Rannveig

Ég ætlaði að skrifa færslu eins og ég geri alltaf eftir helstu verðlaunahátíðirnar, þar sem ég fer yfir mínar uppáhaldsfarðanir frá kvöldinu og spái og spöglera í helstu trendin sem sáust á rauða dreglinum. Mér fannst það einhvern veginn ekki viðeigandi í dag þar sem svo margir merkilegri hlutir áttu sér stað á kvöldinu þar sem að konurnar í kvikmyndabransanum stóðu saman gegn ójafnrétti, klæddust svörtu og sögðu Time’s up!  Ég er svo stolt af því að vera kona í dag og að sjá byltinguna sem kynsystur mínar hafa komið af stað hvort sem hún á sér stað í sviðsljósinu eða ekki. Ég finn hlutina breytast og það gleður mig alveg rosalega, en þetta er bara byrjunin og enn er langt í land. Mig langar því frekar að sýna ykkur nokkra af merkilegustu atburðum Golden Globe hátíðarinnar sem átti sér stað í gær í stað þess að fara yfir farðanirnar en ég get þó sagt ykkur förðunaráhugafólkinu það að kaldir tónar og þá sérstaklega gráir og fjólubláir voru í aðalhlutverki þegar kom að förðunum kvöldsins.

Ræðan hennar Oprah

Það er ekki annað hægt en að fyllast innblástri þegar maður hlustar á ræðunna hennar Opruh síðan í gær.

Natalie Portman – All male

Natalie Portman benti listilega vel á þá staðreynd að einungis karmenn voru tilnefndir í flokknum fyrir besta leikstjóra. Það hefur löngum verið sannað að erfiðara er fyrir konur að komast í leikstjórastólinn en karla og fyrir minn smekk er löngu kominn tími til að breyta því! 

Jessica Chastain og Chris Hemsworth – MYNDBAND

Komu inn á launamun kynjanna þegar þau tilkynndi bestu leikonuna í kvikmynd. 

Barbra Streisand – 34 ár – MYNDBAND!

Barbra Streisand benti á þá sorglegu staðreynd að í þau 74 ár sem að Golden Globe hátíðin hefur verið haldin hefur einungis ein kona – hún sjálf unnið verðlaun fyrir bestu leikstjórn! Það var fyrir 34 árum! Ég á bágt með því að trúa að í 34 ár og hvað þá árin á undan því hafi engin kona átt skilið verðlaun fyrir góða leikstjórn. 

Ræðann hennar Laura Dern

Ég gæti ekki verið meira sammála henni!

The power of women

Það er svo sannarlega ótrúlegt hvað konur geta afrekað ef þær bara standa saman!

-RH (Instagram: @rannveigbelle)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow