Eldri færslur eftir merkjum fyrir baka

Bríeost-og eplabaka

Næsta uppskrift sem ég vil deila með ykkur er uppskrift sem kemur mikið á óvart! Ég bjóst ekki við miklu en vá, þessi baka er ótrúlega góð! Og ekki verra hvað hún er einföld. Ég nota lauksultu frá costco sem ég keypti fyrr í vetur. Ég hef reyndar ekki farið í costco í smá tíma núna og veit því ekki alveg hvort hún sé ennþá til en hún kemur pottþétt aftur ef hún er ekki til. Ég er allavega búin að kaupa nokkrar krukkur síðan costco opnaði í vor og ég elska þessa sultu! Hún er líka ótrúlega góð með öðrum mat, ég nota hana til dæmis alltaf þegar ég elda hamborgara! Ég mæli sannarlega með þessari böku, hún er virkilega góð og gæti hentað vel á veisluborð um jólin. Hentar líka í saumaklúbbinn 🙂 

Bríeost-og eplabaka.
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 pakki frosið smjördeig
 2. 1/3 krukka rauðlaukssulta úr Costco
 3. 2 epli
 4. 2 Bóndabríe
 5. Timian
Aðferð
 1. Afþýðið smjördeigið.
 2. Hitið ofninn í 180-200 gráður.
 3. Takið smjördeigsplöturnarplöturnar og leggið á ofnplötu. Fletjið út þannig að smjördeigsplöturnar tengjast og festast saman. Getið líka hnoðað plötur saman og flatt deigið út þannig.
 4. Skerið grunna krossa í deigið út um allt til að það lyfti sér minna í ofninum.
 5. Forbakið í 15 mínútur.
 6. Afhýðið eplin, takið kjarnar úr og skerið í þunnar sneiðar.
 7. Skerið ostinn líka í þunnar sneiðar.
 8. Takið smjördeigið úr ofninum og smyrjið lauksultu vel á alla bökuna.
 9. Raðið eplum og osti yfir laukinn.
 10. Stráið að lokum Timian yfir.
 11. Bakið í ca. 25 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og farin að brúnast smá.
 12. Skerið í sneiðar og berið fram heitt eða kalt.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Kjúklingabaka með tortillabotni

IMG_3374

Ef þig vantar auðveldan og fljótlegan rétt í saumaklúbbinn eða bara í kvöldmatinn þá mæli ég með þessari böku. Það er algjör snilld að nota tortillabotn í staðinn fyrir þennan hefðbundna botn sem þarf að baka þegar maður býr til bökur. Þetta er uppskrift sem hægt er að leika sér með og þú getur í raun sett hvað sem þú vilt í bökuna. Í þetta skipti notaði ég bara það sem ég átti í ísskápnum en næst ætla ég að prófa að setja sveppi, papriku og jafnvel piparost. Mér finnst líka rosalega þægilegt að búa til bökuna þegar ég á afgang af kjúkling eða kalkún í frystinum. En annars er líka hægt að fara í næstu matvöruverslun og kaupa sér hálfan eða heilan kjúkling og rífa hann niður 🙂 

IMG_3324 IMG_3326 IMG_3332 IMG_3334 IMG_3338 IMG_3344 IMG_3350 IMG_3353 IMG_3359 IMG_3364 IMG_3369 IMG_3382 IMG_3390IMG_3394

