Rannveig

Ég er búin að taka eftir því upp á síðkastið að svitaholurnar mínar hafa stækka töluvert og þær eru orðnar fullar af óhreinindum. Ég kenni aldrinum um þetta 😉 Hinir alræmdu fílapenslar eru því farnir að láta sjá sig og ég er ekkert alltof sátt við það! Þetta er kannski „too much info“ en mig langar að fara í smá tilraunarstarfsemi og sjá hvort að ég geti ekki minnkað fílapenslana með stöðugri hreinsun. Ég dró því fram Clarisonic hreinsiburstann minn og nældi mér í þennan Zero Oil Deep Pore Cleanser frá Origins. Ég ætla síðan að nota þetta kombó annan hvern dag í nokkrar vikur og athuga hvort að fílapenslarnir minnki ekki við það og ég sjái marktækan árangur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow