Rannveig

Ég missti mig svolítið í Oroblu kaupum um daginn og langaði að sýna ykkur hvað ég keypti! Í körfunni leyndust tvær buxur og tveir hnésokkar sem mér fannst passa svo æðislega vel við buxurnar að ég gat bara ekki sleppt þeim 😉

Fyrstu buxurnar sem skoppuðu ofan í körfuna voru þessar klassísku Must pleðurleggings. Þessar hafið þið eflaust séð áður hjá mörgum en ég hef ekki látið verða að því að kaupa þær fyrr en nú. Buxurnar eru fóðraðar með einskonar flís að innan svo þær eru mjööög heitar og verða eflaust flottar á köldum sumardögum eða þá næsta vetur. Ég tók stærð XS og þær eru svolítið þröngar á mér svo ef þær teygjast aðeins þá ættu þær að passa fullkomlega. 

Hnéháir Tricot sokkar í svörtu fengu síðan líka að fylgja mér heim en mér finnst þessir gera Must buxurnar extra töff svo ég gat ekki sleppt þeim. 

Nýu Play buxurnar frá merkinu fengu líka að koma með mér heim og ég er ástfangin af þeim! Þessar eru meiri sparibuxur en leggings enda er efnið í þeim öðruvísi. Þær eru síðan með mjórri hvítri rönd á hliðunum sem gerir þær pínu „tuxedo-legar“. Þær ná líka alveg upp yfir nafla á mér svo ég get notað þær við stutta mittisboli. Ég tók stærð S og þær passa bara mjög þægilega á mig. Það er reyndar smá galli á mínum aftan á rassinum, einhver lína, sem sökkar pínu en sést sem betur fer ekki það mikið.

Mig langaði líka í flotta sokka við Play buxurnar svo ég keypti þessa svörtu hnésokka sem eru 20 den. Þessir fannst mér meira sparilegir en Tricot sokkarnir og því fannst mér þeir passa fullkomlega við Play buxurnar.

Sjúklega sátt með þessi kaup mín og hlakka til að sýna ykkur dressfærslur þar sem ég klæðist þessu! 😀

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow