Rannveig

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf eða eru í einkaeigu

Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stutt og einfalt myndband sem að sýnir ykkur skref fyrir skref nákvæmlega hvernig ég náði þessari einföldu gylltu smokey augnförðun og ég held að mér hafi bara tekist ágætlega til 🙂

Í förðunina notaði ég In Your Element Metal pallettuna frá NYX Proffessional Makeup sem og Love Contours All pallettuna frá þeim. Mig langaði að gera frekar 3D-legt smokey án þess þó að það væri beint Halo förðun þannig að ég setti langmest af metal aungskugganum á mitt augnlokið en hafði hann töluvert þynnri út til hliðanna. Ég vona að það hafi komist skýrt til skila í myndbandinu.

Hér er svo myndbandið! Vonandi líst ykkur vel á 😀

P.S. Það verður ekki Bachelor færsla þessa vikuna þar sem síðasti þáttur var bara of mikið blah fyrir minn smekk. Ég skal samt reyna að gera færslu fyrir næsta þátt!

-RH / @rannveigbelle

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow