Rannveig

Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að vora og fólk er einhvern veginn léttara á fæti. Mamma og pabbi kíktu til okkar í Köben yfir páskana og helgin hefði ekki getað heppnast betur þó við hefðum planað það! Mér leist reyndar ekkert á blikuna á fimmtudaginn þegar það var brjálað rok, snjór og satt besta að segja skítakuldi hérna en föstudagurinn gerði það svo sannarlega upp við okkur með heiðskírum himni, sól og blíðu! Ég vona innilega að þið hafið átt yndislega páskahelgi kæru lesendur, hér eru nokkrar myndir frá minni sem einkenndist einna mest af góðum félagsskap og miklu áti!

Glöð að fá mömmslu og pabba

Ég fékk rjúkandi heita sendingu frá Íslandi með fullt af dásamlegum nýjungum til að prófa
Fyrsti dagurinn og brjálað veður kallaði á comfort food
Löbbuðum upp Sívalna turninn í bongóblíðu og sáum alveg yfir alla Köben
Nauðsynlegt að stoppa á Hotel Chocolat ef þið eruð í Köben

Höllin og Marmarakirkjan
Skálað í Aperol Spritz við leikhúsið
Feed me mother!
Ég skrapp í klippingu og litaði mig ljóshærðari og klippti mig stutt! Sýni ykkur breytinguna betur við tækifæri 🙂
Smörrebröd á Koefoed er ekkert grín!

Páskaförðunin mín var einföld að þessu sinni en ég lagði áherslu á brons augu og lýtalausa húð
Páskamatur á Guru
Við Magnús fögnuðum svo fimm ára sambandsafmæli með stæl á Bar7 með sjúkum kokteilum!

Bestu páskar ever með uppáhalds fólkinu mínu!

-RH /@rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow