Rannveig

_MG_5775

vorurnar_i_faerslunni_eru_synishorn_eda_i_einkaeigu

verðlaunin_i_leiknum_eru_kostudHvað er betra en að starta glænýrri og stuttri vinnuviku með smá Real Techniques gjafaleik? Áður en ég segi ykkur betur frá leiknum sjálfum þá langar mig að sýna ykkur nýja útlitið á Duo Fiber settinu frá merkinu sem kemur í verslanir hér á landi í vikunni. Einnig eru að koma í sölu tveir nýjir Bold Metals burstar en ég ætla að sýna ykkur þá betur í sér færslu síðar í þessari viku 🙂

_MG_5784

Duo Fiber settið hefur verið uppáhalds settið mitt frá merkinu í svolítinn tíma núna en áður en ég kynntist því var Travel Essentials settið í miklu uppáhaldi. Þegar að Duo Fiber settið kom fyrst í sölu átti það aðeins að vera selt í takmörkuðu magni og hverfa svo af markaðnum en þar sem settið varð svona gífurlega vinsælt um allan heim ákvað fyrirtækið að halda framleiðslunni áfram og nú er alltaf hægt að nálgast settið á flestum sölustöðum Real Techniques í heiminum.

Settið samastendur af þremur burstum sem allir eiga það sameiginlegt að vera gerðir úr tvennskonar burstahárum. Hvítu hárin í burstunum sjá um að taka upp förðunarvöru í léttu magni en svörtu hárin sjá um að blanda vöruna á andlitinu þar sem lengdin á þeim er örlítið styttri en á þessum hvítu. Útkoman verður létt og lýtalaus áferð á andlitinu.

_MG_5792

Appelsínuguli burstinn kallast Duo-Fiber Face Brush og er léttur púðurbursti. Ég nota þennan oftast í kinnaliti eða sólarpúður því hann kemur í veg fyrir að liturinn verði of skarpur á andlitinu. Með honum er því hægt að fá eðlilegan og léttan lit.

Bleiki burstinn kallast Duo-Fiber Contour Brush og er meðalstór skyggingarbursti. Þennan hef ég mest notað til að bera á mig ljómapúður en mér finnst nýja útgáfan af honum kannski örlítið of stór til þess. Ég hugsa því að þessi bleiki muni henta vel til að skyggja andlitið eins og í rauninni er ætlast til af honum.

Fjólublái burstinn kallast Duo-Fiber Eye Brush og er lítill og nettur blöndunarbursti fyrir augnskugga. Þessi var lengi vel uppáhalds augnskuggaburstinn minn til að blanda liti í glóbuslínunni en hann er algjör draumabursti til að gera „cut-crease“ farðanir þar sem hann er svo lítill og nettur.

_MG_5815

Burstarnir eru búnir að fá mikla yfirhalningu frá fyrstu útgáfu en hér áður fyrr voru þeir með hvítu skafti og litirnir á stöfunum sögðu manni fyrir hvað burstarnir voru ætlaðir. Nú eru sköftin hinsvegar í þeim litum sem stafirnir voru og falla því enn betur inn í heildarlúkk Real Techniques línunnar.

_MG_5832

Hér sjáið þið betur burstahöfuðið á hverjum og einum bursta. Eins og þið sjáið er smá breyting á þeim og þá aðallega á Duo-Fiber Contour burstanum sem er þessi bleiki. Burstahöfuðið á honum er orðið örlítið stærra en það var sem lætur hann henta betur fyrir skyggingar eins og ég kom aðeins inn á hér fyrir ofan. Einnig finnst mér eins og það sé ekki lengur jafn mikill munur á lengdinni á svörtu og hvítu hárunum á þeim appelsínugula og bleika svo burstarnir eru aðeins þéttari en þeir voru áður. Eini burstinn sem mér finnst vera eins og sá upprunalegi er þessi fjólublái sem að mínu mati er frábært þar sem hann var svo góður fyrir 🙂

_MG_5804

Þá er ég búin að segja ykkur aðeins frá settinu sjálfu og breytingunum sem það hefur tekið svo nú get ég sagt ykkur betur frá gjafaleiknum! 🙂

Ég ætla í samstarfi við Real Techniques á Íslandi að gefa 10 heppnum einstaklingum sitt eintak af nýja Duo Fiber settinu svo það er til mikils að vinna! Mig langaði að skipta leiknum svolítið upp svo ég ætla að gefa tveimur heppnum einstaklingum sitthvort settið hér á síðunni en fjórum heppnum vinkonupörum sett á Facebook síðu bloggsins míns 🙂

Til að taka þátt í vinkonuleiknum á Facebook skaltu smella HÉR.

Til að taka þátt í leiknum hér á síðunni skaltu fylla út formið hér fyrir neðan 🙂

Click here to view this promotion.

Það má svo að sjálfsögðu taka bæði þátt hér á síðunni og á Facebook – þá eru bara meiri líkur á því að þú vinnir þitt eigið Duo Fiber sett 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

20 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

  1. Ég er ótrúlega spennt að prófa duo fiber burstana frá RT! Þetta væri náttúrulega tryllt skemmtilegt! ❤️

 

Fylgdu okkur á


Follow