Kjúklingabaka með tortillabotni
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Undirbúningstími
10 mín
Eldunartími
20 mín
Samtals tími
30 mín
Hráefni
 1. 1 x stór tortilla pönnukaka
 2. Kjúklingur, skorin/rifinn í bita
 3. 2 vorlaukar
 4. Hálft bréf af pepparoni
 5. 1 bolli hveiti
 6. 1 bolli mjólk
 7. 2 stór egg
 8. Salt og pipar
 9. 1 tsk lyftiduft
 10. 2 bollar rifinn mozzarella
Aðferð
 1. Setjið tortillu pönnukökuna í gott form. Formið má ekki vera of stór, pönnukakan þarf að ná nokkuð vel upp á hliðarnar á forminu.
 2. Skerið niður kjúklinginn, vorlaukinn og pepparoni og hrærið saman í skál. Bætið við hálfri tsk af salti. Setjið jafnt í formið, yfir tortilluna.
 3. Pískið saman eggjum, mjólk, hveiti, hálfri tsk af salti, hálfri tsk af pipar og lyftidufti þar til blandan verður alveg laus við kekki.
 4. Hellið blöndunni jafnt yfir kjúklinginn.
 5. Að lokum er mozzarella ostinum dreift yfir bökuna.
 6. Ofninn er hitaður í 230 gráður og bakan fer inn í 20 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.
Annað
 1. Gott að bera fram með salati og fetaosti.
Tekið úr The Girl Who Ate Everything
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

 

Sumarleg sítrónubaka

IMG_3036

Gleðilegt sumar! Mér finnst í alvöru eins og síðasta sumar sé nýbúið, er varla að trúa því að nýtt sumar sé að byrja. Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á mastersritgerðina mína, bara nokkrir dagar eftir og þá get ég farið að njóta lífsins aftur! Ég tók mér samt smá frítíma síðustu helgi og bakaði þessa sumarlegu sítrónuböku. Uppskriftin hefur verið í fjölskyldunni minni lengi, hún kemur frá ömmu minni en hún bjó bökuna alltaf til á jólunum og hafði hana í eftirrétt. Ég mæli algjörlega með þessari uppskrift, ótrúlega góð baka 🙂

IMG_2914 IMG_2916 IMG_2922 IMG_2929 IMG_2935 IMG_2946 IMG_2947 IMG_2950 IMG_2954 IMG_2957 IMG_2961 IMG_2963 IMG_2968 IMG_2986 IMG_2998 IMG_3033 - Copy IMG_3064

Sumarleg sítrónubaka
Skrifa umsögn
Prenta
Botn
 1. 4 dl hveiti
 2. 200 gr mjúkt smjör
Sítrónufylling
 1. 2 bollar vatn
 2. 2 bollar sykur
 3. 2 msk kartöflumjöl
 4. 4 eggjarauður
 5. Safi úr 2 sítrónum
Marengs sem fer ofan á
 1. 4 eggjahvítur
 2. 4 msk sykur
 3. 1/4 tsk lyftiduft
Botn
 1. Hnoðið hveiti og smjöri vel saman saman.
 2. Þrýstið deiginu í form, reynið að hafa eins jafnt og hægt er.
 3. Stingið með gaffli í deigið eins og sést á myndinni hér að ofan til að það lyfti sér ekki eins mikið.
 4. Deigið er forbakað við 190°C í 15 mín. Á meðan deigið er að forbakast er fyllingin gerð.
Sítrónufylling
 1. Allt hráefnið er sett í pott.
 2. Pískað því saman og hitið þar til það er orðið þykkt. Hrærið í á meðan. Þessi partur er kannski sá flóknasti því það er mikilvægt að blandan þykkni og hún má alls ekki brenna við.
 3. Hellið fyllingunni á bökuna þegar búið er að forbaka hann.
 4. Setjið inní ísskáp til kælingar í ca 30 mín.
Marengs sem fer ofan á
 1. Hráefnin eru stífþeytt saman, ég hræri allt í einu. Athugið að þetta á ekki að vera alveg eins og þessi týpíski marengs, eins og þið sjáið er frekar lítill sykur í uppskriftinni.
 2. Marengsnum er smurt varlega ofaná kalda bökuna.
 3. Bakað við 175°C í 10-15 mín.
Annað
 1. Ég mæli með því að setja bökuna frekar í eldfast form heldur en í klassískt pie-form eins og ég nota á myndunum. Sítrónufyllingin á það til að leka og þess vegna er mun snyrtilegra að hafa hana í eldföstu formi.
 2. Mér finnst ómissandi að bera bökuna fram með þeyttum rjóma.
 3. Bakan er góð bæði heit og köld.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow