlaði að kaupa mér hann þegar ég var á Íslandi en bara hreinlega gleymdi því. Þar til nota ég þetta ráð og til þess gyllta ljómapúðrið úr Love Contours All pallettunni frá NYX. Þau ljómapúður sem eru í þeirri pallettu eru æði þó ég var minna hrifin af augnskuggunum í henni en það er líka bleikt ljómapúður í pallettunni ásamt þessu gyllta og stundum finnst mér voða fallegt að blanda þeim saman. Til þess að bera púðrið á nota ég bara lítinn púðurbursta sem er svolítið laus í sér og ekki of stífur en ég gríp oftast bara þann sem ég hef við hendina.

Hér vinstra megin sjáið þið mig með Becca ljómann á kinnbeinunum sem ég bar á með Sigma burstanum en vinstra megin er ég búin að bera NYX ljómapúðrið yfir. Mér fannst ég ekki alveg ná þessu nógu vel á mynd en í nýrri færslu hjá mér þar sem ég skrifa um Costco kragann minn er ég með sama ljóma á andlitinu og þar er hægt að sjá betur hversu fallegur, áberandi en samt náttúrulegur þessi ljómi, þetta ljómakombó er. Færsluna getið þið séð HÉR.

-RH /@rannveigbelle

BECCA – Pressed, Poured eða Liquid?

For my english readers – You can find the google translate button below in the footer

Gleðilegan fimmtudag elsku lesendur! Ég ætla aðeins að leyfa mér smá pásu frá lærdómnum í dag en ég er alveg búin að vera að drukkna undanfarna daga. Í þessari pásu minni langaði mig að hoppa hérna inn og skrifa um eitthvað sem mig langar að skrifa um, sem sagt allt annað en námsefnið! Því fannst mér tilvalið að skrifa stutta færslu þar sem ég segi ykkur aðeins frá muninum á áferðunum eða formúlunum á Shimmering Skin Perfector-unum frá Becca!

Fyrir þá sem ekki vita þá fæst hin víðfræga vara, Shimmering Skin Perfector frá Becca í þremur mismunandi áferðum. Þessar áferðir eru pressedpoured og liquid. Ég á þær allar þrjár og valdi að sína ykkur þær hér í þremur mismunandi litatónum svona til þess að slá tvær flugur í einu höggi!

Sú fyrsta er pressed áferðin en þetta er líklega sú formúla sem er allra vinsælust. Hér sjáið þið litinn sem að Jaclyn Hill gerði í samstarfi við Becca en hann ber nafnið Champagne Pop eða C PopPressed formúlan er í rauninni rosalega fínmalað púður sem að bráðnar hálfpartin og blandast við húðina þegar að þið leggið það ofan á kinnbeinin. Ég myndi segja að þessi formúla geymir mestan kraftinn og kinnbeinin ljóma eins og enginn sé morgundagurinn þegar þessi er notuð. Það er líka hægt að nota bara lítið af púðrinu til að fá léttan ljóma en ef þið viljið rosalega mikinn og ýktan ljóma þá er pressed formúlan klárlega fyrir ykkur.

Næst á dagskrá er poured formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Pearl. Þetta er formúla sem að hentar öllum þeim sem vilja bara léttan hversdagslegan ljóma sem á erfitt með að verða of ýktur. Formúlan er svona mitt á milli þess að vera krem og púður, finnst mér en þegar þið berið vöruna á húðina er hún krem en þornar svo hálfpartin í púður. Það er nánast ómögulegt að setja of mikið af þessu á sig og svo er þetta rosalega hentugt til að hafa í töskunni sinni ef maður er að ferðast því þá er ekki hætta á því að þetta brotni eins og púður eiga til að gera.

Síðast en ekki síst er það liquid formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Moonstone. Ég er ekki frá því að þetta sé uppáhalds formúlan mín af þeim öllum en hún gefur manni svo svaklega fallegan og náttúrulegan ljóma. Ólíkt poured formúlunni er vel hægt að byggja þessa formúlu upp til að fá ýktan ljóma en síðan er líka rosalega flott að nota þennan á líkamann eins og axlirnar eða viðbeinin til að tengja ljómann í andlitinu saman við eitthvað svo maður sé ekki bara eins og diskókúla í framan og mattur annarstaðar. Virkilega skemmtileg formúla sem ég mæli klárlega með ef þið hafið ekki prófað.

Hafið þið prófað einhverja af Becca formúlunum sem ég nefni hér, og ef svo hver er ykkar uppáhalds? 🙂

-Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

!BECCA er á leiðinni til Íslands!

Færslan er gerð í samstarfi við Becca Cosmetics

Það sem ég er búin að þaga yfir þessu litla leyndarmáli í langan tíma! Núna má loksins fara að kjafta frá þessu en Becca Cosmetics er á leiðinni til landsins! Já dömur mínar og herrar nú má maður sko verða spenntur 😀

Ég kynntist Becca fyrst stuttu áður en Jaclyn Hill fór í samstarf með þeim til að skapa hið goðsagnakennda Champagne Pop ljómapúður sem ég held að allir sannir bjútí aðdéndur kannast við, en mín fyrstu kaup frá merkinu var ljómapúðrið þeirra í litnum Opal. Ég ætlaði reyndar að fá Moonstone og fékk afgreitt vitlaust frá Sephora svo ég hlakka til að geta nælt mér í eitt stykki Moonstone þegar að merkið kemur til landsins! Formúlan í púðrunum er engri annarri lík en erfitt er að lýsa henni með orðum. Ég skal nú samt reyna en ég hvet ykkur til að fara að pota í púðrin þegar þau mæta í verslanir því það er nánast eins og að pota í mjúkan… nei veistu ég get ekki lýst henni í orðum þið verðið bara að pota sjálf til að skilja 😉

Fyrir þá sem ekki vita þá var Becca stofnað árið 2001 og er nú í eigu Estée Lauder sem hefur tekið merkið upp á hærra plan og er að gera svakalega mikið af spennandi og skemmtilegum hlutum fyrir það enda hefur vöruúrvalið aldrei verið meira. Becca hefur alltaf haft það að leiðarljósi að draga það fallegasta fram í hverjum og einum en ég kann alltaf vel að meta þegar að snyrtivörumerki hafa það sem markmið sitt. Frekar en að fela og gera alla eins þá á markmiðið að sjálfsögðu að vera að draga fram það sem er einstakt í hverjum og einum.

Það er því ekki eftir öðru að bíða… en að bíða þangað til að merkið kemur í búðir á Íslandinu góða! Ég mun vera viss um að tilkynna ykkur það þegar það gerist 😀

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sephora óskalistinn #2

faerslan_er_ekki_kostud

Eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er búinn að vera yndislegur dagur! Ég er búin að vera úti í allan dag að gróðursetja og koma garðhúsgögnunum í gott stand fyrir sumarið svo ég er eiginlega pínu búin á því eftir daginn sem þýðir bara að ég hafi verið að gera eitthvað af viti 🙂 En hvað um það, hér kemur annað holl af því sem leynist í Sephora körfunni minni!

Sephora_wishlish

1. Too Faced Chocolate Bar

Fyrst að yndislegu foreldrar mínir komu mér á óvart með Sweet Peach pallettunni frá Too Faced er einungis ein palletta eftir í körfunni minni frá merkinu og það er upprunalega Chocolate Bar pallettan.

2. YSL Black Opium

Þetta ilmvatn hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda er lyktin af því alveg hreint dásamleg og höfðar rosalega til mín.

3. Laura Mercier Matte Radiance Baked Powder Compact

Ljómapúður frá Laura Mercier þrátt fyrir að í heiti þess stendur að það sé matt. Kathleen Lights dásamar þetta ljómapúður alveg fram og tilbaka og þar sem ég treysti henni alveg fullkomlega langar mig ótrúlega mikið að prófa púðrið 🙂

4. Glam Glow Powermud Dualcleanse Treatment

Youtube gúrúarnir hafa ekki undan að dásama maskana frá Glam Glow og því ratar einn af þeim á óskalistann minn. Ég skoðaði þá síðast þegar ég fór í Sephora og þeir lofuðu góðu en voru heldur dýrir að mínu mati fyrir magnið sem maður er að fá. Þessi kostar til dæmis 69 dollara fyrir aðeins 50 ml.

5. Make Up Forever Ultra HD Invisible Cover Stick Foundation

Ég er ofsalega spennt fyrir öllum förðum í stiftformi þessa dagana. Ég prófaði til að mynda einn svoleiðis frá Clinique núna um helgina og varð rosalega hrifin af honum. Þessi stiftfarði frá Make Up Forever ratar á óskalistann.

6. Becca Shimmering Skin Perfector Luminous Blush í litnum Tigerlily-Tangerine

Ljómandi kinnalitur frá Becca sem ég held að muni smellpassa við allar sumarfarðanir!

7. Makeup Eraser

Klútur sem á auveldlega að fjarlægja allan farða af andlitinu þegar hann er rakur. Mig langar rosalega að prófa þennan en er samt mjög skeptísk á hann. Hefur einhver prófað klútinn og getur sagt mér hvort hann yfirhöfuð virki eða ekki? 

Þetta var annar hlutinn af óskalistanum endalausa. Vonandi hafði þið fengið einhverjar hugmyndir ef þið eigið leið ykkar í Sephora í sumar 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

  

Champagne fyrir hátíðarnar!!!

12166162_10207890933530799_345609126_n

Erum við að tala saman eða hvað??? Becca var að tilkynna splunkunýja pallettu sem fyrirtækið vann í samstarfi með Jaclyn Hill! Ég er ekki hissa að þau héldu áfram með samstarfið eftir gífurlegar vinsældir ljómapúðursins Champagne Pop sem Jaclyn hannaði fyrir merkið. Sá hefur heldur betur skilað peningi í kassann og ég hef grun um að þessi muni gera það sama. Það eru ekki komnar neinar myndir á netið (sem ég fann enda er þetta brennandi heitt úr ofninum) en ég bíð spent eftir að sjá innihaldið. Þetta er hátíðarpalletta svo hún mun pottþétt koma í verslanir fyrir jól. Þá er komið eitt en á Sephora innkauparlistann minn þegar ég fer út í Desember. Get ekki beðið 🙂

UPPFÆRT:

TADA! Hér sjáið þið svo myndir af því sem má finna inni í pallettunni. Lengst til vinstri erum við með glænýjan lit á ljómapúðri frá Becca sem heitir Pearl. Í miðjunni erum við svo með Champagne Pop sem margir ættu nú að kannast við og lengst til hægri erum við með litinn Blushed Copper. Er það bara ég eða minnir þetta pínu á The Manizer Sisters pallettuna frá The Balm sem kom út ekki fyrir svo löngu síðan. En skiptir ekki máli… I still wants it! 🙂

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow