Sigga

SKÓR – SPRING/SUMMER 2017

SKÓR – SPRING/SUMMER 2017
Please Add Photos
to your Gallery

Alltaf á þessum tíma fer mig að dreyma um sumarið. Það eru að byrja að koma inn sumarlegar vörur í verslanir og þá langar mig alltaf í eitthvað nýtt. Ég elska þegar það byrjar að hlýna og það er svo yndisleg tilfinning að þurfa ekki að vera alltaf klædd eins og ég sé í viðbragðsstöðu fyrir snjóbyl.

Ég spái mikið í skóm fyrir sumarið, ég kaupi mér alltaf einhverja flotta strigaskó.

Mér finnst svo flott að vera í gallabuxum og strigaskóm á sumrin ásamt því að það er skemmtileg tilbreyting frá ökklastígvélunum.

Ég hef oft fengið mér einhverja flotta Nike skó, en ég verð bara að viðurkenna að ég er ekki alveg til í að eyða 24.000 kr í það. Ég nota þá bara í 3 mánuði, svo er veturinn kominn aftur.

Ég hugsaði í smástund hvort ég ætti að panta mér af ASOS en ég hef aldrei gert það þar sem að ég vil styðja við verslanir á Íslandi. Svo að ég ákvað að skoða úrvalið hér og tók smá rölt í Smáralindinni.

Vá, ég er svo heilluð af Vagabond skónum. Ég hef reyndar í gengum tíðina keypti mér mörg skópör frá þeim og aldrei verið vonsvikin. En þeir eru núna með svo flott skóúrval. Það sem að mér finnst líka æðislegt er að flottir strigaskór hjá þeim kosta á bilinu 10.995-13.995 kr. Það finnst mér alls ekki dýrt fyrir ekta leðurskó sem að ég veit að munu endast lengi.

Í Kaupfélaginu fann ég mikið úrval af þeim og tók nokkrar myndir af skóm sem eru á mínum óskalista.

Ég kynnti mér aðsjálfsögðu skótískuna fyrir spring/summer 2017 áður en ég fór. 

Ég er ekkert brjálað hrifin af tískunni fyrir sumarið. Það sem er mest sjáanlegt eru t.d. pinnahælar í mis fallegum útgáfum. Ég á nú bara alveg ótrúlega erfitt með að ganga fallega í pinnahælum, hvað þá eftir nokkur glös. Það er bara ekki eitthvað sem ég vil óska neinum að sjá.

Mín upplifun af skótískunni er að það er mikið um liti og smá 80’s fýlingur. Það er mikið um skrítna hæla og mér finnst bara fátt vera spennandi.

Platform skór eru vinsælir fyrir sumarið. Ég er ekki hrifin af sandölum enda er lítið notagildi fyrir á hér á landi. En það eru margar týpur af sandölum með platform.

spring_summer_2017_shoe_trends_platform_shoes1

Flatform skór heilla mig frekar, sérstaklega strigskór. Ég held að það eigi eftir að vera vinsælt hér á landi í sumar. Nike og Vagabond eru með marga flatform strigaskó núna.

Branded footwear er trend sem er frekar nýtt og ég verð að segja skemmtileg tilbreyting. Það er í raun skófatnaður með texta á. Ég er alveg að fýla það. Vinsælustu hönnuðurnir voru að setja nafnið sitt á skóna. Y.S.L. var með flotta útgáfu af því. En verslanir eru að koma með nokkrar týpur með allskonar texta á. 

scott-clp-rs17-0030

Einu sinni þótti alveg bilað hallærislegt að láta sjást í sokka. En ekki lengur, það er aðal trend sumarsins. Bæði að vera í sokkum í opnum hælaskóm eða í ökklastígvélum og láta þá sjást í sokkana fyrir ofan. Smá spes en ég ætla mögulega að taka þátt í þessu. En það er algjört lykilatriði að vera í fallegum sokkum.

antonio-marras_1

Silfurlitaðir skór eru líka að koma fyrir sumarið. Ég elska það, það voru rosalega margar flottar útgáfur af þeim fyrir spring/summer 2017 svo að ég er spennt að sjá hvað verslanir á Íslandi munu bjóða upp á.

Ökklabandið á skóm er aðalmálið í sumar. Það má segja að annar hver skór á tískupöllunum hafi verið með því á. Bæði hælar og sandalar. Ég persónulega fýla það, aðallega af því að þá eru minni líkur á því að skórnir detti af mér á djamminu. Já, það hefur gerst nokkrum sinnum.

Svo er það versta skó trend sumarsins, kisuhælar eða kitten heels. Ég veit ekki um neina konu sem er hrifin af þessu en það eru ótrúlega margar útgáfur af þeim fyrir sumarið.

roksanda

Þetta eru helstu skó trend fyrir spring/summer 2017. Ég ætla klárlega að fá mér nýja skó á næstunni en ég er auðvitað ekki heilluð af þessu öllu. Strigaskó tískan er mest að heilla mig þessa dagana svo að ég held að Vagabond skór munu bætast í safnið hjá mér.

UPPÁHALDS HÁRVÖRURNAR MÍNAR

Þar sem að ég er nýkomin úr litun ákvað ég að gera blogg um hárumhirðu en það eru fáar stelpur sem hafa eytt jafn miklum tíma í að pæla í hárinu sínu eins og ég.

Ég er með ótrúlega erfitt hár og hef svo sannarlega gengið í gegnum súrt og sætt með þessu hári mínu.

Eftir margra ára heimarannsóknir hjá mér hef ég komist að ýmsu. Ég var einu sinni alltaf að reyna að fá hárið mitt fallegt og sítt en það gekk aldrei. Ég var samt alltaf að djúpnæra það og prufa nýjar hárvörur. Ég var meira að segja með hárgreiðslumanni í mörg ár sem var alltaf að gefa mér nýjar vörur til að reyna að laga þetta elskulega hár. En ég fann ekki breytingu á því fyrr en ég tók allt mataræðið mitt í gegn. Ég hætti að borða ruslmat…Eða eins mikið að hægt var. Ég fór að hugsa um næringargildi í öllu því sem ég setti ofan í mig. Ég fann samt mestan mun þegar ég byrjaði að taka inn hörfræolíu, kókosolíu og lýsi.

Vítamín sem eru sögð vera góð fyrir hárið eru:

Zink

A-vítamín

B-vítamin

C-vítamín

D-vítamín

E-vítamín

Járn

Það er auðvitað líka hægt að kaupa sérstök hárvítamín. Ég held að það sé bara lang best að borða fjölbreytt og hollt. En auðvitað þarf líka að nota góðar hárvörur. Ef þið eruð að vinna hárið með t.d. sléttujárni eins og ég geri þá er mjög mikilvægt að nota góða hitavörn. Ég nota alltaf frá Maria Nila. Mér finnst hún æði og lyktin er líka rosalega góð. Mér finnst það líka skipta miklu mál svo að ég haldi áfram að nota vörurnar.

Maria Nila

Eftir margra ára leit að fullkomnu sjampói og hárnæringu er bara ein tegund sem stenst allar kröfur hjá mér. Það eru vörurnar frá SP. Þær heita Luxe oil. Ég nota þær alltaf og set svo SP Luxe olíuna í hárið eftir sturtu. Olían frá SP luxe oil er æðisleg. Lyktin er svo góð og ég hef fundið þvílíkan mun á hárinu mínu eftir að ég byrjaði að nota hana. Ég notaði einu sinni alltaf olíuna frá Moroccan oil en mér finnst SP olían henta mínu hári mikið betur. Ég nota líka djúpnæringuna frá SP luxe oil einu sinni í viku.

 

 

 

 

Ég nota reyndar stundum Fudge sjampó sem er ætlað ljósu hári. Til að lýsa gulu tónana í hárinu. Það er mjög gott í þeim tilgangi en mér finnst það alls ekki næra hárið vel. Stundum þegar ég hef ekki tíma að fara í litun en hárið mitt er orðið gultónað þá set ég fjólubláa Fudge sjampóið í það áður en ég fer í sturtu og læt það vera í 10 mín og skola það svo. Þá verður tóninn á hárinu mínu mikið fallegri. Þetta er svona skítaredding fyrir djammið hjá mér. En alls ekki hafa það of lengi í hárinu, það er frekar sterkt og þú gætir endað með fjólublátt hár!

507741_xlarge

Ég fer reglulega í klippingu og mér finnst hárið síkka hraðar þegar ég er dugleg að láta særa það. Þegar ég fer ekki í langan tíma í klippingu þá byrja endarnir að slitna og rifna af þegar ég er að slétta hárið.

Ég er núna í því endalausa verkefni að safna hári. Þegar ég fer eftir öllu þessu sem ég skrifaði um hér að ofan finn ég hvað hárið er hamingjusamara og er frekar tilbúið að síkka smá fyrir mig.

Ég kaupi allar hárvörurnar sem ég nota hjá Reykjavík hair í Borgartúni 8.

Vorur_eru_i_einkaeigu_ekki_kostud

 

Hot yoga

Núna er komið að tímanum þar sem að allar líkamsræktarstöðvar fyllast af fólki með þvílíkan metnað og drauma um að komast í frábært form. Mér finnst þetta reyndar glataður tími til að vera í ræktinni þar sem að allar stöðvar eru stútfullar en það var svo sem enginn að spyrja mig.

En ég er algjört letidýr þegar það kemur að hreyfingu. Kannski ekki letidýr en ég skal alveg viðurkenna að ég stunda bara eina hreyfingu. Ég reyndar lýg því reglulega að fólki að ég fari nokkrum sinnum í viku að lyfta en sannleikurinn er sá að ég fer 1-2 sinnum í viku í hot yoga. Ég vil meina að það sé nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert meira eða í sannleika sagt þá nenni ég ekki að hreyfa mig meira.

En ég byrjaði af fullum krafti í hot yoga fyrir ári síðan. Ég vildi reyndar að ég hefði googlað aðeins fyrir fyrsta tímann. Það eru nefnilega nokkur atriði sem ég hefði viljað vita áður. Svo að ég ákvað að gera smá lista fyrir ykkur sem eruð að byrja í hot yoga í fyrsta sinn. Ég tek það samt fram að ég er ekki hásskólamenntuð í  þessari grein en hef alveg lært af mistökunum mínum.

  1. Drekktu mikið vatn sama dag og fyrsti tíminn er. Mjög mikið. Ekki samt svo mikið að þú þurfir pissupásur á 10 mínútna fresti. En við missum svo mikinn vökva úr líkamanum í hitanum í salnum að það þarf að vökva sig vel.

 

  1. Taktu með vatnsflösku. Ég klikkaði svo mikið á þessu, ég einfaldlega hélt að ég væri að deyja. Nei, kannski smá ýkjur en mér leið alveg hrikalega illa. Það þarf samt líka að passa upp á að drekka ekki of mikið í tímanum. Það er mjög slæmt að vera fullur í maganum í æfngunum.

 

  1. Borðaðu vel yfir daginn en ekki klukkutíma áður. Það þarf að borða vel fyrir tímann en það er líka glatað að vera í hundinum og vera saddur. Ég passa mig alltaf á því að borða vel en ekkert klukkutíma fyrir.

 

  1. Farðu í þröngum fötum. Þetta ráð hljómar mjög illa. Ég veit það en stellingarnar sem þú ert að fara í eru svo erfiðar ef þú ert í víðum fötum. Ég fór í víðum bol í fyrsta tímann. Ég fór síðan í einhverja fáránlega stellingu og bolurinn fór bara með. Ég var í raun og veru ber að ofan í þessum tíma. Svo svitnar maður svo mikið að þröngur íþróttabolur og leggings er lang þæginlegast. Það er enginn að spá í því í hverju þú ert í tímanum. Það eru bara allir að reyna að ná andanum og slökun.

 

  1. Ef þið mætið tímanlega þá náið þið að velja góðan stað í salnum. Til að byrja með fannst mér best að vera aftast svo að enginn væri að horfa á mig. En ef þið eruð að mæta þegar salurinn er orðinn fullur eru miklar líkur á því að þið endið fremst í tímanum.

 

  1. Ekki prufa bara einn tíma. Ég var ekki hrifin strax. Þú þarft að skilja hvað yoga snýst um. Þetta er miklu meira en bara einhver hreyfing. Þetta snýst um öndun, jafnvægi og styrk.  Það er ekki eitthvað sem næst eftir einn tíma. Ég fann mikinn mun á mér í daglegu lífi eftir að ég byrjaði  í yoga. Ég næ að tækla öll verkefni betur og finn að mér líður svo vel bæði andlega og líkamlega.

Ég vona að þessi listi hjálpi ykkur eitthvað. Það er líka mikilvægt að finna kennara sem er góður. Ég fer alltaf í tíma í Reebok fitness. Ég er mjög sátt þar en finn alltaf mun á tímunum eftir því hver er að kenna.

Gangi ykkur vel!

NEW SEASON

Gleðilegt nýtt ár!

Nú er að koma að skemmtilegasta tíma ársins í verslunum. Ég er reyndar ekki að tala um útsölur þó að það sé nú oft hægt að gera góð kaup á þeim.

Ég er að tala um nýtt season í tískuvöruverslunum! Svo skemmtilegur tími þegar það byrja að koma inn nýjar vörur fyrir vorið. Ég hef unnið í fatabúð í mörg ár og finnst alltaf svo gaman þegar fyrsta sendingin kemur. Auðvitað er misjafnt hversu spennandi trendin eru fyrir hvert season. Ég var reyndar alveg einstaklega hrifin af haustinu sem var núna. Ég elska flauel og mér fannst svo flottar útgáfur af því í boði.

En ég ákvað að kynna mér aðeins hvaða trend verða núna í vor.  Mér finnst reyndar ekki margt nýtt í gangi. Á vorin er alltaf rosalega mikið blómamynstur og hvíti liturinn kemur sterkur inn. Það er líka eitt sem er alltaf hægt að treysta á, það er denim. Gallabuxur, gallaskyrtur, gallajakkar og allt í gallaefni. Ljóst gallaefni er auðvitað mikið meira sjáanlegt á sumrin.

En eitt sem tók mig langan tíma að átta mig á, tískupallarnir gefa bara innblástur fyrir verslanir. Þetta er alltaf svo brjálað ýkt og mikið sem við sjáum þar. Auðvitað fer engin heilvita manneskja í þessi föt að labba niður Laugaveginn.

Hér er mitt uppáhalds. Sportlínan, það eru búið að vera í gangi í nokkur ár. Það var einhver hönnuður sem áttaði sig þá á því að við viljum líða vel í fötunum okkar og vera flottar á sama tíma. Svart og hvítt er auðvitað gríðalega vinsæl blanda hér á Íslandi. Við elskum ekkert að vera í litum. Eða allavega fáar. 

Hér getið þið séð nokkrar flottar útgáfur af því sem var á tískupöllunum fyrir Spring/Summer 2017:

 

Svo er það einn af mest áberandi litunum, bleikur. Ok, ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekki  brjálað hrifin. En það er alltaf gaman að sjá liti fyrir sumarið. Ég reyndar efast um að þessi litur verði vinsæll hér á Íslandi í sumar. Það eru í raun tvær útgáfur af honum, bæði ljós bleikur og skær bleikur. Sem sagt rose pink og fuchsia.  En þetta er svo sem í takt við 80’s fýlinginn sem verður í sumar.

Hér getið þið séð nokkrar útgáfur af bleika litnum sem var á tískupöllunum fyrir Spring/Summer 2017:

 

Blómamynstur, sorry en ég á alveg rosalega erfitt með þau. Eftir að hafa séð blómin vera í tísku 7 sumur í röð þá bara get ég ekki meira af þeim. Ég krossaði puttana þegar ég fór að skoða trendin fyrir sumarið og vonaði svo innilega að ég myndi fá frí frá blómunum í ár en nei. Ég er ekki svo heppin. En ég tek þessu bara með brosi á vör og vona að sumarið 2018 verði blómalaust.

Hér getið þið séð nokkrar útgáfur af blómunum sem sáust á tískupöllunum fyrir Spring/Summer 2017:

 

Ég ætla að enda á því sem kom mér eiginlega mest á óvart. Það er hermannagræni. Hann er að koma meira inn núna. Mér hefur alltaf fundist hann flottur…en hann er samt mikill haustlitur.

Hér eru nokkrar útgáfur af tískupöllunum fyrir Spring/Summer 2017:

 

Ég bíð núna brjálað spennt eftir því að sjá allar nýju vörurnar sem eru væntanlegar í flestar verslanir í janúar!

KYNNING Á MÉR – SIGGA GÍSLADÓTTIR

Þar sem að ég er að byrja að blogga hér á síðunni ákvað ég að leyfa ykkur að fá smá kynningu á mér.

Ég er 26 ára og bý í Reykjavík. Mín helstu áhugamál eru tíska, útlit og heilsa. Ég er búin að vera að vinna í tískuvöruverslun í mörg ár og finnst það ótrúlega gaman. Í dag er ég er verslunarstjóri i Springfield í Smáralind. Ég hef líka unnið við mörg skemmtileg verkefni sem stílisti í gegnum tíðina. Ég er fatasjúk og eyði klárlega alltof miklum pening í föt. Ég reyni að fylgjast vel með því sem er í gangi í tískuheiminum og ætla að nota þetta blogg til að fá smá útrás fyrir þessa fatafíkn.

Ég mun samt líka skrifa um fleiri málefni. Í raun allt sem mér dettur í hug. Það er mitt áramótaheit að byrja að blogga. Það hefur verið draumur minn lengi. Á seinasta ári breyttist allt í lífi mínu á mettíma sem var mjög erfitt en þroskandi. Þetta er lokahnykkurinn í því. Þess vegna er æðislegt að byrja þetta strax á nýju ári. Það er reyndar eitt sem ég mun ekki blogga um. Ég mun ekki vera með nein sambandsráð hér, ég er líklega seinasta manneskjan sem er góð í því. En ég er mun betri í að vera einhleyp og hef ansi skemmtilega reynslu af því. Það er auðvitað stundum algjör brandari að date-a á Íslandi svo að það gætu komið nokkur blogg varðandi það. Tinder er t.d. viðfangsefni sem ég gæti örugglega bloggað endalaust um.

Endilega fylgist vel með!

Ég lofa góðri skemmtun og örugglega nokkrum gjöfum fyrir lesendur mína.

 

Fylgdu okkur á


Follow