Rannveig

Ég er búin að vera að rokka Rock jeggings frá Oroblu mikið í haust og fannst því tilvalið að sýna ykkur þær. Ég held þetta séu svona þær buxur sem ég er búin að nota hvað mest frá því ég flutti til Köben því það er bara svo þægilegt að smella sér í þær og svo eru þær tiltölulega hlýjar í þokkabót. Rock jeggins er nokkuð nýtt snið frá Oroblu en þær komu sem hluti af vetrarlínunni í haust. Sniðið á þeim er svolítið skemmtilegt en þær eru bæði þægilegar í mittir, sitja ekki lágt niðri á mjöðmunum og ná alveg niður fyrir ökkla. Hér er ég með brett aðeins upp á þær til þess að sýna sokkana mína betur en annars ná þær alveg niður.

Á hliðunum á buxunum er að finna pleður details en pleðrið er eins og pleðrið í Must jeggings frá Oroblu ef þið hafið prófað þær (ef ekki gerið það þá strax því þær eru sjúkar). Restin af buxunum er samt úr teygjanlegu efni svo þessi pleður detail gera mikið fyrir þær og með því ná buxurnar að vera ofboðslega stílhreinar. Ég elska að skella mér í þessar við allskonar boli, peysur og skó því þær passa bókstaflega við allt saman og manni líður alltaf smart. Mæli með þessum og ef þið eruð í vandræðum með jóladress!

-RH (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow