Rannveig

faerslan_er_ekki_kostud

Eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er búinn að vera yndislegur dagur! Ég er búin að vera úti í allan dag að gróðursetja og koma garðhúsgögnunum í gott stand fyrir sumarið svo ég er eiginlega pínu búin á því eftir daginn sem þýðir bara að ég hafi verið að gera eitthvað af viti 🙂 En hvað um það, hér kemur annað holl af því sem leynist í Sephora körfunni minni!

Sephora_wishlish

1. Too Faced Chocolate Bar

Fyrst að yndislegu foreldrar mínir komu mér á óvart með Sweet Peach pallettunni frá Too Faced er einungis ein palletta eftir í körfunni minni frá merkinu og það er upprunalega Chocolate Bar pallettan.

2. YSL Black Opium

Þetta ilmvatn hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda er lyktin af því alveg hreint dásamleg og höfðar rosalega til mín.

3. Laura Mercier Matte Radiance Baked Powder Compact

Ljómapúður frá Laura Mercier þrátt fyrir að í heiti þess stendur að það sé matt. Kathleen Lights dásamar þetta ljómapúður alveg fram og tilbaka og þar sem ég treysti henni alveg fullkomlega langar mig ótrúlega mikið að prófa púðrið 🙂

4. Glam Glow Powermud Dualcleanse Treatment

Youtube gúrúarnir hafa ekki undan að dásama maskana frá Glam Glow og því ratar einn af þeim á óskalistann minn. Ég skoðaði þá síðast þegar ég fór í Sephora og þeir lofuðu góðu en voru heldur dýrir að mínu mati fyrir magnið sem maður er að fá. Þessi kostar til dæmis 69 dollara fyrir aðeins 50 ml.

5. Make Up Forever Ultra HD Invisible Cover Stick Foundation

Ég er ofsalega spennt fyrir öllum förðum í stiftformi þessa dagana. Ég prófaði til að mynda einn svoleiðis frá Clinique núna um helgina og varð rosalega hrifin af honum. Þessi stiftfarði frá Make Up Forever ratar á óskalistann.

6. Becca Shimmering Skin Perfector Luminous Blush í litnum Tigerlily-Tangerine

Ljómandi kinnalitur frá Becca sem ég held að muni smellpassa við allar sumarfarðanir!

7. Makeup Eraser

Klútur sem á auveldlega að fjarlægja allan farða af andlitinu þegar hann er rakur. Mig langar rosalega að prófa þennan en er samt mjög skeptísk á hann. Hefur einhver prófað klútinn og getur sagt mér hvort hann yfirhöfuð virki eða ekki? 

Þetta var annar hlutinn af óskalistanum endalausa. Vonandi hafði þið fengið einhverjar hugmyndir ef þið eigið leið ykkar í Sephora í sumar 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

  

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow