Eldri færslur eftir merkjum fyrir Ameríka

Ert þú á leiðinni til Ameríku?

 

Hæ! Vanalega birti ég bara uppskriftir hérna á blogginu en mig langar að skella í  færslu sem er ekki uppskrift 🙂 
Siðustu ár hef ég ferðast mjög mikið til Ameríku. Mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Þegar ég var krakki ferðaðist ég aldrei til USA en ferðaðist mikið um Evrópu sem var dásamlegt. Þegar ég var svo orðin eldri og farin að ferðast sjálf langaði mig að prófa eitthvað nýtt og þá prófaði ég að fara til Ameríku. Síðan þá hef ég eiginlega farið á hverju ári.
Þar sem ég elska allt sem viðkemur eldamennsku og bakstri þá kemur það kannski ekki á óvart en eitt það skemmtilegasta sem ég geri þegar ég er í Ameríku er að fara í matvörubúðir. Ég elska hvað það er mikið úrval af allskonar vörum sem ekki eru til heima. Ferðafélagar mínir gera vanalega grín að mér því mjög oft er það þannig að ég ferðast heim með fullt af allskonar matvöru 🙂 Þess vegna langaði mig að búa til smá lista yfir það sem ég kaupi mér alltaf þegar ég fer til Ameríku, þessar vörur eru í uppáhaldi hjá mér! Ef einhver ykkar er á leið til USA þá getiði vonandi nýtt ykkur þennan lista 😉 
Fljótlega ætla ég svo að skrifa aðra færslu um Ameríku en þá ætla ég ekki að skrifa um matvörur heldur annað sem mér finnst ómissandi þegar ég ferðast til USA 🙂 

 

-Krydd úr Trader Joe’s

Trader Joe’s er uppáhaldsmatvörubúðin mín í USA, ég elska hana! Elska úrvalið þar af hollum vörum! Ég gæti í alvöru eytt heilum degi í þessari búð bara að skoða. Ef þið eigið leið þangað þá verðiði eiginlega að kaupa þessi krydd!

Everything but the bagel – Hrikalega gott krydd. Það er mjög gott ofan á allskonar eggjarétti eða avacado. Svo hef ég líka prófað að strá því yfir salat sem er mjög gott. Uppáhaldskryddið mitt þessa stundina!

BBQ Rub and Seasoning with Coffee and Garlic – Okey þetta krydd hljómar kannski skringilega. BBQ krydd með kaffi og hvítlauk! Þetta krydd er samt æði á grillkjötið, ég drekk ekki kaffi og þoli ekki kaffibragð og var þess vegna smá smeik við að prófa þetta en vá hvað það er gott! Tryllt á grillað lambakjöt og nautakjöt, sumarlegt og gott!


Chili Lime Seasoning – Ótrúlega gott krydd, sérstaklega á kjúkling! Líka gott að strá þvi yfir tómatsalat.

 

Onion salt – Annað krydd sem er í uppáhaldi hjá mér, ótrúlega gott í matargerð og ég nota það mjög mikið!

 

-Mio Energy
Ég kaupi mér alltaf þessa drykki þegar ég fer til USA. Ég set 2-3 dropa af vökvanum í glas og blanda vatni við. Bæði hægt að kaupa með koffíni og án þess. Mér finnst þetta algjör snilld, fæ mér stundum glas af þessu ef sykurþörfin er að fara með mig (það eru 0 kaloríur í drykknum). Ég kaupi mér samt alltaf sama bragðið, er búin að smakka margar mismunandi tegundir og þær eru allar mjög fínar en það er eitt bragð sem mér finnst langbest þannig mér finnst óþarfi að kaupa öðruvísi tegundir. Það sem ég kaupi mér alltaf heitir Wicked Blue Citrus (Sjá á myndinni hér að neðan).

-Frostþurrkuð ber
Ég hef ekki ennþá fundið frostþurrkuð ber hérna á Íslandi þannig ég kaupi mér oft þannig þegar ég fer til USA. Þau eru hrikalega góð, sérstaklega jarðaberin! Bragðast eins og nammi nema bara hollari 😉 Kaupi þau vanalega í Target eða í Trader Joe’s.

-Fiber One súkkulaði brownies
Þessir brownie bitar eru geggjaðir! Ég elska þá! Ég kaupi alltaf 2 pakka af þessum kökum þegar ég fer til USA (Held þeir séu reyndar líka til í Bretlandi). Hver kaka er bara 90 kaloríur, kannski ekkert hollasta millimál sem til er en það er samt svo gott að grípa í þessa bita þegar sykurþörfin bankar upp á. Þessar kökur eru til með allskonar bragði en mér finnst súkkulaðibrownies vera bestar.

 

-m&m caramel
Þegar ég fer til Ameríku kem ég alltaf heim með smááá nammi, svona til að eiga á erfiðum dögum 😉 Er einhver sem fer í frí til USA og kemur bara ekki með neitt nammi heim með sér?! M&m caramel er klárlega í uppáhaldi hjá mér, þetta nammi er guðdómlega gott, ef þú ert á leið til USA þá er must að kaupa karamellu m&m!

 

-Hvítlauksbrauð frá Red Lobster
Ég kaupi nánast alltaf mix til að búa til hvítlauksbrauð eins og þau sem maður fær á Red Lobster. Red Lobster er veitingastaðarkeðja í USA sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Það besta við matinn hjá þeim er að þeir bera alltaf hvítlauksbrauð á borðið á meðan beðið er eftir matnum. Þetta hvítlauksbrauð er eitt það besta og þess vegna finnst mér geggjað að geta keypt mix í matvörubúð og eldað það svo heima. Mæli klárlega með!


 

-Poppkrydd
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega mikill poppaðdáandi. Mér finnst fínt að fá mér poppkorn svona af og til en fæ mér mjög sjaldan samt. Í fyrra var ég stödd á ráðstefnu í Los Angeles og rakst þar á í Target poppkrydd sem mér fannst hljóma frekar spennandi. Það voru til allskonar braðgtegundir og ég endaði á því að kaupa mér einn dunk af hverri tegund sem voru til í þeirri búð. White cheddar, nacho cheese, ranch, bacon cheddar og garlic parmesan voru tegundirnar sem ég keypti. Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef aldrei poppað jafn oft eins og þegar ég átti þessi krydd, það var svo hrikalega gott að strá því yfir poppið mitt! Ég fer aftur til USA í sumar og þá ætla ég að gera allsherjar leit af poppkryddi! Þau eiga að fást í Target og Walmart 😉 

 

-Heath
Annað nammi sem fær oft að koma með mér heim til Íslands eftir Ameríkudvöl. Ég elska allt sem inniheldur Daim og mér finnst þetta súkkulaði eiginlega vera ameríska útgáfan af Daim, hættulega gott!

-Jack Daniel’s BBQ Pork Rub
Ég er pínku kryddperri og þess vegna kaupi ég alltaf einhver krydd þegar ég fer til USA. Kryddin hér fyrir ofan kaupi ég öll í Trader Joe’s en þetta krydd hér að neðan hef ég til dæmis keypt í Walmart. Þó svo að kryddið heiti Pork Rub þá nota ég það oftast þegar ég elda kjúkling. Hrikalega gott að strá þessu kryddi yfir kjúklingaleggi og setja svo inn í ofn. Ég hef líka prófað að nota það þegar ég hægelda svínakjöt og það var líka mjög gott. Klárlega eitt af uppáhaldsmatarvörunum mínum frá USA!

 

 

-Heiðrún

Ameríkuferð!

Eins og nefndi í síðustu færslu þá fór ég í ferðalag til USA í tæpar tvær vikur í júlí með yndislegum vinkonum sem voru með mér í kennaranáminu. Við eyddum mestum tíma í bæ sem heitir Malvern í æðislegu húsi sem foreldrar vinkonu minnar eiga. Malvern er stutt frá Philadelphiu og það var nú ekki hægt að sleppa því að taka túristaferð þangað. Philadelphia er ótrúlega skemmtileg borg sem mig langar klárlega að heimsækja aftur. Malvern var líka yndislegur bær! Í lokinn eyddum við svo nokkrum dögum í borginni sem aldrei sefur, New York! Þessi ferð var í einu orði sagt æðisleg, ég held ég hafi sjaldan notið mín jafn vel í útlöndum.
Flesta daga á meðan við vorum í Malvern lágum við við sundlaugina og sleiktum sólina og skruppum auðvitað í búðir þess á milli 😉 Við fórum líka og skoðuðum stóran Amish bæ sem var virkilega skemmtilegt og áhugavert. Það var mjög skrýtið að sjá hestvagna á götunum í staðinn fyrir bíla!
Í New York skoðuðum við svo það helsta, til dæmis Freedom Tower, fórum efst upp í Rockefeller og nutum lífsins í Central Park. Eins skemmtileg og þessi borg er þá gæti ég samt sem áður ekki verið þar of lengi í einu, öll lætin og mannfjöldinn þarna er eiginlega of mikið fyrir mig!
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þegar ég fer erlendis er að borða góðan mat og þessi ferð var engin undantekning. Við fórum á skemmtilega veitingastaði og elduðum okkur góðan mat líka. Annað sem ég elska þegar ég fer erlendis er að fara í matvörubúðir! Í Ameríkunni verður maður ekki vonsvikinn með matvörubúðirnar, það er alveg klárt mál! Ég hefði getað eytt mörgum klukkutímum að skoða allan matinn því að úrvalið var ekkert lítið. Ég kom líka heim með allskonar krydd, bökunarvörur og fleira 😉

Annars langaði mig bara að sýna ykkur nokkrar myndir úr þessari snilldarferð! Í næstu færslu ætla ég svo að kynna fyrir ykkur smá gjafarleik sem ég ætla að vera með, ég gat nefninlega ekki farið til Ameríku og sleppt því að kaupa í gjafaleik 😉13872763_10153615505741010_1258805194178260803_n 13873052_10153615506236010_7692376400079008844_n 13876290_10153615529666010_8811023043208183884_n 13882183_10153615510231010_4339051582012008160_n 13882555_10154042678042670_3895953714858865316_n 13892193_10153615526246010_6896664423084410286_n
13907054_10153615525751010_2363327776466798164_n 13933060_10155150390907942_1237637956_n 13933158_10155150390892942_1897761199_n 13933377_10155150390877942_1063465886_n 13942155_10155150390902942_2040395910_n 13942372_10155150391112942_290184881_n 13956837_10155150390982942_922295083_n 13988821_10155150391052942_1026900985_n (1) IMG_0780 IMG_0825 IMG_0829 IMG_0834 IMG_0836 IMG_0884 IMG_0923 IMG_0924 IMG_0927 IMG_0938 IMG_0977 IMG_0986 IMG_1028 IMG_1055 IMG_1057 IMG_1066 IMG_1067 IMG_1069 IMG_1126 IMG_1175 IMG_1250 IMG_1256 IMG_1257 IMG_1260 IMG_1323 IMG_1428 IMG_1480 IMG_1491 IMG_1508 IMG_1511 IMG_1515 IMG_1522 IMG_1532 IMG_1564 IMG_1590 IMG_1605 IMG_1607 IMG_1669 IMG_1704 IMG_1774 IMG_1880 IMG_1887 IMG_1892 IMG_2060 IMG_2085 IMG_2382 IMG_2444

 

-Heiðrún

 

Fylgdu okkur á


Follow